Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 116.tbl. 75. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Afvopnunarviðræður risaveldanna: Arangiir á öllum sviðum skilyrði leiðtogafundar - segir talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins Vínarborg, Reuter. Texas: 37 fórust í hvirfilbyl HVIRFILBYLUR jafnaði smábæ- inn Saragosa í Texas í Banda- ríkjunum við jörðu á föstudags- kvöld með þeim afleiðingum að 37 menn biðu bana og 110 slösuð- ust, að því er haft var eftir lögreglu og embættismönnum. Mörg böm létu lífíð þegar þak félagsheimilis bæjarins hrundi á meðan á skólaútskrift stóð. „Eitt húsið rifnaði eins og pappírs- blað og lá heybindivél ofan á rústun- um, “ sagði Carol Bumett, talsmaður lögreglu. „Bfll lá á hvolfi þar sem gamla nýlenduvömverslunin var áð- ur en óveðrið skall á.“ Þvottavél sem þarf ekki sápu Tókýó. Reuter. ■*“ JAPANSKT fyrirtæki hefur smíðað þvottavél, sem notar ekki sápu við þvottinn. Forráðamenn fyrirtækisins staðhæfa, að þessi nýja vél þvoi bæði betur og hraðar en venjulegar þvottavélar. Það er fyrirtækið JAC í Tókýó sem ffamleiðir vélina. Hún þvær tau á sama hátt og skartgripasmiðir hreinsa demanta — með hátíðnihljóð- bylgjum. Fyrirtækið hefur enn ekki tekið ákvörðun um væntanlegt markaðs- verð vélanna, en líklegt er, að fýrst í stað muni þær kosta um 120.000 yen (um 33.000 ísl. kr.) eða allmiklu meira en venjulegar þvottavélar. Óhreinindin em lamin úr tauinu með loftbólum, sem myndast, þegar hátíðnihljóðbylgjur skella á loft- straumi, sem blásið er inn í vatnið. Sjóntækjafræðingar em þegar famir að nota litlar hátíðnivélar við hreinsun á gleijum og skartgripa- smiðir nota þær við demantahreins- un. Talsmaður fyrirtækisins sagði, að vélin væri ekki enn komin á markað, en tilraunavél væri fullgerð á rann- sóknastofum JAC. Uppfinning þessi er hugarfóstur Masao Kanazawa, sem er 58 ára gamall og stjómarformaður JAC. Það tók hann þijú ár að hanna vél- ina og ljúka gerð hennar. Kanazawa vonast til, að vélin verði komin á heimamarkað eftir fáeina mánuði. GENNADY Gerasimov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í viðtali sem birtist í gær að árangur á öllum sviðum afvopnunarmála væri skilyrði fyrir því að leiðtogar stórveld- anna kæmu saraan til fundar á þessu ári. Gerasimov lét þess einnig getið að ágreiningur að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins kynni að koma í veg fyrir samkomulag um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. „Fullnægjandi grundvöllur fyrir fund leiðtoganna væri samkomulag um útrýmingu meðaldrægra kjarn- orkuflauga og um lykilatriði varðandi fækkun langdrægra eld- flauga og geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar,“ sagði Geras- imov í viðtali við Rude Pravo, málgagn tékkneska kommúnista- flokksins. Hann sakaði Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að standa í vegi fyrir samkomulagi og sagði að ágreiningur innan Atlantshafs- bandalagsins varðandi afstöðu til tillagna Sovétstjórnarinnar kynni að koma í veg fyrir að samkomulag um utrýmingu meðaldrægra kjarn- orkuflauga yrði undirritað. Gerasimov kvað viðræður samn- inganefnda risaveldanna í Genf komnar á lokastig. „Ef sendimenn- imir í Genf ná viðunandi árangri í sumar má vænta þess að þeir Mikh- ail Gorbachev og Ronald Reagan komi saman til fundar í haust,“ sagði Gerasimov. En hann bætti við að ágreiningur aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins gerði það að verkum að erfitt væri að segja til um hvort viðræðumar skiluðu til- ætluðum árangri. Noregur: Stj ómarkreppa fyrir þinglausnir? Ó«ló. Frá Jan Erik Laurc, fréttaritara Morgunblaðsins. SÁ þráláti orðrómur gengur nú fjöllum hærra í Noregi að stjórnarkreppa verði skollin á áður en þingmenn halda í sum- arleyfi. Mikil spenna ríkir innan veggja þingsins og sögu- sagnir eru á kreiki. Borgara- flokkarnir hafa hafið formlegar samningaviðræður sem kunna að leiða til end- urnýjaðs samstarfs þeirra og tilraunar til að koma ríkis- stjórninni frá völdum fyrir þinghlé. í síðustu viku sáust fyrstu merki þess að þríflokkunum væri að takast að koma sér saman um grundvöll að nýju stjórnarsam- starfi. Þá tókust samningar milli Kristilega þjóðarflokksins og Hægri flokksins um sameiginlega afstöðu til nýrra laga um gervi- fijóvgun. Hægri flokkurinn hafði áður tekið mun íjálslyndari afstöðu til málsins og vildi að frelsi á þessu sviði yrði nær algert. En skyndi- lega sneri flokkurinn við blaðinu og gerði sjónarmið Kristilega þjóðarflokksins í öllum meginat- riðum að sínum. Samtímis nálgað- ist Kristilegi þjóðarflokkurinn Hægri flokkinn og kvaðst reiðu- búinn að samþykkja að læknar sem starfa sjálfstætt fengju leyfi til að stunda gervifijóvgunar- aðgerðir. Um helgina skilaði nefnd, sem þríflokkamir skipuðu, áliti um, hvað það er, sem sameinar eða aðskilur flokkana. Á sama tíma ræddust leiðtogar flokkanna við og mótuðu sameiginlega afstöðu til fjárlagafrumvaipsins, sem ný- lega hefur verið endurskoðað. Þá er Framfaraflokkurinn til alls vís. Flokksformaðurinn, Carl I. Hagen, hefur látið í veðri vaka, að hann muni e.t.v. leggja fram vantrauststillögu í því skyni að fella ríkisstjórnina. „Það er mun heillavænlegra að leggja fram slíka tillögu en bíða eftir ein- hveiju máli, sem leitt getur til falls stjórnarinnar," segir hann. „Gro Hariem Brundtland mun aldrei leggja líf ríkisstjómarinnar að veði vegna einstakra mála.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.