Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 67

Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 67 Knattspyrna: Landslidið til Kuwait Tveir nýliðar í hópnum Símamynd/Reuter • Gary Lineker hefur betur gegn Camacho og skorar fyrsta mark Englands án þess að félagi hans hjá Barcelona, Andoni Zubizarreta markvörður, komi nokkrum vörnum við. Knattspyrna: Lineker skoraði fjögur gegn Spáni GARY Lineker fór á kostum f gærkvöldi, þegar England vann Spán 4:2 í vináttulandsleik f knattspyrnu, sem fram fór f Wales náði jöfnu WALES og Sovétríkin gerðu markalaust jafntefli f œfmga- leik f knattspyrnu í Swansea í gærkvöldi. þrátt fyrir að í þessum liðum væru þrír af marksæknustu leikmönnum Evrópu tókst þeim ekki að skora í gær. í framlínu Wales voru þeir Mark Hughes, Barcelona og lan Rush, Li- verpool. Leikmaður ársins í Evrópu, Igor Belaonv, var í fremstu víglínu Sovétmanna sem réðu gangi leiksins lengst af. ísrael jafnaði í lokin ÍSRAEL og Norður-írland gerðu jafntefli, 1:1, í vináttu- landsleik f knattspyrnu f Tel Aviv í gærkvöldi. Zion Marili jafnaði fyrir ísrael þremur mfnútum fyrir leikslok úr auka- spyrnu. Norður-írar náðu forystu með marki Steven Penney á 37. mínútu. Áður hafði Penney og Kevin Wilson fengið góð marktækifæri. Norður-írar voru sterkari framan af en ísralelar komust meira inn í leikinn þeg- ar líða tók á hann. Madrid. Markakóngur HM f Mexf- kó skoraði öll mörk Englands, en Butragueno skoraði bæði mörk Spánar. Yfirburðir Englendinga voru miklir og þeir sóttu stíft lengst af. Spánverjar áttu eitt skot að marki í fyrri hálfleik og skoruðu, en stað- an í hléi var 2:1. Lineker skoraði sitt fjórða mark á 56. mínútu og eftir það hægðu Englendingar á ferðinni. Öruggur sigur var í höfn, en Butragueno átti síðasta orðið. Fjögur hundruð Bretar voru á meöal 40 þúsund áhorfenda og var þeirra vel gætt af 50 lögreglu- mönnum. Ekki kom til óláta á leiknum, en 18 Bretar voru hand- teknir á leiðinni til Madrid. Þetta var sextándi landsleikur þjóðanna, tíundi sigur Englands, tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli, en Spánn hefur sigrað fjórum sinnum. ÍSLENSKA landsliðið f knatt- spyrnu leikur tvo landsleiki gegn Kuwait ytra í næstu viku. Tveir nýliðar eru f landsliðshópnum að bessu sinni, Hlynur Birgisson og Siguróli Kristjánsson úr Þór. Fyrri eikurinn fer fram á fimmtudag- nn, en sá seinni laugardaginn 28. febrúar. Siegfried Held, landsliðsþjálfari, og Guðni Kjartansson, aðstoðar- maður hans, hafa valið eftirtalda leikmenn til fararinnar, landsleikja- fjöldi til hægri, en hópurinn heldur utan á sunnudaginn og kemur heim 1. mars: Bjarni Sigurðsson, Brann 16 Friðrik Friðriksson, Fram ' 6 Ágúst Már Jónsson, KR 8 Guðni Bergsson, Val 9 GunnarGislason, Moss 25 Halldór Asketsson, Þór 8 Hlynur Blrgisson, Þór 0 Kristjðn Jónsson, Fram 9 Loftur Ólafsson, KR 6 Ólafur Þórðarson, |A 7 Pétur Arnj>ór88on, Fram 3 Pétur Pétursson, KR 30 Siguróli Kristjénsson, Þór 0 Sœvar Jónsson, Val 32 Viðar Þorkelsson, Fram 4 írar unnu Skota ÍRAR unnu Skota, 1:0, í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu í Glasgow í gærkvöldi. Mark Law- renson skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu. Hinn reynslumjkli leikmaður Li- verpool, Mark Lawrenson, sló áhorfendur og leikmenn Skota út af laginu með því að ná forystu fýrir íra í upphafi leiksins. Þetta var þriðji leikunnn í röð í riðlinum sem Skotum tekst ekki að skora mark. Belgía, Skotland og írland hafa öll 4 stig, Skotar hafa leikið fjóra leiki en Belgar og írar þrjá. Búlg- aría er með 2 stig eftir tvo leiki og Luxemborg rekur lestina með ekkert stig eftir tvo leiki. Blak: Fyrsta tap Þróttar ÍS gerði sér Iftið fyrir og sigraði Þrótt í miklum baráttuleik f 1. deild karla f blaki f gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap Þróttar f vet- ur og þegar ein umferð er eftir eiga Stúdentar möguleika á að B-keppnin í handbolta: Sextán þjóðir berjast um tvö sæti á OL Frá Slgurðl Björnssyni f V-Pyskslandl. B-KEPPNIN í handbolta hófst á ítalfu í fyrrakvöld og í gærkvöldi voru fjórir leikir. Sextán þjóðir keppa um tvö sæti á ÓL f Seoul á næsta ári og má gera ráð fyrir að baráttan standi elnkum á millí Sovétrfkjanna, Tékkóslóvakfu, Rúmenfu og Vestur-Þýskalands. úrslit leikjanna í gærkvöldi urðu þessi: A-riðill Finnland-Pólland 23:35 HM íOberstdorf: Sovéskur sigur f boðgöngu Ítalía-Rúmenía B-riðill Frakkland-Noregur Japan-Sovétríkin Úrslit í fyrrakvöld: A-riðill Rúmenía-Finnland Pólland-Ítalía B-riðill Noregur-Japan Sovétríkin-Frakkland C-riðill Sviss-Túnis Danmörk-Búlgaría D-riðill V-Þýskaland-Bandaríkin Tékkóslóvakía-Brasilía 14:23 26:23 14:31 29:23 20:16 24:22 29:19 24:19 25:16 24:13 39:10 komast f úrslitakeppnina. Þá vann Vfkingur Fram 3:0 frekar óvænt. Leikur ÍS og Þróttar fór 15:4, 10:15, 13:15, 15:7 og 15:7. Víkingur vann Fram 15:3, 15:10 og 15:9, en það óvenjulega gerð- ist, að einum Framara var vikið af leik- velli fyrir fullt og allt — fékk gult og rautt í sitthvorri hendi eins og það heitir á blakmáli, en leikinn dæmdi Skúli Unnar Sveinsson. Fjögur lið fara í úrslitakeppnirrc og hefur Þróttur tryggt sér þar sæti, en Víkingur, Fram, HK og (S berjast um hin þrjú. Víkingur er með 16 stig, 10 hrinur í plús og á eftir að leika viö HK. Fram er einn- ig með 16 stig, en 7 hrinur í plús og á KA eftir. HK er líka með 16 stig, en 3 hrinur í plús og (S er með 14 stig, eina hrinu í plús og á eftir að leika gegn Þrótti, Nes- kaupsstað. I kvöld NJARÐVÍK og Haukar leika í úrvalsdeildinni íkörfuknattleik f Hafnarfirði f kvöld kl. 20. Á sama tíma leika Þór og Fram fyrri leik sinn í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á Akureyri. SOVÉTRÍKIN unnu sfn fyrstu gull- verðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í gær er sovéska kvennasveitin sigraði f 4 x 5 km boðgöngu kvenna. Norsku stúlkurnar sem höfðu forystu nær allan tfmann urðu í öðru sæti og Svfar f þriðja. Norsku stúlkurnar höfðu forystu í göngunni fram á síðasta sprett. Anfissa Reztsova gekk síðasta sprett fyrir Sovétríkin og Anette Boe, sem vann tvenn gullverðlaun á síðasta heimsmeistaramóti. gekk fyrir Noreg. Reztsova, sem varð önnur í 5 km göngunni, gekk mjög vel og náði Anettu Boe og tryggði Sovétríkjunum fyrstu gull- verölaunin á mótinu. Sovéska sveitin gekk á saman- lögðum tíma, 58.8,8 mínútum og var 37,3 sekúndum á undan norsku stúlkunum, sem urðu í öðru sæti. Svíar höfnuðu í þriöja sæti og Austur-Þýskaland í fjórða. Nina Gavriluk, sem tók annan sprett fyrir Sovétríkin, náði besta braut- artímanum, 14.7,1 mín. Firma- og félagahópakeppni KR 1987 í innanhússknattspyrnu Skráning stendur nú yfir, en mótið hefst mánudaginn 2. mars. Leikið verður í átta fimm liða riðlum í stóra íþróttasal KR. Þátttaka tilkynnist í síma 27181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.