Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
„ ALLt i Lagi, eg sagbl paE jce, ab
rr\\g vamkojbc mann sam
Kynni ab hota. hauslnn. "
ást er...
... aö geta kallaÖ
hvort annaÖ elskuna
sína
TM Rag. U.S. Pll OH -íH riflhts rcservcd
• 1M3 Los Angttes Thms Syndicate
Því má þó ekki gleyma að
rigning var það sem vant-
aði___
HÖGNI HREKKVlSI
„Fóstrur hafa stór-
lega dregist afturúr“
Til Velvakanda.
Við fóstrur fengum heldur kaldar
kveðjur frá borgarstjóranum okkar
föstudaginn 1. maí. I viðtali við fjöl-
miðla heldur hann því fram að það
sé öfgahópur innan fóstra sem ráði
ferðinni. Hann gekk jafnvel svo
langt að kenna einni tiltekinni
manneskju þar um. Þetta er alfarið
rangt hjá hæstvirtum borgarstjóra.
Þama er hann að reyna að koma
flokkspólitík inn í hug hins almenna
borgara og koma kjarabaráttu okk-
ar niður á pólitískt þrætuplan.
Sú ákvörðun að halda fast við
okkar kröfur var gerð með leyni-
legri skoðanakönnun, eftir að
samningstilboð hafði verið kynnt
og málin rædd í okkar hópi. Einung-
is þær sem höfðu sagt upp störfum
hjá Reykjavíkurborg máttu taka
þátt í skoðanakönnun þessari.
Borgarstjórinn hefur fært
kvennastéttum í borginni tveggja
launaflokka hækkun á silfurfati, en
ekki hlustaði hann á sérkröfur okk-
ar fóstra, hélt að það væri hægt
að stinga snuði upp í fóstrur. Fóstr-
um er boðinn launaflokkur 233 og
síðan að flýta launaflokkahækkun
þeirri sem allir í BSRB munu fá
og fara þannig strax í launaflokk
234, byijunarlaun 37.316 kr. En
þegar aðrir innan BSRB fá sína
launaflokkahækkun þá munum við
standa í stað.
Sannleikurinn í kjarabaráttu
okkar fóstra er sá að við höfum
stórlega dregist aftur úr sambæri-
legum stéttum, þroskaþjálfum og
hjúkrunarfræðingum frá Hjúkrun-
arskóla íslands. Almennur þroska-
þjálfi er nú í launaflokki 234, en
að auki hafa þær deildarþroska-
þjálfastöðu sem er einum launa-
flokki hærri. Við fáum ekki
deildarfóstrunafnið inn og fleiri
sérkröfum er alfarið hafnað eða
gefin mjög óviðunandi loforð um
að skoða málið.
Að endingu viljum við beina orð-
um okkar til fóstrunema sem nú
eru á síðasta ári í Fósturskóla Is-
lands að þeir hugsi vel sinn gang
áður en þeir ráði sig hjá Reykjavík-
urborg við núverandi ástand.
Og foreldrar. Telja þeir uppeldis-
og kennslustarf okkar fóstra hafi
jákvæð og þroskavænleg áhrif á
uppeldi bama sinna? Eða óska þeir
einungis eftir einhverri bamapöss-
unarlausn?
Vonandi finnst viðunandi lausn
. hið bráðasta.
Margrét Þórarinsdóttir,
Anna Bára Pétursdóttir,
Guðrún Samúelsdóttir,
Ingigerður Heiðarsdóttir,
Álfhildur Erlendsdóttir,
Selma Ó. Kristiansen,
Sólveig Ásgeirsdóttir,
Anna Sigurðardóttir,
Edda Gunnarsdóttir,
Þuríður Pálsdóttir,
Anna Helga Hilmarsdóttir,
Jónína Jóhannsdóttir,
Lena Hreinsdóttir,
Jóhanna Björk Jónsdóttir,
Kristbjörg Lóa Árnadóttir.
Skert námslán
TU Velvakanda
Mig langar til að vekja at-
hygli á greininni Neyð í New
York sem byrtist í Morgunblað-
inu þriðjudaginn 28. apríl. Hún
segir á nokkuð hlutlausan hátt
frá kjöram námsmanna í New
York eftir skerðingu Sverris
Hermannssonar á námslánum.
Þar kemur fram að námsmenn
geta engan veginn lifað á náms-
lánum og margir hafa hrökklast
heim úr námi vegna fjárskorts.
Samkvæmt könnun sem gerð
var fá 96 prósent námsmanna
aðstoð að heiman eða vinna með
skólanum, þá oftast í ólöglegri
vinnu. Þetta er ljótt ef satt er.
Ég hvet næstu ríkisstjóm að
láta eitt af sínum fyrstu verkum
verða að afnema skerðingu
menntamálaráðherra á náms-
lánum svo Iánasjóðurinn geti
aftur gengt hlutverki sínu um
jafnrétti til náms. Líka að öllu
hringli með sjóðinn verði hætt
svo námsmenn geti nú farið að
snúa sér aftur að náminu af
fullum krafti.
Móðir
Víkverji skrifar
Menn hafa löngum undrast
gróskuna í myndlistarheim-
inum hér á landi. Og ekkert lát
virðist ætlað að verða þar á. í dag
taka til að mynda tveir nýir sýning-
arsalir til starfa í Reykjavík.
Annars vegar er Gallerí Borg að
opna sýningasal í nýja Pennahús-
inu í Austurstræti og hins vegar
Félag ísl. myndlistarmanna að
opna sýningarsal í Garðastræti.
Virðast FÍM-menn ætla honum að
taka við hlutverki gamla Lista-
mannaskálans sem í eina tíð stóð
við hlið Alþingishússins.
Þeir FÍM menn virðast vera með
talsvert metnaðarfullar hugmyndir
um starfsemi nýja sýningarsalar-
ins. Sýningarsalurinn verður
leigður út gegn föstu gjaldi en hins
vegar mun sérstök sýningamefnd
starfa á vegum félagsins og hafa
úrskurðarvald um það hveijir fá
að sýna í salnum. Á þann hátt á
í því að vera fólgin viss viðurkenn-
ing, t.d. fyrir unga myndlistar-
menn, að hljóta náð fyrir augum
sýningamefiidar FIM.
Sýningamefndinni verður áreið-
anlega nokkur vandi á höndum og
má reikna með að störf hennar
muni þykja umdeild. Víkveiji
heyrði á dögunum á tal tveggja
myndlistarmanna um rekstrarfyr-
irkomulag nýja salarins. Annar var
einn af forystumönnum FÍM og í
hópi efnilegri myndlistarmanna
okkar en hinn gamalreyndur list-
málari, sem tekið hafði þátt í
rekstri Listamannaskálans á sínum
tíma. Yngri maðurinn var að lýsa
því að stjóm sýningarsalar FÍM
yrði skipuð fimm og síðar jafnvel
þremur mönnum. Hinn eldri átti
hins vegar það heilræði best handa
félaga sínum að fela einum manni
alræðisvald yfír rekstrinum — það
hefði verið sá lærdómur sem menn
hefðu dregið af rekstri Lista-
mannaskálans á sínum tíma. -
Listin þolir illa of mikið lýðræði,
sagði maðurinn með reynsluna.
Það getur því orðið fróðlegt að
sjá hvaða stefnu sýningarhald FIM
tekur þegar á líður því að reynslan
sýnir að listamönnum er einatt lag-
ið að fínna sér til ágreiningsefni.
Sýningarsalur FIM er þó engu að
síður kærkomin viðbót í myndlist-
arlífínu.
XXX
Af því minnst var á Pennann
hér á undan, þá fer ekki hjá
því að menn undrist stórhug for-
ráðamanna þess fyrirtækis. Þeir
hafa nú flutt verslun Pennans úr
. Hafnarstræti á þijár hæðir að
Austurstræti 10 þar sem Torgið
var áður og þar era á boðstólum
flest þau aðföng sem þarf til skrif-
stofuhalds auk deildar sem á að
sinna þörfum myndlistarmanna í
víðasta skilningi - bæði listmálur-
um og arkitektum. Á sama tíma
er Penninn að koma sér upp miklu
verslunarrými í Kringlunni, nýju
verslunarsamstæðunni í nýja mið-
bænum. Víkveiji hefur því spurt
sig þeirrar spumingar — hvenær
er fyrirtæki komið í samkeppni við
sjálft sig?
XXX
Víkveiji þessa stundina er í
hópi þeirra sem fínnst maí-
mánuður besti mánuður ársins.
Dagamir verða lengri, jörðin skipt-
ir um lit og farfuglamir birtast
einn af öðram. Ekkert er yndis-
legra en tær og bjartur vormorgun,
þegar kyrrðin er einungis rofín af
söng mófuglana — lóunnar og spó-
ans.
Að vísu ber nokkum skugga á
vorkomuna hjá Víkveija að þessu
sinni. Starrahjón nokkur hafa gert
ítrekaðar tilraunir til að hefja
hreiðurgerð á svölum hans — en
þeim tilburðum verið mætt af fullri
hörku því hreiðram þessa fugls
fylgir starralúsin alræmda sem
hvergi er aufúsugestur. En starr-
inn hefur ekki látið þar við sitja
heldur hefur Víkveiji komist að
því að söngur mófuglana sem hann
hélt vera spóa og lóu og barst inn
um svefnherbergisgluggann í
morgunkyrrðinni, er ekki upprann-
inn hjá þessum mætu vorboðum,
heldur er það starrinn, hermikráka
hin mesta, sem situr á svalahand-
riðinu í morgunskímunni og vellir
eins og spói og dirrindíar eins og
lóan. Þannig hefnir starrinn sín á
þeim er andæfa gegn hreiðurgerð
hans.