Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
54
Þóra Sveinbjarnar-
dóttir - Minning
Fædd 29. jóní 1921
Dáin 10. febrúar 1987
í dag kvedjum við með söknuði
elskulega móðursystur okkar, Þóru
Sveinbjarnardóttur, en hún andað-
ist á heimili sínu aðfaranótt 10.
febrúar sl.
Þóra fæddist í Ysta-Skála undir
Eyjafjöllum 29. júní 1921 en for-
eldrar hennar voru hjónin Sigríður
Anna Einarsdóttir og Sveinbjörn
Jónsson. Á Ysta-Skála ólst Þóra
upp í hópi 12 systkina, en þegar
Þóra var ellefu ára fluttist hún til
Reykjavíkur og settist að hjá tveim-
ur föðursystrum sínum, Guðrúnu
og Guðbjörgu, sem tóku hana í fóst-
ur og studdu til mennta. Þóra
minnist þeirra systra jafnan með
hlýhug og þakklæti.
Þóra gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík og síðar fór hún til
Svíþjóðar og stundaði þar nám við
hússtjómarskóla. Á árunum 1942
til 1946 starfaði hún á Símstöðinni
í Reykjavík en árið 1947 hóf hún
störf á skrifstofu Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Þar starfaði hún sam-
fellt í 36 ár eða til ársins 1983, er
hún kaus að hætta störfum. Að
loknum starfsdegi dvaldi hún mest
á Ysta-Skála og þar vom þær syst-
ur Þóra og Sigríður samhentar í
að hjálpa Einari bróður sínum við
heimilishaldið eftir að kona hans
lést.
Fyrstu minningar okkar systra
um Þóru frænku, eins og við kölluð-
um hana jafnan, em frá því er við
vomm litlar og bjuggum í sveit-
inni. Þóra kom þá jafnan á hvetju
sumri í heimsókn til okkar á Hvera-
bakka, og alltaf kom hún færandi
hendi. Hún hafði gott lag á að
gleðja ungar bamssálir og tilhlökk-
un okkar var mikil, þegar von var
á frænku. Við vissum að þá yrði
farið í leiki og gönguferðir, sagðar
sögur og margt gert sér til skemmt-
unar. Sjálf eignaðist Þóra ekki börn
en samt var hún jafnan umkringd
bömum og þau nutu þess að vera
samvistum við hana. Þetta fengu
systkinaböm hennar að reyna og
síðar bættust böm þeirra í þennan
hóp. Hjá Þóm áttu þau jafnan víst
skjól og stuðning og nokkur þeirra
áttu þar sitt annað heimili meðan
þau vom við nám eða störf í
Reykjavík.
Þóra eignaðist sína eigin íbúð að
Granaskjóli 16 í Reykjavík árið
1956 og þar var hennar reitur, sem
jafnan stóð opinn þeim, sem að
garði bar, hvort dvalið skyldi til
lengri eða skemmri tíma. Seinni
árin bjó Sigríður systir Þóru hjá
henni í Granaskjólinu eftir að hún
lét af störfum. Saman aðstoðuðu
þær systur systkinabömin og aðra,
sem að garði bar og átthagar þeirra
undir Eyjaflöllum áttu sterk ítök í
þeim. Sigríður andaðist í maí á liðnu
ári og það varð því stutt á milli
þeirra systra.
Við systumar áttum því láni að
fagna að dvelja meira og minna hjá
Þóm frænku í Granaskjólinu meðan
við vomm við framhaldsnám í
Reykjavík, þar til að við stofnuðum
okkar eigin heimili. Þetta er eftir-
minnilegur tími og efst í huga okkar
er þakklæti fyrir þær hlýju móttök-
ur og ómetanlegu aðstoð, sem við
nutum hjá þeim systmm. Þóra spar-
aði ekki að hvetja okkur við námið.
Sú hvatning var ekki veitt með
skipunum, heldur áminningu og um
mikilvægi námsins. Það var okkur
líka hvatning að finna, hvemig hún
notaði það sem hún hafði lært til
að afla sér frekari þekkingar á
ýmsum sviðum, hvort það var með
lestri íslenskra eða erlendra bóka.
Hún hafði sjálf gjarnan kosið að
læra tneira, en tækifærin vom önn-
ur í þá daga. Það var einnig gott
að leita til hennar með námsefnið
og sjaldan brást að hún gat gefið
svör til spumingum okkar. Gilti þá
einu hvort glímt var við þýðingu á
erlendu orði eða spumingar um
málefni líðandi stundar.
Þóra var bókaunnandi og elja
hennar og gott handbragð naut sín
vel við bókband, sem hún lagði
stund á um skeið. Ekki síður nutu
þessir hæfileikar hennar sín á vett-
vangi ættfræðinnar, sem var mikið
áhugamál hennar.
Þóra var trúuð kona og á heim-
ili hennar skipaði Biblían öndvegi.
Hún leiðbeindi yngri kynslóðinni við
lestur hennar og hvatti til íhugunar
um Guðsorð. Sjálf sótti hún mikinn
styrk og gleði í starf Fíladelfíusafn-
aðarins í Reykjavík. Hennar gleði
í lífinu var líka að rétta öðmm hjálp-
arhönd. Með heimsóknum og
bréfaskriftum rækti hún samband
sitt við vini og vandamenn og ekki
síst gladdi það börnin að fá lítil
umslög, sem höfðu að geyma hlýja
kveðju og ritningartexta.
Á kveðjustundu þökkum við fyrir
þá tryggð og umhyggju, sem Þóra
frænka sýndi okkur og fjölskyldum
okkar. Við eigum í huga okkar
minninguna um hana og ánægju-
legar stundir, sem við áttum með
henni á heimili hennar í Granaskjól-
inu og annars staðar. Við biðjum
Guð að blessa minningu hennar.
Systumar frá Hverabakka
Þóra okkar er dáin. Manni fínnst
það ekki geta átt sér stað því árin
vom ekki orðin það mörg, svo átti
hún líka eftir að sinna ýmsum hugð-
arefnum sínum. En það er víst ekki
það sem máli skiptir, heldur hvern-
ig ævinni er varið. Þóra lifði svo
sannarlega ekki fyrir sjálfa sig held-
ur var henni umhugað um aðra.
Það fengum við systkinin á Skála
að kynnast, en við vitum að fleiri
myndu taka undir þetta. Þóra átti
engin börn, samt má segja að hún
hafi verið margra bama móðir því
hún tók öll böm upp á sína arma,
hvort sem þau vom skyld henni eða
ekki. Hvenær sem einhver þurfti á
hjálp að halda var Þóra reiðubúin
og ávallt í Guðs nafni. Trúin var
henni mikils virði. Ekki gleymdust
bænimar hvort sem var yfir matar-
borðinu eða við rúmgaflinn og
auðvitað fengu allir stað í bænum
hennar, engan mátti skilja útundan.
Það var alltaf gaman að tala við
Þóm, spyija um gamla daga eða
bara um eitthvað sem þurfti skýr-
ingar við, því hún var fróð mann-
eskja.
Með þessum fáu línum viljum við
kveðja elskulega' frænku sem var
okkur svo góð og mikils virði. Nú
dvelur hún hjá Jesú sem lífinu var
helgað. Guð veri með henni og takk
fyrir allt.
Systkinin á Skála, Anna, Palli,
Gulli og Sigurjón.
Frændsystkina minnst:
Hrönn H. Haraldsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
Hrönn Hugrún:
Fædd 28. ágúst 1939
Dáin 31. janúar 1987
Guðmundur:
Fæddur 6. maí 1942
Dáinn 5. febrúar 1987
Hinn 31. janúar 1987 andaðist
Hrönn Hugrún Haraldsdóttir í
faðmi móður sinnar, Sigrúnar Jóns-
dóttur, Brautarholti við Borgarnes.
Hinn 5. febrúar 1987 andaðist Guð-
mundur Guðmundsson, hann var
sonur Fanneyjar Jónsdóttur, Jöldu-
gróf 12, Reykjavík, hann fórst af
slysi, einn um nótt.
Mæðurnar em systur, miklar vin-
konur þó þær lifi sín í hvom héraði.
Gleði annarrar var gleði hinnar,
sorg annarrar var sorg hinnar. Nú
kvaddi sorgin dyra hjá þeim með
fimm daga bili. Áður höfðu þær
misst menn sína með nokkurra
ílómh
HAFNARSTRÆT115.
Skreytingar við
hvert tækifæri
Opiðfrá kl. 09-21 alla
daga nema sunnudaga
frá kl. 12—18.
Sími21330.
Skreytum
við öll tækifæri
IHM.4. ^ Reykjavikurvegi 60, simi 5J848. Álfheimum 6, simi 33978.
mánaða bili. Þær em af hinni fjöl-
mennu Gunnlaugsstaðaætt.
Hrönn fæddist í Borgamesi 28.
ágúst 1939, faðir hennar var Har-
aldur Bjömsson vélvirki í Borgar-
nesi, móðir Sigrún sem áður getur,
hún var þeirra hjóna fyrsta bam
af sjö. Eins og títt var á þeim tíma
þegar börn vom alfarið alin upp
heima hjá sér. Eins og títt var á
þeim tima þegar böm vom alfarið
alin upp heima hjá sér varð hún
að sjáifsögðu hjálparhella móður
sinnar við heimilisstörfin og pössun
yngri systkina, þannig hefur skap-
ast. það nána samband, skilningur
og traust milli þeirra mæðgna, sem
entist út yfir líf og dauða.
Hrönn eignaðist ekki bam sjálf,
kannski er það ættarfylgja, við
þekkjum það úr okkar sögu að elstu
systur úr stómm hóp eignuðust
ekki sjálfar börn í sínu hjónabandi,
hafa áður fengið nóg af móður-
hlutverkinu, það er mikil fóm.
Hrönn var ættrækin svo sem for-
eldrar hennar og systkini. Oft sendi
hún mér og mínu fólki kveðju á-
merkisdögum okkar. Hef ég hér
síðbúna þökk að færa. Ég átti nokk-
ur viðskipti við Hrönn í Brauðborg
hér áður fyrr, áður en mötuneyti
var sett upp við mitt fyrirtæki. Þá
var það oft að vinna við steypu
dróst frameftir kvöldi sem ekki
hafði verið séð fyrir, þá hringdi ég
í Brauðborg og pantaði með hraði
stundum allt að 60 sneiðum sem
hún afgreiddi í umbúðum á
hálftíma, og það var veislubrauð
sem allir dáðu.
Hrönn var félagslynd og vin-
mörg, hún tók þátt í starfi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, meðal
annars var hún í framboði til borg-
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn biaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fuilu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina giidir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
arstjórnar á vegum hans. Hún tók
þátt í stofnun og störfum Niðjasam-
taka Gunnlaugsstaðaættarinnar,
enda kom það í ljós að Hailgríms-
kirkja var ekki of stór fyrir alla þá
sem fylgdu henni síðasta spölinn
og vottuðu ástvinum hennar samúð
á sorgarstund. Hrönn var í sambúð
með Marinó Jónssyni, mætum
manni, þeim varð ekki bama auðið.
Guðmundur fæddist 6. maí 1942
í Reykjavík, faðir hans var Guð-
mundur Gíslason frá Esjubergi,
móðir er Fanney sem áður er getið,
hann var annar sonur þeirra hjóna
af fjórum. Guðmundur ólst upp
ásamt bræðrum sínum í foreldra-
húsum, Bergstaðastræti, Kárastíg
og Litla-Mel. Skólaganga hans var
öll í Austurbæjarskóla, áhugamálin
vélar, vélhjól og bílar, þar varð líka
hans starfsvettvangur. Meðal ann-
ars vann hann á stórum vinnuvélum
hjá Hegra hf., sem þá þjónaði bygg-
ingariðnaðinum að hluta. Guð-
mundur þótti mjög fær stjórnandi
við þær oft og tíðum mjög erfiðu
aðstæður er verður raunverulega
að treysta stjórnanda vinnuvélanna
fyrir lífi sínu, við slíkar aðstæður
má ekkert glepja stjórnandann og
ekkert bila til að ekki hljótist stór-
slys af, Guðmundur var einn af
þeim sem ég treysti best við slíka
vinnu.
Við fráfall föður síns tók Guð-
mundur við atvinnuleyfi hans á
bifreiðastöð Hreyfils og stundaði
leigubílaakstur upp frá því sem
aðalstarf, segja má að það hafí líka
orðið hans örlagavaldur. Þeim sem
eru næmir fyrir umhverfi sínu er
ekki hollt að stunda starf þar sem
þeir eru oft gerðir að raunveruleg-
um skriftaföður þeirra sem á
einhvem hátt (ímyndað eða raun-
verulega) hafa orðið fyrir samtíð-
inni,. og þá oftar en ekki undir
áhrifum annarlegra tilfinninga eða
áfengis. Það þarf sterk bein til að
hafna samstöðu og senda hinn
raunamædda út í sinn kalda heim.
Það hefur leynst fleirum en Guð-
mundi frænda mínum fjötur um fót
að vera tilfinninganæmur á raunir
annarra og að vera góður hlust-
andi, auk þess að vera veikur fyrir
Bakkusi, sem hann háði marga hildi
við og hafði þó oftar sigur, þar til
hann að síðustu steig, stigarim einni
of hátt, í fylgd þessa slysakonungs.
Guðmundur kvæntist 18. ágúst
1962 Oddnýju Helgadóttur, og átti
með henni tvo syni, Jón Þórólf og
Helga Amar, sem báðir eru búsett-
ir í Reykjavík. Áður hafði hann
eignast son, Erlend Atla Becker,
með Emmý Becker, dönsk í föður-
ætt en móðir íslensk, Þuríður
Sigurðardóttir. Erlendur er búsett-
ur í New-Jersey í Bandaríkjunum,
sölumaður þar. Foreldrar Guð-
mundar fluttu að Litla-Mel í
Blesugróf 1959 sem þá var eigin-
lega lítið þorp í útjaðri Reykjavíkur,
vinalegt samfélag, þar sem sköpuð-
ust þolgóð vináttubönd milli
æskunnar og foreldra. Kynslóðabil-
ið hvarf eða varð aldrei til. Þar var
stutt í ævintýri víðáttunnar; Elliða-
árdalur neðan við brekkuna, ekki
afgirtur leikvöllur eða skólaport
borgarinnar, þar var leikvöllur
lífsins sem reyndi á hæfileika, þor
og þol, ásamt tillitssemi við dýr og
gróður. Þar var gott að þroska sam-
hneigð og félagslyndi, þar var
enginn sjálfskipaður herra. Þar var
hægt að láta sig hverfa á vit sinna
eigin drauma og náttúrunnar, þar
var hægt að heyja baráttu upp á
líf og dauða við sílin stór og smá,
á jafnréttisgrundvelli, í hyljum og
á grynningum Elliðaánna. Þar ólust
upp saman afar og ömmur, pabbar
og mömmur, synir og dætur, sem
ein kynslóð, þar greri manngildið.
Við skulum vona að þeir sem á
undan okkur safnast til feðra sinna
eigi þess kost að láta æskudrauma
sína rætast í því umhverfi sem skóp
þá.
Seinni kona Guðmundar var Sús-
anna Magnúsdóttir, sem nú hefur
svo snögglega misst ástvin sinn.
Við Rósa vottum öllum ástvinum
þeirra frændsystkina Hrannar Hug-
rúnar og Guðmundar innilega
samúð okkar, og þó alveg sérstak-
lega þeim systrum Sigrúnu og
Fanneyju. Biðjum allar góðar vætt-
ir að styðja ykkur öll og styrkja.
Oskar