Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 HUGVEKJA Kristur úr framtíð eftir séra JÓN RAGNARSSON 4. sd. e. páska. Jóh. 16:3—15. Guðspjöllin varðveita allmikið af leiðbeiningum fyrir líf kristinna manna, sem einstaklinga og sem safnaðar. Leiðbeiningar sem Kristur lét fylgjendum sínum eft- ir, áður en hann hvarf þeim í sinni líkamlegu mynd. Þetta eru leiðbeiningar til fólks sem trúir án þess að hafa séð. Skilur án þess að sjá tákn og máttarverk. Leiðbeiningar til fólks, sem hefur sömu tækifæri til þekkingar og skilnings og til að lifa með Kristi, eins og við sem lifum nú, þegar farið er að saxast verulega á tuttugustu öldina. Allar kynslóðir kristinna manna hafa sætt sömu kjörum hvað þetta varðar ef frá eru taldir fyrstu postularnir og lærisveinarnir. Þeir sáu og heyrðu allt sem Kristur sagði og gerði. Við lifum á tímaskeiði hins upprisna Drottins, sem er með okkur í anda, jafnframt því sem hann bíður okkar í óráðinni framtíð. Hann gengur í þessari framtíð til móts við okkur og leið- ir okkur inn til fagnaðar síns. Það er þessi spenna, sem ein- kennir líf kristins manns og kirkju Krists. Það er í vændum, það mótar líf okkar á þessari stundu. Hver einasta kynslóð skynjar Krist og váentir hans á sinn hátt. Hver einasta kynslóð býr við böl, sem hún þráir að verði bætt. Hver einasta kynslóð hefur mis- gerðir á samviskunni, sem hún rís illa undir — og þráir því fyrirgefn- ingu. Hver einasta kynslóð á við vanda að etja, sem hún ekki skil- ur, vegna þess að hún skilur ekki sjálfa sig, en væntir sér engu að síður svars. Jafnvel þótt svarið svipti hana blekkingunni um eigið ágæti. Allar kynslóðir horfa til Krists. Það er sá kristur sem er nærri í boðskap sínum og sannleiksanda, en er samt upprisinn og ókominn í sömu andrá. Við skynjum Jesúm ekki á sama hátt og fyrstu lærisveinar hans. Öll höfum við mynd hans fyrir hugskotssjónum. Það er ekki sama myndin því hún er dregin með þeim hætti, sem hann hefur snert líf okkar. Hefur hann hrak- ið víxlarana út úr því guðdóms- musteri, sem líf hvers manns er skapað til að vera? Hefur hann mettað okkur, lúin og hungruð? Hefur hann talað til okkar í orðum Ritningarinnar og við skilið á þeim metum, sem hann vegur á? Oft hafa þá lífsverk og lífsviðhorf okkar verið léttvæg fundin, en margt annað, sem hann vildi hafa látið sagt og gert. Það táknar ekki að liðin villu- tími sé glataður með öllu, því Kristur er í senn með okkur og reisir okkur fallin — og hann gengur á undan til þeirrar fram- tíðar sem hann helgar. Við skynjum hann ekki alltaf í skýrri mynd — en við þekkjum hann samt. Þetta er ekki ólíkt altaristöflunni í Skálholtsdóm- kirkju. Þar gengur hinn upprisni Kristur á móti okkur. Hann kem- ur úr framtíð sinni inn í okkar nútíð. Svipmót myndarinnar er ekki dregið skýrum línum, en við efumst ekki andartak um að þetta er Jesús Kristur — hinn kross- festi og upprisni. Fyrir augliti hans fær engin blekking dulist, þó að við viljum gjaman síður hafa það sem sann- ara reynist. Það er ríkt i manneðl- inu að hafna óþægilegum sannleika um sjálfan sig. Úr- skurður Krists er ekki sársauka- laus, en hann skilur okkur ekki eftir nakin og yfirgefin. Hann dæmir — sakfellir — en hann fyr- irgefur einnig þeim sem kannast við nekt sína — og leiðir hann til nýrrar framtíðar. Kristur dæmir til lífs en ekki dauða. Þessi mynd Krists, sem kemur frá bjartri framtíðinni miklar hug- myndir okkar um, hvað skuli sett sem markmið í lífinu. Við væntum Krists og leitumst við að vinna verk hans í þeim aðstæðum sem við lifum í — blíðum og stríðum. Það er Kristur sem mótar að verulegu leyti réttlætiskennd okk- ar. Við hljótum að spyrja hvort hún standist uppgjör hans í lífí framtíðar. Standast úrræði okkar mælikvarða Krists? Miðast þau við að efla mennskuna í heiminum og hlú að henni eða vinnum við að því að kúga mennskuna? Spenna hana fyrir ok til að ná fram tímabundnum markmiðum á vettvangi stjómmála, valdapots og fésýslu? Hagræðingaráráttan má aldrei leiða til þess að við lítum á manninn sem einbera reiknings- einingu. Manngildið. Sú Guðsmynd, sem þrátt fyrir allt er okkur ásköpuð, er í hættu hvar sem menn blína á efnislega hlið mannlífsins, en hafa ekki sýn til Krists, sem kem- ur úr framtíð. Samt er hinn jarðneski leir mikilvægur hluti af lífi og afkomu kristinna manna, sem annarra. Það er inn í það líf. Líf efnis- hyggju, ranglætis og mannlegs vanmáttar, sem Kristur kemur með vald til að úrskurða um rétt og rangt. Fyrirgefa — milda — lífga og sameina. Gengi 15. maí 1987: Kjarabréf 2,060 - Tekjubréf 1,153 - Markbréf 1,015 - Fjölþjóðabréf 1,030 „Þér er óhætt að treysta ráðgjöfum Fjárfestingafélagsins íyrir peningunum þínum. Það er fólk sem kann sitt fag!" Að undanförnu hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur vegna ávöxtunar á sparifé. Flestir hafa vitnað í dæmið um hana Margréti Borgarsdóttur og hvernig Fjárfestingarfélaginu tókst að skapa henni lífeyri, - fastar tekjur af peningaeign sinni. HVAÐ ER BEST? Það hafa allir heyrt um Kjarabréfin, sem hafa sérstaklega góða vexti, færri vita um Tekjubréfin, og ennþá færri gera mun á Bankabréfum, Ríkisskuldabréfum og öðr- um verðbréfum. Spurningin er bara hvert þeirra hæfi þér best. NAUÐSYNLEG AÐSTOÐ Dæmi Margrétar, og í reynd margra annarra, hefur sýnt og sannað, að ráðgjöf Fjárfestingarfélagsins er nauðsynleg fyrir venjulegt launafólk. Fó,k eins og Maxgréti. Fólk eins og þig! FJÁRFESrÍNGÁRFÉLAGIÐ ---------------------------------------Hafnarstræti 7 101 Reykjavík O* (91) 28566 © VERÐMÆT PJÓNUSTA Við hjá Fjárfestingarfélaginu bjóðum ennfremur: 1. Fjármálareikningur: - fyrir þá sem eiga peninga og vilja ávaxta þá með verðbréfaviðskiptum. 2. Sparnaðar- og ávöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga ekki handbæra peninga, en geta lagt fyrir ákveðna upphæð reglulega. Upplýsingar um gengi Kjarabréfa og Tekju- bréfa eru gefnar í símsvara allan sólarhringinn, í síma 28506. Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.