Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 2.flokkurkarla: Bikar- meistarar Gróttu GRÓTTA vann KA 23:20 í 2. flokki í úrslitum bikarkeppni karla í handbolta, en áður hafði Grótta slegið íslandsmeistara FH úr keppninni, Víking, UMFA og Selfoss. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Guðmund- ur Magnússon þjálfari, Ólafur Sveinsson, Jón Ó. Kristinsson, Öm Marinó Arnarsson, Halldór Ingólfsson, Björn Snorrason og Klemens Arnarson. fremri röð frá vinstri: Kristinn Guðmunds- son, Davíð B. Gíslason, Þór Sigurgeirsson, Sigtryggur Al- bertsson, Sigurður Meyvatns- son, Friðleifur Friðleifsson og Jón Björnsson. Sérlega hagstætt verð Opið laugardaga fró kl. 1—5 BÍLABORG H.F. Fosshálsi T, Sfmi 68-12-99 1500 cc vél — 5 gíra Snúningshraðamælir Luxus velúráklæði á sætum Rafstýrðar læsingar (Centrallæsingar) Léttstýri GT grill og stuðarar Samlitir, rafstýrðir útispeglar Svartir gluggarammar og hurðahúnar Breiðir hlífðarlistar á hliðum Fáanlegur með sóllúgu íþróttir helgarinnar: ÍAogÍBKí úrslitum Litlu bikarkeppninnar ÞAÐ verður frekar róleg helgi hjá íþróttamönnum landsins að þessu sinni ef miðað er við há- annatímann á veturna og sumrin. Knattspyrnumenn eru aðeins farnir að sparka og úrslitaleikur Litlu bikarkeppninnar er stœrsti viðburðurinn hjá þeim en ÍA og ÍBK leika til úrsiita í dag. Leikur Skagans og Keflvíkinga verður á Gervigrasvellinum í Laug- ardal í dag og hefst klukkan 12.30. Bæði liðin unnu sinn riðil í mótinu með fullu húsi stiga og markatala Skaganser 10:1 en ÍBK 14:4. Sam- fara því að keppnin er nú stærri í sniðum en verið hefur gaf Albert Guðmundsson nýjan og glæsileg- an bikar til að keppa um. Þrír aðrir leikir verða í Litlu bikar- keppninni í dag og hefjast þeir ailir klukkan 14. Víðir og FH leika um 3. sætið í Garðinum, Breiðablik og Selfoss leika á Vallargerðisvelli í Kópavogi um 5. sætið og Stjarnan og Haukar um 7. sætiö í Garðabæ. Tveir leikir verða í Reykjavíkur- mótinu um helgina. í dag leika Fylkir og Ármann á Gervigrasinu og hefst leikur þeirra klukkan 15 og er þetta leikur um 5. sætið. KR og Víkingur eigast síðan við á morgun og leika liðin um 3. sætið. Leikur þeirra hefst klukkan 20.30. í gær sögðum við að Ási Gunn- arsson hefði skoraö eitt mark Þróttar er þeir unnu ÍR. Það var Ásmundur Helgason sem gerði eitt mark í leiknum. Fimleikar Fimleikafólk er ekki enn komið í sumarfrí því um helgina verða þrjú mót á vegum FSI. Almennt fimleikamót hefst í Seljaskóla í dag og á morgun verður á sama stað Unglingameistaramót í frjálsum æfingum og einnig verður mót „eldri“ fimleikamanna. Á morgun hefjast fimleikamenn handa klukk- an 14. Golf Kylfingar taka nú á nýjan leik fram golfsettin sín og hefja keppni. í Grafarholtinu verður einnar kylfu keppnin sem vera átti um síðustu helgi en varð að fresta vegna snjóa. Ræst verður út frá klukkan níu árdegis. í Keflavík verður SÓL-mótið og er það GS sem hefur veg og vanda að því. Keppnin er með punktafyr- irkomulagi og verða leiknar 36 holur. Jón Páll Sigmarsson mun slá fyrsta höggið. Skíði Öldungamót á skíðum verður í Bláfjöllum um helgina. Keppt verð- ur í göngu, svigi og stórsvigi og hefst keppnin klukkan 12 f dag með keppni í stórsvigi. ( sviginu er keppt í flokki 30-35 ára, 36-40 ára og síðan eru þeir sem eldri eru. í göngu er skiptingin 35-44 ára, 45-54 ára og 55 ára og eldri. Konurnar keppa í tveimur flokkum, 35-44 ára og 45 ára og eldri Sund íþróttasamband fatlaðra gengst fyrir sólarhrings sundi um helgina og verður synt í Sjálfsbjargarsund- lauginni. Sundið hefst klukkan 10 í dag. Keila Úrslit í fyrstu bikarkeppni Keilu- félagsins fer fram á morgun klukkan 12 í keilusalnum í Öskjuhlíð. Það eru Fellibylur og Þrestirnir sem leika til úrslita. í dag heldur áfram íslandsmótið í einstaklingskeppni sem hófst um síðustu helgi. Ásdís Steingríms- dóttir hefur forystu í kvennaflokki en Höskuldur Höskuldsson í karla- flokki. Úrslitakeppnin verður 16. maí. Allir úr leik ÍSLENSKU keppendurnir þrír á EM í júdó töpuöu allir í fyrstu umferð og eru þvi úr leik á mót- inu. Næsta verkefni þeirra er þátt- taka í Ólympíuleikum smáþjóða, en þar unnu íslendingar fern gull- verðlaun í júdó 1985, en ekki á Evrópumeistaramótinu eins og stóð í blaðinu á fimmtudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.