Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
Óli Halldórs-
son — Minning
Það eru mikil tíðindi vinum og
samferðamönnum að heyra lát Óla
á Gunnarsstöðum og vita hann fall-
inn frá, rúmlega sextugan mann,
stórhuga og lífsglaðan. En bana-
mein hans reyndist öllum læknis-
ráðum ofviða og varð ekki vömum
við komið.
Ekki man ég lengur hvenær ég
sá Óla fyrst, en þá var hann ung-
ur, mikill á velli, stórskorinn
snemma, einbeittur á svip og ekki
lágmæltur, en ljómaði af góðleik
og gáfum, sem síst leyndu sér þeg-
ar hann fór að tala og segja frá.
Samtalslistin var Óla meðfædd og
frásagnargáfan eftir því. Það var
hátíð að eiga von á hans fundum.
Það var líka eins og um hann léki
eilíft hreinviðri, vekjandi og hress-
andi.
Hins vegar gleymist mér ekki,
þegar ég hitti Óla síðast, það var
aðeins rúmri viku fyrir andlát hans
og ekki þurfti glöggt auga til að
sjá að hveiju dró um líf hans. En
ekki var honum horfinn karl-
mennskudugurinn og góðvildin eða
gáfulegt tal, né að hreinviðrið and-
aði ekki um hann eins og áður.
Sjúkdómsmarkið bar hann, en
tungutakið var óskert, þessi mergj-
aða íslenska sem hann talaði, að
vísu á lægri nótum en var meðan
líkamsþrótturinn var óbugaður.
Ekki væri það ofverkið mitt að
segja eitthvað frá því sem ég kann
að vita um ættir Ola og frændlið,
því að það er út af fyrir sig frásagn-
arvert, enda kjammikið fólk og
gott sem að honum stóð hið næsta
og í framættir. Þó leiði ég ætt-
færsluna hjá mér að öðru leyti en
því að faðir hans, Halldór ðlaon,
var úr Höfðahverfi í Suður-Þingeyj-
arsýslu, þótt hann byggi lengstan
aldur á Gunnarsstöðum, á föðurleifð
konu sinnar, Þuríðar Ámadóttur
bónda þar Davíðssonar, en Ámi
Davíðsson lifir í minnum manna
njrðra fyrir það hversu vitur hann
var og góðviljaður og átti miklu
bamaláni að fagna með konu sinni,
Ambjörgu Jóhannesdóttur. Em nú
senn 100 ár síðan þau Ámi settust
að á Gunnarsstöðum, þar sem niðj-
ar þeirra búa enn á íjórum heimil-
um.
Ég vil fyrir hönd okkar félaganna
í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu
þakka Rudy fyrir samfylgdina, sem
okkur finnst að hefði mátt verða
lengri.
Rudy var einn af stofnendum
sveitarinnar árið 1951 og var félagi
alla tíð. Hann tók mikinn þátt í
starfi hennar, bæði sem stjómar-
maður og formaður í mörg ár, og
einnig í ferðum og björgunarað-
gerðum. Ömggari ferðafélagi í
vetrarferðum var vandfundinn, því
bæði þekkti hann svo gott sem allt
hálendið og var þaulvanur ferða-
maður.
Ógleymanleg er mér, er þetta
ritar, mín fyrsta ferð upp á Heklu
með Rudy og fleiri félögum fyrir
um 17 áram. Við fengum stórkost-
iega gott veður og skyggni og
sagðist Rudy ekki hafa fengið betra
í annað sinn, þó þetta væri sín 29.
ferð upp. Síðan hafði hann bætt við
mörgum ferðum bæði gangandi og
á vélsleða.
Rudy þótti ömgglega mjög vænt
um þetta svæði í nágrenni við
Heklu, sem sést best á því að fyrir
um 10 ámm byggði hann skála
milli Laufafells og Rauðfossafjalla
sem hann nefhdi Dalakofa. Höfum
Það er því ekki úr lausu lofti
gripið að tala um Gunnarsstaðaætt
og er mér skapi næst að láta þar
staðar numið um ættfærslu Öla
Halidórssonar, enda laukur í þeirri
ætt og gæddur þeirri kynfestu, sem
mér finnst einkenna Gunnarsstaða-
fólk, umfram allt einlægni og
hreinlyndi. En það gat Óli raunar
haft frá föður sínum, Halldóri á
Gunnarsstöðum, miklum heiðurs-
manni.
Óli Halldórsson var fæddur á
Ytra-Lóni á Langanesi 1. ágúst
1923, þar sem foreldrar hans
bjuggu þá, en fluttist bamungur
með þeim að Gunnarsstöðum í Þist-
ilfirði og ólst þar upp og átti heima
alla ævi síðan. Óli lagði ekki fyrir
sig langskólanám, en var þeim mun
betur sjálfmenntaður, enda fæddur
með eðlisgáfur menntamanns og
heimspekings, allt kryddað fínu
skopskyni og listrænni frásagnar-
gáfu sem er reyndar einkennandi
fyrir Þisla yfirleitt og rannsóknar-
efni út af fyrir sig hvemig á því
stendur.
Óli var alla ævi meira og minna
bundinn við búskapinn á Gunnars-
stöðum og bóndi þar með föður
sínum og Gunnari, bróður sínum,
lengst af, svo að bóndastarfið mátti
heita hans aðalævistarf, enda vel
til þess fallinn fyrir flestra hluta
sakir. En hann vann einnig utan
heimilis, m.a. var hann sláturhús-
stjóri Kaupfélags Langnesinga á
Þórshöfn í 18 ár, en það var fyrst
og fremst haustvinna. Þá hafði
hann það vetrarstarf á hendi ár
eftir ár að kenna bömum. Lang-
lengst kenndi hann í heimasveit
sinni eða yfir 20 vetur alls, m.a.
var hann skólastjóri heimavistar-
bamaskóla á Gunnarsstöðum í 12
ár, 1964—1976. Hann kenndi auk
þess á fleiri stöðum norðanlands
og austan.
Kennaramenntun hafði Óli ekki,
en um það hef ég vitnisburði nem-
enda hans að hann væri góður
kennari og ástsæll af bömum. Gam-
an var að heyra Óla segja frá
nemendum sínum og kennara-
reynslunni, því að það var hans
yndi að meta manngerðir og segja
fyrir um hvað í mönnum bjó og
við félagar í Flugbjörgunarsveitinni
sem og fleiri notið þar gestrisni
hans bæði fyrr og síðar. Var Rudy
einmitt á leið í Dalakofann sinn
þegar kallið kom, og er ég viss um
að ekki hefði hann frekar kosið
annan stað til að svara því kalli.
Við félagar í Flugbjörgunarsveit-
inni á Hellu vottum móður hans svo
og konu, bömum og bamabömum
okkar innilegustu samúð.
Þröstur Jónsson
hvað þeim væri ætlandi. Að sjálf-
sögðu hafði Óli ekki við miklar
fræðikenningar að styðjast, þegar
hann var að kryfja sálir mánna,
innsæið dugði honum, en skynsem-
in gerði hann réttdæman og ekki
síður góðvildin. Enginn maður var
svo rúinn mannspörtum, ef einhver
var illu borinn, að Óli sæi ekki í
honum eitthvað gott, enginn svo
heimskur að hann fyndi ekki hjá
honum gáfumar og enginn svo lítill
fyrir sér að Óli á Gunnarsstöðum
kæmi ekki auga á mannslundina í
honum. Þannig gerði hann sér það
að leik að snúa sleggjudómum ann-
arra um náungann í heilsteypta
mannlýsingu.
Óli stóð framarlega í félags- og
menningarlífi sveitar sinnar, sat í
hreppsnefnd Svalbarðshrepps 24 ár
og var formaður Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga um skeið.
Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi
hann á vegum Framsóknarflokks-
ins, sat í stjóm Kjördæmissam-
bands framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra og átti
sæti í miðstjóm flokksins nokkur
ár. í öllum þessum störfum var
hann vinsæll og mikils metinn.
Óli lifði einlífí fram yfir fimm-
tugt, en tók þá upp sambúð við
Hólmfríði Kristdórsdóttur frá Sjó-
arlandi, sem þá var ekkja, og gengu
þau að eigast áður en Óli dó. Var
það mikil gæfa Óla að eignast þar
góða konu og myndarlega húsfreyju
til að annast það gestrisna heimili
sem hann vildi hafa. Henni sendi
ég innilega samúðarkveðju, svo og
eftirlifandi systkinum hans.
Ingvar Gíslason
Blómabúðin
Hótel Sögu
sími 12013
Blóm og
skreytingar
gjafavörur
heimsendingar-
þjónusta
y
Krossar á leiði
Framleiði krossa
á leiði.
Útvega skilti ef með þarf.
Upptí síma 73513.
Rudolf Stolzen wald
Hellu — Minning
t Móðir okkar, FREYGERÐUR ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Strandgötu 9, Ólafsfirði, andaðist í Landspítalanum 7. maf. Fyrir hönd okkar systkinanna, Valgerður Sigurðardóttir.
t Móðir okkar, ÞURÍÐUR ÁGÚSTA SÍMONARDÓTTIR, Framnesvegi 59, Reykjavfk, lést 7. maí. Jarðarförin tilkynnt sföar. Fyrir hönd systkinanna og annarra vandamanna. Magnús Stelngrfmsson.
t Eiginmaður minn BALDUR PÉTURSSON frá Hjalteyri, HátúnMOa, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda Sveinbjörg H. Wfum.
t Faðir okkar, HARALDUR SIGURÐSSON, fyrrverandl póstmaður, lést á Sólvangi, Hafnarfiröi, 6. maí. Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgi S. Haraldsson.
t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓSKAR JÓSEFSSON, Faxabraut 10, Keflavfk, er látinn. Ólaffa Guðmundsdóttir, Sólveig, Sigrföur, Trausti og Jónas Óskarsbörn.
t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR JÓH ANNESSON AR, Blindraheimllinu, Hamrahlfð 17, Reykjavfk. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki stofnana Blindrafélagsins. Systkinin.
t Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUNNARS ÁSGEIRSSONAR, dvalarhelmilinu Höföa. Sigvaldi Gunnarsson, Slgurlaug Garðarsdóttir, Karl Þórðarson, Ingibjörg Sölvadóttir, Guörún Gunnarsdóttir, Stefán Kjartansson, Bjarndfs Gunnarsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn.
t Þökkum innilegauðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, LÁRENTSÍUSAR DAGÓBERTSSONAR. Jóhanna Guðmundsdóttlr, Erna Lárentsíusdóttlr, Siguröur Sigurðsson, Brynjólfur Lárentsfusson, Jóhanna Gunnþórsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn.
t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, ÓLAFS KJARTANSSONAR, Hraunbæ 47, Reykjavfk. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki Landa- kotsspítala fyrir sérstaka umhyggju og hlýju í veikindum hans. Einnig þakkir til Brunavaröafélags Reykjavíkur, Karlakórs Reykja- víkur, einsöngvara og Skagfirsku söngsveitarinnar. Guð blessi ykkur öll. Hulda Krlstlnsdóttlr og fjölskylda.