Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hægt o g hljótt Síðustu æfingar fyrir söngvakeppni sjónvarpsstöðva voru í gær og þá voru þessar myndir teknar af HöUu Margréti Árnadóttur og Hjálmari H. Ragnarssyni hljómsveitarstjóra. Úrsiitin koma i ljós í kvöld þegar verðlaunalagið verður valið. Sjá á bls. 36 ummæli Valgeirs Guðjónssonar, höfundar „Hægt og hyótt“: „Vildi gjarnan sjá metnaðarfyllri lög í keppninni'* og grein um söngvakeppnina á bls. 48 og 49. Ferðalangar varaðir við veikum leðurblökum EMBÆTTI landlæknis hefur sent frá sér tilkynningu um afbrigði hundaæðis í leðurblökum og er íslenskum ferðalöngum bent á að láta þessi dýr í friði. Landlæknir segir fulla ástæðu til að vara ferðamenn og aðra við þessu og bendir þeim á að fara ekki inn í hella, þar sem leðurblök- ur halda sig gjaman. íslenskir ferðalangar, sem fara í sumarferða- lög með böm um Danmörku, Þýskaland eða önnur nálæg lönd ættu að vara sig á þessu, því veik- ar leðurblökur eru spakar og böm geta því tekið þær upp. Þá er hins vegar hætta á að þær bíti frá sér. Enn sem komið er hefur slíkt bit ekki kostað mannslíf í Danmörku, en í frétt landlæknis segir að í Finn- landi hafi náttúrufræðingur dáið vegna veirusýkingar úr leðurblök- um sem hann var að rannsaka í Mið-Evrópu. Ríkisútvarpið: Afnotagjöld hækka um 68% á árínu Sjónvarpað á fimmtudögum frá og með 1. október Menntamálaráðherra heimil- aði í gær umtalsverða hækkun á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins og útvarpsráð ákvað á fundi sinum að sjónvarpið hefji útsend- ingar á fimmtudögum frá og með 1. október i haust. Afnotagjald fyrir sjónvarp og tvær útvarpsrásir verður frá og með 1. júlí í sumar 2.352 krónur, sem er 40% hækkun frá núverandi af- notagjaldi. 1. október hækkar Ósamið við flugliða FÉLAG flugumferðarstjóra hef- ur boðað verkfall 25. maí næstkomandi og kemur það til framkvæmda klukkan 8 árdegis. Ef til verkfallsins kemur stöðv- ast öll flugumferð í landinu. Viðræður félagsins og viðsemj- enda um nýja kjarasamninga sigldu afnotagjaldið um 20% til viðbótar og verður 2.822 krónur ársfjórð- ungslega. Samtals reiknast þetta vera 68% hækkun afnotagjalda á árinu. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði að áætlað væri að kostnaðaraukn- ing vegna útsendinga á fimmtudög- um væri 40 milljónir króna. Hann sagði að þessi hækkun afnotagjald- anna gjörbreytti aðstöðu Ríkisút- varpsins. Hækkanir undanfarið í strand í síðustu viku og í al- mennri atkvæðagreiðslu í félaginu um síðustu helgi fékk stjóm félags- ins heimild til verkfallsboðunar. Félagar í Félagi flugumferðarstjóra eru um 85 talsins. Flugumferðar- stjórar hafa verið með lausa samninga frá því um áramót. Þá hefur ennþá ekki verið samið við félög flugliða. Samningar við þá hafa verið lausir frá áramótum, en búist er við að dragi til tíðinda í samningamálunum í þessum mán- uði. hefðu ekki fylgt eftir verðbólgunni og verið minni en stofnunin hefði farið fram á. Auglýsingatekjur hefðu minnkað, einkum Rásar 2 og einnig Rásar 1, en þó minna. Aug- lýsingatekjur sjónvarpsins væru svipaðar í krónutölu fyrstu þijá mánuði þessa árs og þær voru á sama tímabili í fyrra, en aprílmán- uður kæmi betur út. „Það er mjög myndarlega á þessu tekið hjá menntamálaráðherra og Ríkisútvarpið er miklu betur í stakk búið til þess að sinna hlutverki sínu nú,“ sagði Pétur. Hann sagði að útlitið hefði verið orðið dökkt, hvað varðaði dagskrána í sumar og næsta vetur og ekki hefði verið sjá- anlegt annað en skerða þyrfti innlent efni, en hækkun aftiota- gjaldanna breytti því. Pétur sagði að afnotagjaldið hefði verið orðið allt of lágt og benti á að sú hefði verið tíðin að afnota- gjald fyrir sjónvarp jafngilti tveimur áskriftum að dagblöðum og afnota- gjald fyrir útvarp hefði jafngilt einni áskrift. Þá hefði sjónvarpsdagskrá- in verið miklu styttri en hún er núna og útvarpsrásin hefði einung- is verið ein. Flugumferðarstjór- ar boða verkfall Hækkun á elli- og örorkulífeyri: Á VEGUM heilbrigðisráðuneyt- isins er nú hafin athugun á leiðum til að lækka lyfjakostnað og auka sparnað í þeim efnum. Er gert ráð fyrir að þeir fjár- munir, sem þannig fengjust, verði notaðir til að vega upp á Hópslys sviðsett í Hveragerði HÓPSLYS verður sviðsett í Hveragerði í dag og munu um 250-300 manns taka þátt í æfing- unui, þar af um 100 fórnarlömb. Sviðsettar verða afleiðingar jarð- skjálfta og er æfing þessi lokaatriði námskeiðs í vettvangsstjórnun, sem Almannavamir ríkisins hafa haldið í þessari viku. Námskeið þetta er hið íjórða í röðinni og taka þátt í því nítján manns af öllu landinu. Þeir eru úr röðum slökkviliðsmanna og lögreglu auk manna úr björgun- arsveitum, sem einnig tengjast starfsemi almannavama. Símamenn samþykkja FÉLAG íslenskra símamanna samþykkti I atkvæðagreiðslu ný- gerðan kjarasamning, sem undirritaður var 21. apríl síðstliðinn. Á kjörskrá voru 918 og greiddu 736 félagsmenn atkvæði. Já, sögðu 653 eða 88,7%, nei sögðu 78 eða 10,5% og fimm seðlar voru auðir. móti auknum útgjöldum vegna hækkunar á elli og örorkulíf- eyri. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær hefur Ragn- hildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra ákveðið að hækka elli- og örorkulífeyri og nemur hækkunin til fólks með fulla tekjutryggingu 2.000 krón- um á mánuði og em þessar bætur nú komnar í tæpar 25 þúsund krónur á mánuði. Heilbrigðisráð- herra sagði í samtaii við Morgun- blaðið í gær að vonir stæðu til, að tillögur um spamað í lyfja- kostnaði myndu vega upp á móti þeim útgjöldum, sem fyrirsjáanleg væru vegna hækkunar elli- og örorkubótanna. KRABBAMEINSFÉLAG íslands hefur gefið út bækling með upp- lýsingum og ráðgjöf um heima- hlynningu krabbameinssjúkl- in^a. I bæklingnum er að flnna síma- númmer sem hringja má í milli kl. 9 og 11 alla virka daga ef leita þarf upplýsinga varðandi krabba- mein. Bent er á að hjúkrunarfræð- ingar félagsins veita sjúklingum og aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning sé þess óskað. Þá eru gefnar upplýsingar um samtök fólks sem hefur fengið krabbamein og starfa innan vé- Engey seldi í Bremerhaven ENGEY RE landaði afla sínum í Bremerhaven á miðvikudag og fimmtudag, alls 303 lestum. Megnið af aflanum var grálúða. Engey fékk alls 14,9 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð var 49.26 krónur. 235 lestir aflans voru grálúða og 48 lestir af karfa. Búizt er við því, að í næstu viku verði ffamboð í Þýzkalandi innan skyn- samlegra marka. Hins vegar óttast menn að mikið framboð í Bret- landi, meðal annars frá Norðmönn- um og Bretum sjálfum kunni að hafa áhrif til lækkunar á markaðs- verðið. banda Krabbameinsfélgsins. Það eru Samhjálp kvenna, samtök kvenna sem fengið hafa bijósta- krabbamein, Stómasamtök íslands, samtök sjúklinga sem gengist hafa undir stómaaðgerð, Ný rödd, sam- tök sjúkiinga sem misst hafa barkakýlið og Samhjálp foreldra, félag foreldra sem eiga böm með illkynja sjúkdóm. Sjá einnig frétt bls. 16 og 17, „Það sem Þjóðarátakið gerði...“ eftir Snorra Ingimarsson lækni og forstjóra Krabbameinsfélags Islands Krabbameinsfélag íslands: Upplýsingabæklingur um heimahlynningn Aukinn sparnaður á að koma á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.