Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Það sem Þjóðar- átakið gerði... eftir G. Snorra Ingimarsson Dagana 12. og 13. apríl 1986 sameinaðist þjóðin undir kjörorð- inu Þjóðarátak gegn krabba- meini — þín vegna. Pjölmargir einstaklingar og félagasamtök lögðu fram óeigingjama vinnu við undirbúning og framkvæmd þess. Undirtektir landsmanna voru stórkostiegar og um 27 milljónir króna söfnuðust. Söfnunarféð vildi Krabba- meinsfélagið nota til að efla stuðning við krabbameinssjúkl- inga og fjölskyldur þeirra. í öðru lagi var fyrirhugað að auka stuðning og bæta aðstöðu til krabbameinsrannsókna á íslandi. í þriðja lagi vildi Krabbameins- félagið beita sér fyrir auknu leitarstarfí. Aformin eru góð en hvað mið- ar framkvæmdum? Margir sjúkl- ingar vilja dvelja heima sem lengst. Því hófst undirbúningur nýrrar þjónustu félagsins síðla árs 1986 en hún felur í sér ráð- gjöf, fræðslu og stuðning við krabbameinssjúklinga og að- standendur þeirra. Þessi þjónusta hefur hlotið nafnið Heimahlynn- ing. Tveir hjúkrunarfræðingar, Bryndís Konráðsdóttir og Hjördís Jóhannsdóttir, sinna Heima- hlynningunni í samvinnu við sjúkrastofnanir og heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Einnig hafa þær hóp sérfræðinga úr heil- brigðisstéttum, presta og að ógleymdum félögum úr samhjálp- arsamtökum fyrrverandi sjúkl- inga. Þjónusta Heimahlynningar er ókeypis en kostuð af Þjóðará- taki 1986. í apríl 1986 auglýsti Krabba- meinsfélagið símatíma fyrir almenning. Boðið var upp á upp- lýsingar og ráðgjöf varðandi krabbamein. Þörfín fyrir þessa þjónustu virtist mikil. Krabba- meinsfélagið ákvað því í kjölfar þjóðarátaksins að koma á fót þjónustu sem þessari áfram. Sömu hjúkrunarfræðingar og sinna Heimahlynningu félagsins munu fyrst um sinn annast þessa Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustu. Sími Heimahlynningar og Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustunnar er 91-21122 og er öllum velkomið að leita þangað alla virka daga kl. 9—12 f.h. Áhugi á að efla krabbameins- rannsóknir hefur lengi ríkt innan Krabbameinsfélagsins en rann- sóknir gefa fyrirheit um aukna þekkingu sem nýta má til að vinna á sjúkdóminum. Við Þjóð- arátakið var unnt að gera að veruleika fyrirætlanir félagsins um að koma á fót fullkominni G. Snorri Ingimarsson „Þjóðarátakið mun því tryggja að skipuleg leit að bijóstakrabbameini með röntgen-greiningu hefjist nú í haust. Við- bótar tækjabúnaður hefur verið pantaður. Gerð hefur verið fram- kvæmdaáætlun sem miðar að því að allar konur á skoðunaraldri eigi kost á þessari rann- sókn á næstu tveimur árum.“ / ' x.t'jt' \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.