Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 4
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 Þórður Friðjónsson, forstjórí Þjóðhagsstofnunar. Almenn trú á verð- bólgu herðir enn á verðbólgunni Hækkun áfengis, tóbaks og útvarps leiðir til 1 milljarðs launahækkunar „ÞETTA eru út af fyrir sig ekki ný tíðindi og fellur svo til ná- kvæmlega að verðbólguspánni í greinargerð okkar til stjóm- málaflokkanna nú fyrir skemmstu. En auðvitað er þetta nokkuð umfram áætlanir frá því fyrr á árinu,“ sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, þegar leitað var álits hans á efnahagslegum áhrifum þess að útlit er fyrir að framfærslu- vísitalan fari 4% yfir „rauða strikið" í september. Þórður sagði að menn yrðu að hafa það í huga þegar rætt væri um að vísitalan færi 4% yfir viðmið- unarmörkin í september að hluti af umframhækkuninni, eða 1,3%, hefði verið kominn fram við síðustu viðmiðunarmörk, þann 1. maí. Því mynduðust aðeins 2,7% á tímabilinu fram til 1. september. Það væri í samræmi við síðustu áætlun Þjóð- hagsstofnunar. Þórður sagði einnig: „Það er rétt að leggja á það áherslu að það virð- ist vera almenn trú í landinu á að verðbólgan fari vaxandi. í því felst ákveðin viðvörun, því væntingar um verðbólgu geta leitt til aukinnar verðbólgu og spennu í efnahagslíf- inu. Til dæmis kann það að leiða til þess að menn flýti kaupum og ýmsum ráðstöfunum, sem þeir hefðu annars ráðist í seinna. Þessa trú á aukna verðbólgu má líklega rekja til óvissunnar um hvaða efna- hagsstefnu næsta ríkisstjóm mun fylgja." Nýákveðnar hækkanir á áfengi, tóbaki og afnotagjaldi útvarps og sjónvarps leiða til tæplega 1% hækkunar á framfærsluvísitölunni. Það hefur væntanlega í för með sér að að launakostnaður fyrirtækja og hins opinbera hækkar sem því nem- ur í september, og nemur hækkunin nálægt 1 milljarði á ári. Þórður sagði að nauðsynlegt væri að hafa í huga í þessu sambandi að verð- bólgan hefði reynst meiri en gert var ráð fyrir í upphafi ársins og tekjur ríkisins og opinberra fyrir- tækja hefðu rýrnað sem því næmi. Austurbæjarbíó verður Bíóborgin AUSTURBÆJARBÍÓ er nú að 80 manns í sæti. Skipt hefur verið breyta um svip bæði innandyra og utan og hefur jafnframt feng- ið nýtt nafn, Bíóborgin. Nýr eigandi, Arni Samúelsson, mun opna kvikmyndahúsið næstkom- andi miðvikudag með þv$ að frumsýna bandarísku kvikmynd- ina „Morning after“ með þeim Jane Fonda og Jack Bridges í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Sidney Lumet. í Bíóborg verða þrír kvikmynda- salir. Sá stærsti tekur 700 manns í sæti og hinir tveir taka 135 og um stóla í stærsta salnum og eru þau klædd dökkbláu plussáklæði. Verið er að mála húsið að utan hvítt og grátt, en hingað til hefur það verið grátt, eins og fólk eflaust rekur minni til. Ámi rekur einnig Bííhöllina í Breiðholti og Bíóhúsið í Lækjargötu og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að þar hyggðist hann sýna eingöngu kvikmyndir, sem tengdust meira menningum og listum, en aðrar kvikmyndir gerðu. Sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn SumarbúðirÆSK eru við Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þarfer saman einstæð náttúrufegurð og mikil veðursæld. f búðunum er alltaf mikið um að vera, hægt er að fara í göngu- og bátsferðir, renna fyrir silung, fara í bílferð, til kirkju eða í sund. í búðunum er íþróttavöllur og leikvöllur. Þegar veður leyfir er safnast saman við varðeld og söng. í samkomusal eru haldnar helgistundir og fræðslukvöld. I sumarbúðunum er lögð rækt við sál og líkama. Flokkaskipting 1. «. 2. fl. 3. fl. 4. fl. 5. fl. 6. fl. 7. fl. 8. fl. 9. fl. 30. maí 9. júnl 18. júní 25. júní 3. júll 15. júlí 25. júlí 4. ágúst - 6. júnl -16. júní -25. júní - 2. júlí - 10. júlí -25. júlí - 1. ágúst 11. ágúst 12. ágúst-19. ágúst 10. fl. 20. ágúst -27. ágúst stelpur/strákar 8-11 ára stelpur/strákar 7-11 ára stelpur/strákar 8-11 ára stelpur 7-11 ára stelpur/strákar 11-13 ára opinn hópur - óráðstafaö blindir og aldraðir aldraðir Selfossi (upppant.) orlofskonur orlofskonur Innritun Innritun í sumarbúðir ÆSK við Vestmanns- vatn er hafin. Hún fer fram hjá Gunnari Rafni Jónssyni og Steinunni Þórhallsdóttur, Skálabrekku 17 á Húsavík. Síminn er 96-41668. Innritað er alla virka daga frá kl. 17-20, en einnig má hringja á öðrum tímum, ef það hentar betur. Einnig má inn- rita hjá Æskulýðsskrifstofu Akureyrar, sími 96-24873, og sr. Jóni Helga Þórarinssyni Dalvík, sími 96-61685. Frá og með 27. maí fer innritun fram í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Síminn þar er 96-43553. Við innritun þarf að greiða 1000 kr. staðfest- ingargjald, sem er óendurkræft, ef umsækj- andi hættir við dvölina þremur vikum eða skemur fyrir upphaf hennar. Ella gengur staðfestingargjaldið upp í dvalargjaldið. Sendir verða út gíróseðlar fyrir staðfesting- argjaldinu. Þá þarf að greiða innan tveggja vikna. Þegar sú greiðsla hefur borist, fá væntanlegir þátttakendur bréf með öllum upplýsingum um sumarbúðirnar og dvölina þar. Dvaiargjald Dvalargjald í barnaflokkum er 5.900 fyrir barnið. Systkini fá afslátt, og er dvalargjaldið þá 5.300 kr. I 7. flokki (fyrir aldraða) kostar 8.000 fyrir manninn eða 7.200 fyrir hvort hjóna. Rútugjöld eru ekki innifalin. Ungir sem aldnir Notið tækifærið, látið innrita ykkur strax í dag. Njótið þess að eiga ykkar sæluviku á Vestmannsvatni í glöðum hópi, ( fagurri náttúru og endurbættum húsakynnum. Sjáumst öll hress og kát. Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti Morgunblaðið/Einar Falur Bíóborgin, áður Austur- bæjarbíó, breytir nú um svip og verður hvítt i framtiðinni. Skipt hefur verið um sæti í aðalsal bíósins eins og sjá má á innfelldu myndinni Morgunblaðið/Einar Falur Umönnunar- og hjúkrunarheim- Uið Skjól við Kleppsveg. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, leggur hornsteininn að hinu nýja umönnunar- og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Hornsteinn lagður að umönnun- ar og hjúkrunarheimilinu Skjóli FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði á föstudag hornstein að umönnunar- og hjúkrunarheimiUnu Skjóli við Kleppsveg. Heimilið verður fyrir aldrað fólk alls staðar af á landinu sem þörf hefur fyrir umönnun og hjúkrun. Fyrir- hugað er að taka i notkun fyrsta hluta heimilisins 1. nóvember næstkomandi og ljúka því að fullu fyrir 15. október 1989. Athöfnin hófst með því að Guðjón B. Baldvinsson, formaður Skjóls, lýsti framkvæmdum en því næst flutti Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra ávarp. Hún þakkaði forráðamönnum Skjóls fyrir að hafa lagt í þetta merkilega átak og sagði að hér væri um að ræða merkan áfanga í vistunarmálum aldraðra. Að loknu ávarpi heilbrigðisráðherra kom Guðjón B. Baldvinsson bygg- ingar- og framkvæmdalýsingu fyrir í blýhólk sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, múraði inn í vegg hússins með aðstoð Eggerts Þorsteinssonar, forstjóra Trygg- ingastofnunar rikisins og fyrrver- andi múrara. Biskupinn yfír Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson, flutti blessunarorð. Meðal gesta við at- höfnina voru aðstandendur bygg- ingarinnar, starfsmenn og margir sem styrkt hafa framkvæmdimar. Athöfninni stjómaði sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri byggingarinnar. Aðstaða verður fyrir fyrir rúm- lega 100 sjúklinga á hinu nýja umönnunar- og hjúkrunarheimili Skjóls. Að Skjóli standa Samband lífeyrisþega BSRB, Stéttarsamband bænda, Reykjavíkurborg, Þjóðkirkj- an, Sjómannadagsráð og Alþýðu- samband íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.