Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 29 Holmes berst við Moriarty Meiringen, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. LAFÐI Jane Conan Doyle, dóttir breska rithöfundarins Sir Art- hurs Conan Doyle, opnaði í gær í Meiringen í Sviss safn um frægustu bókmenntapersónu föður síns, Sherlock Holmes leynilög- reglumann. Um 60 aðdáendur Sherlocks úr Sherlock Holmes- félaginu í London og annars staðar að úr heiminum voru viðstaddir athöfnina og gáfu fyrstu gripina, sem safnið á að geyma. Þetta var ein aðalathöfnin á 100 ára famæli Holmes en fyrsta bókin um hann, Study in Scarlet, kom ú. S. janúar 1887. Aðdánedur Holmes hafa verið á ferðalagi í Sviss í tíu daga. Þeir hafa ferðast um landið klæddir í búninga frá Viktoríutímanum og skemmt sér konunglega. í gær- morgun settu þeir á svið áflog Holmes og Moriartys, Napóleons glæpamannanna, við Reichenbac- h-foss við Meiringen og skoðuðu staðinn þar sem Conan Doyle gekk frá Holmes dauðum í sögunni The Final Problem. Og var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Doyle var fenginn til að halda sögunum áfram og síðdegis í gær kom Holmes svífandi í fallhlíf og lenti við minnismerki um sjálfan sig fyrir neðan fossana í Meiring- en, aðdáendum sínum til mikillar gleði og ánægju. i Noregur: Ekkert fararsnið á stjóm Gro Harlem Brundtland Ósló. Frá Jan Erik Lauro, fréttaritara Laugardagurinn 9. maí er eins árs afmælisdagur stjórnar Verkamannaflokksins í Noregi. Eins og stendur er ekkert, sem bendir til þess, að Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra fari frá í bráð. Miklu fremur má segja, að Gro leiki nú við hvem sinn fíngur. Hún hefur ferðast um víða veröld í embættiserindum sem formaður umhverfismálanefndar Samein- uðu þjóðanna, og fólk hefur fengið á tilfinninguna, að þar færi sterk- ur þjóðarleiðtogi. Þetta hefur m.a. komið fram í skoðanakönnunum að undanförnu, þar sem Verka- mannaflokkurinn hefur blómstrað sem aldrei fyrr. Og þó að ríkis- stjómin hafi ekki komið öllum stóru málunum í gegn á þessu eina ári, er fólkið almennt ánægt með árangurinn. Þessa dagana eru fyrrnrn ríkis- stjómarflokkar, Hægriflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóð- arflokkurinn, að reyna að koma sér saman um grundvöll nýs stjómarsamstarfs borgaraflok- kanna. En viðræðumar hafa gengið tregt og steytt á mörgu skerinu. í efnahagsmálunum er fleira, sem skilur flokkana að, en hitt sem sameinar þá. Og flokk- amir stefna einnig hver í sína áttina í fleiri málaflokkum. Öðm hverju koma upp mál, sem virðast ætla að valda kreppu- ástandi í Stórþinginu. En hingað til hefur Gro Harlem Bmndtland tekist að sigla milli skers og bám, ýmist með málamiðlunum eða stuðningi frá borgaraflokkunum. Nú em vorannimar að hefjast í Stórþinginu. Mikill fjöldi mála bíður afgreiðslu. Ekkert þeirra virðist þó af þeirri stærðargráðu að nægi til að fella ríkisstjómina. En ef þríflokkunum tekst að ná saman, má vera, að eitthvert þess- ara mála verði „blásið upp“ í því skyni að fella stjómina. Ef það gerist hins vegar ekki, situr Gro sem fastast í sumar. Persaflóastríðið: Fyrsta árásin á sovéskt skip Bahrain. Reuter. SOVÉSKT flutningaskip skemmdist í árás óþekktra aðila, er það var á siglingu á Persaflóa sl. miðvikudag, en komst hjálpar- laust til hafnar í Saudi-Arabíu. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist. íranir hafa gert allmargar árásir á skip á þessu svæði og er álitið að þeir hafi verið þama að verki. Gmnnt hefur verið á því góða milli ríkjanna að undanfömu og sagði Ali Khamenei, forseti íran, í Teheran í gær að Sovétmenn styddu íraka í stríði þjóðanna tveggja. Tass, frétta- stofan sovéska, svaraði þegar í stað og sagði írönsk stjómvöld rangtúlka viðþorf Sovétmanna. Íranskir byltingaverðir fengu ný- lega til afnota létta sænska hraðbáta er dugað hafa þeim vel og em áhafn- ir bátanna búnar vélbyssum og sprengjuvörpum. Er talið að áhöfn eins þessara báta hafi gert árásina á sovéska skipið. Moskva: Kirkjuráðstefna 1 tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli Moskvu. Reuter. ALÞJÓÐLEG kirkjuráðstefna verður haldin í Moskvu i næstu viku til undirbúnings hátíðahalda vegna 1000 ára afmælis kristni- töku í Rússlandi á næsta ári, að þvi er Tass-fréttastofan sagði í gær. Önnur undirbúningsráðstefna var haldin í Kænugarði í fyrrasumar og sóttu hana kirkjunnar menn hvað- anæva að úr heiminum. VORSYNING VELTIS SÍÐASTI DAGUR VOLVOSÝNINGAR öryggis- og tæknisýningu Volvo í Volvosalnum lýkur í dag, 9. maí. Grípið tækifærið og kynnist Volvo- bifreiðunum að utan jafnt sem innan - örygginu og gæðunum. Bílasýning! Fólks- og vörubifreiðarnar árgerð 1987 eru í Volvosalnum og á sýningarsvæð- inu í Skeifunni 15. Opið í dag, laugardag, kl. 10—16. Heitt á könnunni. Blöðrur og Volvofánar fyrir börnin. Sími: 91-35207 (bein lína í Volvosal) P&Ó/SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.