Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 45 í uppeldisáæthm fyrir dagvistarheimili, sem gefin var út af menntamálaráðuneyt- inu 1985, og minnst er á í greininni, eru þetta talin meginmarkmið áætlunarinnar: 1. að búa bömum vel skipu- lagt uppeldisumhverfi og ömgg leikskilyrði sem jafn- framt em hlýleg og lær- dómsrík og auðga reynsluheim bamanna. 2. að gefa bömum kost á að taka þátt í leik og starfi í hópi jafnoka og njóta þannig fjöl- breyttra uppeldiskosta bama- hópsins undir leiðsögn fóstra. 3. að kappkosta í samvinnu við heimilin að efla alhliða þroska bamanna (þ.e. líkams-, tilfinninga-, vitsrhuna-, fé- lags-, fagur- og siðgæðis- þroska) í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo að þau fái notið bernsku sinnar sem slíkrar til fulls en gjaldi hennar ekki. 4. að stuðla að því að bömin nái þroska til að mæta kröfum skyldunámsins og stuðla jafn- framt að því að eðlileg tengsl skapist milli dagvistarheimilis og gmnnskóla. 5. að auka umburðarlyndi og víðsýni bamanna og skilning þeirra á mannlegum kjömm og umhverfi og jafna uppeldis- aðstöðu þeirra í hvívetna. 6. að efla kristilegt siðgæði bamanna og leggja gmndvöll að því að böm verði sjálfstæð- ir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóð- félagi sem er í örri og sífelldri þróun. Þessar ábendingar sérfræðinga era í fullu samræmi við tillögur okkar." Og Gyða heldur áfram: „Auk gmnnnáms hefur Fóstur- skóli íslands boðið starfandi fóstr- um upp á stutt endurmenntunar- námskeið (líkt og kennarar eiga kost á), þar sem kynntar em nýj- ungar í starfi. Áður fyrr var u.þ.b. eitt námskeið á ári en sl. tvö ár hefur hins vegar verið boðið upp á mun víðtækari endurmenntun. Ell- efu mismunandi námskeið hafa verið haldin á ári. Þetta em 20 stunda námskeið þar sem teknir em fyrir ýmsir þættir s.s. hreyflng, tón- list, þróun vitsmunaþroska, hegð- unarvandkvæði, stjómun, myndíð og leikræn tjáning. Þessi námskeið hafa verið vel sótt og hefur þurft að endurtaka mörg þeirra. Skólaárið 1983/84 var starfrækt fyrsta framhaldsdeildin við FI. Þar var um árlangt framhaldsnám að ræða, sérstaklega ætlað þeim sem hugðu á stjómunarstörf, ráðgjöf og umsjón á dagvistarheimilum. Næsta haust verður slík framhalds- deijd starfrækt í annað sinn. í 14. gr. laga um Fósturskóla íslands segir að stefnt skuli að því að starfrækja í tengslum við Fóstur- skólann og undir yflrstjóm hans æfinga- og tilraunastofiiun fyrir böm fram til 7 ára aldurs, þar sem nemendum skólans sé búin sérstök aðstaða til athugana á atferli á leikjum bama og á uppeldislegum starfsháttum. I flestum nágranna- löndum okkar em slík heimili rekin í einhverri mynd. í þessari æfinga- og tilrauna- stofnun sé ég jafnframt möguleika á og tækifæri til að gera vísindaleg- ar athuganir á atferli íslenskra bama svo og starfsaðferðum. Hingað til hefur þurft að miða við erlendar rannsóknamiðurstöður eingöngu. Það er mjög varhugavert að gleypa slíkar niðurstöður hráar. íslenskt þjóðfélag hefur sín sér- kenni og þau hafa áhrif. Því er nauðsynlegt að skipuleggja starf- semi á íslenskum gmndvelli. Þessi stofnun gæti síðar orðið nokkurskonar ráðgjafarstofnun, þ.e.a.s. önnur dagvistarheimili gfætu kynnt sér starfsemina og fengið upplýsingar um hvemig til hefði tekist og jafnframt fengið ráðgjöf varðandi eigin starfsemi." Svo mörg voraþau orð um námið í Fósturskólanum. í framhaldi af þeim vaknar spumingin um það hvemig þessi menntun gagnist baminu — og hvort foreldrar þurfl ekki að geta staðið að uppeldi á sömu jákvæðu nótunum svo ekki myndist togstreita í huga bamsins? „Þetta var góð spuming," segir Gyða. „Árið 1985 kom út á vegum menntamálaráðuneytisins uppeld- isáætlun fyrir dagvistarheimili, markmið og leiðir. Áætlunin var unnin í samræmi við þekkingu manna á bamasálfræði og uppeldis- fræði, og samdi ftni Valborg Sigurðardóttir fyrrverandi skóla- stjóri og sérfræðingur nefndarinnar þessa áætlun. í áætluninni em rakin um 20 uppeldismarkmið og bent á leiðir til þess að ná þeim. Aætlunin bygg- ist á bamhverfri hugmyndafræði, þ.e.a.s. hún gengur út frá þroska og þörfum bamsins. Mikil áhersla er lögð á að bamið fái að spreyta sig á umhverfinu innan ákveðinna marka. Bamið lærir í gegnum leik. Meðal markmiða er fjaliað um efl- ingu vitræns þroska og fagur- þroska, einnig er fjallað um hreyfi-, félags- og siðgæðisþroska. Ég held því að eftir lestur þessarar áætlun- ar ætti lesandinn ekki að vera í vafa um að fóstran er fyrsti kenn- ari bamsins. í uppeldisáætluninni er einnig talað um mikilvægi for- eldrasamstarfs. Foreldrar bera fyrst og síðast ábyrgð á uppeldi bamsins og þá ábyrgð má ekki taka af þeim. Breyttir þjóðfélagshættir og aukin þekking á þróunarferli bamsins kallar hins vegar á sér- menntað starfsfólk sem vinnur að uppeldi bama ásamt foreldrum og í samráði við þá. Það fellur í hlut fóstm að gera foreldmm grein fyr- ir starfseminni á dagvistarheimilinu og framföram bamsins. Ég minntist áðan á að bamið þyrfti að fá svigrúm til að spreyta sig í umhverfínu, innan ákveðinna marka — þ.e.a.s. fóstra hvetur bamið til að finna lausnir á ýmiss konar vandamálum sem koma upp, í stað þess að gera hlutina fyrir bamið. Ég tel að almennt hætti okkur of mikið til að gera það síðar- nefnda og geri þá ráð fyrir því að þessi uppeldisaðferð geti valdið tog- streitu sem krefst umfjöllunar og úrlausna. Svona í lokin get ég ekki neitað því að mér flnnst almennt skilnings- leysi of einkennandi fyrir afstöðu fólks til dagvistarmála. Almenningur, ráðamenn og jafn- vel skólamenn hafa t.d. helst viðurkennt dagvistarstofnanir sem geymslustofnanir fyrir takmarkað- an fjölda bama úr ákveðnum þjóðfélagshópum. Mikið vantar á að fólk geri sér grein fyrir mikil- vægi dagvistarstofnana sem kennslu- og uppeldisstofnana. Þetta em nauðsynlegar stofnanir í nútíma þjóðfélagi. Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því, að þótt starf dagvistar- heimila sé eflt og hlutverk þeirra víkkað þá er ekki verið að taka ábyrgð af foreldmm. Þeir veita bömunum það sem enginn annar getur veitt þeim. Skilgreina þarf hins vegar betur hver á að gera hvað. Ég tel að það sé nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því að uppeldisaðstæður fslenskra bama era gjörbreyttar frá því sem áður var. Því er nauðsynlegt að marka heildarmenntastefnu þar sem upp- eldis- og námstilboð bama og ungmenna þriggja ára til tvítugs eru skilgreind og ætluð öllum,“ sagði Gyða Jóhannsdóttir skóla- stjóri Fósturskóla íslands. - H.V. Hvaða kostur er bestur? margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver ''%(&/€?) rakvél dugar jafh- lengi og eitt rakvélarblað. MARGVERÐLAMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.