Morgunblaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
2.flokkurkarla:
Bikar-
meistarar
Gróttu
GRÓTTA vann KA 23:20 í 2.
flokki í úrslitum bikarkeppni
karla í handbolta, en áður hafði
Grótta slegið íslandsmeistara
FH úr keppninni, Víking, UMFA
og Selfoss. Á myndinni eru í
aftari röð frá vinstri: Guðmund-
ur Magnússon þjálfari, Ólafur
Sveinsson, Jón Ó. Kristinsson,
Öm Marinó Arnarsson, Halldór
Ingólfsson, Björn Snorrason og
Klemens Arnarson. fremri röð
frá vinstri: Kristinn Guðmunds-
son, Davíð B. Gíslason, Þór
Sigurgeirsson, Sigtryggur Al-
bertsson, Sigurður Meyvatns-
son, Friðleifur Friðleifsson og
Jón Björnsson.
Sérlega hagstætt verð
Opið laugardaga fró kl. 1—5
BÍLABORG H.F.
Fosshálsi T, Sfmi 68-12-99
1500 cc vél — 5 gíra
Snúningshraðamælir
Luxus velúráklæði á sætum
Rafstýrðar læsingar
(Centrallæsingar)
Léttstýri
GT grill og stuðarar
Samlitir, rafstýrðir útispeglar
Svartir gluggarammar og
hurðahúnar
Breiðir hlífðarlistar á hliðum
Fáanlegur með sóllúgu
íþróttir helgarinnar:
ÍAogÍBKí
úrslitum Litlu
bikarkeppninnar
ÞAÐ verður frekar róleg helgi hjá
íþróttamönnum landsins að
þessu sinni ef miðað er við há-
annatímann á veturna og sumrin.
Knattspyrnumenn eru aðeins
farnir að sparka og úrslitaleikur
Litlu bikarkeppninnar er stœrsti
viðburðurinn hjá þeim en ÍA og
ÍBK leika til úrsiita í dag.
Leikur Skagans og Keflvíkinga
verður á Gervigrasvellinum í Laug-
ardal í dag og hefst klukkan 12.30.
Bæði liðin unnu sinn riðil í mótinu
með fullu húsi stiga og markatala
Skaganser 10:1 en ÍBK 14:4. Sam-
fara því að keppnin er nú stærri í
sniðum en verið hefur gaf Albert
Guðmundsson nýjan og glæsileg-
an bikar til að keppa um.
Þrír aðrir leikir verða í Litlu bikar-
keppninni í dag og hefjast þeir ailir
klukkan 14. Víðir og FH leika um
3. sætið í Garðinum, Breiðablik og
Selfoss leika á Vallargerðisvelli í
Kópavogi um 5. sætið og Stjarnan
og Haukar um 7. sætiö í Garðabæ.
Tveir leikir verða í Reykjavíkur-
mótinu um helgina. í dag leika
Fylkir og Ármann á Gervigrasinu
og hefst leikur þeirra klukkan 15
og er þetta leikur um 5. sætið. KR
og Víkingur eigast síðan við á
morgun og leika liðin um 3. sætið.
Leikur þeirra hefst klukkan 20.30.
í gær sögðum við að Ási Gunn-
arsson hefði skoraö eitt mark
Þróttar er þeir unnu ÍR. Það var
Ásmundur Helgason sem gerði
eitt mark í leiknum.
Fimleikar
Fimleikafólk er ekki enn komið
í sumarfrí því um helgina verða
þrjú mót á vegum FSI. Almennt
fimleikamót hefst í Seljaskóla í dag
og á morgun verður á sama stað
Unglingameistaramót í frjálsum
æfingum og einnig verður mót
„eldri“ fimleikamanna. Á morgun
hefjast fimleikamenn handa klukk-
an 14.
Golf
Kylfingar taka nú á nýjan leik
fram golfsettin sín og hefja keppni.
í Grafarholtinu verður einnar kylfu
keppnin sem vera átti um síðustu
helgi en varð að fresta vegna
snjóa. Ræst verður út frá klukkan
níu árdegis.
í Keflavík verður SÓL-mótið og
er það GS sem hefur veg og vanda
að því. Keppnin er með punktafyr-
irkomulagi og verða leiknar 36
holur. Jón Páll Sigmarsson mun
slá fyrsta höggið.
Skíði
Öldungamót á skíðum verður í
Bláfjöllum um helgina. Keppt verð-
ur í göngu, svigi og stórsvigi og
hefst keppnin klukkan 12 f dag
með keppni í stórsvigi. ( sviginu
er keppt í flokki 30-35 ára, 36-40
ára og síðan eru þeir sem eldri
eru. í göngu er skiptingin 35-44
ára, 45-54 ára og 55 ára og eldri.
Konurnar keppa í tveimur flokkum,
35-44 ára og 45 ára og eldri
Sund
íþróttasamband fatlaðra gengst
fyrir sólarhrings sundi um helgina
og verður synt í Sjálfsbjargarsund-
lauginni. Sundið hefst klukkan 10
í dag.
Keila
Úrslit í fyrstu bikarkeppni Keilu-
félagsins fer fram á morgun
klukkan 12 í keilusalnum í
Öskjuhlíð. Það eru Fellibylur og
Þrestirnir sem leika til úrslita.
í dag heldur áfram íslandsmótið
í einstaklingskeppni sem hófst um
síðustu helgi. Ásdís Steingríms-
dóttir hefur forystu í kvennaflokki
en Höskuldur Höskuldsson í karla-
flokki. Úrslitakeppnin verður 16.
maí.
Allir úr leik
ÍSLENSKU keppendurnir þrír á
EM í júdó töpuöu allir í fyrstu
umferð og eru þvi úr leik á mót-
inu.
Næsta verkefni þeirra er þátt-
taka í Ólympíuleikum smáþjóða,
en þar unnu íslendingar fern gull-
verðlaun í júdó 1985, en ekki á
Evrópumeistaramótinu eins og
stóð í blaðinu á fimmtudaginn.