Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 33

Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 33 Ekkert lát er á bar- dögum í Afganistan Islamabad, AP. YFIR 500 afganskir skæruliðar hafa fallið í hörðum bardögum við herlið Sovétstjómarinnar og Kabúlstjórnarinnar á undanförn- um vikum þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé þeirra síðarnefndu. Hafa bardagar einkum verið harðir á ýmsum stöðum í mið- hluta landsins og þá einkum i kringum borgimar Kabúl, Kandahar og Herat. Ekki er vitað um manntjón Sov- éthersins né stjómarliðsins í þessum bardögum, en samkvæmt fregnum, sem borizt hafa frá Kabúl, eru sjúkrahús þar full af særðum her- mönnum. an hófst, var Kandahar önnur stærsta borg landsins. Hún hefur orðið fyrir miklum skemmdum í stríðinu, bæði í bardögum og í loft- árásum. Harðir bardagar hafa einnig átt sér stað í borginni Herat, sem er í vesturhluta Afganistans nærri landamærunum við íran. Þar gerðu skæruliðar lest sovézkra hervagna fyrirsát fyrr í þessum mánuði og eyðilögðu að minnsta kosti fjóra þeirra. Skæruliðar hafa haldið áfram flugskeytaárásum á Kabúl. Þannig gerðu þeir mikla flugskeytaárás 8. febrúar sl. á stöðvar 15. hersveitar afganska hersins fyrir austan borg- ina og eyðilögðu þar marga her- vagna. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum, að eigi færri en 11 manns hafi verið drepnir úr nefndum þeim, sem Kabúlstjómin kom á fót víðs vegar um landið til að vinna að því að koma áætlunum stjómarinnar í framkvæmd og reyna að ná friði við skæruliða. Ungfrú Bandaríkin Michelle Renee Royer var á þriðjudag kjörin ungfrú Bandaríkin við hátíðlega athöfn sem fram fór i Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Ungfrú Royer mun hljóta rúmar átta miUjónir ísl. króna í verðlaun þar til næsta fegurðardís verður kjörin auk sæmdarheitisins. Texasbúar munu vera viti sinu fjær af gleði því þetta er í þriðja skiptið í röð sem stúlka frá Texas vinnur þennan eftirsótta titil. Ef þú ert í öðrum heimi viðstýnó eru miklar líkur á aö feröin endi þar Yaknaöu maöur! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi ökumanna eru langalgengustu or- sakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöpp- in, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarendum í stór- kostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og atleiðingum umferðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR Kommúnistastjómin í Kabúl lýsti einhliða yfir vopnahléi 15. janúar sl. og átti það að vera liður í við- leitni hennar til að binda endi á styijöldina. Samtök skæmliða höfn- uðu hins vegar þessu tilboði á þeim forsendum, að það væri fram borið til að tryggja stöðu kommúnista- stjómarinnar. Fréttir hafa borizt um götubar- daga í borginni Kandahar í suðvest- urhluta landsins, þar sem bæði fallbyssum og flugskeytum hafi verið beitt. Hefur mannfall á meðal óbreyttra borgara þar verið mikið, enda þótt engar tölur hafi fengizt um það. Áður en stríðið í Afganist- V estur-Þýskaland: Græningjar biðja um ferðaleyfi fyrir Andrei Sakharov Bonn. Reuter. GRÆNINGJAR í Vestur-Þýska- landi hafa farið fram á það við sovésk stjórnvöld, að þau veiti andófsmanninum og eðlisfræð- ingnum Andrei Sakharov farar- leyfi, svo að hann geti þegið heimboð samtakanna. Talsmaður Græningja, Waltraut Schoppe segir, að beiðninni hafi verið komið á framfæri við Vadim Zagladin, miðstjórnarmann í sov- éska kommúnistaflokknum, þegar hann var í heimsókn í Vestur- Þýskalandi. Petra Kelly, einn af forystumönn- um Græningja, bauð Sakharov til Vestur-Þýskalands, þegar hún sótti alþjóðlega friðarþingið í Moskvu um síðustu helgi. Sakharov þá boðið, en sagðist óttast, að sovésk stjóm- völd mundu ekki veita honum fararleyfi. Schoppe sagði, að Zagladin, sem í gær átti viðræður við Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra, hefði fallist á að koma beiðninni á framfæri við sovéska ráðamenn. HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta ■7nnni7nnnninTnn.mn7n« VISA SÍMINN ER 091140 091141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.