Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Átak til Skjóls heldur áfram: Fyrsti hluti hjúkrunarheimilis Skjóls tilbúinn um áramótin FRAMKVÆMDIR við aðhlynn- ingar- og hjúkrunarheimilið Skjól standa nú yfir og eru 5 hæðir uppsteyptar. Útboði er lokið á öllu múrverki, gerð loft- ræstikerfis, raforkuvirkja, hita- og hreinlætiskerfi. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti húss- ins verði tekinn í notkun um næstu áramót. Fjársöfnun undir nafninu „Átak til Skjóls“ hefur staðið yfír frá því í desember og enn er ekki talið að því sé lokið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skjóli. Því verður áfram tekið við framlögum, enda eru ónotaðir gíróseðlar frá Skjóli enn víða á heimilum að því er talið er. Er það ósk framkvæmdanefndar Skjóls að gíróseðlamir verði not- aðir þegar vel stendur á fyrir fólki. Við bráðabirðgareikningsskil 1. febrúar höfðu rúmar 2,1 milljónir króna safnast á bankareikning Skjóls. Til viðbótar ^árframlögum í söfnunina hafa ýmsar aðrar gjaf- ir borist, svo sem tölvubúnaður, innréttingar, gólfmottur, gólfteppi og fleira. Þá hefur stjóm Skjóls verið tilkynnt að ákveðið hafí ver- ið að ánafna aðhlynningarheimil- inu nokkrar eignir. í fréttatilkynn- ingunni vilja forráðamenn „Átaks til Skjóls" færa þjóðinni alúðar- þakkir fyrir veittan stuðning og heita á hana til áframhaldandi hjálpar. (Úr fréttatilkynningu.) Hvernig gera má gjaldkera sveigjanlega! Níl sf. 10 10 110 Nll SÍ. kynnir nýtt launabókhaldskerfi: TímaLaun, sem hefur þann góða kost að vera sveigjanlegt eftir þörfum hvers og eins. TímaLaun er sérstaklega hannað fyrir íslensk fyrir- tæki í öllum starfsgreinum og reiknar út laun fyrir allt að 600 starfsmenn. TímaLaun gefa þér kost á fullkominni stjórnun á útreikningi launa og við það skapast ótal möguleikar. Þó skiptir mestu að óþarfi er að breyta launakerfi fyrirtækisins þótt byrjað sé að vélvinna launabókhaldið 1 með TímaLaunum. Með TímaLaunum getur þú skipt launakostnaði milli deilda fyrirtækisins, sinnt mismunandi þörfum starfsmanna og margt fleira. TímaLaun sjá um útskrift á launaseðlum, ávísunum, útborgunarlistum og ýmiss konar uppgjörum og yfirlitum. Eftirtaldir aðilar veita þér allar nánari upp- lýsingar um TímaLaun: Einar J. Skúlason hf. Sími 686933 Ólafur Skúlason Gísli J. Johnsen sf. Sími 641222 Björn Ingi Magnússon Ásiaug Guðjónsdóttir MEÐEINU SÍMTALI Eftir það véröa áskriftargjöldin skuld- færö á vidkomandi greiöslukortareikning ■■■knÞi.mr SÍMINN ER 691140- 691141 VTSA Afþreyingarbækur á þorranum Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Diane Guest: Forbidden Garden Útg. Bantam 1987 Susan Howatch: Call in the Night Útg. Fawcett Crest 1986 Mér fínnst ástæða til að geta góðra afþreyingarbóka, eins og reyndar hefur oft verið gert í þess- um dálkum. Slíkar bækur eru ekki á hverju strái, þótt magnið af skemmtibókum sé yfrið. í Forbidd- en Garden segir frá blaðamanninum Patrick Kaiser, sem kemur til eyjar- innar Nantucket. Hann er að jafna sig eftir skilnað og er niðurdreginn. En áhugi hans er vakinri, þegar hann fer að fylgjast með nágrönn- um sínum. Það er hinn heimsfrægi píanóleikari Julian nokkur Ferrare, Fransesca, kona hans, langtum yngri, og tvö böm þeirra. Systir píanóleikarans, Elise, er einnig á heimilinu. Það orð fer af Fransescu, að hún sé líklega geðveik, nokkrum mánuðum áður hafði hún reynt að drepa sig og böm sín, með því að stökkva fyrir borð á feijunni. Kaiser kemst í kynni við bömin og þykir í meira lagi gmnsamlegt, hvað þau virðast hafa óttalegan beyg af föður sínum. Og reyndar af Elise líka. Loft er lævi blandið og það er kyndugt, að Fransesca virðist alltaf braggast, þegar Julian kemur úr hljómleikaferð, en er slöpp og ræfilsleg meðan Elise hugsar um heimilið. Smám saman upplýs- ist, að Fransesca hefur megnasta viðbjóð á eiginmanni sínum. Af hveiju sem það kann að stafa. Og það er raunar ekki Fransesca sem er sjúklingurinn, heldur Elise. Á sínum tíma hafði hún drepið hálf- systkini sitt og mestan hluta ævinnar verið í sjúkrahúsi. Og eitt- hvað er sjúklegt við samband þeirra systkina. Að því er bezt verður séð. Kaiser uppgötvar, að Fransesca vill fyrir hvem mun skilja við píanóleik- arann, en hann kúgar hana lengi vel til að vera um kyrrt, ella muni hann ljóstra upp hræðilegu leyndar- máli, sem muni ekki bara eyðileggja iíf hennar endanlega, heldur fyrst og fremst bamanna hennar. Það er svo spuming, hvaða leyndarmál getur verið svo hræðilegt, að hún kjósi fremur að búa með Julian en taka áhættuna, að bömin skilji májið Ýmislegt á nú eftir að gerast og óhugnaðurinn magnast. En loksins hafa endar verið hnýttir. Ljómandi haglega. Bók Susan Howatch er svosem ekki kjammikil, en hún er prýðilega spennandi. Ég sá á kápusíðu, að hún hefði skrifað bókina Wheel of Fortune sem ég man í fljótu bragði ekki eftir, en mun hafa orðið met- sölubók á sínum tíma. Sagan hefst í New York, stúlkan Claire lifír til- tölulega hversdagslegu lífi, að minnsta kosti miðað við Ginu systur hennar, sem er- fyrirsæta í París og lifir spennandi og tilbreyting- arríku lífi. En allt í einu er hringt raunar ekki frá París, heldur Lond- on, og það er Gina í símanum. Hún segist vera í ofboðslegum vandræð- um og síðan hverfur hún skyndilega úr símanum. Claire fær að vita að símanúmerið er hjá Erik nokkrum Jantzen, en þegar hún reynir að ná sambandi svarar ekki. Hún ókyrrist enn, þegar sambýlisstúlka Ginu í París hefur ekki græna glóm um, hvar systirin er niðurkomin. Claire brýtur heilann um, hvað til bragðs eigi að taka. Hún veit að Gina hefur staðið í einhvers konar stússi með brezkum kaupsýslu- manni, Garth Cooper, og hún veit einnig að hún hefur hitt á ný fyrver- andi kærasta sinn, Warren. Kannski þessir aðilar viti eitthvað um ferðir Ginu. Og Claire ákveður að taka sér ferð á hendur til Evrópu og reyna að fá botn í málið. Þá vill ekki betur til en svo, að hún verður ástfangin upp fyrir haus af nefnd- um Garth. Sem gæti alveg eins hafa myrt Ginu. Að minnsta kosti segir hann ekki satt og rétt til um það sem hann veit sennilega um ferðir Ginu. Claire kemst í kynni við þau Janzten-hjón, hvaðan Gina hafði hringt, en þau vita náttúrlega ekki neitt. Eða kannski þau viti eitthvað. Og hvemig stendur á því að fyrverandi unnusta Garths, Therese franska, er horfin líka. Auðvitað er sennilegt að Garth, hversu sakleysislegur og sætur sem hann nú er, eigi sök á þessu öllu. Þótt sorglegt sé. En um'síðir leiðir höfundur málið til lykta og allir verða lukkulegir. Aðalfundur sjálfstæðisfélags- ins Skjaldar í Stykkishólmi Stykkishólmi. AÐALFUNDUR sjálfstæðisfé- lagsins Skjaldar í Stykkishólmi var haldinn mánudaginn 9. febr- úar. Þar var gerð grein fyrir starfsemi seinasta árs, reikning- ar lagðir fram og venjuleg aðalfundarstörf. Þá var rætt um komandi kosningar til Alþingis og hvernig félagið skyldi standa að undirbúningi og framkvæmd. Þá var kosin stjóm fyrir næsta ár og voru þau kosin Hinrik Finns- son, verslunarmaður, formaður, endurkjörinn og Ólafur Sigurðsson, íþróttakennari, gjaldkeri, einnig endurlqörinn. Unnur Breiðfjörð, sem var ritari, baðst undan endur- kjöri og var Eygló Bjamadóttir, húsmóðir, kjörin í hennar stað. Þá var kjörið í fulltrúaráð sýsl- unnar en fyrir liggur að halda aðalfund og eins var kjörið í kjör- dæmisráð. Loks vom fjórir fulltrúar og ijór- ir til vara kjömir til að mæta fyrir félagsins hönd á landsfundi flokks- ins sem boðaður er fyrri hluta marsmánaðar nk. — Ámi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.