Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Álafoss og iðnaðardeild SÍS: Stefnt að samemingn ullarþvottarstöðva ^LAFOSS hf. og iðnaðardeild SÍS hafa náð samkomulagi um rekstur Uameiginlegrar ullarþvottastöðvar. Rœtt er um að nýtt hlutafélag fyrir- tækjanna kaupi og reki ullarþvottastöð SÍS Hveragerði. Álafoss hefur samþykkt aðild að þessu nýja fyrirtæki, en stjórn SÍS á eftir að fjalla um málið, þannig að endanleg ákvörðun um aðild SÍS hefur ekki verið tekin. Hvort fyrirtæki mun eiga helming hlutafjár í ullarþvottastöðinni en hún mun anna allri ullarframleiðslunni í landinu, án þess að til þurfi að koma viðbótarfjárfesting að ráði. Jón Sig- urðarson, framkvæmdastjóri iðnað- ardeildarinnar, sagði að ullarfyrir- tækin væru að koma þessari samvinnu á til að spara kostnað í stöðugt minnkandi ullarframleiðslu. Nýja ullarþvottastöðin getur tekið til starfa þann 1. júlf, ef af stofnun hennar verður. Grindavík: Fjölmörg innbrot upplýst Grindavfk. LÖGREGLAN í Grindavík hefur handtekið nokkra unga menn hér i bæ sem játað hafa aðild að mörgum innbrotum í verslanir og fyrirtæki undanfarin 3 ár. Mennimir, sem eru nfu talsins og flestir um tvítugt, voni hand- teknir á föstudag eftir að vísbend- ing kom lögreglunni á sporið síðastliðið fímnntudagskvöld. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, yfir- varðstjóra, er um að ræða sjö innbrot í verslanir, grunnskólann og félagsheimilið Festi í tvígang. Þýfið er metið á um 200 þúsund Morgunblaðið/Kr. Ben. Sigurður Ágústsson yfirvarð- stjóri með þann hluta þýfisins sem kominn er í leitirnar. krónur og er hluti þess kominn f leitimar. Innbrotin byijuðu óskipu- lega, en ljóst er að í seinni tíð vom þau skipulögð með sölu þýfisins í huga. Má þar meðal annars nefna innbrot í grunnskólann og félags- heimilið Festi nú í vetur. Rannsókn- arlögregian í Griiidavík og Keflavík mun vera að kanna ýmsar vísbend- ingar varðandi önnur mál, því ekki hefur tekist að upplýsa fjölda inn- brota í báta í Grindavíkurhöfn, þar sem einkum var stolið myndbands- tækjum og talstöðvum. Kr.Ben. Morgunblaðið/Einar Falur IFUGLABJARGI Flutningar Eimskips fyrir Sementsverksmiðiuna: Dómstóll í Englandí fjallar um bótakröfu MÁLAREKSTRI vegna þýska skipsins Kampen, sem fórst undan Vestmannaeyjum 1. nóvember 1983, er enn ekki lokið. Málið er nú fyrir dómstóli f Englandi, þar sem kveðið er á um það í farm- samningi milli Eimskipafélags íslands og Sementsverksmiðju ríkisins, að gerðardómsmál milli aðila skuli reka fyrir dómstólum í útlöndum. Kampen var í leigu hjá Eimskipa- félaginu og flutti koks fyrir Se- mentsverksmiðju ríkisins er það fórst með sjö mönnum, en sex þjörg- uðust. Farmur skipsins var tryggður hjá Almennum tryggingum og höfð- Loðdýrarækt: aði tryggingarfélagið mál fyrir íslenskum dómstólum á hendur Eim- skipafélaginu og útgerðaraðila þýska skipsins. Dómar gengu á einn veg í undirrétti og Hæstarétti; út- gerðaraðili þýska skipsins var fundinn sekur, en málinu gegn Eim- skipafélaginu var vísað frá á þeirri forsendu að þetta sé ekki ágreining- ur, sem eigi að fjalla um fyrir fslenskum dómstólum, þar sem í farmsamningi segi að ágreiningsmál eigi að reka fyrir dómstólum erlend- is. Hins vegar segir í farmskírteini að íslenskir dómstólar eigi að flalla um ágreiningsmál og á þeirri for- sendu var eigandi þýska skipsins fundinn sekur. Aftur á móti eru íslenskir dómar ekki aðfararhæfír í Þýskalandi og því hefur mál verið höfðað þar f landi. Tryggingarfélag Eimskipafélags- ins hefur gert þá kröfu fyrir dómstólnum í Englandi, að málinu verði vísað frá, þar sem bótakrafa sé of seint fram komin. Muikastofninn tvö- faldast á þessu árí ÚTLIT er fyrir að minkastofn landsmanna tvöfaldist í haust. MikiU áhugi er á stofnun minkabúa. Það sem af er árinu hafa verið veitt 65 leyfi til stofnunar nýrra loðdýrabúa, þar af eru 63 minkabú en aðeins 2 refabú. Er búið að panta allar þær minkalæður sem hægt verður að setja á f haust. Óttast sumir að það geti orðið til þess að lífdýraverð verði óeðlilega hátt. Auk leyfa til stofnunar nýrra búa lífdýraverð, en heyrst hafa fréttir hafa verið veitt leyfí til stækkunar þriggja minkabúa og 7 refabúa, '>bannig að alls hafa 75 loðdýraleyfi verið veitt frá áramótum. Fjöldi dýra sem veitt hafa verið leyfí fyrir eru 20 þúsund minkalæður og 1.100 refalæður. Auk þess eru f gildi ónot- uð loðdýraleyfí frá síðustu mánuð- um síðasta árs, þannig að búist er við að minkastofninn, sem nú teiur 24 þúsund læður, tvöfaldist á árinu. * '' Enn er nokkur óvissa með um 2.500—4.000 kr. á hvert dýr. Sveinbjöm Eyjólfsson, fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu, segist ótt- ast afleiðingar þess ef lífdýraverðið verður spennt upp. Eðlilegt verð að hans mati er um 2.400 krónur. Hann sagði að bændur fengju 600 þúsund króna styrk samkvæmt jarðræktarlögum til að byggja minkabú, en ef menn þyrftu að borga 4.000 krónur fyrir hvert lífdýr í stað 2.500 kr., færi allur styrkurinn f þann mismun. Sveinbjöm sagði að allir þeir bændur sem nú væru að selja lífdýr hefðu annaðhvort fengið styrk frá ríkinu til stofnskipta eða hefðu not- ið góðs af þeim styrk í lægra lífdýraverði. Því þætti mönnum óeðlilegt ef þessir menn ætluðu að hagnast á kostnað þeirra sem nú væru að byija. Flest minkabúin sem fengið hafa leyfi frá áramótum em á Norður- landi; 18 í Skagafirði, 15 í Húna- vatnssýslum, 4 í Þingeyjarsýslum og 2 í Eyjafírði. 12 bú eru á Aust- urlandi, 4 í Austur-Skaftafellssýslu og 9 á Suðurlandi. Síðan er eitt bú á Vestfjörðum og annað f Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Norska hljómsveitin A-ha A-ha til íslands í júní? Oslo. Frá Jan Erik-Lauré fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA popphljómsveitin A-ha hefur mikinn áhuga á að koma til íslands. í viðtali við Dagbladet norska segir PAl Waaktar, gítar- leikari, að hljómsveitin ætli að fara til íslands um miðjan júni. Viðtalið við hljómsveitina var tek- ið í bænum Montreux í Sviss, þar sem hljómsveitin kom fram í sjón- varpsþætti ásamt öðrum stórstjöm- um. Þá notuðu félagamir þrír í A-ha, PÁl, Morten Hacket og Magne Furu- holmen, tækifærið til að kynna titillag nýjustu James Bond-myndar- innar, The Living Daylights. Plata A-ha með þessu lagi verður sett á markaðinn eftir þijár vikur, en kvik- myndin verður frumsýnd 29. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.