Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
62
*
Ast er...
-'A-ní
7-a*
... að lofa henni
að tína úrvals
blómin þín.
TM Rtg. U.S. Pat Ofl.-aH rlghts resarvad
C1986 Los Angetes Tlmes SyrxHcale
T/n . .
Þá hefur okkur tekist að
búa til blýant sem dugar á
við 6 venjulega blýanta!
Ég var að verða heims-
meistari í leikfimi þegar
ég vaknaði ...
HÖGNI IIKEKKVISI
Litríkum mönnum fer fækkandi
Velvakandi góður.
Litríka menn og baráttu hefur
þjóðin oft átt í gegnum árin. Er
þeim virkilega að fara fækkandi?
Og kanske sérstaklega þeim sem
þora að setja nöfn sín til tryggingar
betri tímum. Er það ef til vill tákn
tímanna hversu ýmsir þola illa að
menn skari fram úr og reyna með
ýmsu móti að gera þá tortryggilega
eða í það minnsta torvelda þeim að
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
skrifar:
Þetta er stutt athugasemd, lítils-
háttar tilraun til að binda enda á lítt
uppbyggileg og lítt sæmandi blaða-
skrif um orðið prósentustig, það
þarfa og nauðsynlega orð. Vandamál
af þessu tagi leysast venjulega í
gagnfræðaskóla, og leggja því sjald-
an undir sig dálka dagblaðanna. Og
hreint ekki svo fáir þurfa engan skóla
til að skilja það sem um er að ræða.
Við fyrstu sýn virðist augljóst að
tölumar 151 og 151 hljóti að vera
ekki aðeins ein og saman talan, held-
ur og merkja hina sömu stærð, segja
sömu söguna. En svo þarf ekki að
vera — sé um tvær vísitölur að ræða.
Gerum ráð fyrir tveimur vísitölum,
A og B, t.d. fyrir smásöluverðlag.
Munur þeirra sé sá, að þær séu ekki
eins saman settar, vörutegundir eða
magn þeirra ekki eins. Eftir fyrsta
tímabilið, mánuð eða ár, hefír A
hækkað í 151 en B í 150. A hefir
hækkað um 51% en B um 50%. Með
þessu verður grunnurinn sem miða
á við breytingar næstu tímabila ekki
lengur 100, heldur 151 hjá A, og
150 hjá B, strax næsta tímabil.
Setjum svo að eftir annað tímabil
hafi A ekki hækkað neitt meir, en B
hafi hækkað í 151 stig. Hafa þær
nú hækkað báðar jafnt frá upphafi,
þ.e. miðað við grunninn 100, fyrst
þær sýna nú báðar 151 stig? Þessu
verður að svara neitandi.
Hjá báðum er hækkunin frá upp-
hafí 150+1. Hjá A er 1 — einn —
prósenta, hjá B aðeins prósentu-
stig. Hjá A er þessi 1 jafnstór hinum
gera þjóðinni gagn. Vissulega fækk-
ar litríku mönnunum.
Þetta kemur í hugann við að fylgj-
ast með tákni tímanna í dag og til
dæmis öllu því moldviðri sem þeytt
hefír verið í loft upp til að gera per-
sónu Alberts Guðmundssonar tor-
trygíplega, harma það að Reyk-
víkingar skuli treysta honum til að
leiða Sjálfstæðisflokkinn þar í næstu
kosningum. Já, það er ekki öll vit-
50 félögum sínum, en hjá B er hann
minni sínum. Hjá A er 1 — einn —
einn hundraðasti, hjá B er 1 — einn
— einn hundrað og fimmtugasti.
Hjá A er 1 — einn — eitt prósent,
hjá B er 1 — einn — aðeins 0,67
prósent. Frá grunninum sýnir A 51
prósent hækkun, en B aðeins 50,67
prósent hækkun. A hefír hækkað um
51 prósent og jafnmörg prósentu-
stig, en B hefír hækkað um aðeins
50,67 prósent en líka um 51 pró-
sentustig eins og A.
Til þess að forðast misskilning er
því þessi 1 — einn — hjá tölu B óhjá-
kvæmilega nefndur öðru nafni en
hjá A, sem sé prósentustig. Þess
vegna hefír þetta orð unnið sér þegn-
rétt í málinu, þrátt fyrir nokkum
baming. Það segir það sem segja
þarf, og kemur í veg fyrir slæman
misskilning, eins og þessari hógvæm
athugasemd er ætlað að gera.
Þetta litla dæmi hér að framan
sýnir hve allur samanburður á verð-
lagsþróun yfir mörg tímabil er
erfíður. Fyrst er nú valið á tegund
og því magni sem tengja á hverju
verði. Síðan er val meðaltalsaðferðar-
innar, sem er nokkurt vandamál. Og
svo er hin ójafna dreifíng verðbreyt-
inganna milli tímabilanna, eins og í
dæminu hér að framan.
Raunverulegt dæmi hér á landi
væri t.d. samanburður yfír nokkur
tímabil á breytingum á vísitölu bygg-
ingarkostnaðar annarsvegar, og
hinnar svokölluðu framfærsluvísitölu
hinsvegar. Við slíkan samanburð
þarf að rannsaka misgengi hækkan-
anna eftir tímabilum.
leysan eins. í stað þess að menn
ættu að gleðjast yfír því sem Albert
hefír áorkað til gagns þeim sem
mest þurfa á handleiðslu að halda í
þjóðlífínu. Auðvitað er Albert nógu
sterkur að mæta þessu skúmaskota-
moldvirði. í íslendingasögunum las
ég í gamla daga: Aftur rennur lygi
þá sönnu mætir og er það réttnefni
og reynslan sýnir að þeir sem þora
að vera til og beijast fyrir sinni sann-
færingu til velferðar líðandi stund
sigra. Eigum við ekki að fagna hveij-
um góðum liðsmanni sem vill þjóð
sinni vel? Væri það ekki eitthvað
mannlegra og farsælla? En Albert
má ég gjaman minna á það sem
Guðmundur á Sandi orti um Sigurð
í Vigur látinn:
Stendur um stóra menn
stormur úr hverri átt
Veðumæm verða enn
vaðberg er gnæfa hátt.
Og muna má annað skáld sem
sagði: Að halda sitt strik, vera í
hættunni stór og horfa ekki um öxl
— það er mátinn. ,
Og það verður viti allra þeirra sem
vilja landi sínu og þjóð vel.
Stykkishólmi í febrúar 1987.
Árni Helgason
Varastu þegar
vits fær gætts...
Kæri Velvakandi,
Tengdamóðir mín 97 ára að aldri,
em og ágæt, dreymdi fyrir nokkru
eftirfarandi vísu, sem hún mundi
vel þegar hún vaknaði:
Varastu þegar vits fær gætts
til vamms að nota hendur.
Það er gjörvöll þjófaætt
í þeim sem að þér stendur.
Aldrei segist hin aldna kona hafa
heyrt þessa vísu í sínu ungdæmi
og er hún þó stálminnug. Undirrit-
uðum leikur því forvitni á að vita
hvort þessi vísa hafí verið til, hver
hafí ort hana og hversu mörg erind-
in séu.
Með þakklæti fyrir síðast.
Fávís og forvitinn G.B.J.
Orðið „prósentustig“
Víkverji skrifar
Bylgjan var með útvarpsdagskrá
frá Akureyri um síðustu helgi.
Hugmyndin var góð og mikið var
í dagskrána lagt af hálfu Bylgju-
manna. Þetta framtak sýnir vel
frískleikann, sem einkennir hina
nýju útvarpsstöð nú um stundir.
Hitt var öllu verra, að þeir
Bylgjumenn féllu í þann pitt að
gera sjálfa sig að miðpunkti útsend-
ingarinnar. Þann tíma sem Víkveiji
var við hlustir vom bein símtöl úr
flugvélinni sem flutti Bylgjumenn
norður, því var nákvæmlega lýst
þegar Sigurður tæknimaður var að
koma fyrir tólum sínum og kíló-
metralöngum köplum, Pétur plötu-
snúður borðaði ís í beinni
útsendingu o.s.frv. Akureyringar
voru svo hvattir til að líta við í Sjall-
anum og sjá öll herlegheitin. Ekki
heyrði Víkveiji nema í einum Akur-
eyringi þann tíma sem hann lagði
við hlustir. Var það kokkur Sjall-
ans, sem gaf landslýð uppskriftina
af ísnum, sem plötusnúðurinn hafði
verið að gæða sér á.
Bylgjumenn fóru af stað með
hógværð í fyrrahaust. Það átti sinn
þátt í að afla stöðinni þeirra vin-
sælda sem hún nýtur. Með vaxandi
velgengni virðast Bylgjumenn hafa
smitast af skæðri pest sem hetjar
á íslenzka Qölmiðlamenn og þá fyrst
og fremst svokallaða Ijósvakafjöl-
miðlamenn. Hún lýsir sér í því að
þeir verða svo óskaplega uppteknir
af sjálfum sér. Nefna mætti um
þetta mörg fleiri dæmi.
XXX
að fer ekkert milli mála að
Bylgjan er frískasta og hug-
myndaríkasta stöðin núna. Sumt
sem þar er gert orkar þó tvímælis.
Aðfararnótt s.l. mánudags tók
plötusnúður stöðvarinnar t.d. að sér
það hlutverk að „redda tveimur
stúlkum partíi," eins og það heitir
á nútímamáli. Stúlkumar hringdu
í Bylgjuna og sögðust ekki hafa
getað farið út að skemmta sér á
laugardagskvöldið vegna þreytu og
vildu nú bæta úr því. Plötusnúður-
inn ákvað að bjarga málinu og bað
þá sem væru í partíum og vildu fá
stúlkurnar í heimsókn að hringja
strax í Bylgjuna og hann myndi svo
sjá um afganginn!
XXX
Frá útvarpsmálum lyftum við
umræðunni upp á annað og
hærra plan, eins og skáldið sagði
forðurn. Víkveiji vill vekja athygli
á blaði sem kom út fyrir skömmu.
Skíma heitir það, blað Samtaka
íslenzkra móðurmálskennara. í 2.
tbl. 9. árgangs er fjallað um ljóða-
kennslu í skólum. Greinar rita
Matthías Johannessen, Iðunn
Steinsdóttir, Eysteinn Þorvaldsson,
Kolbrún Sigurðardóttir, Pjetur Haf-
stein Lárusson, Anna Jeppesen og
Hallferður Öm Eiríksson.
Ljóðið hefur átt erfítt uppdráttar
á síðustu árum en nú eru teikn á
lofti að ljóðið sé aftur að ná vinsæld-
um enda á það djúpar rætur hjá
Islendingum. I inngangi ritsins seg-
ir m.a: “Við eigum að lesa ljóð í
skólum af ýmsum ástæðum. Þau
eru snar þáttur í þjóðmenningu
okkar. Þau opna lesendum sýn af
nýjum (og oft óvæntum) sjónarhóli,
vísa þeim veg til skilnings á sögu
og samtíð, umhverfí, sjálfum sér.
Þau auðga tilfínningalífíð af því að
skáldin yrkja um sína dýpstu
kenndir, og síðast en ekki sízt eru
Ijóð einstök orðlist, tvíeggjað sverð
með einum oddi þó.“
xxx
Blaðamaðurinn, tímarit Blaða-
mannafélags íslands, kom út
fyrir skömmu. Þar er m.a. greint
frá dómum siðanefndar félagsins í
fímm málum. Þijú af þessum fimm
málum voru kærð til nefndarinnar
vegna skrifa í Helgarpóstinum (HP)
og í öllum tilvikum kemst neftidin
að þeirri niðurstöðu að skrifín séu
ámælisverð.
Á öðrum stað í ritinu er sagt frá
aðalfundi Blaðamannafélags Is-
lands. Þar segir m.a: „Samþykkt
var tillaga frá Halldóri Halldórs-
syni, HP—ritstjóra, um að skipa
nefnd til að vinna að endurskoðun
á siðareglum félagsins."!