Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
Kammersveit Reykjavíkur:
Kraftmiklu
starfsári
að ljúka
KAMMERSVEIT Reylgavíkur efnir til tónleika í Bústaða-
kirkju, á morgunn, sunnudag. Eru þetta fjórðu og síðustu
tónleikar sveitarinnar á þessu 13. starfsári. Á efnisskránni
eru sex lítil lög fyrir strengjakvartett eftir Webern, píanók-
vintett eftir Shostakovich og strengjakvartett í F—dúr eftir
Ravel. Flyljendur eru Reykjavíkurkvartettinn, en hann skipa
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Júlíana Elín Kjaratansdóttir,
fiðluleikari, Guðmundur Kristinsson, sem leikur á lágfiðlu
og Arnþór Jónsson, sem leikur á selló. Píanóleikari í kvint-
ett Shostakovich er Guðríður S. Sigurðardóttir.
(Morgunblaðið/Bjami)
Reykjavikurkvartettin, Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Arnþór Jónsson og Guðmund-
ur Kristinsson, ásamt Guðríði S Sigurðardóttur, píanóleikara
Að sögn Rutar Ingólfsdóttur,
sem er í stjóm Kammersveit-
ar Reykjavikur, ásamt þeim Auði
Ingvadóttur og Sesselju Halldórs-
dóttur, hefur starfsemi sveitarinn-
ar gengið mjög vel í vetur.
Starfsárið hófst með því að efnt
var til jólatónleika í Hallgríms-
kirkju 21. desember. Þar voru
leikin mörg þekkt verk frá bar-
okk—tímanum og var tónlistin
valin með það fyrir augum, að
áheyrendur kæmust í sannkallað
jólaskap í hinni nývígðu kirkju.
Frá áramótum hafa síðan
tvennir tónleikar verið haldnir.
Þann 12. febrúar stóð sveitin fyr-
ir flutningi á verkum Villa—Lobos
á Kjarvalsstöðum, þar sem flutt
voru Blásarakvintett í „Cho-
ros“—stfl, Bachianas Brasileiras
nr. 1 fyrir átta selló og Bachianas
Brasileiras nr. 5 fyrir sópran og
átta selló. Á þeim tónleikum var
einnig fluttur Sextett fyrir píanó
og blásarakvintett. Þann 12.
mars. efndi Kammersveitin til
Schönbergs—tónleika og flutti þá
Serenöðu hans op. 24, fyrir klari-
nett, bassaklarinett, mandólín,
gítar, fiðlu, lágfiðlu, selló og
bassasöngvara og Blásarakvintett
opus 26.
Um verkefnavalið sagði Rut:
„Tónleikar Kammersveitarinnar
eru allir unnir af áhugamennsku,
þó svo að hér spili og syngi að-
eins atvinnulistamenn. Og vegna
þess að við erum að þessu af ein-
skærum áhuga, þá kallar það á
mikla samvinnu. Þegar við ákveð-
um verkefnin fyrir hvert starfsár,
reynum við að fá fram óskir hjá
þeim sem vilja spila, svo við getum
flutt það sem okkur fínnst
skemmtilegt. Og auðvitað reynum
við að samræma óskimar. Það er
ekki alltaf sama fólkið sem spilar
og syngur á tónleikum okkar,
heldur er það mjög misjafnt eftir
verkum. Eins og ég sagði, þá eru
það alltaf atvinnuhljóðfæraleikar-
ar og þeir eru allir í vinnu annars
staðar. En á hveijum vetri er það
stór hópur hljóðfæraleikara hér í
bænum sem stendur að tónleikun-
um.
Fyrir utan Píanókvintettinn
sem er mjög þekkt og skemmti-
legt verk, erum við nú með tvo
strengjakvartetta. Undanfarin ár
höfum við verið að reyna að koma
saman sístarfandi strengjakvart-
ett. Strengjakvartett er eitthvert
erfiðasta samspilsform sem til er.
Ég held að erfíðleikamir liggi í
því að öll hljóðfærin em svo lík
og það þarf mikla samstillingu til
að ná sama hljómnum úr öllum
hljóðfærunum. Þetta er öðmvísi
með blásarakvintett til dæmis.
Þar em hljóðfærin ékki af sömu
tegund. Til að ná góðum árangri
í strengjakvartett þurfa hljóð-
færaleikaramir helst að æfa
saman fímm sinnum í viku ámm
saman. Þá er spuming hversu
mikinn tíma fólk hefur aflögu
fyrir aðra vinnu. Erfiðleikamir
felast líka í því að maður þarf að
hlusta á kvartettinn, eins og hann
hljómar í eymm þeirra sem á
hlýða, um leið og maður spilar."
Hversu langur er æfíngatíminn
fyrir hveija tónleika?
„Það er misjafnt. Þetta pró-
gramm höfum við æft undanfama
þijá mánuði. Það hljómar kannski
undarlega að við skulum æfa í
þijá mánuði og síðan em þetta
tveir tímar í flutningi og búið.
En við emm að þessu afþví okkur
fínnst þetta skemmtilegt og það
fínnst yfírleitt öllum sem taka
þátt í kammermúsíkflutningi.
Þetta er allt öðmvísi heldur en
að spila í sinfóníuhljómsveit. Við
emm fá saman og höfum yfírleitt
ekki stjómanda. Við verðum að
hlusta vel eftir hlóðfæraleiknum
hvert hjá öðm, til að leiðbeina og
hjálpa. í kammermúsík er hver
einstaklingur svo mikilvægur.
Við ráðum sjálf túlkuninni.
Þessvegna fer líka mikill tími í
þetta, því það þarf að ræða margt
og mikið," segir Rut að lokum.
Guðríður S. Sigurðardóttir,
píanóleikari, spilar Píanókvintett
op. 57 eftir Shostakovich með
Reykjavíkurkvartettinum á morg-
unn. Guðríður lauk kennara— og
einleikaraprófí frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík. Hún hélt síðan
til Bandaríkjanna og lauk mast-
ersgráðu í píanóleik frá Michigan-
háskóla. Eftir það var hún við
framhaldsnám i píanóleik í Þýska-
landi í einn vetur. Hún hefur
starfað sem píanóleikari hjá Sin-
fóníuhljómsveit íslands frá 1983,
„og þar hef ég kynnst mörgum
góðum hljóðfæraleikurum, sem ég
hef spilað með síðan," segir hún,
en Guðríður hefur tekið þátt í
fjölda tónleika síðan hún kom
heim frá námi.
„Ég hef einu sinni áður leikið
með Kammersveit Reykjavíkur.
Það var í maí í fyrra og við lékum
Br“ucknersinfóníu nr. 7 í kam-
merútsetningu. Ég verð að viður-
kenna að mér vinnst miklu meira
gaman að spila kammermúsík
heldur en æfa einleiksverk. Þetta
er mjög náin og skemmtileg vinna
og maður er alltaf að læra. Það
er ótrúlegt hve miklu aðrir hljóð-
færaleikarar geta miðlað manni."
En talandi um sístarfandi lista-
menn. Fyrir utan starf þitt hjá
Sinfóníuhljómsveitinni og þátt-
töku í tónleikum um borg og bý,
skilst mér að þú starfír sem píanó-
kennari.
„Já, það er rétt. Ég kenni hjá
Tónskóla Sigursveins. Ég kenni
þar allt frá byijendum og upp úr.
Ég hef kennt í sex ár og mér
fínnst það ákaflega skemmtilegt.
Fólk heldur oft að það sé mjög
þreytandi að kenna byijendum,
þetta sé bara glamur. En það er
ekki rétt. Þessir krakkar koma í
tíma og maður leiðbeinir þeim og
ráðleggur. Maður sér þau ná ár-
angri og það veitir mikla ánægju.
að sjá hvað hægt er að kenna
þeim.
Ég mundi aldrei vilja hætta að
kenna. Hinsvegar viðurkenni ég
að ég vildi hafa tækifæri til að
spila meira sjálf. Það er helsti
vandi manns sem listamanns að
fínna í senn tíma fyrir daglegt
starf og til að rækta með sér list-
rænan þroska. En með samstarfí
tónlistarmannanna sjálfra skap-
ast betri aðstæður til að sinna
hinni listrænu sköpun og flytja
góða tónlist."
Texti/Súsanna
Svavarsdóttir
Hver átti atkvæðin?
eftirHjört Torfason
Þegar íslendingar hófu göngu
sína í söngvakeppni Evrópusjón-
varpsstöðva vorið 1986, var ég
staddur á erlendri grund í hópi
góðra ferðafélaga. Við horfðum þar
á það með nokkurri forundran,
hvemig ein vonin brást af annarri
um fylgi við Gleðibankann, þar til
við stóðum uppi í sextánda sæti af
tuttugu, með 19 atkvæði — 6 frá
Spáni, 5 frá Hollandi, 4 frá Kýpur
og 2 frá Tyrklandi, að ógleymdum
2 frá Svíþjóð. Allt skeði þetta þrátt
fyrir þá sannfæringu mína, sem
ekki breyttist við úrslitin, að Gleði-
bankinn væri enginn eftirbátur
þeirra söngva, sem ofar lentu í
metorðastiganum.
í sögum þeim og bókum, er ég
nam í æsku, var víða gefíð í skyn,
að Spánveijar væru með varhuga-
verðari mönnum, bæði hrokafullir
og harðráðir og ekki lausir við
prettvísi. Sömuleiðis voru Hollend-
ingar ræmdir að mörgu misjöfnu,
eins og því að nota rauðhærða
stráka i beitu fyrir físk á íslands-
miðum. Samt voru það fulltrúar
þessara þjóða, sem björguðu íslandi
frá algjöru hnini í þetta sinn, og
reyndust næmari fyrir okkar smekk
en næstu frændur og nágrannar.
Ef við hefðum ekki fengið þessi 11
atkvæði — nærri sex sinnum fleiri
en frá samanlögðum Norðurlöndun-
um — hefðum við marið þriðja
neðsta sæti á undan ísrael og Kýp-
urbúum, eyjarskeggjunum á hinum
enda álfunnar, en það er önnur
saga.
Mér varð því að orði við ferðafé-
lagana, að úrslitin væru til þess
eins fallin að sýna sem satt væri,
að þessar gömlu kreddur um Spán-
veija og Hollendinga væru ekki
annað en ómerkilegur áróður, sem
Englendingar og Danir hefðu verið
að mata okkur á allar götur frá
dögum Elísabetar drottningar og
Filippusar Spánarkonungs, um
keppinauta sína á heimshöfunum.
Þegar við komum heim úr ferð-
inni sex dögum síðar var víman svo
rækilega runnin af landanum, að
líkast var sem söngvakeppnin hefði
aldrei verið haldin. Enginn minntist
á Gleðibankann, enginn á úrslitin,
hvað þá að ég yrði var við nokkum
virðingarvott í garð Spánveija, einu
þjóðarinnar, sem setti okkur ofar
við miðju á sinni stigatöflu. Ég
ákvað hins vegar með sjálfum mér
að launa Spánveijum drengskapinn
með því að halda með landsliði
þeirra í heimsmeistarakeppninni í
knattspymu, sem þá fór í hönd, og
gerði það óstinnt. Þessi ákvörðun
var raunar mjög auðveld, því að
spánska liðið var eitt hið frækileg-
asta í allri keppninni og hafði alla
burði til að storka sigri Argentínu-
manna. Ég gladdist af hjarta, þegar
þeir sýndu hvað þeir gátu í opnum
leik og burstuðu skóna af frændum
okkar Dönum, og jöfnunarmarkið
gegn Belgum var ekki síður eftir-
minnilegt. Því miður endaði ferillinn
með því marki, og sú trú verður
að nægja, að Spánveijar hefðu náð
alla leið, ef lykilmenn þeirra í vöm-
inni hefðu enn staðið ómeiddir.
Það var svo ekki fyrr en alllöngu
síðar að ég áttaði mig á því, að
fleira gæti legið að baki atkvæðum
Hjörtur Torfason
Spánveija og Hollendinga en lagvís-
in ein.
Eins og menn muna var skammt
um liðið síðan forseti okkar gerði
opinbera heimsókn til þessara
þjóða, nánar tiltekið rúmir sjö mán-
uðir. Henni var þar tekið með
kostum og kynjum, af háum sem
lágum, og þessi fyrsta opinbera
heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til
landanna tveggja varð að mikilli
sigurför, eftir því sem orðið getur
um slíkar ferðir. Sú spuming hlýtur
því að verða áleitin, hvort forseti
okkar hafí ef til vill átt einhvem
hlut í atkvæðum Gleðibankans, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft.
Spumingu sem þessari er ekki
unnt að svara, en hún á rétt á sér
eigi að síður. Ekki er ég að vekja
athygli á henni til að kasta rýrð á
höfund Gleðibankans eða þá ágætu
listamenn og fagmenn, sem stóðu
að þátttöku íslands í keppninni í
fyrra, né heldur til að leiða ein-
hveijum annarlegum getum um
árangur okkar nú. Hins vegar má
hún gjaman minna á það, að fyrir-
höfn þeirri og fjármunum, sem varið
er til samskipta við aðrar þjóðir á
opinberum vettvangi, er ekki endi-
lega á glæ kastað, þótt hin
mælanlegu áhrif láti oft á sér
standa. Þennan sannleika má efa-
laust færa heim á Evrópukeppnina
sjálfa, þannig að hún skili okkur
fleim en atkvæðunum einum þegar
allt er talið. Og með það í huga vil
ég eins og aðrir landsmenn óska
keppendum okkar í Brussel allra
heilla.
Höfundur er hæst&réttarlögmað-
ur.