Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 53 Ingibjörg Sigurðar dóttir — Minning Fædd 29. apríl 1919 Dáin 8. febrúar 1987 „Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð upp um P þar sem vorvindurinn hlær.“ (Úr Skátasöngbók.) Margar standa vörðumar við veginn. Hún Inga okkar í Bæjar- stæði varðaði veg sinn gleði og umhyggju fyrir okkur samferða- fólkið, vini jafnt sem vandamenn. Frá því hún kom á Akranes, sem ung stúlka og giftist Guðjóni Bjamasyni í Bæjarstæði, hefur hún átt hér heima í orðsins fyllstu merk- ingu. Skagakona varð hún, þó hún héldi fullri tryggð við æskustöðv- amar. Ingibjörg, en svo hét hún, var borin og bamfædd á Oddsstöðum í Lundarreykjadal, dóttir hjónanna Vigdísar Hannesdóttur frá Deild- artungu og Sigurðar Bjamasonar frá Hömmm í Reykholtsdal. Hún var Borgfirðingur í húð og hár. Það er fallegt á Oddsstöðum. Bærinn stendur í hlíðinni undir Lundarhálsi, sem er á milli Lundar- reykja- og Flókadals. Eftir miðjum dalnum rennur Grímsá, ein mesta Laxveiðiá á landinu. Skammt frá Oddsstöðum fellur Jötnabrúarfoss í Grímsá, jiangað sem laxinn gengur lengst. A móti er hálsinn sem ligg- ur jrfir í Skorradal. Við Jötnabrúar- foss átti Inga sinn unaðsreit, þar undi hún á björtum sumardögum með fjölskyldu sinni. Á Oddsstöðum hefur verið búið rausnarbúi. Gest- risni og glaðværð var viðbrugðið. Systumar vom þrjár. Ástríður elst, sem býr á Oddsstöðum ásamt manni sínum, Kristjáni Davíðssyni, síðan Ingibjörg og Hanna er yngst, hún bjó einnig á Oddsstöðum með manni sínum, Ragnari Olgeirssyni. Þau búa nú í Borgamesi. Inga og Guðjón hófu búskap sinn á loftinu á Bæjarstæði, hjá foreldr- um Guðjóns. Við Bæjarstæði var Inga alltaf kennd hér á Akranesi. Þó þau byggðu sér hús hinum meg- in við götuna, hélt hún áfram að vera Inga á Bæjarstæði. Fyrir nokkm söðluðu þau um, seldu húsið sitt og tóku þátt í upp- byggingu lítilla húsa sem em ætluð öldmðum í nánd við dvalarheimili aldraðra á Höfða. Þau vom með fyrstu íbúunum og undu hag sínum vel. En svo veiktist Inga, og þrátt fyrir kjark hennar og lífsgleði vom henni leikslokin löngu kunn. Ég hefi fyrir satt að hún hafi gengið jafn hugrökk og glöð móti dauðan- um og hún gekk á móti lífinu. Þannig var hún. Inga og Guðjón eignuðust 5 böm. Eitt þeirra misstu þau komungt. Þau sem lifa em Sigurður sem er elstur, búsettur á Akranesi, kvænt- ur Gígju Garðarsdóttur, þá er Vigdís, hennar maður er Kristján Jóhannsson, þau búa í Vestmanna- eyjum, Bjarni býr í Borgamesi, kvæntur Margréti Grétarsdóttur og yngst er Ástríður, hennar maður er Margeir Þorgeirsson, þau búa í Keflavík. Bamabömin era orðin 11. Inga var mjög dugleg og atorku- söm kona. Fyrir utan að ala upp böm sín og standa fyrir stóm heim- ili, vann hún lengst af utan heimilis. Um tíma ráku þau hjónin efnalaug og þvottahúsið Bæjarstæði, sem hún sá um að stærstum hluta, með miklum myndarbrag. Þetta var á þeim ámm, þegar þvottur var meira og minna stífaður, dúkar og skyrt- ur. Ailt frábærlega unnið, svo eftir var tekið. Það er óliætt að segja að þau hafi búið um þjóðbraut þvera, þar sem gestir og gangandi áttu sér griðland. Gestir sem fagnað var á góðum stundum, en ekki síður þeir sem þurftu hjálpar með. Margir dvöldu þar tímunum saman, sumir sjúkir og ellimóðir, aðrir sem hvergi áttu höfði sínu að halla áttu víst skjól hjá Ingu í Bæjarstæði. Inga var mikil félagsmálamann- eskja og allsstaðar munaði um hana. Hvort það var í kvenfélaginu, leikfélaginu eða hvar annarsstaðar. Þó hygg ég að enginn félagsskapur hafi átt eins hug hennar og hjarta sem skátafélagið. Guðjón var meðal þeirra fremstu í flokki skáta hér á Akranesi og eftir að Inga kom á Skagann fyllti hún þann flokk með honum. Þau hjón vom samofin skátahreyfingunni. Lengst af man ég eftir Ingu með okkur kvenskát- um og nú síðast í Svannasveitinni. Glaðværð hennar og kjarkur, uppörvun og umhyggja, hvort sem Fædd 20. júní 1906 Dáin 31. janúar 1987 Þegar einn af samferðamönnum okkar er kvaddur hinstu kveðju fer vart hjá því að rök tilvemnnar og tilgangur lífsins leiti í auknum mæli á hugann og spumingamar verða áleitnari en ella. Hvers vegna er maður hér, hvaða tilgangi þjónar tilvist hér á jörð og svo sú áleitna spuming, sem oftast leitar á, hvert er framhaldið? Við leitum svara og fáum þau mörg og misjöfn, við leit- um sannana, einhvers sem getur fullvissað okkur um, að við þurfum Kveðjuorð: Fædd 19. febrúar 1913 Dáin 2. febrúar 1987 í dag hefði Bubba frænka okkar fyllt sjötíu og fjögur ár, ef henni hefði orðið lífs auðið. Hún andaðist 2. febrúar sl. eftir að hafa átt við örðugan sjúkdóm að stríða um skeið. Þeir verða aldrei tölum taldir sem leituðu til Bubbu og áttu henni gott upp að unna. Hún greiddi götu allra sem hún mátti og fór ekki í manngreinarálit í þeim efnum frem- ar en öðmm. Við frændsystkinin vom þar síst undanskilin. Bubba naut þess að deila geði við flölskyldumeðlimi, eldri sem yngri, og varð mann- margt í Holtagötunni hjá henni og manni hennar, Stefáni Reykjalín. Þar var Bubba hinn sjálfsagði mið- punktur með sína hlýju framkomu og lifándi kímnigáfu. Hún var sífelldur gleðigjafi umhverfi sínu. Kringum hana þreifst ekki víl eða sút, þar sem hún var nærstödd var sem hinar bjartari hliðar tilvemnnar þessir eiginleikar hennar birtust í rjúkandi kakói, brauði og kleinum, eða við að setja plástur á skeinu, eða þurrka tár af kinn, allt var gert af sömu einlægninni og gleð- inni. ekki að efast. Rúnir tilvemnnar em torráðnar, rökin misjafnlega sann- færandi, en eitt er það þó, sem við höfum fullvissu um, að sá sem eitt sinn hefur öðlast líf mun einnig deyja. Eða, eins og við mörg viljum trúa, skipta um tilvemstig til að ná meiri þroska á leiðinni til þeirrar fullkomnunar sem okkur er unnt að ná. Mannlífíð er margbreytilegt. Á vormorgni lífsins breiðir það út þróttmikil og litskrúðug blöð sín, eins og fagurt blóm mót birtu og yl, í von um fögur fyrirheit og glæsta framtíð og hamingjusamt Iíf. Á haustkvöldi æfínnar hnígur yrðu ávallt yfirsterkari öðmm um hríð. Holtagatan stóð okkur alltaf opin eins og hún væri okkar annað heim- ili og fyrir sumum okkar var hún það líka. Mörg okkar bjuggu þar eða vomm þar kostgangarar meðan á skólanámi á Akureyri stóð. Þar var ekki í kot vísað. Engin fyrir- höfn var of mikil til að gera oickur vistina sem ánægjulegasta og láta okkur líða sem heima hjá okkur. Var þó æmu að sinna fyrir því varla leið svo dagur að ekki bæri gesti að garði Bubbu og Stebba. Á seinni ámm fækkaði samfundum enda mörg okkar sjaldséðir gestir á Akureyri í seinni tíð. Bubba veikt- ist fyrir um ári af sjaldgæfum sjúkdómi sem lagðist þungt á hana. Fram til þess hafði hún verið heilsu- hraust. Sjúkdómnum tók hún með hugprýði, það sáum við sem áttum með henni stutta samverastund um síðustu jól. Þótt hún væri farin að kröftum tókst henni samt sem áður að miðla hlýju sinni og umhyggju að ógleymdri kímninni, sem ennþá Þuríður Benedikts- dóttir - Minning Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Guðbjörg Bjarna- dóttir Reykjalín Hvað við munum hana vel sem vomm með henni á skátamóti í Vatnsdalnum, sumar að fara í fyrsta sinni á skátamót. Þá var gleði og gaman, en um leið var gott að vita af Ingu ef eitthvað amaði að, eða á Þingvöllum, í Botnsdalnum, alltaf virtist Inga vera á vakt, hvort sem það var nótt eða dagur, og alltaf eitthvað til að seðja þá sem svangir komu úr gönguferð eða leikjum. A seinni ámm hafa eldri skátar tekið sig upp og ferðast um landið, í byggð og um óbyggðir, gist í tjöld- um, farið í langar gönguferðir, kveikt varðelda á kvöldin, sungið og leikið sér. Alltaf fóm þau hjónin með og alltaf var Inga í sólskins- skapi, jafnvel þó ekki stytti upp alla ferðina. Þegar þau hjónin fóm síðustu ferðina með Akranesskát- unum, var Inga orðin sjúk. Samt virtist hún njóta ferðarinnar og samvistar með félögum sínum og vinum og ekkert virtist lækka í til foldar fölnað lauf sem lokið hef- ur sínu hlutverki. Einn samferða- maður hefur nú kvatt og lokið sínu hlutverki hér á meðal okkar, sem eftir stöndum, og við minnumst þess sem var, en verður aldrei aftur. Ég kynntist Þuríði ekki fyrr en hún var orðin nokkuð við aldur, þá er ég giftist bróðursyni hennar. Með Þuríði og eiginmanni mínum var alltaf góð vinátta og naut ég þess í öllum okkar samskiptum. Að vísu var ekki mjög tíður samgangur á milli heimilanna, en þó alitaf nokk- ur og góður. Þuríði var ánægjulegt heim að sækja. Hún var mjög gest- risin og átti sérstaklega fagurt og notalegt heimili, hver hlutur valinn með sérstakri umhyggju og alúð, fylgdi henni. Þótt dauðinn sé eitt af því fáa sem við eigum víst fínnst okkur hann alltaf ótímabær, þegar hann ber að garði. Það er erfitt að sætta sig við að þessi hrausta og lifsglaða kona sem hafði svo miklu að miðla til annarra skuli vera hrifin svo snögglega á brott. Kannski höfum við heldur aldrei látið í ljós þakk- læti okkar sem vert og skylt hefði verið. Því sendum við þessa síðbúnu afmæliskveðju í Holtagötuna í dag. Innilegustu samúðarkveður, Stebbi, og við eigum enn eftir að hittast og gleðjast í Holtagötunni þótt stórt skarð sé nú fyrir skildi. Systkinabörnin kleinuboxinu frekar en fyrri daginn, og hláturinn var jafn smitandi og áður. Fyrir mörgum ámm var á Akra- nesi stofnuð sveit kvenna sem flestar vom hættar eiginlegu skáta- starfi, en vildu halda tryggð og tengslum við sína gömlu félaga og skátafélagið og um leið vera styrk- ur fyrir yngri skáta. Auðvitað var Inga fremst í flokki í Svannasveit- inni okkar. Er nú skarð fyrir skildi, þegar hún er á braut. Að leiðarlokum þökkum við henni samfylgdina, ekki síst fyrir starf hennar í skátafélaginu, veginn sem hún varðaði fram á við. Við í Svannasveitinni þökkum henni gleðina sem hún veitti okkur. Að- standendum hennar vottum við okkar dýpstu samúð og minningu hennar virðingu. „Skáti, vertu við- búinn.“ Svarið skal vera: „Ávallt viðbúinn." Bjarnfríður Leósdóttir enda má með sanni segja að hún hafi verið fædd með fágaðan smekk, sem hún þroskaði með sér og hlúði að í gegnum lífið. Þuríður var mjög listræn og fé- lagslynd að eðlisfari og annáluð hannyrðakona, enda bar heimili hennar því glöggt vitni. Félagsmál lét hún mjög til sín taka og fylgd- ist vel með á þeim sviðum, enda mjög vel greind og áhugasöm um málefni sem til framfara og hags- bóta horfðu. Þuríður var þó engin baráttukona í landsmálum, en hélt vel hlut sínum og sannfæringu þeg- ar því var að skipta. 21. maí 1932 giftist Þuríður Karli Guðmundssyni, lækni á Þing- eyri og víðar. Hann lést um aldur fram árið 1944, úr berklum, eftir þungbær veikindi. Eftir að hún varð ekkja, fremur ung að ámm, var það henni kappsmál að koma einkasyni þeirra hjóna vel til manns og vera honum bæði faðir og móðir. Fyrst og síðast vom heimilið, sonurinn, tengdadóttir og bamaböm henni eitt og allt, þeim til hagsbóta var hennar æfistarf. Nú er Þuríður horfm héðan, ætl- unarverki sínu gat hún lokið svo að vel má við una. Lífið var ekki alltaf auðvelt, en henni var gefin létt lund og björt lífssýn, hún var gjörvileg kona sem eftir var tekið. Nú er vormorgun lífsins löngu lið- inn, það húmaði hægt að haust- kvöldi æfinnar. í fyrsta hreti vetrarins hneig hún til foldar, sem fölnað lauf, hljóðlega leið hún burt til endurfunda við ástvin sinn í nýj- um heimkynnum. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Bubbi og Guðrún Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.