Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 29 Holmes berst við Moriarty Meiringen, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. LAFÐI Jane Conan Doyle, dóttir breska rithöfundarins Sir Art- hurs Conan Doyle, opnaði í gær í Meiringen í Sviss safn um frægustu bókmenntapersónu föður síns, Sherlock Holmes leynilög- reglumann. Um 60 aðdáendur Sherlocks úr Sherlock Holmes- félaginu í London og annars staðar að úr heiminum voru viðstaddir athöfnina og gáfu fyrstu gripina, sem safnið á að geyma. Þetta var ein aðalathöfnin á 100 ára famæli Holmes en fyrsta bókin um hann, Study in Scarlet, kom ú. S. janúar 1887. Aðdánedur Holmes hafa verið á ferðalagi í Sviss í tíu daga. Þeir hafa ferðast um landið klæddir í búninga frá Viktoríutímanum og skemmt sér konunglega. í gær- morgun settu þeir á svið áflog Holmes og Moriartys, Napóleons glæpamannanna, við Reichenbac- h-foss við Meiringen og skoðuðu staðinn þar sem Conan Doyle gekk frá Holmes dauðum í sögunni The Final Problem. Og var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Doyle var fenginn til að halda sögunum áfram og síðdegis í gær kom Holmes svífandi í fallhlíf og lenti við minnismerki um sjálfan sig fyrir neðan fossana í Meiring- en, aðdáendum sínum til mikillar gleði og ánægju. i Noregur: Ekkert fararsnið á stjóm Gro Harlem Brundtland Ósló. Frá Jan Erik Lauro, fréttaritara Laugardagurinn 9. maí er eins árs afmælisdagur stjórnar Verkamannaflokksins í Noregi. Eins og stendur er ekkert, sem bendir til þess, að Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra fari frá í bráð. Miklu fremur má segja, að Gro leiki nú við hvem sinn fíngur. Hún hefur ferðast um víða veröld í embættiserindum sem formaður umhverfismálanefndar Samein- uðu þjóðanna, og fólk hefur fengið á tilfinninguna, að þar færi sterk- ur þjóðarleiðtogi. Þetta hefur m.a. komið fram í skoðanakönnunum að undanförnu, þar sem Verka- mannaflokkurinn hefur blómstrað sem aldrei fyrr. Og þó að ríkis- stjómin hafi ekki komið öllum stóru málunum í gegn á þessu eina ári, er fólkið almennt ánægt með árangurinn. Þessa dagana eru fyrrnrn ríkis- stjómarflokkar, Hægriflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóð- arflokkurinn, að reyna að koma sér saman um grundvöll nýs stjómarsamstarfs borgaraflok- kanna. En viðræðumar hafa gengið tregt og steytt á mörgu skerinu. í efnahagsmálunum er fleira, sem skilur flokkana að, en hitt sem sameinar þá. Og flokk- amir stefna einnig hver í sína áttina í fleiri málaflokkum. Öðm hverju koma upp mál, sem virðast ætla að valda kreppu- ástandi í Stórþinginu. En hingað til hefur Gro Harlem Bmndtland tekist að sigla milli skers og bám, ýmist með málamiðlunum eða stuðningi frá borgaraflokkunum. Nú em vorannimar að hefjast í Stórþinginu. Mikill fjöldi mála bíður afgreiðslu. Ekkert þeirra virðist þó af þeirri stærðargráðu að nægi til að fella ríkisstjómina. En ef þríflokkunum tekst að ná saman, má vera, að eitthvert þess- ara mála verði „blásið upp“ í því skyni að fella stjómina. Ef það gerist hins vegar ekki, situr Gro sem fastast í sumar. Persaflóastríðið: Fyrsta árásin á sovéskt skip Bahrain. Reuter. SOVÉSKT flutningaskip skemmdist í árás óþekktra aðila, er það var á siglingu á Persaflóa sl. miðvikudag, en komst hjálpar- laust til hafnar í Saudi-Arabíu. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist. íranir hafa gert allmargar árásir á skip á þessu svæði og er álitið að þeir hafi verið þama að verki. Gmnnt hefur verið á því góða milli ríkjanna að undanfömu og sagði Ali Khamenei, forseti íran, í Teheran í gær að Sovétmenn styddu íraka í stríði þjóðanna tveggja. Tass, frétta- stofan sovéska, svaraði þegar í stað og sagði írönsk stjómvöld rangtúlka viðþorf Sovétmanna. Íranskir byltingaverðir fengu ný- lega til afnota létta sænska hraðbáta er dugað hafa þeim vel og em áhafn- ir bátanna búnar vélbyssum og sprengjuvörpum. Er talið að áhöfn eins þessara báta hafi gert árásina á sovéska skipið. Moskva: Kirkjuráðstefna 1 tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli Moskvu. Reuter. ALÞJÓÐLEG kirkjuráðstefna verður haldin í Moskvu i næstu viku til undirbúnings hátíðahalda vegna 1000 ára afmælis kristni- töku í Rússlandi á næsta ári, að þvi er Tass-fréttastofan sagði í gær. Önnur undirbúningsráðstefna var haldin í Kænugarði í fyrrasumar og sóttu hana kirkjunnar menn hvað- anæva að úr heiminum. VORSYNING VELTIS SÍÐASTI DAGUR VOLVOSÝNINGAR öryggis- og tæknisýningu Volvo í Volvosalnum lýkur í dag, 9. maí. Grípið tækifærið og kynnist Volvo- bifreiðunum að utan jafnt sem innan - örygginu og gæðunum. Bílasýning! Fólks- og vörubifreiðarnar árgerð 1987 eru í Volvosalnum og á sýningarsvæð- inu í Skeifunni 15. Opið í dag, laugardag, kl. 10—16. Heitt á könnunni. Blöðrur og Volvofánar fyrir börnin. Sími: 91-35207 (bein lína í Volvosal) P&Ó/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.