Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Það sem Þjóðar- átakið gerði... eftir G. Snorra Ingimarsson Dagana 12. og 13. apríl 1986 sameinaðist þjóðin undir kjörorð- inu Þjóðarátak gegn krabba- meini — þín vegna. Pjölmargir einstaklingar og félagasamtök lögðu fram óeigingjama vinnu við undirbúning og framkvæmd þess. Undirtektir landsmanna voru stórkostiegar og um 27 milljónir króna söfnuðust. Söfnunarféð vildi Krabba- meinsfélagið nota til að efla stuðning við krabbameinssjúkl- inga og fjölskyldur þeirra. í öðru lagi var fyrirhugað að auka stuðning og bæta aðstöðu til krabbameinsrannsókna á íslandi. í þriðja lagi vildi Krabbameins- félagið beita sér fyrir auknu leitarstarfí. Aformin eru góð en hvað mið- ar framkvæmdum? Margir sjúkl- ingar vilja dvelja heima sem lengst. Því hófst undirbúningur nýrrar þjónustu félagsins síðla árs 1986 en hún felur í sér ráð- gjöf, fræðslu og stuðning við krabbameinssjúklinga og að- standendur þeirra. Þessi þjónusta hefur hlotið nafnið Heimahlynn- ing. Tveir hjúkrunarfræðingar, Bryndís Konráðsdóttir og Hjördís Jóhannsdóttir, sinna Heima- hlynningunni í samvinnu við sjúkrastofnanir og heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Einnig hafa þær hóp sérfræðinga úr heil- brigðisstéttum, presta og að ógleymdum félögum úr samhjálp- arsamtökum fyrrverandi sjúkl- inga. Þjónusta Heimahlynningar er ókeypis en kostuð af Þjóðará- taki 1986. í apríl 1986 auglýsti Krabba- meinsfélagið símatíma fyrir almenning. Boðið var upp á upp- lýsingar og ráðgjöf varðandi krabbamein. Þörfín fyrir þessa þjónustu virtist mikil. Krabba- meinsfélagið ákvað því í kjölfar þjóðarátaksins að koma á fót þjónustu sem þessari áfram. Sömu hjúkrunarfræðingar og sinna Heimahlynningu félagsins munu fyrst um sinn annast þessa Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustu. Sími Heimahlynningar og Upplýsinga- og ráðgjafarþjón- ustunnar er 91-21122 og er öllum velkomið að leita þangað alla virka daga kl. 9—12 f.h. Áhugi á að efla krabbameins- rannsóknir hefur lengi ríkt innan Krabbameinsfélagsins en rann- sóknir gefa fyrirheit um aukna þekkingu sem nýta má til að vinna á sjúkdóminum. Við Þjóð- arátakið var unnt að gera að veruleika fyrirætlanir félagsins um að koma á fót fullkominni G. Snorri Ingimarsson „Þjóðarátakið mun því tryggja að skipuleg leit að bijóstakrabbameini með röntgen-greiningu hefjist nú í haust. Við- bótar tækjabúnaður hefur verið pantaður. Gerð hefur verið fram- kvæmdaáætlun sem miðar að því að allar konur á skoðunaraldri eigi kost á þessari rann- sókn á næstu tveimur árum.“ / ' x.t'jt' \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.