Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Herferð gegn alnæmi:
Myndi fagna almennri sýna-
töku segir heilbrigðisráðherra
Erf iðast verður að ná til þeirra sem stunda vændi segir landlæknir
í alnæmisáhættuhópum framtíðarinnar verða aðallega þeir
hommar og gagnkynhneigðir er hlotið hafa litla fræðslu,
jafnframt vímuefnaneytendur af báðum kynjum sem neyð-
ast til að fjármagna neyslu sína með vændi. Þetta kom
meðal annars fram í máli landlæknis á blaðamannafundi,
sem haldinn var í gær á vegum heilbrigðisráðuneytisins
um alnæmi og forvarnir sjúkdómsins.
„Ekki er víst að bæklingar og fjöl-
miðlafræðsla nái vel til þess fólks
og því verður að grípa til annarra
ráða. Það verður að leita það uppi
og freista þess með öllum ráðum
að gera því ljósa hættuna. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu og
SÁÁ eru til dæmis á ferð í
Reykjavík 15-20 unglingsstúlkur,
sem eru háðar fíkniefnum og stunda
vændi. Án efa verður erfíðast að
ná til þessa áhættuhóps. Forvamir
á þessu sviði verður að stórefla og
ráða hæft fólk til að leita þetta
fólk uppi og freista þess með öllum
ráðum að fá það í meðferð. Tug-
milljóna króna fjárveiting í dag til
þessara verka getur sparað hundruð
milljóna síðar meir. Vel skipulögð
fræðsla á vinnustöðum er ekki síður
mikilvæg en fræðsla í skólum því
þar er að fínna meðal annars fólk,
sem hætt hefur snemma í skóla,"
sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir.
Ef smitleiðir breytast ekki frá
því nú er vitað, er líklegt að unnt
verði að hindra útbreiðslu veikinnar
meðal þess fólks í áhættuhópunum
sem móttækilegt er fyrir fræðslu.
Aftur á móti verður trúlega erfitt
að ná sama árangri meðal þeirra
er vegna lítillar menntunar, skiln-
ingsleysis eða skorts á vilja og getu
ná ekki að tileinka sér fræðsluna,
sagði Ólafur.
í máli Ragnhildar Helgadóttur,
heilbrigðisráðherra, kom fram að
byijað er á því að skima þá sem
leita lækninga vegna kynsjúkdóma,
konur við fyrstu mæðraskoðun og
konur sem gangast undir fóstureyð-
ingu. Hún gerði ráð fyrir að áður
en langt um liði, yrðu allir þeir sem
legðust inn á sjúkrahús skimaðir,
en af og til hafa verið teknar pruf-
ur á sjúkrahúsunum. Ráðherra
sagðist hafa tilkynnt fjármálaráð-
herra að vera viðbúinn því að til
þyrfti að koma aukafjárveiting
vegna fræðsluherferðarinnar og
teldi hún að hræðsla við sjúkdóminn
sé af hinu góða. „Lög um hvemig
upplýsingum um sjúklinga skuli
háttað eru ekki nógu ákveðin og
einnig vantar nánari upplýsingar
til starfsfólks sjúkrahúsanna um
hvaða ráðstafanir skulu gerðar
varðandi alnæmissjúklinga. Heimilt
er að beita lögum um sóttkví sjúkl-
inga ef þeir haga lífí sínu vísvitandi
á þann veg að öðmm stafar hætta
af. En, til slíkrar einangrunar, þurf-
um við aðstöðu. Ekki duga fangels-
in þar sem fyrir em einstaklingar,
sem jafnframt þurfa á vemd að
halda. Ég myndi fagna almennri
sýnatöku til dæmis ef samstarfsfólk
á vinnustöðum tæki sig saman um
að fara í mælingu og sýndi þar með
gott fordæmi. Slíkt myndi draga
úr fordómum og gæti til dæmis
verið í tengslum við herferð land-
læknis á vinnustöðum."
I bígerð er bæklingur um alnæmi
sem gefínn verður út í 80.000 ein-
tökum. Einnig verður gefín út á
næstunni sérstakur bæklingur fyrir
ferðamenn, sem hyggja á sumarfrí
erlendis, og munu þeir m.a. liggja
frammi á ferðaskrifstofum. Fyrir-
hugað er að ráða sérstakan fræðslu-
fulltrúa vegna alnæmis og einnig
yrði einhvers konar geðvemdarað-
stoð komið á laggimar til að koma
til móts við smitaða.
Ragnhildur sagði að sóttvama-
lögin væru í endurskoðun hjá
ráðuneytinu. Samkvæmt lögum
flokkast alnæmi sem kynsjúk-
dómur, en Alþingi hefði í fyrra sett
strangari reglur um skráningu al-
næmis en aðra kynsjúkdóma. Algjör
nafnleynd ríkir í alnæmistilfellum.
Einungis læknir viðkomandi sjúkl-
ings veit nafnið, en þegar hann
sendir upplýsingar til landlæknis-
embættisins, er aðeins hluti fæðing-
amúmeris viðkomandi sjúklings
notað til skrásetningar. Þetta er
gert svo ekki sé hægt að rekja hver
það er sem haldinn er sjúkdómnum.
Landlæknir sagðist vera fylgjandi
þessari nafnleynd. Hún fældi menn
síður frá því að koma í mælingu.
Hinsvegar væm ekki allir sammála
því.
Ólafur sagði að ljóst væri að
þeir sem líkiegir væm til að vera
smitaðir, væm tregastir til að koma
til mótefnamælinga af sjálfsdáðun
ef þeir væm einkennalausir. Til
dæmis var öllum karlmönnum borg-
ar einnar í Svíþjóð boðin mótefna-
mæling en aðeins 30% mættu. í
þeim hópi vom engir jákvæðir. Or-
sakir tregðunnar væm margþættar
en alþekkt væri að fólk jafnaði al-
næmissmiti við dauðadóm.
Landlæknir sagði að fólk yrði
fyrst og fremst hvatt til að koma
í mælingu. „Ef skylda á alla íslend-
inga til að koma, þarf að koma til
aðgerða Alþingis. Án efa þyrfti að
þvinga mjög stóran hóp með hörð-
um aðgerðum til mótefnamælinga.
Próf, sem notuð eru til mælinga em
ekki 100% nákvæm og hópur
manna sem virðist hafa mótefni era
í raun ekki sýktir. Verra er að all-
stór hópur sýktra mun ekki greinast
með mótefni í blóði. Margir munu
því lifa við falskt öryggi og gætu
hugsanlega fleiri smitast en ella ef
þessir aðilar gæta sín ekki. Próf
þarf að endurtaka oft þar sem
meðgöngutími sjúkdómsins getur
verið allt að átta ár. Nú era reknar
80 heilsugæslustöðvar um allt land
svo að aðgengileiki fólks að heilsu-
gæslu er góður.“
Hann sagði að árangur í barát-
tunni næðist ekki án þess að menn
gerðu sér grein fyrir því að hver
og einn verður að bera ábyrgð á
sjálfum sér, við yrðum að beijast
gegn áhættuhegðun frekar en sýkt-
um einstaklingum og vegna langs
meðgöngutíma veikinnar er aldrei
unnt að fylgjast með hegðan allra
smitbera. Ungt fólk hræðist dauða-
dóm og félagslega útskúfun og þess
vegna kemur það síður til mælinga,
en fræðsla og vamir em og verða
aðalinntak herferðarinnar, sagði
landlæknir.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 33 -18. febrúar 1987
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 39,230 39,350 39,230
St.pund 60,102 60,286 60,552
Kan.dollari 29,517 29,608 29,295
Dönskkr. 5,7145 5,7320 5,7840
Norskkr. 5,6296 5,6468 5,6393
Sænsk kr. 6,0433 6,0618 6,0911
Fi.mark 8,6429 8,6693 8,7236
Fr.franki 6,4672 6,4870 6,5547
Belg. franki 1,0401 1,0433 1,0566
Sv.franki 25,4740 25,5519 26,1185
Holl.gyllini 19,0742 19,1326 19,4303
V-þ. mark 21,5390 21,6049 21,9223
ít. líra 0,03028 0,03037 0,03076
Austurr. sch. 3,0635 3,0729 3,1141
Port. escudo 0,2774 0,2783 0,2820
Sp. peseti 0,3055 0,3064 0,3086
Jap.yen 0,25569 0,25647 0,25972
írsktpund 57,358 57,534 58,080
SDR (Sérst.) 49,5902 49,7422 50,2120
ECU, Evrópum. 44,4456 44,5816 45,1263
Morgunblaðið/Einar Falur
Þú ert alltaf jafn síðhærður, gæti Lev Polugaevski verið að segja
við Jan Timman.
Aldursforseti mótsins og jafnframt stigahæsti keppandinn, Viktor
Korchnoi, slær á létta strengi við næstyngsta keppandann, Nigel
Short. Þessir tveir eru taldir sigurstranglegastir fyrirfram en
þeir deildu nýlega fyrsta sætinu á sterku skákmóti í Hollandi.
Dregið um töfluröð á IBM skákmótinu í gær:
Margeir mætir Korchnoi
í fyrstu umferð mótsins
Skákmennirnir gagnrýndu að enginn frídagur væri undir lok mótsins
MARGEIR Pétursson fær erfiðasta verkefni íslensku skákmann-
anna í fyrstu umferð IBM skákmótsins sem hefst í dag á Hótel
Loftleiðum, en hann mætir stigahæsta keppanda mótsins, Victor
Korchnoi. Jóhann Hjartarson teflir við Lev Polugaevski en Helgi
Ólafsson og Jón L. Árnason tefla innbyrðis. Aðrar viðureignir
verða milli Nigel Shorts og Lev Polugaevskis, Jan Timmans og
Simen Agdesteins, og Lajos Portisch og Mikhail Tals.
Keppendumir drógu um töflu-
röð í gær og verður hún eftirfar-
andi: 1. Jón L. Ámason, 2.
Margeir Pétursson, 3. Nigel
Short, 4. Jan Timman, 5. Lajos
Portisch, 6. Jóhann Hjartarson,
7. Lev Polugaevski, 8. Mikhail
Tal, 9. Simen Agdestein, 10.
Ljubomir Ljubojevic, 11. Viktor
Korchnoi, 12. Helgi Ólafsson.
Nokkrar umræður urðu við
númeradráttinn eftir að Guð-
mundur Amlaugsson yfirdómari
mótsins hafði farið yfír helstu
reglur og keppnisáætlun og skip-
að þá Margeir, Portisch og
Polugaevski í dómnefnd. Kepp-
endur gerðu athugasemdir við að
einungis tveir frídagar em fyrir-
hugaðir, og sá síðari fjómm
dögum fyrir mótslok og því væri
enginn dagur ætlaður til að
hreinsa upp biðskákir, ef ein-
hveijar yrðu, fyrir mótslokin.
Guðmundur Amlaugsson hafði
sjálfur bent á þetta í sinni tölu.
Ljóst var að ekki var hægt að
bæta við keppnisdegi vegna bók-
ana hótelsins, en fram komu
hugmyndir um að flytja seinni
frídaginn aftur um þijá daga eða
að byija síðustu umferðimar fyrr
og tefla þá skákimar til þrautar.
Eftir nokkum tíma var sæst á að
síðustu fjóra dagana yrðu skákir
hverrar umferðar tefldar til loka
samdægurs, þótt það gæti þýtt
að skákmenn yrðu að sitja við
taflborðið lengur en hina lögboðnu
sjö klukkutíma og næst síðasta
keppnisdaginn verður byijað að
tefla klukkan 15 í stað 16.30 eins
og áætlað var.
Viktor Korchnoi benti á það í
umræðunum að það fælist í því
mótsögn að boðið væri upp á 10
þúsund dollara verðlaun sem
skiptust á keppendur í lok mótsins
í réttu hlutfalli við vinningsskákir
þeirra, en síðan væri verið að
hvetja þá til að semja frekar jafn-
tefli en eiga það á hættu að sitja
við skákborðið yfír sjö tíma á
dag. Gunnar Hansson forstjóri
IBM á Islandi sagði þessa athuga-
semd Korchnois réttmæta og
tilkynnti að þessi verðlaunaupp-
hæð yrði hækkuð í 12 þúsund
dollara til frekari vinningatil-
raunaörvunar. Að auki skiptast
20 þúsund dollarar milli þriggja
efstu keppendanna í mótslok.
Fyrsta umferð IBM skákmóts-
ins hefst, eins og áður sagði, á
Hótel Loftleiðum klukkan 16.30
í dag. I fyrstu setu eiga keppend-
ur að ljúka 45 leikjum á tveimur
og hálfum klukkutíma, en eftir
það em mörkin 20 leikir á klukk-
utíma. Fyrstu setu á að vera lokið
klukkan 21.30 en biðskákir verða
tefldar milli klukkan 23 og 01.