Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 41 hann var oftast kallaður, var búinn að vera sjúklingur í nokkur ár. Það var sama hve veikur hann var, allt- af gat hann hlegið og gert að gamni sínu. Hann var mjög skapgóður að eðlisfari og ávallt hress og kátur, er maður hitti hann. Einnig var hann trygglyndur og átti hóp af vinum og kunningjum. Sást það best hve vinmargur hann var og vinsæil á 70 ára afmæli hans þann 23. mars sl. Það var síðasta skiptið sem ég sá hann. 11. maí 1940 giftist Addi eftirlif- andi eiginkonu sinni, Stefaníu Guðmundsdóttur, og eignuðust þau sjö böm. Hefur fjölskyldan verið mjög smahent og missa þau nú mikið við fráfall hans. Það hefur mikið reynt á Stefaníu í öllum veik- indum Adda, en hún hefur verið honum mikil stoð. Addi frændi minn var í miklu uppáhaldi hjá mér, svo að þegar mér og ijölskyldu minni var til- kynnt andlát hans brá mér mjög. Þegar ég var yngri komu Addi og Stefa ekki ósjaldan í afmælið mitt, færandi hendi með stórar og miklar gjafir. Hann gaf sér alltaf tíma til að heimsækja litlu frænku, þó svo að hann ætti stóran hóp af bömum og bamabömum. Síðasta skiptið sem ég heyrði í frænda mínum var á annan dag páska og var hann að hringja og spyija um það hvem- ig við fjölskyldan hefðum það, en við vomm öll búin að vera veik. Svona var Addi. Þó svo að hann væri veikur sjálfur fylgdist hann alltaf með líðan annarra. Það er margt sem ég gæti rifjað upp um frænda minn, en ætla ekki að gera hér frekar. Ég á margar góðar minningar um hann sem ég mun geyma til æviloka. Minninguna um hressan og kátan frænda mun ég geyma í huga mér. Ég og foreldr- ar mínir þökkum Adda samfylgd- ina. Við biðjum góðan Guð að styrkja Stefaníu, böm, tengdaböm og bamaböm f þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Ömólfs M. Ömólfssonar. Helga Sigurbjörg Ámadóttir Það er mikil gæfa hveijum manni þegar erfiðleika ber að höndum að mæta þeim með hæfilegu æðm- leysi, ganga á hólm við sjúkdóma og þrautir með bros á vör, með bjartsýni þegar áhorfandanum virð- ast flest sund sem áður voru fær, lokast. Sú raun að missa verulegan hluta starfsgetu sinnar löngu áður en æviámm hefur fjölgað svo að þrek og kraftur láti að mun undan síga fyrir aldurssakir hlýtur að bíta hart eljumanninn sem aldrei féll verk úr hendi. Því hvarflar þetta nú í hug minn þegar mágur minn, Ömólfur M. Ömólfsson, er allur. Baráttan hans um áraskeið við illvígan sjúkdóm og vemlega lömun líkamsþreks hygg ég að þeim sem til þekktu megi verða verðugt leið- arljós að gefast ekki upp þó á móti blási og sanna þau fleygu orð að „meðan vonin lifir er lífsvon". En „eitt sinn skal hver deyja" og enginn ræður sínum hinsta næt- urstað. Ömólfur varð bráðkvaddur 2. maí sl. suður á Mallorca þar sem hann var í orlofsferð með eiginkonu sinni, Stefaníu Guðmundsdóttur. Við Ömólfur áttum samleið í rúmlega 40 ár, að vísu slitrótta eins og gengur þar eð báðir unnu sín störf oft á vinnustöðum sem vom allfjarri hvor öðmm þótt iðn okkar yrði að gmnni hin sama. Og þó vissum við alltaf vel hvor af öðmm og komu þar til vensl og auk þess ýmis áhugamál okkar beggja. En sameiginlegan starfsvettvang áttum við meðan ég var að læra rafvirkjun. Hann var meistari minn þau ár. Á þeim um það bil fjórum ámm þegar við unnum ýmist saman eða í námunda hvor við annan kynntist ég ekki einungis iðnaðar- manninum, dugnaði hans og árvekni, heldur einnig manninum sjálfum sem hvers vanda vildi leysa. Ég stend f þakkarskuld við hann fyrir leiðsögn og öllu framar ánægjulega samfylgd fyrr og síðar. Þegar námstíma mínum iauk lágu vinnuleiðir okkar ekki lengur saman er hann fór til starfa hjá Raf- magnsveitum ríkisins þar sem hann vann til síns sfðasta vinnudags. Störfum hans þar kynntist ég ekki af eigin raun en fregnaði þó að ætíð var hann ódeigur þegar mikið lá við í för með vinnufélögum sínum í erfíðum ferðum við viðgerðir á slitnumog ísuðum raflínum, að gefa fólki á ný það Ijós og yl sem það hafði misst vegna veðrahams eða annarra óhappa. Starfsævi Ömólfs spannar það tímabil sem neysla raforkunnar varð almenningseign, allt frá því að aðeins hluti þjóðarinn- ar naut hennar til þess að segja má að hver íslendingur njóti hennar nú. Ýmsir atburðir hljóta því að festast f minni þeirra sem stóðu nærri breytingunum um áratugi. Hluti af störfum Ömólfs, bæði á meðan hann var rafveitustjóri á Háuavík og eins eftir að hann réðst til Rafmagnsveitna ríkisins var að tengja nýlagðar veitutaugar við raflagnir í sveitabæjum, stundum þar sem ekki höfðu verið önnur gögn til ljósa en olíulampar og kerti. Eitt sinn sagði hann mér er við vorum á smáferðalagi tveir ein- ir að líklega væri það sín mesta ánægja í starfi að sjá gleðibjarmann í andliti gamallar konu sem á langri ævi hafði sýslað við verk sín í hálf- myrkri þegar rafmagnið lýsti skyndilega upp hvem krók og kima. En nú hefiir „sól bmgðið sumri" í birtu vorsins. Síðast þegar fundum okkar ömólfs bar saman bauð hann til veislu í tilefni sjötugsafmælis síns. Þar var mikið fjölmenni og sannaði mér það sem ég raunar taldi mig vita hve vinmargur hann var. Og þá sem ætíð var hann maður félagsskapar og fagnaðar. Mér er ljóst að fá orð á blaði segja ekki ýkja mikið. Lífsbraut okkar allra er vörðuð þeim minning- um sem við eigum um samferða- mennina. Þegar vinir og kunningjar hverfa úr hópnum verður tómlegt um stund. Tíminn græðir sár og mildar söknuð. Lífshamingja er tengd því að eiga samfylgd með góðu fólki í gleði og í sorg. Þannig kveðjum við Ömólf nú, ég og konan mín, Svanfríður, sem sér á bak kærum bróður. Þeirri kveðju fylgja einlægar þakkir okkar. Eftirlifandi eiginkonu hans, bömum þeirra og þeirra fjölskyld- um vottum við samúð. Óskar Þórðarson Legsteinar fianíi <>.{■■ Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. Opið frá kl. 15-19. Fyrir dömur og herra Laurél Tískuverslunin Laugavegi 118 105 Reykjavík simi 28980 GOODYEAR RÚTU-OG VÖRUBÍLADEKK G LÍNAN — STÁL RADIAL BYGGÐ TIL AÐ ENDAST G 291 G 167 G 186 G 124 LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA lHeklahf » jjLaugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.