Morgunblaðið - 19.02.1987, Page 68

Morgunblaðið - 19.02.1987, Page 68
Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síöum Moggans! y f7C ^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Fræðslustjóramálið á Alþingi Frumvarpi Ing- var vísað frá TILLAGA þingmanna Sjálfstæð- isflokksins um að vísa frá frumvarpi Ingvars Gíslasonar o.fl. um að Hæstiréttur skipi rannsóknarnefnd i fræðslu- stjóramálinu var samþykkt i neðri deild Alþingis i gær með 21 atkvæði gegn 17. Tveir þing- menn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna og einn var fjarver- andi „Það er ekkert um þetta að segja. Frumvarpi mínu var vísað frá. Málið verður því ekki tekið upp með þessu formi aftur. Þingsköp leyfa það ekki,“ sagði Ingvar Gfsla- son alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Ingvar sagði, að nú lægju fyrir tvær aðrar tillögur, frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Stefáni 10—15 stúlkur stunda vændi í Reykjavík FIMMTÁN til tuttugu ungl- ingsstúlkur, sem háðar eru fíkniefnum, stunda nú vændi í Reykjavík samkvæmt upp- lýsingum lögreglu og SAA. Að sögn Iandlæknis teljast þær til þess hóps, sem erfið- ast verður að ná til að hindra útbreiðslu alnæmis. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi á veg- um heilbrigðisráðuneytisins um alnæmi og forvamir gegn þeim sjúkdómi. Þar kom ennfremur fram í máli Ólafs Ólafssonar, landlæknis, að í mestu áhættu- hópum framtíðarinnar yrðu aðallega þeir hommar og gagn- kynheigðir einstaklingar, sem hefðu hlotið litla fræðslu og vímuefnaneytendur af báðum kynjum, sem neyddust til að fjármagna neyzlu sína með vændi. Sjá bls. 36: „Herferð gegn alnæmi". Valgeirssyni, um þetta mál. Til greina kæmi að hann styddi þessar tillögur, en hvort svo yrði og þá með hvaða hætti, kæmi í ljós síðar. Að öðru leyti vildi Ingvar ekki tjá sig um frávísun tillögu sinnar. Allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins greiddu frávísuninni atkvæði, svo og ráðheirar Fram- sóknarflokksins og Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður flokksins á Vestflörðum, og Guðmundur J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Hinn síðast nefndi vitnaði í Matteusarguðspjall, er hann greiddi atkvæði, og tvítók já- yrði sitt. Allir þingmenn Alþýðuflokks og Kvennalista og 4 af 7 þingmönnum Alþýðubandalagsins voru á móti frávísunartillögunni. Garðar Sig- urðsson greiddi ekki atkvæði og Hjörleifur Guttormsson var fjarver- andi. Ef alþýðubandalagsmennimir þrír hefðu greitt atkvæði gegn til- lögunni hefði hún fallið á jöfnum atkvæðum. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 38. Zi '. vH P — 'm \ Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Mikilloðna veidd í frystingu LOÐNUVEIÐAR ganga vel um þessar mundir, en skortur á þróarrými háir skipunum nokkuð, einkum þeim, sem eingöngu veiða í bræðslu eða frysta um borð og þurfa að losna við það, sem ekki nýtist í frystingu. Segja má, að engar verksmiðjur á svæðinu frá Hornafirði og vestur um land taki við loðnu eingöngu til bræðslu, þar sem þær ætla þróarrými sitt fyrir afgangs loðnu úr frystingu og hrognatöku. Sömu sögu er að segja af bræðslunni í Neskaupstað. Þegar svona mikil veiði er, kemur oft fyrir að skipin fá stærri köst en þau geta nýtt sér sjálf og í stað þess að hleypa loðnunni niður úr nótinni hafa menn þann háttinn á, að kalla til nærstödd skip til að hirða mismuninn. Hér er Hákon ÞH að dæla um borð loðnu úr nót Eldborgarinnar frá Hafn- arfirði, stærsta nótaskips flotans. Frelsi til útflutnings verður stórlega aukið - Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, breytir reglu- gerð um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála á næstu dögum MATTHÍAS Bjarnason, við- skiptaráðherra, ætlar innan fárra daga að breyta reglugerð um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála. Sú meginregla verður sett, að útflutningur er fijáls, þ.e. ekki háður opinberum leyfisveitingum líkt og nú er, Fyrsta umferð IBM mótsins tefldídag UUBOMIR Ljubojevic virðist vera ánægður með að hafa dregið rásnúmer 10 á IBM skákmótinu og Mikhail Tal virðist ekki síður vera ánægður með að hafa sloppið við það númer. Keppendur drógu um númer í gær en mótið hefst klukkan 16.30 í dag á Hótel Loftleiðum og fær Margeir Pétursson þá erfiðasta verk- efni íslensku keppendanna þvi hann teflir við Viktor Korchnoi í fyrstu umferðinni. Jóhann Hjartarson teflir við Polugaevski en Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason tefla innbyrðis. Sjá frásögn bls. 36. nema að þvi leyti, sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Þannig verður t.d. útflutningur á frystum fiski og landbúnaðar- vörum háður sömu takmörkun- um og áður. í lögum frá 1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála segir meðal annars, að viðskiptaráðu- neytinu sé heimilt að ákveða að ekki megi bjóða eða selja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi. Á grundvelli þessa var sett reglugerð árið 1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, þar sem segir, að útflutningur sé háður leyfum við- skiptaráðuneytisins. Matthías Bjamason mun hins vegar breyta þessu þannig, að útflutningur verði ekki háður leyfum, nema annað sé ákveðið í lögum eða reglugerðum, eins og áður segir. í þessu felst meðal annars, að útflutningur á ísfíski verður fíjáls, sem er nýmæli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður samtímis þessari breytingu gefin út ný reglugerð um útflutningsleyfi. Þar verður getið um þá vörufiokka, sem áfram verða háðir leyfum vegna ákvæða í lögum og reglugerðum. Frystur fískur, fiskmjöl, saltfískur, lýsi, smjör og ostur eru dæmi um vörur sem áfram verða háðar leyfum. Utflutningsleyfin skiptast í tvo flokka; almennt leyfi og sérstakt leyfi. Þannig er gert ráð fyrir, að þeim fyrirtækjum sem hafa aflað sér traustra viðskiptasambanda og þekkingar á erlendum mörkuðum verði veitt leyfi til eins árs í senn til útflutnings á vörum, sem háðar eru takmörkunum. Vegna þessa þurfa þessi fyrirtæki ekki að sækja um leyfi í hvert sinn sem vara er seld úr landi. Útflutningsráð íslands er umsagnaraðili um leyfisveiting- una, án þess að viðskiptaráðherra sé bundinn af umsögninni. Sérstakt leyfí er hins vegar veitt þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði, í hvert skipti sem vara er flutt út, líkt og nú er. Mikilsvert nýmæli er í reglugerð- inni, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Ef synjað er um útflutningsleyfi, verður ráðuneytið að rökstyðja það, ef umsækjandi óskar þess. Húsnæðismálastofnun endur- greiðir ofreiknaðar verðbætur HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur tekið ákvörðun um endur- greiðslur vegna ofreiknaðra verðbóta i kjölfar lækkunar á vísitöluálagi lána, sem veitt voru með lánskjaravísitölu úr Bygg- ingarsjóði rikisins fyrir 1. sept- ember 1983. Húsnæðisstofnun ofreiknaði verðbætumar um 2,8% og frá og með gjalddagan- um 1. febrúar 1987 verða grunnvisitölur þessara lána hækkaðar þannig að eftirstöðvar lánanna með verðbótum lækka um 2,8%. Til að fá endurgreiðslu verða menn að leggja fram afrit af kaup- samningum vegna íbúða, sem komu til sölu i fyrsta sinn á tímabilinu september 1983 til janúarloka 1987 og eru með áhvílandi lánskjaravísi- tölulán. Þetta nær þó aðeins til lána er veitt voru úr Byggingarsjóði ríkisins fyrir 1. september 1983. Þeir sem hafa greitt upp slík lán eiga að leggja fram afrit af greiðsluseðli, ásamt upplýsingum um nafn, nafnnúmer og heimilis- fang til veðdeildar Landsbankans fyrir 1. aprfl 1987. Ljóst er að margar þessara fbúða hafa gengið kaupum og sölum oftar en einu sinni og eftirstöðvar með verðbótum jafnan verið ofmetnar. Þeir sem seídu slíkar íbúðir í fyrsta sinn á tímabilinu september 1983 til janúarloka 1987 fá endurgreitt sem nemur lækkuninni, þ.e. 2,8%, á eftirstöðvum ásamt ofgreiddum verðbótum á hveijum gjalddaga frá september 1983 til söludags. Hinir sem eftir koma kaupa og selja mið- að við ranga vísitölu og fá hvorki endurgreidda þessa lækkun né end- urgreitt vegna ofgreiddra verðbóta, sem þeir hafa greitt á gjalddögum á þessu tímabili, þar sem Bygging- arsjóður ríkisins endurgreiðir fyrsta seljanda alla lækkunina á eftir- stöðvum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.