Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
110. tbl. 75. árg.
SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Moskva:
Chirac á fundi með
16 andófsmönnum
Moskvu, Rcuter.
JACQUES Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands, snæddi í gær
morgunverð með 16 sovéskum
andófsmönnum, kristnum mönn-
um og gyðingum, í franska
sendiherrabústaðnum í Moskvu.
Hefur vestur-evrópskur leiðtogi
í heimsókn í Moskvu ekki fyrr
komið á fundi með jafnmörgum
sovéskum andófsmönnum.
Meðal andófsmannanna voru
gyðingurinn og stærðfræðingurinn
Bandaríkin:
Olía hækkar
New York, Reuter.
VERÐ Á bandarískri olíu hækk-
aði i gær i 19,80 dollara fyrir
tunnuna og hefur ekki verið
hærra i 16 mánuði.
OPEC-ríkin halda fund í næsta
mánuði og sagði forseti rannsóknar-
stofnunar olíuiðnaðarins í New York
í gær að ýmsir sérfræðingar spái
því að OPEC-ríkin hækki verðið á
olíu til að bæta sér upp gengisfall
dollarans.
Nahum Meiman, stofnandi mann-
réttindanefndarinnar í Moskvu, sem
var fljótlega barin niður, en hann
hefur barist fyrir að fá að flytjast
til ísraels allt frá árinu 1974, og
Gleb Yakunin, prestur í rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunni. Þá var þar
einnig bókasafnsfræðingurinn
Alexander Bogoslavsky en hann var
látinn laus úr vinnubúðum fyrir um
tíu dögum, eftir að konu hans hafði
borist bréf og boð um, að hann
kæmi til fundarins. Bogoslavsky
hafði verið dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir að dreifa bönnuðum
bókum, m.a. þeirri kunnu og sígildu
ferðasögu „Rússland árið 1839“
eftir markgreifann af Custine,
franskan aðalsmann.
Af öðrum andófsmönnum má
nefna Idu Nudel, sem reynt hefur
að komast úr landi í 16 ár, og Lyud-
milu Yevsyukovu en Serafim, faðir
hennar, var um tíma á geðveikra-
hæli eftir að hafa reynt að fá
brottfararleyfi. Sovéskir öryggis-
verðir, sem gættu sendiherrabú-
staðarins, gerðu enga tilraun til að
hindra för andófsmannanna.
Bandaríkjaf orseti:
Ekki rangt að að-
stoða skæruliða
Á GÓÐRISTUND
Á góðviðrisdögum er líf og fjör á göngugötunni I ina verma sig. Sagt er að snemma beygist
í Austurstræti í Reykjavík. Sölufólk kemur sér krókurinn og litli unginn í vagninum er einbeittur
fyrir með vaming sinn og borgarbúar versla, á svip er hann fær sér bita af eftirlætisfæðu
snæða og spjalla saman um leið og þeir láta sól- | yngstu kynslóðarinnar.
Washington, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti fylgdist vel með tilraunum til að
útvega skæruliðum í Nicaragua aðstoð og segir, að það hafi ekki
verið rangt að leita hjálpar einstaklinga og erlendra ríkisstjórna.
Á fréttamannafundi í Hvíta hús-
inu í fyrrakvöld sagði Reagan, að
við yfirheyrslur þingnefnda í vopna-
sölumálinu hefðu sumir reynt að
útmála hann sem óupplýstan mann,
sem ekkert vissi hvað um væri að
vera. „Sannleikurinn er sá, að ég
fylgdist með og tók fullan þátt í
þeim ákvörðunum, sem teknar voru
um stuðning við skæruliða. Ég átti
sjálfur hugmyndina," sagði Reagan.
Hann kvaðst aldrei hafa beðið
erlend ríki um að aðstoða skæruliða
en lagði áherslu á, að slík aðstoð
þriðja ríkis hefði ekki brotið í bága
við samþykkt bandaríska þingsins.
Sagði hann, að það sama gilti um
óháð samtök og einstaklinga í
Bandaríkjunum.
Fiji-eyjar:
Byltingin til að trey sta
ítök innfæddra manna
Suva, Fyi-eyjum. Reuter.
Byltingarstjórnin á Fiji-eyjum
er að láta semja nýja stjórnar-
skrá þar sem hagsmuna frum-
byggjanna og menningar þeirra
The New Engiand Journal of Medicine:
Áfengisneysla eykur líkurnar á
brjóstakrabbameini í konum
KONUR sem neyta áfengis, þótt í litlum mæli sé, eru allt að því
40% líklegri til að fá bijóstakrabba en þær, sem aldrei smakka
áfengi, að því er niðurstöður rannsókna sem birtar voru nýlega i
bandaríska tímaritinu The New England Journal of Medicine sýna.
Rannsóknirnar gerðu bandariska krabbameinsstofnunin og Har-
vard-læknaskólinn.
Niðurstöður þessar styðja áður
kunn tengsl milli áfengisneyslu og
bijóstakrabba og virðist áhættan
aukast með auknu magni. Ekki er
því haldið fram, að áfengÍ3neysla
valdi bijóstakrabba, en bent á, að
konur, er eigi við aðra áhættu-
þætti að glíma, t.d. að móðir eða
systir hafí fengið sjúkdóminn, ættu
ekki að neyta áfengis.
Að sögn bandaríska krabba-
meinsfélagsins fá um 10% kvenna
þar í landi þessa tegund krabba-
meins einhvem tíma á lífsleiðinni.
„Þar sem þetta er orðinn algengur
sjúkdómur hefur smáaukning
áhættu tiltölulega mikil áhrif á
heilsufar almennings," segir Walt-
er Willett, einn þeirra er stóðu að
Harvard-rannsókninni. „Áfengis-
neysla gæti átt þátt í 10-15%
tilfella, þ.e. 10-20 þús. tilfella á
ári.“ Hann sagði, að það, sem kalla
mætti hófsama áfengisneyslu, væri
t.d. jafn mikill áhættuvaldur og það
að sjúkdómurinn hefði greinst í
fjölskyldunni, neysla fíturíkrar
fæðu og það að hafa ekki átt fyrsta
bam fyrr en eftir 30 ára aldur.
Hvor tveggja rannsóknin sýndi,
að hætta á bijóstakrabba, tengd
áfengisneyslu, var alveg óháð öðr-
urn áhættuþáttum. Reyndar virtist
áfengisneysla auka líkumar á
bijóstakrabba hjá konum, sem ekki
áttu við aðra áhættuþætti að glíma,
s.s. hjá ungum og grönnum konum.
Vægi niðurstaðna þessara rann-
sókna eykst þegar það er haft í
huga að áfengisneysluvenjur hjá
öllum þátttakendunum vom skráð-
áður en sjúkdómurinn
ar
var
greindur. Við aðrar rannsóknir, að
einni undanskilinni, er leitt hafa til
svipaðrar niðurstöðu, hefur ekki
verið spurt um notkun á áfengi
fyrr en eftir að sjúkdómurinn hafði
verið greindur.
í rannsókn Krabbameinsstofn-
unarinnar voru notaðar upplýsing-
ar um heilsufar 7.188 kvenna og
Harvard fékk upplýsingar um
89.538 hjúkrunarfræðinga vítt og
breitt um Bandaríkin. í rannsókn-
unum var áfengur drykkur skil-
greindur sem ein flaska af áfengum
bjór eða annar drykkur með sama
áfengismagni. Niðurstöður þóttu
sýna, að ekki skipti máli hvaða
tegund af áfengi var drukkin.
verður gætt, að því er Sitiveni
Rabuka, leiðtogi uppreisnar-
manna, sagði á blaðamannafundi
í Suva, höfuðborg Fiji-eyja i gær.
Rabuka sagði að koma þyrfti í
veg fyrir að Indveijar, er fluttir
hefðu verið til eyjanna af fyrrum
nýlenduherrum, Bretum, yrðu ráð-
andi afl á eyjunum. í kosningunum
í apríl fengu þeir 19 af 28 þingsæt-
um á þjóðþinginu. Rabuka sagði
að nýja stjórnarskráin yrði e.t.v.
tilbúin á mánudag. Myndi síðan
fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um hana mjög fljótlega. Vel kæmi
til greina að ijúfa tengsl Fiji-eyja
við Breta, ef Penaia Ganilau, land-
stjóri, neitaði að viðurkenna hina
nýju stjómarskrá. Heimildir í Suva
hermdu í gær að Elísabet Breta-
drottning, sem að forminu til er
þjóðhöfðingi eyjanna, þar sem þær
em hluti af Breska samveldinu,
hefði fyrirskipað landstjóranum að
gefa uppreisnarmönnum ekkert eft-
ir. Ekki var hægt að fá þetta
staðfest { London.
Rabuka kvað hermenn sína
myndu beijast gegn íhlutun útlend-
inga og einnig myndu þeir kveða
niður ókyrrð meðal manna af ind-
verskum uppmna, sem lokuðu
verslunum sínum í dreifbýli í gær
í mótmælaskyni við valdaránið.