Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 16

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Það sem Þjóðar- átakið gerði... eftir G. Snorra Ingimarsson Dagana 12. og 13. apríl 1986 sameinaðist þjóðin undir kjörorð- inu Þjóðarátak gegn krabba- meini — þín vegna. Pjölmargir einstaklingar og félagasamtök lögðu fram óeigingjama vinnu við undirbúning og framkvæmd þess. Undirtektir landsmanna voru stórkostiegar og um 27 milljónir króna söfnuðust. Söfnunarféð vildi Krabba- meinsfélagið nota til að efla stuðning við krabbameinssjúkl- inga og fjölskyldur þeirra. í öðru lagi var fyrirhugað að auka stuðning og bæta aðstöðu til krabbameinsrannsókna á íslandi. í þriðja lagi vildi Krabbameins- félagið beita sér fyrir auknu leitarstarfí. Aformin eru góð en hvað mið- ar framkvæmdum? Margir sjúkl- ingar vilja dvelja heima sem lengst. Því hófst undirbúningur nýrrar þjónustu félagsins síðla árs 1986 en hún felur í sér ráð- gjöf, fræðslu og stuðning við krabbameinssjúklinga og að- standendur þeirra. Þessi þjónusta hefur hlotið nafnið Heimahlynn- ing. Tveir hjúkrunarfræðingar, Bryndís Konráðsdóttir og Hjördís Jóhannsdóttir, sinna Heima- hlynningunni í samvinnu við sjúkrastofnanir og heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Einnig hafa þær hóp sérfræðinga úr heil- brigðisstéttum, presta og að ógleymdum félögum úr samhjálp- arsamtökum fyrrverandi sjúkl- inga. Þjónusta Heimahlynningar er ókeypis en kostuð af Þjóðará- taki 1986. í apríl 1986 auglýsti Krabba- meinsfélagið símatíma fyrir almenning. Boðið var upp á upp- lýsingar og ráðgjöf varðandi krabbamein. Þörfín fyrir þessa þjónustu virtist mikil. Krabba- meinsfélagið ákvað því í kjölfar þjóðarátaksins að koma á fót þjónustu sem þessari áfram. Sömu hjúkrunarfræðingar og sinna Heimahlynningu félagsins munu fyrst um sinn annast þessa Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustu. Sími Heimahlynningar og Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustunnar er 91-21122 og er öllum velkomið að leita þangað alla virka daga kl. 9—12 f.h. Áhugi á að efla krabbameins- rannsóknir hefur lengi ríkt innan Krabbameinsfélagsins en rann- sóknir gefa fyrirheit um aukna þekkingu sem nýta má til að vinna á sjúkdóminum. Við Þjóð- arátakið var unnt að gera að veruleika fyrirætlanir félagsins um að koma á fót fullkominni G. Snorri Ingimarsson „Þjóðarátakið mun því tryggja að skipuleg leit að bijóstakrabbameini með röntgen-greiningu hefjist nú í haust. Við- bótar tækjabúnaður hefur verið pantaður. Gerð hefur verið fram- kvæmdaáætlun sem miðar að því að allar konur á skoðunaraldri eigi kost á þessari rann- sókn á næstu tveimur árum.“ / ' x.t'jt' \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 103. tölublað (09.05.1987)
https://timarit.is/issue/121172

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

103. tölublað (09.05.1987)

Actions: