Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 47

Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 47
47 MÖRGÚNBLAÐIÐ, LÁÚGARDAGUR 9. MAÍ ÍSá1? Afmæli: Jenný Lovísa Einars dóttir — 75 ára Fermingarbörn í Selfoss- kirkju á morgun, sunnudag 10. maí í dag, 9. maí, er heiðurskonan Jenný Lovísa Einarsdóttir, amma okkar, 75 ára. Það þykir okkur með ólíkindum, því í þau 25 ár sem við munum hana hefur hún ekkert breyst. Kannski eru gráu hárin ör- lítið fleiri og lundin mildari, en það er bara til að gera hana ennþá meira sjarmerandi og sætari í okkar huga. Amma hefur að mestu unnið sitt ævistarf inni á heimilinu, enda haft yfrið nóg að starfa þar. Ung giftist hún fyrri manni sínum, Einari Hauki, og átti með honum 4 böm. Þau eru Jóna Margrét, sem dó mjög ung, Anna Margrét, Einarína Sig- urveig og Haukur. Þegar Einar Haukur dó stóð amma uppi með 3 böm. En fljótlega kynntist hún afa heitnum, Arna Þorsteinssyni, sem svo varð seinni maður hennar. Þau eignuðust sjö böm. Þau eru tvíbur- amir Guðný Helga og Þorbjörg Ágústa — Þorbjörg dó 17 ára göm- ul, Inga Eygló, Þorsteinn, Brynja, Guðrún og Ámi. Heimili ömmu var alltaf stórt og þætti mörgum nóg að hafa þó ekki væri nema helminginn af því sem hún hafði á sinni könnu, því þótt fjölskyldan væri stór var eins og alltaf væri nóg pláss og endalaust hægt að metta munna. Á heimili ömmu og afa dvaldi lengst af mamma ömmu, Anna Soffía. í þá daga þótti eðlilegt og sjálfsagt að reyna svo lengi sem hægt var að hafa gamla fólkið heima. Okkur systrum hefur skilist að þá hafí ekki verið spurt hve mörg herbergi væru í húsi — heldur hve margir kæmust fyrir í hveiju herbergi. Brauðstritið var að sjálfsögðu í fyr- irrúmi á svo stóru heimili en stundum var brugðið á leik. Mömmu er minnisstætt er amma dansaði charleston eftir óskalögum sjúkl- inga eða gæsahúðin sem hún fékk er söngur M.A.-kvartettsins hljóm- aði í útvarpinu. Þegar heimilið minnkaði dreif amma sig út á vinnumarkaðinn. Hún hefur stundað ýmis þau störf sem nauðsynleg eru en illa launuð í þjóðfélagi þar sem kvennastörf eru lítils metin. Enn þann dag í dag er hún vel liðtæk og við sem héldum að 75 ár væru hár aldur. Hneigjum okkur fyrir henni í virðingu og þökk. Megi henni auðnast mörg ár enn. Systumar í Laugargerðisskóla Kl. 10.30 Aron Jóhannsson, Lágengi 19. Birgir Öm Arnarson, Lágengi 9. Dagbjartur Jónsson, Lágengi 2. Guðmann Már Guðmannsson, Álftarima 8. Guðmundur Jón Skúlason, Vallholti 36. Hafsteinn Már Magnússon, Álftarima 20. Inga Fríða Tryggvadóttir, Birkivöllum 9. Kjartan Vilhjálmsson, Hjarðarholti 9. Ragnheiður Gísladóttir, Stekkholti 18. Rúnar Þór Sævarsson, Skólavöllum 3. Steinunn Björk Siguijónsdóttir, Kirkjuvegi 37. Þórunn Borg Ólafsdóttir, Miðengi 18. Kl. 14 Ágúst Þór Jónsson, Réttarholti 2. Amheiður Þorvaldsdóttir, Lágengi 30. Ástrós Guðmundsdóttir, Lambhaga 46. Erlingur Reyr Klemenzson, Birkivöllum 23. Esther Björg Thaagaard, Engjavegi 2. Friðbert Guðmundur Gunnarsson, Engjavegi 32. Halldóra Erlensdóttir, Sigtúnum 36. Hekla Gunnarsdóttir, Lambhaga 8. Helga Þórkelsdóttir, Eyrarvegi 5. Hjalti Þorvarðarson, Laufhaga 13. Jón Heimir Tómasson, Tryggvagötu 24. Karl Reynir Einarsson, Fossheiði 16. Lovísa Vilhelmína Guðmundsdóttir, Smáratúni 2. Sólveig Amdís Hilmarsdóttir, Tryggvagötu 15b. Sólveig Pétursdóttir, Lambhaga 34. Sæunn Ósk Kristinsdóttir, Þórustöðum 2. ..!J TÓNKVÍSLAVOG WSSk i ■ œ» Sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð. Innritun hafin í sumarbúðir í Vindáshlíð INNRITUN er hafin í sumarbúð- ir KFUK í Vindáshlíð. KFUK hefur nú í tæp 40 ár rekið sumar- búðir í Vindáshlfð í Kjós. Þangað er u.þ.b. klukkustundar akstur frá Reykjavík. í sumar er boðið upp á sjö flokka fyrir telpur á aldrinum 9-12 ára og tvo fyrir stúlkur 11-13 ára og 13-16 ára. Hver flokkur dvelur á staðnum í viku. Innritun fer fram á skrif- stofu KFUM og K, Amtmannsstíg 2b. Eftir margra ára rannsóknir hefur okkur tekist að framleiða tölvuvog sem byggir á sama eðlislögmáli og tónkvísl. Það að nota tónkvísl í þyngdarmælingu er ekki minni bylting en það var á sýnum tíma að nota Quartz í tímamælingu. Kaffisala Heimeyjar kvenna KVENFÉLAGIÐ Heimaey held- ur sína árlegu kaffisölu sunnu- daginn 10. maí að Hótel Sögu Súlnasal og hefst hún kl. 14.00. Kvenfélagið Heimaey er líknarfé- lag sem um árabil hefur styrkt ýmis málefni í sinni heimabyggð og víðar, má þar nefna Hraun- búðir, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Kvennaathvarfíð og einstaklinga sem átt hafa um sárt að binda. Allur ágóði af kaffisölunni renn- ur til líknarmála. Sérstakir heiðursgestir eru aldr- aðir Vestmannaeyingar. £vibb* tnnkvíslavonir hafa marga kosti umfram aörar vogir og má t.d. nefna: Mun nákvæmari og ódýrari. Plasl.os lil/ KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900®' íburdur og þœgindi í litlum bíl. Skutlan frá LANCIA kostar frá aðeins 281 þúsund krónum! * Bíllinn fyrir okkur. BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, SlMÍ 68 12 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.