Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 < AF ERLENDUM VETTVAWGi Frá Valletta, höfðuðborg Möltu. Halda sósíalistar völdun- um með aðstoð Gaddafis? Mikilvægar þingkosningar a Möltu; ALMENNAR þingkosningar verða í dag, laugardaginn 9. maí, á Möltu, hinni hernaðarlega mikilvægu ey í Miðjarðarhafi. Ef hægri- menn bera sigur úr býtum eins og ætla má af skoðanakönnunum hefur Gaddafi Líbýuleiðtogi þar með misst eitt af sínum síðustu bandalagsríkjum. Sósíalíski verkamannaflokkurinn, sem haldið hefur völdunum með alls kyns bolabrögðum, t.d. með því að breyta kjördæmaskipaninni sér í hag, virðist þó ekki vera á þeim buxunum að fara frá, hveijar sem niðurstöður kosninganna verða. Isíðustu kosningum fékk Þjóð- emissinnaflokkurinn (PN), sem er hlynntur vestrænum rílq'um, 51% atkvæða en með að því skil- greina kjördæmamörkin á nýjan hátt gat Sósíalíski verkamanna- flokkurinn (MLP) hagað því svo, að hann fékk 34 þingmenn af 65. í skoðanakönnunum að undan- fömu hefur PN fexigið 52-55% atkvæða og að þessu sinni á sá flokkur að mynda stjóm, sem flest fær atkvæðin. Náðist um það samkomulag milli flokkanna í við- ræðum, sem staðið hafa í fjögur ár, en MLP fékk komið þeirri klausu inn í staðinn, að vefengja mætti kosningaúrslitin ef einhver dæmi væra um „erlenda íhlutun". Þeir, sem fylgst hafa með stjómmálum á Möltu, telja ekki ólíklegt, að MLP muni reyna að kynda undir múgæsingu meðal stuðningsmanna sinna til að koma í veg fyrir eðlileg stjómarskipti eða biðja Líbýumenn að koma sér til hjálpar með tilvísan til klau- sunnar fyrmefndu og samnings milli ríkjanna um gagnkvæma aðstoð. Eddie Fenech Adami, leiðtogi PN, sagði 15. mars sl., að flokkur hans væri „við öllu búinn“ og aðeins fimm dögum síðar var sko- tið á hann í þorpinu Zabbar. Adami slapp þó ómeiddur en einn stuðningsmanna hans særðist. I desember sl. skaut ókunnur mað- ur einn flokksmanna PN til bana og í nóvember barðist stór hópur stuðningsmanna PN við samein- aðan liðsafla stuðningsmanna MLP og lögreglunnar, sem reyndu að'koma í veg fyrir, að þeir fyrr- nefndu gætu haldið útifund. Hafði PN þó áður fengið dómsúrskurð fyrir fundinum. Karmenu Mifsud Bonnici, for- sætisráðherra og yfirlýstur marxisti, kunnur undir viðumefn- inu „dr. Zero", hefur lagt áherslu á „rétt“ verkamanna til að fara Bonnici, fofsætisráðherra og leiðtogi sósíalista. með völdin og sagt, að þjóni það hagsmunum öreiganna, geti hann skipað þeim að bijóta lögin. I nóvember 1983, þegar hann var aðstoðarforsætisráðherra og yfirmaður öryggismála, skipaði hann her og lögreglu að ráðast inn í aðalstöðvar PN „til að leita að þráðlausum símum", sem þá vora bannaðir, og í september ári síðar hvatti Bonnici vopnaðan múg til að ráðast á skrifstofur erkibiskupsins og kirkjunnar, sem þá átti í útistöðum við stjómvöld. Fréttaskýrendur telja, að Bonnici, sem er ákafur hatursmaður vest- rænna ríkja, hafi þrefalda áætlun í huga til að halda völdunum. í fyrsta lagi gætu sósíalistar reynt að hindra stuðningsmenn PN í að kjósa; í öðra lagi rænt völdunum með aðstoð lögreglunn- ar, sem Norður-Kóreumenn hafa þjálfað, og, ef allt um þrýtur, kallað á Gaddafi eins og fyrr segir. Stuðningsmenn sósíalista hafa verið hvattir til að kjósa snemma svo þeir „verði til taks“ síðar um daginn og um kvöldið. Það getur t.d. þýtt, að hópur sósíalista meini stuðningsmönnum PN aðgang að kjörstöðum eins og kom víða fyrir í kosningunum 1981 og nú eins þá er líklegt, að útvalið hjúkrana- rfólk á snæram sósíalista sjái um framkvæmd kosninganna á elli- heimilum og sjúkrahúsum. í síðustu kosningum tilkynnti ríkissjónvarpið, að sósíalistar hefðu borið sigur úr býtum áður en skýrt hafði verið frá fyrstu tölum og vegna þess hefur PN skorað á fylgismenn sína að halda til úti á götum og torgum þar til talningu er lokið. Það er þó hæg- ara sagt en gert því að hún getur tekið marga daga. Kjósendur ráða sjálfír röð frambjóðenda og því þarf í raun að telja 15-20 sinnum í hverju kjördæmi. Sósíalistar hafa tvo þriðju full- trúa í landskjörstjórn en auk þess að sjá um kosningaframkvæmd- ina getur hún ráðið því hvemig talningu er hagað og hvenær skýrt er frá úrslitunum til að þóknast stjómarflokknum. Leið- togar MLP hafa því tíma til að átta sig á hvert stefnir og til að grípa til áðumefndra bragða í því skyni að halda völdunum. Lögreglan er að sjálfsögðu und- ir stjóm sósíalista og almennt litið á hana sem hveija aðra flokks- deild. Hefur hún verið sökuð um að pynta fanga og lögreglumenn slást jafnan í lið með sósíalistum þegar þeir gera aðsúg að stuðn- ingsmönnum PN. Kunnugir menn benda þó á, að innan öryggislög- reglunnar séu margir stuðnings- menn PN, oftast á laun, og því ekki víst, að þeir hlýddu yfirboður- um sínum ef þeim væri skipað að taka þátt í valdaráni. Mesta hætt- an stafar af Líbýumönnum, sem hafa komið sínum dyggu þjónum fyrir innan MLP og á ýmsum svið- um þjóðlífsins, í atvinnulífínu og ríkisfjölmiðlunum. Gaddafi á mikið undir því kom- ið, að sósíalistar fari áfram með völdin á Möltu, ekki síst eftir smánarlegan ósigur líbýska hers- ins í Chad. Möltustjóm er nú orðið næstum eini bandamaður Gaddaf- is og því ekki ósennilegt, að hann muni gera hvað hann getur til að tryggja hana í sessi án tillits til vilja meirihluta kjósenda. ELDHÚSKRÓKURINN Sparitertur^, Súkkulaðiperuterta Tertubotnar: 3 eggjarauður, 2 matsk. volgt vatn, 125 g sykur, 1 bréf vanillusykur, 100 g hveiti, 100 g maizenamjöl, 3 tesk. lyftiduft, 4 matsk. dökkt kakó, 3 eggjahvítur, 50 g sykur. Þeytið saman eggjarauður, vatn, sykur (125 g) og vanillusyk- ur þar til létt og freyðandi. Blandið saman í skál hveiti, maiz- ena, kakói og lyftidufti. Stífþeytið eggjahvítumar og bætið svo smátt og smátt 50 g af sykri út í. Hrærið stöðugt í. Massinn á að vera mjög stífur. Látið eggja- hvítumassann yfir eggjakremið og sigtið mjölið yfir. Blandið var- lega saman með gaffli. Sett í form, um 22 sm í þver- mál. Notið bökunarpappír. Bakist í 200 gráðu heitum ofni í 25 til 30 mínútur. Látið kökuna kólna Heit terta með aspas Botninn: 250 g hveiti, 1 egg, 1 dl kalt vatn, 100 g smjör eða smjörlíki, salt, múskat. Fylling: Hálfdós af hvítum og hálfdós af grænum aspasstilkum, 2 litlir laukar, 250 g rækjur, 75 g rifinn óðalsostur, 3 egg, 1 box (300 g) sýrður ijómi, pipar. Deigið: Hnoðið saman mjúkt deig og geymið á köldum stað í 1-2 klst. Síðan sett í form (26 sm í þvermál) með lausum botni og klætt með bökunarpappír. Eða notað eldfast form, ef þið eigið. Fletjið út deigið og látið í botninn á forminu. Bakið botninn í 15 til 20 mínút- vel áður en hún er tekin úr form- inu og klofin í tvennt. Fylling: 75 g sykur, 2 tesk. vanillusykur, 4 eggjarauður, */« lítri ijómi, heildós af hálfum peram, 200 g hjúpsúkkulaði. Blandið saman sykri og vanillu. Hrærið rauðumar léttar og freyð- andi, bætið sykrinum smátt og smátt út í. Kremið á að vera eins og þykkur hvítur massi. Þeytið ijómann og blandið honum út í eggjamassann. Helmingi kremsins smurt á neðri tertubotninn. Látið renna af peranum og jafnið þeim yfir og síðan afgangnum af kreminu. Hinn botninn látinn ofan á. Bræðið hjúpsúkkulaði í skál ofan í potti með sjóðandi vatni. Smyijið yfir kökuna, sprautið 8 ijómatoppum allt í kring og skrey- tið með marsipanblöðum. ur í 200 gráðu heitum ofni. Takið út og látið kólna meðan þið út- búið fyllinguna. Látið renna vel af aspasinum. Afhýðið laukana og saxið smátt. Hrærið saman sýrða ijómanum og eggjunum og piprið. Helmingn- um af ostinum og lauknum dreift yfír deigbotninn, aspasinn lagður ofan á, en geymið eins og 6 græna stilka til að láta síðast. Þá koma rækjurnar og eggjamassinn þar ofan á. Skreytt með aspas (sjá mynd) og loks er afgangnum af ostinum stráð yfir. Bakið tertuna í 30 til 35 mínút- ur til viðbótar við um 200 gráðu hita. 4jarðarberja- marengstertur, eða ein stór terta Frábært sem eftirréttur 3 eggjahvítur, aðeins salt, 150 g sykur, 1 tesk. sítrónusafi, 250 g fersk jarðarber, l/i lítri ijómi, 1 pk. vanillusykur, 1 matsk. hakkaðar grænmöndlur (pistachio, fást oft t.d. í SS, Glæsibæ). Stífþeytið eggjahvítur og salt. 100 g af sykri bætast svo í smátt og smátt. Síðan sítrónusafinn og sykurinn með hraði. Sett í sprautupoka. Látið bökunarpappír á bökun- arplötu, eða í tertuform eigi þetta að vera ein stór terta. Sprautið annars 4 botna (um 8-9 sm í þver- mál), í kantinn sprautast rósadúll- ur allt í kring (sjá mynd). Botnarnir þurrkast í 80 gráðu heitum ofni í að minnsta kosti tvo tíma. Berin skoluð, þerrað og skorin í sneiðar. Rjóminn stífþeyttur með vanillusykri. Rjómi settur á hvern marengsbotn, jarðarber ofan á og ijómatoppur í miðju, skreytt með söxuðum pistachio. Algjört lostæti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.