Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 50
50_______________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987_
Fóstran er fyrsti fag-
lærði kennari bamsins
eftir Gyðu
Jóhannsdóttur
Tilefni þessarar greinar er
OECD-skýrslan svonefnda og sú
umfjöllun sem hún hefur fengið í
ýmsum fjölmiðlum. OECD-skýrslan
er eins og kunnugt er úttekt sér-
fræðinga OECD á íslensku skóla-
starfí, framkvæmd á sl. ári.
Í byijun skýrslunnar rekja höf-
undar ýmis sérkenni íslensks
þjóðfélags. Þeir fjalla um hvemig
lífshættir og þar með uppeldisskil-
yrði hafa gjörbreyst á síðustu
áratugum. í því sambandi minnast
þeir á byggðaröskun í landinu —
mjög öra borgarmyndun. Þeir
benda á þenslu á atvinnumarkaði —
mjög langan vinnudag fólks al-
mennt. Þeir minnast á aukna
atvinnuþátttöku kvenna og hið
séríslenska fyrirbæri að margir
gegni fleiru en einu starfí til þess
að hafa í sig og á.
Allir þessir þættir leiða til þess
að foreldrar hafa sífellt minni tíma
fyrir böm sín og uppeldi barna
færist í auknum mæli á stofnanir
svo_ sem dagvistarheimili og skóla.
Á fleiri stöðum í skýrslunni koma
þeir að þeirri gífurlegu ábyrgð sem
nú hvílir á skólum og æðri mennta-
stofnunum. Þeir telja að skólar og
æðri mennta- og rannsóknarstofn-
anir gegni lykilhlutverki í varðveislu
og þróun hins séríslenska menning-
ararfs.
Þeir benda á að svo virðist sem
ílmenningur, ráðamenn og jafnvel
sKÓlamenn geri sér ekki næga grein
fyrir mikilvægi þessara stofnana í
nútíma þjóðfélagi. Ymislegt skortir
á til að nægilega vel sé að þessum
stofnunum búið, og benda þeir á lág
laun kennara og fóstra, óhóflega
yfírvinnu kennara, skort á náms-
gögnum o.m.fl. í því sambandi.
Viðurkenning- á starf i
Fósturskóla Islands
I kaflanum um forskóla er m.a.
vikið að starfsmenntun Fósturskóla
Islands. Það er ánægjulegt að til-
raun Fósturskóla íslands til að veita
verðandi fóstrum faglega starfs-
þjálfun fær góða umsögn.
Höfundar telja að þrátt fyrir það
að Fósturskóli íslands sé enn á
framhaldsskólastigi, þá hafí fóstrur
góðan menntunargrundvöll til að
kenna í auknum mæli í forskóla-
deildum grunnskóla og byggja þeir
þá ályktun á þeim efnistökum og
starfsaðferðum sem kenndar eru í
skólanum. Þeir benda hins vegar á
að Fósturskólinn útskrifí of fáar
fóstrur.
Fósturmenntun
verði sambærileg
kennaramenntun
Tillögur þeirra um úrbætur eru
m.a. að fólk geri sér betur grein
fyrir mikilvægi bemskuáranna, svo
og þeirri gjörbreytingu sem orðið
hefur á uppeldisskilyrðum íslenskra
bama. Skilgreina þarf uppeldis- og
kennsluhlutverk leikskóla og dag-
heimila.
Öll börn þurfa að eiga kost á
vandlega skipulögðu og lærdóms-
ríku umhverfí. Á dagvistarheimilum
og leikskólum er nauðsynlegt. að
leggja megin áherslu á að örva
skynhreyfífæmi bama, félags- og
siðferðilegan skilning. Einnig þarf
að efla vitrænan þroska og fagur-
þroska.
Þeir benda á að þessar hugmynd-
ir séu í beinu samræmi við nútíma-
legar hugmyndir í kennslufræði en
einnig í anda gmnnskólalaganna
þar sem m.a. er lögð áhersla á að
vinna út frá þroskastigi bamsins.
Samkvæmt þessum hugmyndum
er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því að bamið nýtur kennslu
Gyða Jóhannsdóttir
„Sú umræða sem fer
fram hér í fjöimiðlum
einkennist oft af því að
almenningnr og ráða-
menn viðurkenna að
nokkru leyti félag’slegt
gildi dagvistarstofn-
ana. Dagvistun er
félagsleg aðstoð, ætluð
þeim sem verst eru sett-
ir í þjóðfélaginu. Það
vantar hins vegar nokk-
uð á að almenningur og
ráðamenn geri sér
grein fyrir því að all-
flestir foreldrar þurfa
á þessari þjónustu að
halda.“
frá u.þ.b. þriggja ára aldri til
tvítugs.
í framhaldi af þessu benda sér-
fræðingar á nauðsyn þess að
endurmeta fóstrustarfíð þannig að
starf þeirra verði sambærilegt starfí
kennara, bæði hvað varðar laun og
starfsvirðingu. í því sambandi er
æskilegt að starfsmenntun allra
kennara (fóstrur meðtaldar) sé á
sama skólastigi, þ.e. háskólastigi.
Ábendingar OECD-
manna í fullu
samræmi við stefnu-
mörkun Evrópuráðs
Þessar ábendingar OECD-manna
um starfsmenntun fóstra er í fullu
samræmi við stefnu sem mörkuð
var á ýmsum ráðstefnum sem
haldnar voru á vegum Evrópuráðs
á áttunda áratugnum, en þá var
þeirri áskorun beint til aðildarríkja
að þau stuðli að því
1) að vandað verði sérstaklega
til inntöku nemenda í fósturskóla
bæði hvað snertir undirbúnings-
menntun og almennan andlegan
þroska.
2) að gerðar verði sambærilegar
menntunarkröfur til fóstra og kenn-
ara á grunnskólastigi.
3) að fóstrur njóti sömu starfs-
kjara og þjóðfélagsstöðu og
kennarar.
Starfsmenntun fóstra
á Norðurlöndum
Menntun fóstra á Norðurlöndun-
um er í samræmi við ofangreinda
stefnumörkun Evrópuráðs þar sem
fóstrumenntunin fer þar yfírleitt
fram í sérskólum að loknu stúdents-
prófí eða í tengslum við kennara-
nám og þá sem sérdeild innan
kennaraháskóla.
Algeng viðhorf til dag-
vistar- og forskólaupp-
eldis á Islandi
Ég tek.undir með þeim OECD-
mönnum og tel að mikið skorti enn
á að ráðamenn, almenningur og
skólamenn geri sér fyllilega grein
fyrir því að fósturstarfið er í eðli
sínu faglegt starf. Fóstran er og
ætti að vera fyrsti faglærði kennari
bamsins eins og þeir OECD-menn
benda réttilega á.
Sú umræða sem fer fram hér í
fjölmiðlum einkennist oft af því að
almenningur og ráðamenn viður-
kenna að nokkru leyti félagslegt
gildi dagvistarstofnana. Dagvistun
er félagsleg aðstoð, ætluð þeim sem
verst eru settir í þjóðfélaginu. Það
vantar hins vegar nokkuð á að al-
menningur og ráðamenn geri sér
grein fyrir því að allflestir foreldrar
þurfa á þessari þjónustu að halda,
sömuleiðis skortir mikið á viður-
kenningu á uppeldishlutverki
þessara stofnana. Öf margir halda
að nægilegt sé að sjá vel fyrir líkam-
legum þörfum bamanna, gæta
þeirra vel. Vitaskuld er það hluti
af starfínu sem fram fer, en aðrir
þættir em ekki síður mikilvægir.
Ég hef fyrr í greininni minnst á
nauðsyn þess að örva alla þroska-
þætti bama, vitræna, tilfínninga-
lega, félagslega svo og fagur-
þroska. Enn fremur er nauðsynlegt
að gera sér nokkra grein fyrir æski-
legum uppeldisaðferðum.
Flest okkar em sammála um að
ör framþróun tækni og vísinda leið-
ir til þess að við störfum í síbreyti-
legum heimi. Nokkuð vantar þó á
að fólk geri sér grein fyrir áhrifum
þessa síbreytileika fram í tímann,
þ.e.a.s., hvemig verður sá heimur
sem börn okkar koma til með að
lifa og starfa í? Það er hreinlega
ekki vitað.
Það er ekki óeðlilegt að þessi
síbreytileiki krefjist annarra upp-
eldisaðferða en við sem nú emm
uppalendur áttum að venjast. Þau
svör og viðhorf sem einkenndu okk-
ar uppeldi geta að hluta til verið
orðin úrelt þar sem þau urðu til við
gjörólíkar aðstæður.
Ýmsir fræðimenn og skólamenn
hafa í tugi ára íhugað og kannað
hvað sé til ráða. Það er skoðun
margra að m.a. sé mjög brýnt að
þjálfa börn í að leita Iausna á vanda-
málum sem upp koma hverju sinni.
Bamið er hvatt til að gera sér grein
fyrir vandanum og vinna að úr-
lausnum. Bamið er þannig hvatt
til aukins fmmkvæðis og rökvísi.
Hlutverk uppalandans felst í leið-
beiningu, hvatningu, stuðningi og
Stóri hræddi flokkurinn
eftir Rann veigu
Guðmundsdóttur
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum, að undanfarin tvö ár hefur
Alþýðuflokkurinn kynnt mál sín og
stefnu sérstaklega vel fyrir lands-
mönnum.
Stefna flokksins í veigamiklum
málum hefur því komist rækilega
til skila og það sem skiptir meira
máli, hún hefír fengið mikinn hljóm-
gmnn.
Fyrir utan gott og heilbrigt at-
vinnulíf og mannsæmandi laun
skiptir það mestu fyrir afkomu
hverrar ijölskyldu hvemig hús-
næðismálum, lífeyrissjóðsmálum og
skattamálum er háttað.
í þessum efnum er Alþýðuflokk-
urinn með athyglisverðar tillögur.
Þar vísa ég til fmmvarps um kaup/
leiguíbúðir, sem gjörbreyta myndu
möguleikum fólks til að eignast þak
yfír höfuðið og sérstaklega mögu-
leikanum á tryggu leiguhúsnæði.
Ung fólk skilur hvað hér er á
ferðinni og hversu þýðingarmikið
málið er. Þröngur §árhagur og erf-
iðleikar í húsnæðismálum eiga
eflaust ríkan þátt í síaukinni upp-
lausn ungra fjölskyldna.
Lífeyrissjóðsmálin eru með þeim
hætti hér á landi, að fólk er fyrir
löngu farið að spyrja hvers vegna
ekki hafi verið tekið á þeim málum,
fremur en hvort þess þurfí, því það
er fáránlegt að einn aðili fái að
loknu lífsstarfí greitt úr mörgum
sjóðum, meðan annar fær hér um
bil ekki neitt.
í skattamálum hefur Alþýðu-
flokkurinn tekið á kaununum með
þcim hætti, að það fer verulega
fyrir bijóstið á andstæðingunum.
Álþýðuflokkurinn hefur dregið fram
misréttið í skattamálum og boðað
breytingar, þannig að allir leggi
sinn skerf til þess þjóðfélags, sem
við viljum öll geta verið stolt af.
Hefur farið fyrir brjóstið
á Sjálfstæðisflokknum
Staða Alþýðuflokksins og sá
hljómgrunnur, sem hann hefur nú,
hefur farið sérstaklega fyrir bijóst-
ið á Sjálfstæðisflokknum. Vegna
hvers? Jú, vegna þess að sú ríkis-
stjóm, sem víkur nú senn, hefur
ekkert tekið á þeim málum er snúa
að hagsmunum launafólks. Það eru
aðrir hagsmunir, sem ráða ferðinni
á þeim bæ.
Þeir beija sér á bijóst fyrir að
hfa náð verðbólgunni niður, þó
nokkuð sé á reiki hver hún sé nú
í raun. Það er mjög mikilvægt
mál, en verður trauðla þakkað þess-
ari ríkisstjóm að því marki, sem
hún sjálf vill vera láta, því það er
launafólkið í þessu landi, sem með
sáttmála hefur greitt verðbólguna
niður. Skjólstæðingar ríkisstjómar-
innar standa fríir eftir nú sem fyrr.
Þeir fundu mál
á Alþýðuf lokkinn
Þegar litið er til þess, að Sjálf-
stæðisflokkinn hefur vantað mál til
að veifa framan í þjóðina, nú þegar
kosningar nálgast, og þess hvé
málabúnaður Alþýðuflokksins ligg-
ur Ijós fyrir er það svolítið broslegt
hversu æsifréttalegt það var þegar
formaður flokks „allra stétta“, fjár-
málaráðherrann sjálfur, hélt sig
hafa fundið neikvætt mál á Al-
Xí 'i
% ?
Rannveig Guðmundsdóttir
„Um stund tókst þetta
sjónarspil fjármálaráð-
herra. Honum tókst að
haga máli sínu þannig
að Alþýðuflokkurinn
yrði tortryggður. En nú
er frumvarpið komið
fram og það er ljóst að
þar er bara tekið á stað-
greiðslu launamanns-
ins. Allt annað vantar.“
þýðuflokkinn. Nefnilega að hann
væri á móti staðgreiðslu skatta og
að hann myndi tefja framgang þess
máls á þingi. Nú er það svo að
Alþýðuflokkurinn í stjórnarand-
stöðu tefur ekki þau mál, sem
ríkisstjómin ætlar sér á annað borð
að keyra í gegn. Að hinu leytinu
er það jafnrangt að taka efasemd-
ir, um að undirbúningstími sé
nægur, sem andstöðu við að taka
upp staðgreiðslukerfí skatta. Ekki
síst þar sem engin kynning á vænt-
anlegu fmmvarpi hafði farið fram
á Alþingi.
Um stund tókst þetta sjónarspil
fjármálaráðherra. Honum tókst að
haga máli sínu þannig að Alþýðu-
flokkurinn yrði tortryggður. Én nú
er frumvarpið komið fram og það
er ljóst að þar er bara tekið á stað-
greiðslu launamannsins. Allt annað
vantar. En launamaðurinn verður
ekkert hissa, hann er vanur við-
horfunum í þessum herbúðum.
Er stóri flokkur-
inn hræddur?
Af hveiju var ekki búið að vinna
þetta mikla hgsmunamál betur og
fyrr? Var það málefnaskortur, sem
rak Sjálfstæðisflokkinn til að keyra
þetta mál fram svo fyrirvaralítið í
lok stjómartímans? Var það ótti við
málefnastöðu (ekki síst í skattamál-
um) þess flokks, sem hann telur
höfuðandstæðing sinn í þessum
kosningum og með réttu.
Mogginn betri en enginn
Blað „allra landsmanna" hefur
ekki látið sitt eftir liggja í áróðri
gegn Alþýðuflokki og við í Al-
þýðuflokknum erum bara nokkuð
ánægð með það, því það sýnir hvert
vindurinn blæs. En ég gat ekki
annað en brosað þegar stóra blaðið
helgaði Alþýðuflokknum leiðara
undir nafninu: „Flokkur (eina)
mannsins." Það er nefnilega þannig
að þegar maður fínnur sig van-
máttugan málefnalega má reyna
að gera andstæðinginn tortryggi-
legan ómálefnalega.
Málgangið og flokkurinn vita
betur en þau tala og skrifa. Þau
muna útkomuna úr sveitarstjómar-
kosningunum í vor, þar sem
Alþýðuflokkurinn vann stórsigur.
Menn vita að Alþýðuflokkurinn
á sterka framvarðarsveit og stóra
bakvarðarsveit, sem standa einhuga
og baráttuglaðar í upphafí harðrar
kosningabaráttu.
Þeir vita það líka
Þeir vita líka annað. Sem sé að
þegar flokkur er með góð og vel
unnin mál, þá er það þýðingarmikið
að hann eigi sterkan talsmann til
að boða þau og stefnuna.
Þann talsmann á Alþýðuflokkur-
inn. Formaður Alþýðuflokksins
hefur þann hæfíleika, sem suma
vantar, að koma máli sínu til skila
á einfaldan og skilmerkilegan hátt
svo almenningur skilji.
Formaður Alþýðuflokksins hefur
þá pólitísku persónutöfra, sem eru
farnir að skipta svo miklu máli í
fjölmiðlaþjóðfélaginu, sem við búum
við í dag. Þá eiginleika vantar suma.
Er það að furða þó stóri flokkurinn
hlaupi til og reyni að búa til mál?
Nei, það er engin furða, bara
svolítið broslegt hvað hann er
hræddur.
Höfundur er bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokks í Kópavogi og skipar
3. sæti á frambodslista flokksins
í Reykjaneskjördæmi.