Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 65

Morgunblaðið - 19.02.1987, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 65 Þýska knattspyrnan: Waldhof Mannheim Eftir að liðið kom upp úr ann- arri deild fyrir þremur árum hefur það staðið sig mjög vel í Bundesl- igunni. í ár átti þó að bæta enn við og jafnvel var minnst á þátt- töku í UEFA-keppninni. Eftir fyrri umferðina geta menn í Mannheim þó líklega afskrifað þann mögu- leika og virðist sem liðið verði að berjast um öruggt sæti í Bundesl- igunni. • Klaus Allofs hefur verið fastamaður í vestur-þýska landsliðinu en liði hans, Köln, hefur ekki gegnið vel í vetur. Nær Uerdingen Evrópusæti? Tekst Kölnurum að rétta úr kutnum? Frá Sigurði Björnssyni ( V-Þýskalandl. NÚ tökum við fyrir liðin sem eru í áttunda til þrettánda sæti í Bun- desligunni. Það er ekki búist við að þessi lið blandi sér í topp- baráttuna en nokkur þeirra eiga möguleika á að sýna það sem búist var við af þeim fyrir keppn- istímabilið og ná þar með Evrópusæti. 05 I UERDtNGEN j Bayer Uerdingen Uerdingen, lið þeirra Atla Eð- valdssonarog LárusarGuðmunds- sonar, hefur ekki náð að uppfylla þær kröfur er gerðar voru til þess í upphafi keppnistímabilsins, en liðið er nú í áttunda sæti. Það er eins og leikmönnum liðsins gangi illa að skora mörk og þá sérílagi standa má búast við að það fari sem áður að stóru félögin kaupi bestu leikmenn liðsins. Köln Miklar vonir voru bundnar við Kölnarliðið, en þær hefur liðið ekki náð að uppfylla. Það var ekki fyrr en búið var að reka þjálfarann Kessler og aðstoðarþjálfari hans, Daum, tók við, að hlutirnir fóru að ganga. Þegar litið er yfir leikmenn liðsins sést að tólfta sætið er ekki nægilega góður árangur þegar í Bochum Það má segja það sama um Bochum og sagt var um Schalke. Bochum er miðlungslið, sem hvorki virðist geta fallið, né bland- að sér í toppbaráttuna. Bochum á í miklum vanda á hverju ári því þeir verða að selja sína bestu leik- menn svo að endar nái saman fjárhagslega. Á síðasta keppnistímabil þurfti liðið til dæmis að selja markakóng- inn Stefan Kuntz til Uerdingen. Stefna forráðamanna iiðsins er nú að byggja upp nýtt lið með ungum leikmönnum. Láti árangurinn á sér Stefan Kuntz, markakóngi Bun- desligunnar frá því í fyrra, en hann var keyptur frá Bochum í sumar. Atli hefur staðið fyrir sínu eins og alltaf, og það er vonandi að Lárus hafi náð sér að fullu eftir meiðslin sem hann hlaut og fái nú tækifæri til að leika á ný. Einhver óróleiki er sagður í kringum þjálf- ara liðsins, Feldkamp, en hann mun yfirgefa félagið í lok tímabils- ins og fer þá jafnvel til Frankfurt. Sér í lagi semur þeim illa Feldkamp og Herget fyrirliða. Horst Köppel aðstoðarmaður Beckenbauers landsliðseinvalds, mun taka við lið- inu fyrir næsta keppnistímabil. Mönchengladbach Gladbach byrjaði tímabilið ákaf- lega illa og var lengi framan af meðal neðstu liða áður en það náði að sýna sitt rétta andlit. Síðan vann liðið hvern leikinn af fætur öðrum, ekki aðeins í Bundeslig- unni, heldur einnig í Evrópukeppni félagsliða en þar eru þeir komnir í átta liða úrslit og reyndar líka í þýsku bikarkeppninni. Með áframhaldandi velgengni má búast við að liðið nái að tryggja sér sæti í Evrópukeppni félagsliða á ný, en vonir um meistaratitilinn eru lillar. Schalke Schalke er eitt af frægustu lið- um Þýskalands og náði á árum áður mjög góðum árangri. í Bun- desligunni, en hún var innleidd fyrir tuttugu og þrem árum, hefur liðið oftast verið miðlungslið og þetta keppnistímabil virðist ekki ætla að verða nein undantekning. Mikil ólga ríkti í vetur meðal forr- áðamanna liðsins og endaði hún með því að forseti liðsins sagði af sér og framkvæmdastjórinn var sendur í „frí“ og er allt á huldu með áframhaldandi störf hans hjá félaginu. • Tveir Islendingar leika með Bayer Uerdingen í vestur-þýsku Bundesligunni, Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson. Atli hef- ur verið fastamaður í liðinu f vetur en Lárus hefur verið meiddur. Hann er nú óðum að jafna sig og kemur til með að berjast um sæti f liðinu. liðinu eru eins hæfir leikmenn og raun ber vitni. Má þar nefna Klaus Allofs, Tony Schumacher mark- vörður, Morten Olsen fyrirliði danska landsliðsins og Englend- inginn Tony Woodcock. En í seinni umferðinni má búast við sterku Kölnarliði sem eflaust á eftir að láta mikið að sér kveða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.