Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 LEGSTEINAR OrnólfurM. Orn- MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4- — Sími 681960 ólfsson rafvirkja- meistari - Minning Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ______um gerð og val legsteina._ M l S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKHMMLVEGI 48-SfMI 76677 Fæddur 23. mars 1917 Dáinn 2. maí 1987 „Glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana.“ Þessar ljóðlínur úr Hávamálum koma okkur í hug þegar við kveðj- um Ömólf Ömólfsson, rafvirkja- meistara. Hann andaðist 2. maí suður á Mallorka, en þar ætlaði hann að eiga mánaðarsumarfrí ásamt konu sinni. Þau fóm frá Reykjavík 27. apríl og áttu fimm yndislega sólskinsdaga á þessari suðrænu eyju. Ömólfur fæddist 23. mars 1917 á Suðureyri við Súgandafjörð. For- eldrar hans vom hjónin Margrét Þ. Guðnadóttir og Ömólfur Jóhann- esson. Hann ólst upp í stómm systkinahópi, því þrettán af bömum BLOMANÆRING Ný tilbúici áburðarblanda sem hentar öll- um stofublómum, útiblómum og gróður- húsajurtum. Blómanæring gefur kröftugan vöxt og stuðlar að heilbrigði plantnanna, blómgun verður betri og útlitið fallegra. Blómanæring er fáanleg um allt land í 0,5 og 5 lítra brúsum. Blómanæring er framleidd undir stöð- ugu gæðaeftirliti eigin rannsóknarstofu. Prófaðu Blómanæringuna og það rennur upp nýtt blómaskeið. ÁBURÐARVERKSMIfXJA RÍKISINS Heildsöludreifing S: 673200 Margrétar og Ömólfs komust til fullorðinsára, en af þeim em nú aðeins sex á lífi. Það liggur í augum uppi að á þeim tíma urðu unglingamir að sjá fyrir sér sjálfir eins fljótt og þeir gátu, ekki síst í bammörgum fjöl- skyldum. Það varð og hlutskipti 'Ömólfs. Ungur að ámm hleypti hann heimdraganum, fór til Reykjavíkur og lærði rafvirkjun hjá Eiríki Hjartarsyni. Eftir það starf- aði hann við þá iðn. 11. maí 1940 gekk hann að eiga Stefaníu Guðmundsdóttur frá ísafirði og settust þau að í Reykjavík. Fullyrða má að þá hafi þau bæði stigið heillaspor því hjóna- band þeirra var framúrskarandi gott. Þau bám einlæga umhyggju hvort fyrir öðm og gagnkvæma virðingu. Fjölskyldan stækkaði fljótt, böm- in urðu sjö. Elst er Ingileif, útibús- stjóri Samvinnubankans í Höfðabakka, þá Margrét, einkarit- ari hjá Olíuverslun fslands, Örnólf- ur, kaupfélagsstjóri í Mosfellssveit, Sóley, húsfreyja í Hafnarfirði, Eva, deildarstjóri í Samvinnubankanum, Ólöf, handmenntakennari og hús- freyja í Mosfellssveit, og Aðal- steinn, prentsmiðjustjóri. Óll eiga þau fjölskyldur svo ættmeiðurinn ber margar greinar og öll em þau vel gefið sómafólk, svo fullyrða má að bamalán hafl þau Ömólfur og Stefanía haft. Bömin fæddust á ámnum 1940—1953. Heimilið var stórt og það þurfti hyggindi og dugnað til að láta kaup húsbóndans endast svo stórri fjölskyldu. Stef- anía var hagsýn með afbrigðum, dugleg og framúrskarandi hög í höndum svo henni tókst auðveld- lega að gera það sem mörgum öðmm konum hefði reynst torvelt. Hópurinn þeirra komst vel af og óx upp í skjóli góðra foreldra. Árið 1945 fluttu þau hjónin til Húsavíkur og þar varð Örnólfur rafveitustjóri. Þá vom þijú elstu bömin fædd. Þarna beið hans mikið starf og má segja að hann hafí byggt þar upp nýtt rafveitukerfi. Á Húsavík dvöldu þau til ársins 1952 og undu vel hag sínum. Ömólfur tók þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann var sönghneigður og gerðist félagi í karlakómum Þrym. Það var margt sem aflaði honum vinsælda. Hann var glaðlyndur, greindur og skemmtilegur og manna hjálpfús- astur. Auk þess átti hann jeppa og nutu margir góðs af því og ófáar ferðir fór hann endurgjaldslaust í þágu sjúklinga og annarra ef mikið lá við. Á þessum ámm bættust í bamahópinn þijár dætur en yngri sonurinn fæddist ekki fyrr en eftir að þau fluttu frá Húsavík. Næst lá leiðin til Reykjavíkur og þá setti hann á stofn rafverktaka- fyrirtækið Rafneista ásamt Áma bróður sínum og ráku þeir það í nokkur ár. Þá réðst Ömólfur til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til dánardægurs. Fyrst eftir að hann hóf þar störf var hann oft sendur út á land til að annast við- hald, eftirlit og fleira. Þurfti hann þá stundum að vera langdvölum §arri heimili sínu og kom þá í hlut Stefaníu að annast börn og bú og tókst henni það vel. Vegna þessara ferðalaga varð hann víða kunnugur og öðlaðist mikinn fróðleik um land og lýð. Þetta er í stórum dráttum ytri umgerðin um ævi Örnólfs Ömólfs- sonar. Hann var dyggur starfsmað- ur, ósérhlífínn og duglegur og vildi hvers manns vanda leysa. Það em næstum 19 ár síðan við tengdumst Ömólfí og íjölskyldu hans þegar Eva dóttir þeirra hjóna varð tengdadóttir okkar. Þá kynnt- umst við hjálpfýsi þeirra og því hvemig þau studdu við bakið á bömum sínum og tengdabörnum sem vom að koma undir sig fótun- um. Fjölskyldan var samhent og samkomulagið gott. Til þeirra var gott að koma, hjartahlýja og gest- risni einkenndu heimilislífíð. Böm áttu stórt rúm í huga Ömólfs og bamabömum sínum var hann ástríkur afí. Hann lifði lífinu lif- andi, gladdist með glöðum en fann til með sjúkum og sorgmæddum. Hin síðari ár átti Omólfur við vanheilsu að stríða og varð fyrir þungum áföllum en þá kom kjarkur hans best í ljós. Uppgjöf var honum fjarri og margur hefði í hans spor- um dæmt sjálfan sig úr leik en það gerði Ömólfur ekki. Hann hélt karl- mennskunni og baráttuviljanum til hinstu stundar. Ef þessi mál bar á góma svaraði hann á þá leið, að hann ætlaði að standa meðan stætt væri og taka svo hinu. Áhugamálin voru mörg og ekki kveið hann iðjuleysi í ellinni. Síðast þegar fundum okkar bar saman sagði hann okkur frá því að þegar hann hætti að vinna færi hann í ættfræðigrúsk og var hann búinn að afla sér talsverðra gagna í því skyni. Vinmargur var hann og naut trausts samstarfsmanna sinna. Það kom best í ljós þegar ijölskyldan hélt upp á 70 ára afmæli hans 23. mars sl. Á morgun verður hann lagður til hinstu hvílu. Við vottum öllum ást- vinum hans dýpstu hluttekningu og kveðjum hann með söknuði og inni- legri þökk. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Björnsdóttir og Jónas Guðjónsson Kveðja frá Félagi rafmagns- eftirlitsmanna, FER Ömólfur Ömólfsson var einn af stofnfélögum Félags eftirlitsmanna með raforkuvirkjum og mjög virkur félagi til hinsta dags. Ómólfur sat síðast fræðslufund FER fyrir rétt rúmum mánuði og var þá kátur og hress að vanda, bauð síðan til veislu á sjötugsaf- mæli sínu með reisn og virðingu. Það er eins konar lífsfylling, að fá að kveðja í önn dagsins, og Öm- ólfi hlotnaðist hún. Þótt æviágrip Ömólfs verði rakið á öðrum stað en í þessu greinar- komi er rétt að staldra við helstu þættina í starfí hans og lífshlaupi. Árið 1940 lýkur Ömólfur námi í rafvirkun og hefur þá þegar raf- virkjastörf hjá hinu þekkta fyrir- tæki Eiríks Hjartarsonar í Reykjavík, þar sem hann hafði einn- ig verið í námi. Fimm ámm síðar er Ömólfí boðin rafveitustjórastaða á Húsavík og gegnir hann því starfí fram á mitt ár 1952, er hann stofn- ar eigið fyrirtæki ásamt bróður sínum, er þeir nefndu „Rafneista". í júní 1960 gengur Ömólfur úr fyrirtæki þeirra bræðra og hefur störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins við rafmagnseftirlit og almenna veitugæslu, samhliða gerð kostnað- aráætlana fyrir húsveitur, o.fl. verkefni á hinum ýmsu veitusvæð- um rafmagnsveitnanna. Hin síðari ár var Ömólfur raf- magnseftirlitsmaður á veitusvæði Gullbringu- og Kjósarveitu. Eins og áður sagði var Ömólfur einn af stofnfélögum Félags eftir- litsmanna með raforkuvirkjum. Þetta félag hefur nú starfað sleitu- laust í nærri 30 ár, og hefur tilgang- ur þess fyrst og fremst verið fræðslustarf fyrir rafmagnseftir- litsmenn og samræming á störfum þeirra um land allt. Ömólfur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, setið í stjóm þess og nefndum. Félagið vill með þessum fáu línum þakka samfylgdina og votta eiginkonu hans og bömum dýpstu samúð. Útför Ömólfs fer fram frá Foss- vogskapellu mánudaginn 18. maí. Egill Marteinsson Á morgun er til moldar borinn frændi minn, Ömólfur M. Ömólfs- son, en hann lést á Mallorca að kvöldi 2. maí sl. Höggvið hefur verið stórt skarð í íjölskyldu okkar. Addi, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.