Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 103. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tilkyiinir Thateher um kosninarar eftir helari? I iindnn Rpntpr. London, Reuter. í LJÓSI úrslita í bæjar- og sveit- arsljórnarkosninguiium í Bret- landi eru allar líkur taldar á því að Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, boði á mánudag til þingkosninga 11. júní nk. íhalds- flokkurinn er talinn öruggur um að vinna þingmeirihluta þriðja kjörtimabilið í röð verði af því. Flokkurinn bætti við sig fylgi í kosningunum í fyrradag þótt kjör- sókn væri aðeins 30%. Þegar taln- ingu var nær lokið í gær hafði flokkurinn bætt við sig 67 fulltrúum frá því sem áður var og unnið hrein- an meirihluta í 155 bæjar- og sveitarstjórnum, eða þremur fleiri en áður. Vann flokkurinn m.a. meirihluta í borginni Nottingham, sem verið hefur vígi Verkamanna- flokksins. Kosningabandalag Jafnaðar- mannaflokksins og Ftjálslynda flokksins bætti við sig 368 fulltrú- um og hlaut meirihluta í 14 bæjar- og sveitarstjómum, miðað við 11 síðast. Verkamannaflokkurinn tap- aði 181 fulltrúa og meirihluta í sjö bæjar- og sveitarstjórnum en ræður áfram 153 slíkum. Norman Tebbit, formaður íhalds- flokksins, sagði fylgi flokksins benda til þess að hann fengi 100 sæta þingmeirihluta ef kosið yrði eftir mánuð. Brezka ríkisútvarpið, BBC, lét reikna út hver úrslitin hefðu verið ef um þingkosningar hefði verið að ræða. Samkvæmt þvi hefði íhaldsflokkurinn fengið 340 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 259, Kosningabandalagið 31 og óháðir frambjóðendur 20. Thatcher þarf ekki að boða til kosninga fyrr en í júní að ári en góð útkoma í skoðanakönnunum, jákvæð efnahagsþróun, velheppnuð Moskvuferð hennar og sundrung í Verkamannaflokknum hafa orðið hvati til að boða til kosninga fyrr. Sjá einnig „Thatcher treystir enn stöðu sína“ á bls. 28. Bílferjan tæmd Unnið er að því að ná farþega- og vörubílum út úr brezku ferj- unni Herald of Free Enterprise, sem lagðist á hliðina og sökk við Zeebrugge í Belgiu. Ferjan náðist á flot og liggur nú við bryggju í Zeebrugge. Vonast er til að lokið verði við að tæma hana af bílum á mánudag. Verður ferjan síðan lagfærð. Langdrægar kjarnorkueldflaugar: Bjóða Rússum helmingsfækkun Tillagan byggist á niðurstöðum leiðtogafundarins í Reykiavík Genf, Reuter. 0 SAMNINGAMENN Bandaríkja- stjórnar í Genf lögðu í gær fram drög að samkomulagi þar sem gert er ráð fyrir helmingsfækk- un langdrægra kjarnorkuflauga Tvísýnar kosningar áMöltu VaJetta, Reuter. KOSNINGAR verða á Möltu í dag í fyrsta sinn frá 1981 og er útilokað að segja um hvor flokkurinn, Verka- mannaflokkurinn eða Þjóð- ernisflokkurinn, sigrar. Engar kannanir á fylgi flokk- anna hafa farið fram. í kosningunum 1981 hlaut Verkamannaflokkurinn 49% at- kvæða og meirihluta á þingi, eða 34 þingsæti af 65. Þjóðernis- flokkurinn hlaut hinsvegar 51% atkvæða en aðeins 31 þingsæti. Vildu leiðtogar flokksins fá að mynda stjóm þar sem hann hlaut hreinan atkvæðameiri- hluta og mættu þingmenn flokksins ekki til þingfunda í eitt ár til að mótmæla stjómar- myndun Verkamannaflokksins, sem stjórnað hefur í 16 ár. Kosningalögunum hefur nú verið breytt og er tryggt að sá flokkur, sem fær meira en 50% atkvæða, hlýtur þingmeirihluta. Búist er við að úrslit liggi fyrir á mánudagsmorgun. Að sögn stjómarerindreka er ekki að vænta mikilla breytinga í efna- hagslífi landsins eða utanríkis- stefnu. Sjá ennfremur „Halda sósí- alistar völdunum . . .“ á bls. 40. í vopnabúrum stórveldanna. Ron- ald Lehman, sem er helsti samningamaður Bandaríkja- stjórnar á sviði Iangdrægra kjarnorkuvopna, sagði frétta- mönnum að lagt væri til að þessum áfanga yrði náð á sjö árum. Samkomulagsdrögin vom lögð fram á sérstökum fundi samninga- manna risaveldanna í sovéska sendiráðinu í Genf. Er þetta í fyrsta skipti sem lagt er fram skriflegt tilboð um vopnabúnað sem þennan frá því afvopnunarviðræður hófust að nýju í marsmánuði árið 1985. Ronald Lehman sagði að tillögur Bandaríkjastjómar byggðust á við- ræðum leiðtoga stórveldanna í Reykjavík í október í fyrra. Þá urðu þeir Reagan og Gorbachev sam- mála um að fækka kjarnaoddum í langdrægum flaugum verulega og var lagt til að hvort ríkið réði yfir 6.000 kjarnaoddum í stað 10.500. Lehman bætti við að í tillögum þessum væri ennfremur gert ráð fyrir því að takmarka fjölda kjama- odda, sem koma mætti fyrir í hverri eldflaug. Væri þetta gert til að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmu fyrir fjölda kjarnaodda í hin- um öflugu SS-18 eldflaugum sínum. „Ef við náum ekki að tak- marka fjölda þessara ógnvænlegu kjamaodda kann fækkun eldflaug- anna að reynast haldlítil," sagði Lehman. Samningamenn Sovétríkjanna hafa hingað til verið ófáanlegir til að takmarka fjölda kjamaodda í hverri eldflaug og hefur sú afstaða komið í veg fyrir árangursríkar við- ræður. Lehman staðfesti einnig að Bandaríkjamenn hefðu orðið við kröfu Sovétstjórnarinnar um að eld- flaugunum skyldi fækkað á sjö ámm í stað flmm eins og leiðtogam- ir samþykktu á fundinum í Reykjavík. Reuter Gary Hart og kona hans Lee veifa til stuðningsmanna eftir ræðu á hótelinu Executive Tower Inn í Denver þar sem hann sagðist ekki mundu sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins við forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Eg er hnuggiim en ekki niðurbrotinn - sagði Gary Hart um leið og hann dró sig í hlé Denver, Reuter. „ÉG ER hnugginn maður en ekki niðurbrotinn," sagði Gary Hart er hann tilkynnti í gær að hann mundi ekki sækjast eftir útnefn- ingu Demókrataflokksins við forsetakosningamar á næsta ári. „Ég get ómögulega haldið bar- áttunni áfram við þessar kringum- stæður," sagði Hart og vísaði til ásakana um framhjáhald. Um síðustu helgi hélt blaðið Miami Herald því fram að fegurðardís hefði dvalið á heimili hans meðan kona hans, Lee, var fjarverandi. Nýjar ásakanir um hjúskaparbrot birtust síðan í fjölmiðlum í gær. Hart gagnrýndi fjölmiðla harð- lega í gær og sakaði þá um æsi- fréttamennsku. „Við þurfum að íhuga það fyrirkomulag, sem við notum til að velja menn til forystu, fyrirkomulag sem hefur í för með sér að frambjóðendur eru hundeltir af fjölmiðlum. Blaðamenn laumast í tijárunnum, ljósmyndarar gægjast á glugga, þyrluskari sveimir yfír húsþökum og hin styrka eiginkona mfn kemst ekki inn á sitt eigið heim- ili að kvöldlagi án þess að verða fyrir átroðninei." saeði hann. Hart sagðist háfa á sínum tíma íhugað að sækjast ekki eftir að verða forsetaefni flokksins þar sem það hefði óhjákvæmilega vakið mik- inn áhuga fjölmiðla á einkalífi hans og persónu hans. „Ég kem til dyr- anna eins og ég er klæddur, hvort sem ykkur líkar betur eða verr, og þannig vil ég helzt vera,“ sagði Hart. Gary Hart þótti afar líklegur til að verða valinn frambjóðandi Demókrataflokksins við forseta- kosningamar. Með ákvörðun hans beinist athyglin nú að öðrum, sem koma til með að sækjast eftir út- nefningu. Sjö tiltölulega lítt þekktir menn hafa ákveðið að keppa um hnossið. A þessu stigi eru möguleik- ar þeirra taldir nokkuð jafnir. Leiðtogar Demókrataflokksins hörmuðu ákvörðun Harts en töldu hana ekki mundu veikja möguleika flokksins á sigri í kosningunum. Sjá ennfremur „Nýjar ásakan- ir um hjúskaparbrot" á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.