Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 31

Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 31 Mótmælin í Alma Ata í Sovétríkjunum: Tveir létust og 200 slösuðust Alma Ata. AP, Reuter. Forsætisráðherrann í Sovét- lýðveldinu Kazakhstan gaf í gær nýjar upplýsingar um óeirðirnar, sem urðu í Alma Ata, höfuðborg ríkisins, i desember sl. og stang- ast þær nokkuð á við fyrri fréttir. Kom nú fram hjá honum, að tveir menn hefðu látist og um 200 slasast. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði gagnvart helstu gjaldmiðlum i gær og verð á gulli lækkaði. í London kostaði sterlingspundið 1.5310 dollara (1,5310) síðdegis í gær. Dollarinn kostaði 153,77 jap- önsk jen. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kostaði: 1,8305 vestur-þýsk mörk (1,8104), 1,5485 svissneska franka (1,5295), 6,0950 franska franka (6,0325), 2,0675 hollensk gyllini (2,0440), 1.302,00 ítalskar lírur (1.289,83) og 1,3295 kanadíska doljara (1,3327). I London kostaði únsa af gulli 391,70 dollara (394,50). Bandaríkin: Nursultan Nazarbayev, forsætis- ráðherra í Kazakhstan, sagði, að allt að 3000 manns hefðu tekið þátt í óeirðunum en ekki nokkur hundruð manns eins og áður var haldið fram. Sagði hann, að um 100 manns hefðu verið handteknir og þrír verið dæmdir í fangelsi. Mál 28 annarra væru nú til meðferðar. Nazarbayev skýrði frá þessu á fundi með 12 erlendum fréttamönn- um, þeim fyrstu, sem leyft er að koma til Alma Ata frá því óeirðim- ar voru þar í desember. Í fyrstu fréttum sovéskra fjölmiðla var lögð áhersla á, að „óaldarlýður og sníkjudýr" hefðu staðið fyrir mót- mælunum en Nazarbayev sagði, að sumar kröfur mótmælendanna, sem voru aðallega námsmenn, hefðu verið eðlilegar, t.d. hvað varðaði framboð á matvælum og húsnæði. Tveir menn, lögreglumaður og námsmaður, létust og um 200 þurftu á læknishjálp að halda vegna meiðsla, sem þeir hlutu í átökunum. Hófust þau daginn eftir að Gennady Kolbin, sem er Rússi, tók við sem leiðtogi kommúnistaflokksins af Dinmukhamed Kunayev en hann er Kazakhi. Létu námsmennimir í Hamagangur íkauphöllinni Meiri hækkun varð á hlutabréfum á þriðjudag í Wall Street í New York en nokkru sinni á einum degi á þessu ári. Talið er, að bjartsýni á batnandi efnahagshorfur í Bandarikjunum hafi ráðið þar mestu um. í gærmorgun héldu hlutabréf áfram að hækka í Wall Street, en úr þvi dró þó, er á leið daginn. Hækkun hlutabréfa í Bandaríkjunum hafði jafnframt mikil áhrif til hækkunar á hlutabréfum víða annars staðar i heiminum. Þannig varð mikil hækkun á hlutabréfum i Japan og þá einkum hjá Nippon og fleiri stórfyrirtækjum. Mynd þessi var tekin i kauphöliinni i Tókýó í gærmorgun og sýnir liamaganginn, sem gjarnan verður i kauphöllunum, þegar mest gengur á. Flotamálaráðherr- ann lætur af störfum Washington, Reuter. JOHN Lehman, flotamáiaráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti á þriðjudag að hann hygðist láta af störfum. Lehman hefur verið ötull talsmaður þess að Banda- ríkjafloti byggi styrk sinn á öflugum flugmóðurskipum. Til- kynnt var i Hvita húsinu í gær að Ronald Reagan Bandarikja- forseti hefði ákveðið að útnefna James Webb, sem nú fer með yfirstjórn varaliðs Bandarikja- hers, eftirmann hans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Lehman, sem er 44 ára gam- all, hyggist annast kosningabaráttu George Bush, varaforseta, vegna forsetakosninganna sem fram fara árið 1988. Hann hefur þó stað- fastlega neitað þessum sögusögn- um og kvaðst í gær hafa í hyggju að taka til starfa í ónefndu einka- fyrirtæki. Caspar Weinberger vamarmála- ráðherra lagði hart að Lehman að endurskoða ákvörðun sína. „Leh- man hefur sýnt fádæma dugnað og Weinberger vill alls ekki missa hann,“ sagði talsmaður varnarmá- ráðuneytisins fyrir skömmu. James Webb gat sér gott orð fyrir framgöngu sína í Víetnam- stríðinu og hlaut fjölmörg heiðurs- merki fyrir unnin afrek þar. Hann er 41 árs gamall og er lögfræðing- ur að mennt. Hann hefur og skrifað nokkrar bækur m.a. um Víetnam- stríðið. John Lehman hefur þótt einstak- lega líflegur ráðherra og hefur hann verið óhræddur við að gagnrýna embættismenn stjórnarinnar. Hann hefur verið ráðherra flotamála frá því Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna árið 1981. Lehman samdi áætlun þar sem gert er ráð fyrir að Bandaríkjafloti ráði yfir 600 herskipum árið 1992. Styrkur flota- deildanna mun að verulegu leyti byggja á öflugum flugmóðurskip- um. Hefur Lehman tekist að fá gríðarlegar Qárveitingar til upp- byggingar flotans og hafa menn haft á orði að allt annar andi ríki meðal sjóliða frá því hann tók til starfa. Í ágústmánuði lenti Lehman saman við Weinberger þegar hann lagði til að 20 milljónum dala yrði varið til smíði skólaskips fyrir bandaríska sjóliða. Weinbergertaldi að þeim fjármunum yrði betur var- ið til annarra verkefna. í desember á síðasta ári hvatti John Lehman Weinberger til að þrýsta á bandaríska þingmenn um að samþykkja efnahagslegar refs- iaðgerðir gegn Nýsjálendingum. Taldi flotamálaráðherrann þetta eðlileg viðbrögð við þeirri ákvörðun stjórnar Nýja Sjálands að meina bandarískum herskipum, sem talin eru kjarnorkuknúin eða hafa kjam- orkuvopn innanborðs, að leita til hafnar þar. Líbanon: V opnahléstilraun- ir árangurslausar 40 hafa fallið síðustu þrjá daga Beirút, AP. SÍÐUSTU þijá sólarhringa hafa 40 manns fallið og um 200 særst í átökum shíta og banda- lags drúsa og kommúnista í Beirút. I gær tókst Sýrlending- um að koma á vopnahléi en það var rofið er átök brutust út nærri bandaríska háskólanum þar í borg. Að sögn lögreglumanna skutu hersveitir drúsa og kommúnista eldflaugum að höfuðstöðvum shíta og reyndu fulltrúar Sýr- landsstjórnar enn á ný að bera klæði á vopnin. Þúsundir manna sem haldið höfðu til í kjöllurum húsa og sprengjubyrgjum hættu sér í gær út á götur Beirút eftir þriggja sólarhringa linnulitla bardaga. Þar gat að líta sundurtætt hús og brunna bíla. Víða brunnu eldar og glerbrot þöktu götumar. Fólkið hugðist kaupa mat en engan mat var að fá þar eð verslunareigend- ur áræddu ekki að hafa opið af ótta við frekari átök. Shítar höfðu sagt að þeir myndu aflétta umsátri um flótta- mannabúðir Palestínumanna í Beirút og heimila flutninga á matvælum til sveltandi flóttafólks. Lögreglumenn í Beirút kváðust ekki hafa orðið varir við flutninga á hjálpargögnum og sagði tals- maður hjálparstarfs á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Beirút að átök og blóðugir bardagar gerðu að verkum að ómögulegt væri að skipuleggja flutninga á neyðar- gögnum þangað. OPIÐ: Mán.-föst. 9-18 laugard. 14-17 sunnud. 14-17 BENCO hf LÁGMÚLA 7, SÍMI 84077. 5IMONSEN BÍLASÍMINN MINNSTUR! LÉTTASTUR! (3,1 kg) VINNUÞJARKUR! SPARNEYTINN! (1,6 A) HRAÐVIRKT RÁSAVAL gefur strax SÁ EINI VATNSÞÉTTI! SÁ EINI RYKÞÉTTI! 2 ÁRA ÁBYRGÐ! KAUPLEIGUSAMNINGAR!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.