Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Platini stofnar sjóð KRISTJAN ARASON KrUtian Ara»on w« one of the *tor* of the Worfd Champtonships in Swrft- zcrlond. Herd píayed reo- tonably woH duriny the Olympic lournament ín Lot ftngetei, but this time he really cume to the fore. Hís 41 aooli played a crucrai rwr in goininq slxth piaco forlceland whíth meont awtomatk qualifscatlon far the next Olympics in 1988. ' HAMS-JUROCN KROOCCL Hnvijnn Ar»í«u>'\ vptcúlili »rc h«\ jump (hrnws wbi<h t>« idnvtv (rowi ífm<«( «»«rr p<«idon «»eo *rh«« Hdil«( picvMiri: • Keppendur vift rásmarkið í einu af Flóahlaupunum. Már sigraði í Flóahlaupinu Gaulvnrjabm. ÁRLEGT Flóahlaup ungmennafó- lagsins Samhygðar f Gaulverja- baejarhreppi fór fram 14. febrúar. Hlaupið fór fram ( 9. skipti, en það er orðinn fastur liður ( pró- gramminu hjá fremstu langhlaup- urum iandsins. Sigurvegari varð Már Her- mannsson úr Keflavík. Hlaupinn er 10 km langur hringur. er byrjar og endar í hlaðinu hjá Stéfáni bónda í Vorsabæ. Hlaut Már far- andbikar sem Stefán gaf til hlaupsins. Tími Más var 33:39,4 mín. Er það með betri tímum er náðst hafa í hlaupir.u. Annar var Jóhann Ingibergsson, FH á 34:15,3 mín. Fast á hæla hans kom síðan Frímann Hreinsson, FH á 34:27,6 mín. Hlauparar eru ánægðir með þessa leið. Bæði er hér um raun- verulegt víðavangshlaup að ræða og svo tefja hæðir og hólar ekki fyrir hér um slóðir. Þess má geta að einn hlaupari, Ingvar Garðarsson úr HSK hefur tekið þátt í öllum hlaupunum 9 ár í röð. Alls hlupu 11 hlauparar í góðu veðri. Valdim. G. MICHEL Platini, franski knattspyrnusnillingurinn hjá Juventus, hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa ungum eitur- lyfjaneytendum. Hann hefur hafið herferð gegn þessum vágesti og á myndinni tilkynnir Platini að hann ætli að stofna sjóð til hjálp- ar ungum fórnarlömbum eitursins, en við hlið hans er Fernand Sastre, fyrrum formaður franska knattspyrnusambandsins. Við þetta tækifæri sagðist Platini aldrei hafa neytt eituriyfja, þau væru engum til góðs og allir þyrftu að standa saman gegn plágunni. Knattspyrna: -%■ Italía vann Portúgal ROBERTO Galia, leikmaður með Verona, skoraði mark á 72. mínútu og tryggði Ítalíu 1:0 sigur gegn Portúgal í gær í undan- keppni Ólympíuleikanna f knatt- spyrnu. Þetta var annar leikurinn í B- riðli, en áður hafði Austur-Þýska- land sigrað Holland. Auk þess er ísland í þessum riðli og leikur sinn fyrsta leik gegn Ítalíu 15. apríl, en sigurvegarar riðilsins tryggja sér þátttökurétt á ÓL í Seoul. Fimleikar: Fjölmennt mót hjá þeim yngstu UNGLINGAMÓT Fimleikasam- bands íslands var haldið laugar- daginn 14. febrúar. 186 þátttakendur voru á mótinu á aldrinum 9—16 ára. Keppni var mikil ( flestum aldursflokkum, séstaklega (yngsta flokki stúlkna. Úrslit í einstaka aldursflokki urðu sem hór greinir: 4. þrep: Stúlkur 10 ára og yngrl Ása Gróa Jónsdóttir, Gerplu 37,80 Kristín Ingvarsd., Gerplu 36,75 Ragnheiður Þ. Ragnars., Björk 36,00 11-12 ára: Sunna Pálmadóttir, Gerplu 36,25 ÁrnýÁrnadóttir, Gerplu 34,85 Kristín Haröard., Gerplu 34,80 13-16 ára: GuönýGuölaugsd., Gerplu 36,45 Hrönn Róbertsdóttir, ÍBV 34,90 Stoinunn Sigurðard., Stjarnan 34,30 Plltar: 10 ára og yngri: Guöjón Ólafsson, Árm. 34,30 Kenneth Breiðfjörð Árm. 33,90 Arnar Steinar Ómarsson, Árm. 30,09 4. þrep: PJItar 11-12 ára: Ófeigur Sigurösson, Árm. 54,00 Vilhjálmur Einarsson, Árm. 53,45 Jón Trausti Sæmundsson, Gerplu 48,45 13—14 ára: Skúli Malmquist, Árm. 55,35 Jón Finnbogason, Gerplu 54,65 Guömundur Brynjólfsson, Gerplu 54,35 16-16 ára: Aöalsteinn Finnbogason, Gerplu 54,30 Pór Elvar Helgason, Árm. 54,10 örvarÁrnason, Árm. 54,00 3. þrep: Axel Bragason, Árm. 53,55 Þorvaldur Goði Valdemarsson, Árm. 49,15 Kristján Stefánsson, Árm. 49,15 Stúlkur, 3. þrep: 12 ára og yngri: Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Gerplu 35,05 ArnfríðurÁrnadóttir, Björk 33,95 Edda M. Guðmundsdóttir, Árm. 32,85 13-14 ára: Helga Bára Jónsdóttir Gerplu 36,15 Guörún Bjarnadóttir, Björk 35,90 Berglind Harðardóttir, Björk 35,45 15-16 ára: Brynja Kærnested, Árm. 31,60 Sunneva Sólversdóttir, Árm. 30,65 Ásta B. Árnadóttir, Árm. 29,45 2. þrep: Hanna Lóa Friöjónsdóttir, Gerplu 37,25 Hlín Bjarnadóttir, Gerplu 36,40 Linda S. Pótursdóttir, Björk 34,70 NBA-deildiná þriðjudögum OKKUR varð heldur betur á í messunni ( blaðinu ( gær er við sögðum að bandariski körfubolt- inn væri á Stöð 2 á fimmtudögum. Hann er auðvitað á þriðjudögum. Á fimmtudögum er venjulega knattspyrna frá meginlandi Evrópu en verður þó ekki í kvöld. Blandað- ur þáttur er síðan á sunnudögum. TIMl • Opnan ( World Handball Magazine, þar sem Kristján Arason er lofaður ( bak og fyrir og lofsamlega skrifað um (slenska landsliðið ( handboita. World Handball Magazine: Islenskur nandbolti vekur mikla athygli Kristján Arason talinn einn sá besti íheimi í GREIN í nýlegrl útgáfu tímarits- ins World Handball Magazine er farið lofsamlegum orðum um ís- lenskan handknattleik og einkum og sér (lagl Kristján Arason, sem sagður er vera einn besti hand- knattleiksmaður heims. í sama riti eru greinar um (slenskan handbolta eftir Jón Hjaitalín Magnússon, formann HSÍ, og Gfsla Halídórsson, formann (slensku ólympíunefndarinnar. íslenska karlalandsliðið í hand- bolta hefur sýnt á undanförnum árum að það er í hópi þeirra bestu í heiminum. Sterkar handknatt- leiksþjóðir sækjast eftir vináttu- landsleikjum við ísland og hinar sömu óttast að leika gegn íslenska liðinu á stórmótum — það getur enginn bókað sigur fyrirfram gegn íslandi. „Kristján Arason var ein helsta stjarnan á HM í Sviss . . . hann er einn besti leikstjórnandi heims," skrifar Hans-Jurgen Kroggel um Kristján. Hann segir ennfremur að Kristján hafi farið til Hameln til að koma liðinu í 1. Bundesliguna og til að öðlast reynslu, sem kæmi íslenska landsliðinu til góða á HM — „við eigum góða möguleika á 6.-10., sæti á HM," hefur blaða- maðurinn eftir Kristjáni fyrir HM. Báðir draumarnir rættust, Hameln sigraði í 2. Bundesligunni og (sland hafnaði í 6. sæti og tryggði sér þar með þátttökurétt á ÓL 1988. Kroggel þakkar Kristjáni fyrst og fremst þennan árangur. „Hann er skotfastur með afbrigðum, les leik- inn vel og tekur áhættu, þegar á þarf að halda." í greininni er sagt að sigurvilji sé aðal Ijóshærða risans og nú hafi hann sett stefnuna á að verða Þýskalandsmeistari. Hann fékk til- boð frá Gummersbach, sem hann gat ekki hafnað, og nú er bara að bíða og sjá, hvort þriðji draumurinn verði að veruieika eins og hinir fyrri. Jón Hjaltalín telur upp í grein sinni ýmsar ástæður fyrir vel- gengni íslendinga í handbolta, segir að márgir samverkandi þætt- ir hafi þar áhrif og með sama áframhaldi geti draumurinn um heimsmeistaratitilinn ræst. Gísli Halldórsson segir að sigur skipti ekki öllu máli, en allir eigi að stefna að sigri. „(þróttir hafa mikið að segja í samskiptum þjóða og handbolti er þar ofarlega á blaði. Þess vegna stendur íslenska þjóðin á bak við landsliðið til að það géti sigrað sem flesta á stór- mótum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.