Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 54

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 félk f fréttum HARTIFARI Bandaríski þingmaðurinn Gary Hart hefur átt í nokkrum vandræðum að undanfömu og lauk því með því að hann hætti við for- setaframboð sitt í gær. Sem kunnugt er sækist hann eftir út- nefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi flokksins í kosningunum á næsta ári. Hart sóttist einnig eftir þessum heiðri fyrir síðustu kosningar, en þá varð Walter Mondale yfírsterkari innan flokksins. Fyrir síðustu kosningar var Hart nokkuð gagnrýndur fyrir að vera einfaldlega ekki forsetaefniviður. Bent var á að hann hefði breytt nafni sínu, skipt um rithönd tvisvar og skrökvað um aldur sinn. Töldu menn að slíkur hégómi sé síst for- seta sambjóðandi. Fyrir þessar kosningar hefur borið á sömu rödd- um, en einnig er bent á að hann sé skuldseigur með afbrigðum og sagt að maður sem ekki borgi skuld- ir sínar eigi ekkert erindí í Hvíta húsið. Ekki bætti úr skák að Hart lofaði nýverið að greiða reikninga síðustu kosningabaráttu, en hefur svo ekki staðið við það. Nú á síðustu dögum hefur þó mest verið rætt um kvensemi Harts, en sumum þykir hún keyra úr hófí. Hart hefur tvisvar skilkið við Lee, eiginkonu sína, en þau hafa hins vegar tekið saman fyrir kosninga- baráttu — lfkt og Teddy og Joan Kennedy voru iðin við um árið. Bandaríska dagblaðið The Miami Herald birti fyrir skemmstu fregnir þess efnis að Hart hefði sést í fylgd tískusýningarstúlku nokkurrar, Donnu Rice að nafni. Þrátt fyrir að sýnt þyki að þau hafí eytt nótt saman kveðast bæði vera alsaklaus af nokkurri siðferðislegri óhæfu. Reyndir menn telja þó ólíklegt að þau hafí eytt nóttinni við að leika kotru og benda á að burtséð frá því hvað þau hafi aðhafst um nótt- ina þá hafi Hart sýnt þvílíkt dómgreindarleysi að ekki verði liðið. Kona Harts, Lee, virðist hins vegar fyrirgefa bónda sínum hvað sem er og stendur enn óhögguð við hlið hans. Segja illar tungur að framagimd hennar sé greinilega takmarkalaus, en aðrir segja hins vegar trygglyndi hennar aðdáunar- vert. Meðfylgjandi eru myndir sem sína báðar dömumar, svo að nú geta menn sjálfír dæmt um smekk- vísi Harts. - ***** Reuter ÞAÐ KVAÐ VERA FALLEGT í KÍNA... Deng með fjölskyldunni ÆT Iausturvegi virðist það vera í tísku hjá leiðtogunum að sýna á sér „mennskt andlit" og gífurlega vinsælt mun að reifa opnari stjómar- hætti. Virðist þetta eiga nokkuð jafnt við um Kín /eija og Sovétmenn og leppa þeirra. Fyrir skömmu var birt mynd að Deng Xiaoping ásamt bamabami sínu og litlum frænda þar sem þau voru að gróðursetja tré, en það gerðu þau á árlegum skógræktardegi þar eystra. Fátítt hefur verið að fjölskyldur kínverskra leiðtoga séu á nokkum hátt í sviðsljósinu þegar eiginkona Maós er undanskilin. Skutlan Donna Ríce. Reuter Lee Hart á leið til New Hamp- shire á miðvikudag, en þá hitti hún eiginmanninn í fyrsta sinn síðan fregnir bárust af fundum hans og Donnu. BLAÐAVAGN A LÆ JARTORGI „Salan stjórnast mest af veðri“ Reykvíkingar, sem erindi hafa átt niður á Lækjartorg undan- fama daga hafa eflaust veitt því athygli að þar er kominn blaðavagn líkt og var á Ráðhústorgi Akur- eyringa til skamms tíma. Í vagninum situr Þröstur Guð- bjartsson og tók hann blaðamanni vel þegar fregnast var um vagninn. „Ja hugmyndina átti eigandi vagnsins, Olafur Pálsson, en hann gefur m.a. út Krossgátublaðið og fleira í þeim dúr. Hann sá þennan vagn á bílasölu og datt í hug hvort ekki væri hægt að reka slíkan vagn hér í Reykjavík, en svona vagnar eru velþekkt fyrirbæri í erlendum borgum." Og hvemig ganga viðskiptin? „Það er nú upp og ofan og virð- ist algerlega fara eftir veðri. Fyrsta daginn var rok og rigning og salan gekk býsna treglega. Annan daginn var hins vegar logn og blíða og þá tóku viðskiptin svo sannarlega við sér.“ Og hvað ertu með til sölu hér? „Það era öll íslensku dagblöðin og tímarit ýmis. Svo ætlum við að sjá hvað setur og þá fer tímaritum vafalaust fjölgandi. Um erlend blöð veit maður nú ekki, en það kemur allt í ljós. Markmiðið er að sjálf- sögðu að selja það sem fólk vill og þá er ekki ólíklegt að við verðum líka með Morgan Kane og aðrar slíkar bókmenntir." En ertu ekki í neinni samkeppni við blaðsölustrákana? „Ég hugsa nú að hún sé mjög óbein. Ég er hér á sjálfu Lækjar- torgi, þeir era meira inni í Austur- stræti og að sjálfsögðu mest við homið á því og Pósthússtræti. Þess- um stað var okkur úthlutað af Reykjavíkurborg, en ég held að skapist einhver samkeppni vegna tilkomu vagnsins þá verði hún hin heilbrigðasta." Hvað verður svo um vagninn? Á að leggja honum þegar vetur geng- ur íjrarð eða hvað? „Eg hugsa að við reynum að halda honum gangandi áfram sé þess nokkur kostur. Það á ekki að vera neitt vandamál að hita svona vagn upp og þá mætti líka huga að stækkun vagnsins. Við sjáum til hvemig þetta gengur í vondum veð- ram, en verði næsti vetur í einhverri líkingu við þann síðasta þá sé ég ekki annað en að þetta verði allt í himnalagi." Með það þakkaði blaðamaður Þresti Guðbjartssyni fyrir spjallið og óskaði honum velgengni í vagn- inum. Vaghh* Þröstur Gudbjartsson í vagninum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Um vandræði Gary Harts

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.