Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 21 Ll Frímerkjasýningar á næsta leiti gömlu bóndarósum, sem ræktaðar höfðu verið fram að þessu í Evr- ópu. Þetta er sú bóndarós sem algengust er og mest er ræktuð í erlendum gróðrarstöðvum nú á dög- um, en þetta er líka sú tegund sem oftast er á markaðnum hjá blóma- verslunum hér á landi. Með fáeinum undantekningum hefur hún reynst hér afar illa vegna þess að hin köjdu sumur sem við búum við hæfa henni • ekki. Fáein afbrigði eru þó til sem blómstra snemma og hafa þau í góðum sumrum reynst allvel. Laukainnflytjendur ættu að hætta innflutningi þessarar tegundar nema á þeim afbrigðum sem vel hafa reynst. Við ræktun bóndarósa þarf að gæta þess vel að velja þeim skjól- góðan, bjartan og hlýjan stað. Jarðvegur þarf að vera vel fram- ræstur. Rætumar þarf að setja það djúpt að 3—4 sm séu niður á efstu brumin. Hæfilegt bil milli plantna er um 75 sm. Besti tími til að gróð- ursetja eða flytja bóndarósir er að haustinu, frá seinni hluta septem- bermánaðar og fram í nóvember, á meðan jörð er þíð. Einnig snemma að vorinu, áður en vöxtur bytjar. Ef flytja þarf gamlar plöntur er best að skipta þeim um leið, og það smátt að 3—5 brum séu á hveijum rótarhluta. Bóndarósir eru venju- lega nokkuð lengi að ná sér eftir flutning, þess vegna er best að hrófla sem minnst við þeim. Umhirða felst í árlegri áburðar- gjöf í apríl að vorinu og aftur að lokinni blómgun í júlí/ágúst, til að örva vöxt og þroska nýrra blómbrama og tryggja þannig blómgun næsta árs. Stöngla þarf að binda upp til stuðnings hinum stóra blómum. Blöð og stöngla má svo skera burt, en þó ekki fyrr en seint að haustinu. Vetrarskýli er óþarft. Kristinn Guðsteinsson Garðyrlq'ufólk! Munið sjónvarps- þáttinn í kvöld kl. 18.00 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Þegar tækifæri hefur gefizt til, hefur verið rætt um frímerkjasýn- ingar í þessum þætti og þá ekki sízt, ef íslenzkir frímerkjasafnarar hafa verið meðal þátttakenda. Nægir þar að nefna STOCK- HOLMIU 86, en frá henni var greint allrækilega á liðnu hausti. Ekki er sízt úr vegi að vekja at- hygli á þátttöku íslendinga, þegar um er að ræða alþjóðasýningar undir vernd Alþjóðasambands frímerkjasafnara (FIP). Á þessu ári era tvær þess konar sýningar, þar sem íslenzkir safnarar eiga frímerkjaefni. Fyrri sýningin, CAPEX 87, verð- ur haldin í Toronto í Kanada dagana 13. til 21. júní nk. Umboðsmaður þeirrar sýningár hér á landi er Páll H. Ásgeirsson. CAPEX 87 er þriðja alþjóðafrímerkjasýningin í Kanada og verður haldin í nýrri sýningar- höll í miðborg Toronto. Þar verður að venju heiðursdeild og samkeppn- isdeild,* en þegar þetta er ritað hafa engar spumir borizt af sýningar- efni, nema hinu íslenzka. í sam- keppnisdeild verða um 3500 rammar og vafalaust með fjöl- breytilegu sýningarefni úr öllum álfum heims. Ætti að verða sæmi- lega rúmt um sýningargesti til að skoða þetta efni, því að gólfflötur sýningarinnar er 17800 fermetrar. Þá era þar 30 fundar- og móttöku- herbergi og svo fundarsalur, sem tekur 1350 manns í sæti. Munu samtök frímerkjasafnara koma þar saman og halda fundi með fyrir- lestram. Hin síðari ár hefur hlutdeild frímerkjakaupmanna í alþjóðlegum sýningum farið vaxandi. Munu um 125 kaupmenn víðs vegar að úr heiminum hafa látið bóka sig fyrir söludeildum á CAPEX 87. Eins hafa um 40 póststjómir tilkynnt þátttöku sína í þessu sölustarfi, og er íslenzka póststjómin í þeim hópi. Þessi kaupmennskuþáttur í öllum stærri sýningum er í raun ofur skilj- anlegur, þar sem hann veitir söfnuram oft hið bezta tækifæri til að bæta efni við söfn sín. Hinu verður svo aftur á móti ekki neitað, að kaupmennskan dregur veralega úr þeim tíma, sem margur hefur til þess að skoða það mikla og góða frímerkjaefni, sem boðið er upp á í öllum sýningardeildum. Tveir íslenzkir safnarar verða meðal þátttakenda í samkeppnis- deild. Hjalti Jóhannesson sýnir safn sitt af íslenzkum póststimplum, sem er orðið löngu þekkt hérlendis og eins erlendis. Fékk Hjalti stórt silf- ur fyrir það í Stokkhólmi í fyrra. Hitt safnið er íslenzkt flugsögusafn, sem Páll H. Ásgeirsson hefur kom- ið sér upp af miklum krafti á undanfömum áram. Er þetta safn þegar orðið mjög gott, og nú fær það að spreyta sig í fyrsta skipti á alþjóðafrímerkjasýningu. Þá er ánægjulegt að geta þess, að Félag frímerkjasafnara hefur sent CAPEX 87 forkunnarfagran bréfahníf úr silfri, og skal hann notaður af dómnefnd til heiðurs- verðlauna. Hníf þennan hefur Gunnar Malmberg gullsmiður hannað og smíðað. Hef ég heyrt, að hnífurinn hafi vakið mikla at- hygli meðal sýningamefndarinnar og FF fengið lof fyrir þessa myndar- legu gjöf. CAPEX 87 er haldin í minningu þess, að 120 ár era liðin frá því, að fylkin mynduðu ríkjasambandið Kanada. Eins era 100 ár liðin frá því, að The Royal Philatelic Society of Canada var stofnað. Síðari alþjóðasýningin, sem ís- lendingar taka þátt í á árinu, er HAFNIA 87, sem haldin verður í Kaupmannahöfn 16. til 25. október nk. Frá þeirri sýningu verður sagt síðar. FRIMEX 87 Áður hefur verið sagt frá því, að Félag frímerkjasafnara verður 30 ára á þessu ári. Varþá minnzt á afmælissýningu, FRÍMEX 87, sem haldin verður á Hótel Loftleið- um dagana 30. maí til 1. júní nk. Ekki er ég í vafa um, að sýningar- nefnd leggur sig í framkróka um að hafa frímerkjaefnið eins gott og fjölbreytt og framast er unnt. í boðsdeild verða umslög þau ur Þjóðskjalasafni íslands, sem sýnd vora á OSLO 86 í fyrra og vöktu mikla athygli. Nú gefst mönnum hér heima kostur á að sjá þessar gersemar í augum safnara. I sam- keppnisdeiid verða landasöfn frá Norðurlöndum og eins flugsöfn og mótífsöfn. Hluti sýningarefnis mun koma erlendis frá. Rétt er að það komi hér fram, að nú verður í fyrsta skipti dæmt í svokölluðum nálar- flokki á landssýningu. Þessi flokkur er þegar kominn til framkvæmda erlendis. Er hann hugsaður til þess að örva nýliða til að taka þátt í sýningum. Sannleikurinn er sá, að þeir eiga oft vel frambærilegt efni, sem þeir hliðra sér hjá að setja í reglulega samkeppnisdeild, þar sem era fyrir alls konar stórsöfii og eins séreöfn af ýmsum toga. í kynningardeild verður leitazt við að sýna hluta úr venjulegum söfnum. Eins verða þar sýnd öll íslenzk frímerki frá upphafí. Ljóst er, að sýningamefnd ætlar að leggja áherzlu á að kynna almenn- ingi sem bezt frímerkjasöfnun og gildi hennar. Þessi sýning á líká ekki sízt að höfða til unglinga, sem era að stíga fyretu spor sín í frímerkjasöfnun. Alls munu verða um 140 rammar á FRÍMEX 87. Þar verður að sjálf- sögðu séretakt pósthús og notaður séretimpill. Vonandi verður unnt að segja nokkra gerr frá FRÍMEX 87, áður en hún hefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.