Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 44
RÆTT VIÐ GYÐU JÓHANNSDÓTTUR „Það læra börn sem þau búa við,“ stendur m.a. á veggspjaldi í anddyri Fósturskóla íslands við Laugalæk — spakmæli sem engum dettur í hug að andmæla. Samt má furðu gegna hve hugmyndir fólks um þessi mál eru mikið á reiki. Oft heyrast raddir eins og: Fóstrumenntun — hvað er nú það? Þarf að fá einhverja sérstaka menntun til að ala upp krakka? Hefur þetta ekki gengið vandræðalaust frá örófi alda? Er þetta einhver vandi? Allt á nú að vera vandamál! haldsskóla, að loknu grunnskóla- prófi. Auk þess er heimilt að veita umsækjanda skólavist þó hann upp- fylli ekki kröfur um grunnmenntun. Skólanefnd metur þá umsækjanda, með tilliti tii menntunar og starfs- reynslu. Lögin um inntökuskilyrði eru hins vegar orðin úrelt. I fyrsta lagi er miðað við skóla og prófgráður Þetta viðhorf er lifandi vottur þess hversu örum breytingum þjóðfélagið hefur tekið síðustu ára- tugina — og sú þróun hefur ekki tekið sérstaklega mið af þörfum ungra bama. Fósturskóli íslands varð 40 ára á síðasta ári. Þar hafa auðvitað líka orðið breytingar þessa hartnær hálfu öld en þar hafa fóstrur fengið þá staðgóðu menntun sem til þarf til að annast bamahópa svo vel fari — svo vel að aldrei hafa heyrst óánægjuraddir frá foreldrum þeirra bama sem þessa umönnun fá. Er það ef til vill skýringin á því hvers vegna aldrei hefur verið nein veru- leg umræða um þetta nám og starf hér á landi? Eins og kunnugt er fínnst fólki lítil ástæða til að ræða eða benda á það sem ágætt er. Þess vegna heyrast athugasemdir einsog: Hva — er þetta einhver vandi? Staðreyndin er nefnilega sú, að þetta er töluverður vandi. Skólastjóri Fósturskóla íslands, Gyða Jóhannsdóttir, var beðin að svara nokkmm fyrirspumum um þennan skóla, fyrst um tilhögun námsins og inntökuskilyrði í stómm dráttum. „Hlutverk Fósturskóla íslands er að mennta fólk til uppeldisstarfa á hverskonar uppeldisstofnunum frá fæðingu til skólaaldurs," sagði Gyða. Fóstmr vinna einnig á skóla- dagheimilum. í lögum um aðstoð við þroskahefta frá 1979 er kveðið á um þjónustu við þroskahefta að svo miklu leyti sem henni verður við komið á almennum deildum dagvistarheimila. Starfsmenntun fóstra tekur nú þrjú ár og er námið bæði bóklegt og verklegt. Verklega námið er u.þ.b. 1/3 hluti og dreifíst á öll árin. Námið er lánshæft. Fyrstu tvö árin er greinabundið nám sbr. bekk- jarkerfí. Þar er lögð áhersla á þróunarsálfræði, en hún fjallar um það sem er vitað um þróunarferil bamsins og uppeldisskilyrði. Einnig er kennd félagsfræði, heilbrigðis- fræði, uppeldisfræði, íslenska, bókmenntir, vistfræði, heilbrigðis- fræði, næringarfræði, saga uppeldis og menntunar. Ekki má gleyma list- greinunum, tónmennt, myndíð og leikrænni tjáningu, en þær skipa veglegan sess í starfsnámi fóstra. Ég sagði að kennt væri greina- bundið, það er þó ekki allskostar rétt þar sem námið í Fósturskólan- um er svonefnt ferilnám sem einkennist af innbyrðis tengingu allra námsþátta, bóklegra og verk- legra, þannig að um órofa heild verði að ræða. Við reynum að kenna þvert á námsgreinar, samþættum þær eins og það er kallað. Sam- starf kennara er því mjög mikil- vægt. Gyða Jóhannsdóttir Myndir af börnum á dagvistarstofnunum að leik úti og inni. Námsfyrirkomulag á þriðja ári er svonefnt þemanám, þ.e.a.s. sam- þætt nám og glögg skil milli námsgreina rofín. Þess má geta að þegar nemendur III. árs hafa skilað lokaritgerð fara nemendur í viku námsferð og kynna sér starfsemi ýmissa áhugaverðra dagvistar- stofnana erlendis. Nemendur hafa þannig kynnt sér tilraunastarfsemi í sambandi við skapandi starf á Norður-Ítalíu, sömuleiðis hafa þeir kynnt sér tónlistaruppeldi í Ung- veijalandi. Einnig hafa þeir farið til Bretlands, Þýskalands, Frakk- lands svo eitthvað sé nefnt.“ „Hver eru inntökuskilyrði í skól- ann?“ „Inntökuskilyrði eru stúdents- próf eða tveggja ára nám í fram- sem ekki eru lengur til, þ.e.a.s gagnfræðapróf eða framhalds- deildir gagnfræðaskóla. í öðru lagi er ljóst að verðandi fóstrur þurfa ekki minni undirbúningsmenntun en kennarar, því fóstran er í raun fyrsti faglærði kennari bamsins. Stjóm Fósturskóla íslands hefur sent núverandi menntamálaráð- herra tillögur þess efnis að gera undirbúningsmenntun fóstra sam- bærilega við undirbúningsmenntun kennara. Þessi krafa verður að telj- ast eðlileg, m.a. má nefna breytingu á inntökuskilyrðum annarra starfs- menntunarskóla svo sem Kennara- háskóla íslands, hjúkrunarbrautar við Háskóla íslands og Þroska- þjálfaskóla íslands. Þetta er sömuleiðis í fullu samræmi við stefnumörkun Evrópuráðsins á átt- unda áratugnum en þá var skorað á aðildarríkin að beita sér fyrir því að gerðar yrðu sambærilegar kröfur til fóstra og kennara og að fóstrur njóti sömu starfskjara og þjóðfé-, lagsstöðu og kennarar. Stúdents- próf er yfírleitt inntökuskilyrði á Norðurlöndum. Einnig er rétt að geta þess að mun stærra hlutfall árgangs lýkur stúdentsprófí hér á íslandi en áður.“ Eins og mörgum mun í fersku minni kom hingað nýlega nefnd frá OECD á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem gerði úttekt á skólakerf- inu hér á landi að beiðni Ragnhildar Helgadóttur fyrrverandi mennta- málaráðherra. Niðurstöður nefnd- arinnar voru að einhveiju leyti birtar í biöðum nú í vetur og Gyða er spurð hvort starfsemi Fósturskól- ans hafi ekki komið þar líka til umfjöllunar. „Jú, það var mjög ánægjulegt að nefndin gaf jákvæða umsögn um Fósturskólann, en bendir jafnframt á leiðir til þess að styrkja hann. Hún taldi að svo virtist sem almenn- ingur og ráðamenn gerðu sér ekki nægjanlega grein fyrir mikilvægi skóla og dagvistarheimila í nútíma þjóðfélagi, t.d. endurspegla laun kennara og fóstra það skilnings- leysi. Sérfræðingar benda á þá staðreynd að vinnutími fólks sé lengri hér en í nágrannalöndum okkar og að margir íslendingar gegni fleiru en einu starfí. M.a. þess vegna telja þeir að dagvistar- heimili, skólar og æðri mennta- stofnanir gegni lykilhlutverki í varðveislu, miðlun og þróun hins sér-íslenska menningararfs. I framhaldi af þessu leggja þeir m.a. til að fóstrustarfíð verði gert sambærilegt kennarastarfi og menntun allra kennara sé á sama skólastigi (fóstrur meðtaldar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.