Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
55
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Umsjón
með kaffistofu
Óskum að ráða starfskraft í kaffistofu okkar.
Starfssvið: Matseld og framreiðsla létts há-
degisverðar.
Vinnutími kl. 10.30 til 13.30.
Bindindi áskilið. Umsóknir sendist skrifstofu
okkar í Lágmúla 5, Reykjavík fyrir miðviku-
daginn 20. maí nk.
Tryggingafélag bindindismanna
>FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á (SAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
— meinatæknar
Óskum að ráða nú þegar:
★ Hjúkrunarfræðinga
★ Sjúkraliða
★ Meinatækni
Sunnuhlíð
Hjálinra.r* »1.101 riilwilwUWH»wingl
Kópavogsbraot 1 Sími 45550
Hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð Kópavogi
óskar að ráða starfskraft til sumarafleysinga
á dagheimili frá 8. júní nk.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 45550.
Rafeindavirki
óskast til að annast viðhald og viðgerðir
hljómburðartækja Hollywood, Broadway,
Hótels Borgar og Sjallans.
Upplýsingar veitir Sigurður Bjóla á skrifstof-
unni að Smiðjuvegi 2, Kópavogi, kl. 13-16 á
morgun, mánudag. Sími 641441.
Bókhald
Stórt fyrirtæki í miðbænum vantar starfs-
kraft með einhverja reynslu í bókhaldi til
starfa í bókhaldsdeild.
Umsóknir merktar: „Bókhald — 761“ sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld.
Vél.-/bifvélavirkjar
Viljum ráða nú þegar vélvirkja og bifvéla-
virkja á verkstæði okkar við Fífuhvammsveg.
Upplýsingar í símum 40677 og 667102.
Byggingaféiagið hf.
Skiltagerð
Laghentir starfsmenn óskast. Mikil vinna
framundan.
Umsóknir sendist í pósthólf 5534, 125
Reykjavík.
umferðarmerki hf
skilti og auglysingar
Bræðraborgarstíg 9, sími 22191.
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs
Svæfingalæknir
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs óskar eftir
að ráða svæfingalækni við sjúkrahúsið. í
boði er góð vinnuaðstaða og aðstoð við út-
vegun húsnæðis.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðn-
ir um að hafa samband við yfirlækni sjúkra-
hússins eða framkvæmdastjóra sem gefa
allar nánari upplýsingar um launakjör og
fleira. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir
31. maí nk.
Framkvæmdastjóri.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 94-3014 eða 94-3020 alla virka daga
milli ki. 8.00 og 16.00.
Hrafnista
í Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa sem
fyrst.
Sjúkraliðar og þroskaþjálfar óskast í sumar-
afleysingar.
Starfsfólk óskast í aðhlynningu og ræstingu.
Barnaheimili á staðnum.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum
35262 og 38440.
Starfsfólk óskast í þvottahús.
Upplýsingar gefur Anna í síma 82061.
Yfirhafnarvörður
Hér með er auglýst laust til umsóknar starf
yfirhafnarvarðar við Akraneshöfn. Starfið fel-
ur í sér umsjón með daglegum rekstri
hafnarinnar, þrif og minniháttar viðhald hafn-
armannvirkja, hafnsöguþjónustu og önnur
verkefni sem tengjast kunna rekstri hafnar-
innar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir bæjar-
stjóri í síma 93-1211.
Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Bifvélavirkjar
Okkur vantar bifvélavirkja á fólksbílaverk-
stæði okkar. Unnið er eftir bónuskerfi.
Upplýsingar gefur Páll Eyvindsson á staðn-
um (ekki í síma).
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs
Hjúkrunarforstjóri
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs óskar eftir
að ráða hjúkrunarforstjóra við sjúkrahúsið. í
boði er góð vinnuaðstaða og aðstoð við út-
vegun húsnæðis.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðn-
ir um að hafa samband við núverandi
hjúkrunarforstjóra í síma 92-4000, sem gefur
nánari upplýsingar um launakjör og fleira.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 31. maí nk.
Framkvæmdastjóri.
VINNUEFTIRLIT
RÍKISINS
Bíldshöfða 16 - P.0. Box 10120 - 130 Rvik - Sími 672500
Starfsmaður í
fræðsludeild
Vinnueftirlit ríkisins óskar eftir að ráða starfs-
mann ífræðsludeild stofnunarinnar. Verkefn-
in verða m.a. fólgin í því að undirbúa og
halda námskeið víða um land og aðstoða við
samningu og útgáfu á fræðsluefni.
Umsóknir merktar „Fræðslufulltrúi“ sendist
stofnuninni fyrir 1. júní.
Vinnueftirlit ríkisins,
Bíldshöfða 16, sími: 672500.
Snyrtifræðingur
Heildverslun með snyrtivörur staðsett í
Austurbænum vill ráða sölumann til starfa.
Þarf að vera snyrtifræðingur og hafa eigin
bifreið. Fullt starf.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar.
Guðnt íónsson
RÁÐCjÖF & RÁÐNI NC.ARMÓN LlSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Ritari
Opinber stofnun, staðsett miðsvæðis, vill
ráða starfskraft til starfa.
Starfið felst ívélritun, ritvinnslu, skjalavörslu.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun
samkvæmt samningi BSRB.
Umsóknir sendist skrifstofu okkar fyrri 24.
maí nk.
Guðni ÍÓNSSON
RÁDCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN U5TA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍM1621322
Banka-
útibússtjóri
Iðnaðarbanki íslands hf.
vill ráða útibússtjóra að útibúi sínu
á Akureyri.
Starfið er laust 1. júlí eða eftir nánara sam-
komulagi.
Við hvetjum alla þá er áhuga hafa á nánari
upplýsingum um þetta starf, að hafa sam-
band við skrifstofu okkar, og ræða málin í
algjörum trúnaði.
GudniTónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5, I0l REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Sala og afgreiðsla
Óskum að ráða röskan pilt eða stúlku til
sölu- og afgreiðslustarfa. Hér er um framtíð-
arstarf að ræða en alls ekki sumarstarf.
Umsóknir skulu handritaðar með upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf og skulu
sendar í seinasta lagi 21. maí.
Engar upplýsingar gefnar í síma.
UJT^J
Höfðabakka 9,112 Reykjavík.