Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
9
Kaffihlaðborð
verður í félagsheimili Fáks á
Víðivöllum kl. 14.30.
Kvennadeildin.
Opið 10.00-22.00 alla daga.
Nú skiptir veðrið engu máli, því
við erum undir 7000 fm þaki.
Frábær fjölskylduskemmtun.
Sumarið nálgast
Tryggið ykkur þennan frábæra hollenska tjald-
vagn tímanlega. Fáum takmarkað magrt íár.
Vagninn er með fortjaldi, eldunartækjum,
vaski, 13“ dekkjum, varadekki og hemlum.
Erum einnig með sænsk hjólhýsi, sérstaklega
einangruð fyrir kalda veðráttu og með góðu
miðstöðvakerfi.
Sumarstólana fáið þið hjá okkur á góðu verði.
Henta allstaðar.
Verið velkomin til okkar og sannfærist.
Opið daglega frá kl. 17.15-19.00.
Laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Vemdafjöl-
skylduna
Þegar það fréttist á
sunnudaginn, að Gary
Hart hefði átt vingott við
unga leikkonu, hrundi af
honum fylgið. Þótt 18
mánuðir séu til kosning-
anna sjálfra mat fram-
bjóðandinn stöðu sina á
þann veg, að hann myndi
ekki hafa erindi sem erf-
iði í prófkjöri innan
flokks sins, Demókrata-
flokksms, og dró sig í
hlé. í prófkosningum
vegna forsetaframboðs
1984 tapaði Hart fyrir
Walter Mondale, sem tap-
aði síðan í kosningunum
sjálfum fyrir Ronald
Reagan, frambjóðanda
Repúblíkanaflokksins.
Fyrsta visbendingin um
að Hart vœri að draga
sig i hlé kom í fyrradag,
þegar hann lét ekki sjá
sig á fundi í New Hamps-
hire-ríki. Þá var skýrt
frá því að hann hefði
haldið til heimilis sins í
Colorado-ríki og í yfirlýs-
ingu sagði, að frambjóð-
andinn ætlaði að veita
fjölskyldu sinni forgang
og dveljast i nokkra daga
eða jafnvel vikur með
konu sinni. Og þar stóð
einnig: „Baráttan fyrir
hugsjónum hans mim
halda áfram. Okkar mál-
staður sigrar." Nú er
ljóst, að það verður ekki
Hart, sem leiðir hann til
sigurs.
í öllum löndum, þar
sem lýðræði þrífst með
eðlilegum hætti, standa
þeir menn frammi fyrir
erfiðu vali, sem ætla að
helga sig stjómmálum.
Til þeirra eru gerðar
kröfur um heiðvirða
framgöngu í hvívetna.
Við höfum kynnst því hér
á landi hvemig umræður
um þennan þátt stjóm-
málamanna geta þróast.
Ef Gary Hart hefði hald-
ið áfram stjómmála-
störfum eins og ekkert
hefði í skorist er ekki
vafi á, að af samúð með
honum hefðu einhveijir
stutt hann dyggilega og
af festu. Hann hefði hins
Frambjóðandi í vanda
Raunir Gary Hart, frambjóðanda í prófkjöri
demókrata vegna forsetakosninganna í
Bandaríkjunum á næsta ári, sýna í hvaða
ógöngur menn geta komist taki þeir of mikla
áhættu samhliða því sem þeir sækjast eftir
opinberum trúnaðarstörfum. Mistök Harts
snerta einkalíf hans, hjónaband og samneyti
hans við konur, engu að síður ráða þau úrslit-
um fyrir hann á pólitískum vettvangi; þegar
skýrt er frá gruni um siðferðisbrest á opin-
berum vettvangi, bregst Hart við á þann veg
að hætta í prófkjörinu.
vegar aldrei náð sér á
það flug, sem dugar til
að komast í framboð fyr-
ir flokk sinn. Honum
hefði ekki tekist að
þjappa á bak við sig þeim
hópi stuðningsmanna,
sem dugar best í slikri
baráttu.
Hann hefði getað sagt
sem svo að fráhvarf frá
framboði væri sama og
viðurkenning á því, að
hann hefði gerst sekur
um ósiðlegt athæfi. Hann
hefði þó aldrei losnað
undan umræðum um
kvennamál sín og kona
hans og börn hefðu orðið
að þola rniklar raunir
með honum. Nú hefur
hann veitt þeim það skjól,
sem best dugar í tilvikum
sem þessum: Hann hefur
dregið sig út úr hinu
pólitíska sviðsljósi. Til
hans verða ekki lengur
gerðar sömu kröfur og
þeirra, sem sækjast eftir
opinberum trúnaðar-
störfum.
Fýlaí
framsókn
Forseti íslands býr sig
nú undir að taka ákvörð-
un um, hvetjum hún
veitir umboð til að mynda
ríkisstjóm. Reynslan sýn-
ir, að í ástandi eins og
þvi sem nú rikir er það
alls ekki gefið, að sá sem
fyrstur fær umboðið geti
myndað stjóm og þótt
honum takist að ná sam-
an meirihlutastuðningi á
Alþingi við einhveija
stjóm, að sá hinn sami
veiti henni forsæti.
Framsóknarmenn hafa
nú verið í 16 ár i ríkis-
stjómum. Finnst ýmsum
nóg komið i þeim efnum,
líkt og Finnum þótti
tímabært að gefa Mið-
flokknum (bræðraflokki
framsóknar þar í landi)
fri frá stjómarsetu eftir
40 ár. Framsóknarmenn
vifja þó ekki hætta, eins
og best sást á forystu-
grein Tímans á miðviku-
dag, þar sem rætt var
um hugsanlegt samstarf
Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Sjálfstæð-
isflokks meðal annars
með þessum orðum:
„Bæði Svavar Gestsson
og Þorsteinn Pálsson
urðu fyrir miklum von-
brigðum með úrslit .
kosninganna og er staða
þeirra veik. Þrátt fyrir
stuðningsyfirlýsingar
þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins við Þorstein
Pálsson er urgur í
óbreyttum liðsmönnum
sem teþ’a að Þorsteinn
eigi persónulega sök á
klofningi flokksins vegna
aðgerða sinna gagnvart
Albert Guðmundssyni.
Staða Svavars Gests-
sonar er þó öllu veikari.
Alþýðubandalagið gekk
að nafninu til heilt til
kosninga en beið mikinn
ósigur. Innan flokksins
logar allt í illdeilum og
persónulegum deilumál-
um sem Svavari hefur
mistekist að leysa. Hon-
um er þvi mikið í mun
að styrkja sig í sessi og
óneitanlega myndi ráð-
herrastaða gera það.
Hins vegar verður það
að tejjast vafasamt að
Svavari verði heimilað
að ganga til ríkisstjóm-
arsamstarfs áður en
innanhússdeilur Alþýðu-
bandalagsins verða leyst-
ar.
Markmið Jóns Bald-
vins er aftur á móti skýrt
og ákveðið: að komast
sjálfur í ríkisstjóm sem
allra, allra fyrst.
Erfitt er að ímynda sér
að samvinna jafn ólíkra
afla og þessara stjóm-
málaflokka geti skilað
þeim árangri sem lands-
menn vonast eftir og
þjóðin þarfnast."
Flokksblað framsókn-
ar sýnist gleyma þvi, að
Steingrimur Hermanns-
son þarf að eiga samstarf
við einhvem eða ein-
hveija þeirra flokks-
formanna, sem það
rakkar niður með þess-
um hætti, ef hann á að
halda áfram að vera í
I ríkisstjóm.
Björgunarsveitir — Bændur
Verktakar — Veiðimenn
®.
kynnir fjórhjóla-
farartækið með drifi á öllum hjólum, sem
fer allt.
99(350
★ Vél, 25 hestöfl
★ Sprengirúm 350 cc
★ 4-gengis benzínvél
★ 5-gírar, 1 afturábak
★ Rafstart
★ Vökvafjöðrun
★ Vökvabremsur
★ Hjólbarðar 24x9-11
★ Benzíntankur 10,5 I
★ Tengill fyrir 12 volt
15A
★ Hæðfrájörðu 16sm
★ Þyngd 259 kg
Síðast en ekki
síst driföxlar
og hjöruliðir
vandlega lokaðir.
Fríbýli sf.y
Skipholti 5,
sími 622740.
Eigum nú þessi frábæru fjórhjól fyrirliggjandi.
Honda á íslandi — Vatnagörðum 24, sími 689900.