Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 PROFl L£ Andstæður og sam- spil efnis og forms Borghildur Óskarsdóttir sýnir myndverk í gallerí Svart á hvítu BORGHILDUR Óskarsdóttir opnaði í gær sýningxi á mynd- verkum úr leir og gleri í gallerí Svart á hvítu við Óð- instorg í Reykjavík. Þetta er þriðja einkasýning Borghild- ar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Á sýningunni eru 16 verk og eru öll þeirra að tveimur undan- skildum unnin á þessu ári. Borghildur hefur undanfarin tvö ár gefið sig að listsköpun sinni en hún kenndi um tíu ára skeið við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess sem hún hefur unnið að gerð nytjahluta af ýmsu tagi. I sýningarskrá vekur Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur athygli á þróun óhlutbundinnar listar á undanfömum árum og breyttum aðferðum listamanna í leit þeirra að nýjum möguleik- um til útfærslu hugmynda sinna. Segir hann þetta einmitt einkenna höggmyndalist Borg- hildar og yekur athygli á nýjum víddum í verkum hennar sem séu meðal annars fólgnar í nýj- um efniviði, gleri. Aðspurð um þessa nýjung í listsköpun sinni sagðist Borghildur hafa „fíkt- að“ við gler í nokkur ár en nýjungin fælist fyrst og fremst í því að hún steypti nú glerið í leirformum. „Með þessum hætti næ ég fram andstæðum lita og forms því yfirbragð glersins, bæði hvað varðar efnið sjálft og lit þess, er kuldalegt og hart,“ sagði Borghildur. „Litur leirsins og form framkallar gagnstæð hughrif og það er samspil þessa tveggja, sem ég leitast við að laða fram,“ sagði hún. Sýning Borghildar Óskars- dóttur er opin alla daga frá kl. 14 til 18 nema mánudaga og eru verkin öll til sölu. Henni lýkur mánudaginn 8. júní. Greenpeace biður íslenskan sendifulltrúa um fjárstuðning Vatnavextir í Varmahlíð Varmahlíð. BLÆJALOGN og dásemdarveð- ur hefur verið í Varmahlíð síðustu daga. Á föstudag komst hitinn í 24 stig í forsælu og í fyrradag mældist hann 21 stig. Miklir vatnavextir fylgja svona hitum og stóðu Héraðsvötn og Hús- eyjarkvísl randafull í fyrrakvöld svo flæddi upp á engi og eyrar. í mestu flóðum er hólmurinn sem einn fjörð- ur yfir að líta, en svo hefur ekki verið nú um margra ára skeið. - P.D. Morgunblaðið/Kristján Borghildur Óskarsdóttir við eitt verkanna á sýningunni. Sverrir Hermannson menntamálaráðherra afhendir Sturlu Böð- varssyni bæjarstjóra og fyrrverandi sveitarsjóra eintak af samningi ríkisins og Stykkishólmskaupstaðar um byggingu nýs íþróttahúss. Stykkishólmur hlýtur kaupstaðarréttindi: Fyrsta skóflu- stungan tekin að nýju íþróttahúsi SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra tók á föstudag fyrstu skóflustunguna að nýju iþróttahúsi Stykkishólms, en bærinn hefur nú hlotið kaupstað- arréttindi Athöfnin hófst með því að Lúðra- sveit tónlistarskólans lék nokkur lög, en að blæstrinum loknum flutti Sturla Böðvarsson fyrrverandi sveitarstjóri og nýorðinn bæjarstjóri stutt ávarp. Sturla gat þess, að nú væru merk tímamót í sögu Stykkis- hólms, þar eð bærinn hefði nú formlega hlotið kaupstaðarréttindi. „Ástæða þess að við komum hér saman er hins vegar ekki sú, heldur það að nú hefjast formlega fram- kvæmdir við nýtt íþróttahús Stykkishólms." Sturla lýsti aðdraganda að fram- kvæmdum og sagði: „Menn eru í auknum mæli að átta sig á mikil- vægi íþróttastarfsemi og setja sveitarfélög þessi mál æ framar í forgangsröðina." Sturla gat þess að bygging íþróttahússins hefði þurft að víkja fyrir gerð hafnar- mannvirkja og skólabyggingu, en nú væri að því komið að fram- kvæmdir hæfust og væri stefnt að því að taka fyrsta áfanga bygging- arinnar í notkun á árinu 1989 og annar áfangi; sundlaugin kæmi síðar. „Sérlega góð samvinna hefur tekist við menntamálaráðuneytið og er afrakstur hennar samningur Stykkishólms og ríkisins, þar sem ríkið skuldbindur sig til þess að greiða 28 milljón króna framlag. Sérstaklega ber og að þakka skiln- ing fjárveitinganefndar. Sturla ahenti því næst mennta- málaráðherra skófluna og tók hann fyrstu skóflustunguna við lófatak bæjarbúa. Að loknum mokstrinum hélt Sverrir stutt ávarp, þar sem hann óskaði bæjarbúum til ham- ingju með kaupstaðarréttindin og velfamaðar með hið nýja íþrótta- hús. Hann afhenti síðan Sturlu eintak af samningnum. „ÞESSIR menn hafa sjálfsagt ekki haft hugmynd um starfa minn þegar þeir sendu mér bréf- ið,“ sagði Helgi Ágústsson, sem fyrir nokkru fékk senda beiðni frá Greenpeace-samtökunum um fjárstuðning. Helgi var þá sendi- fulltrúi í íslenska sendiráðinu í Washington. í bréfi Peter Bahouth, formanns Greenpeace í Bandaríkjunum, til Helga Ágústssonar, segir að sam- tökunum sé brýn nauðsyn að eignast nýtt skip í stað þess sem var sökkt í höfninni í Auckland á Nýja Sjálandi í júlí 1985. Talin em upp störf samtakanna við vemdun hvala og annarra dýrategunda og meðal annars nefnt að árið 1978 hafi áhöfn Rainbow Warrior, skips samtakanna, stöðvað hvalveiðar við ísland. Helgi er því beðinn um að leggja sitt af mörkum til að samtök- unum verði kleift að ljúka smfði Rainbow Warrior II. Bent er á að margir álíti nú að samtökin muni gefast upp þar sem skipi þeirra hafi verið sökkt, en félagsmenn ætli að halda starfi sínu áfram. Með bréfinu fylgdi eyðublað þar sem Helga var ætlað að skrifa þá Hér sést teikning sem Helgi Ágústsson, sendifulltrúi íslands í Was- hington, fékk senda frá Greenpeace-samtökunum með beiðni um fjárframlag. Hún er af nýju skipi samtakanna sem er í smíðum, Rainbow Warrior II. upphæð sem hann vildi gefa sam- tökunum. Þá fylgdi einnig teikning af Rainbow Warrior II. „Eg get enga skýringu gefið á því hvers vegna ég fékk þetta bréf, en það eru til vissar skrár sem not- aðar eru við að senda út svona póst í Bandaríkjunum og ég hef greini- lega verið skráður þar,“ sagði Helgi. „Mér er ekki kunnugt um að fleiri starfsmenn sendiráðsins í Was- hington hafi borist ósk um stuðning, en ég svaraði þessu bréfi engu.“ Hvalkjötið í Hamborg: segir talsmaður umhverf ismálaráðuneytisins TORVELT hefur reynst að ákveða hvað skuli gera við hval- kjötið sem hafnaryfirvöld í Hamborg kyrrsettu 20. mars síðastliðinn. Þijú ráðuneyti í Bonn bræða nú málið með sér og sagði dr. Emonds, sem stjórn- ar málsmeðferð í ráðuneyti uinhverfismála, fréttaritara Morgunblaðsins að tíðinda sé að vænta næstkomandi miðvikudag. Umhverfismálaráðuneytið í Bonn hefur umsjón með framkvæmd vestur-þýskra náttúruverndarlaga og það leggur því línurnar um laga- legan grundvöll ákvörðunar um afdrif hvalkjötsins. Haukur Ólafs- son, sendiráðsritari hjá sendiráði íslands í Bonn, sagði á föstudag að mál þetta hafi dregist úr hömlu, meðal annars vegna þess að það reyni í fyrsta skipti á ný ákvæði í vestur-þýsku náttúruverndarlögun- um sem tóku gildi 1. janúar síðast- liðinn. Dr. Emonds hjá umhverfismála- ráðuneytinu sagði, að ekki sé um pólitíska ákvörðun að ræða, niður- staðan muni byggjast á lagabók- stafnum. Hann kvað einhlítt að vestur-þýsk lög gildi um fríhafnar- svæðið í Hamborg, en deilt hefur verið um hvort að svo sé. „Venjan er sú að viðkomandi ráðuneyti veit- ir umsögn, sem fjármálaráðuneytið síðan sér um að koma í fram- kvæmd,“ sagði dr. Emonds. „Þannig gekk það til dæmis fyrir sig, þegar málið útaf mengaða víninu kom upp hér um árið. Mat- vælaráðuneytið gaf umsögn og fjármálaráðuneytið sá um aðgerðir. Hvað snertir hvalkjötið, þá heyrir fríhöfnin í Hamborg undir fjármála- ráðuneytið og fær sín fyrirmæli frá því ráðuneyti.“ Hans Rebhan, frí- hafnarstjóri í Hamborg, lét kyrr- setja frystigámana með hvalkjötinu uns lögð væru fram tilhlýðileg skjöl vegna hvalkjötsins. Framundir apríllok var þetta deila milli eigenda hvalkjötsins og hafnarstjóra í Ham- borg, en eftir að íslensk stjómvöld blönduðu sér formlega í málið varð þetta milliríkjamál. Þess vegna bættist vestur-þýska utanríkisráðu- neytið í hóp þeirra sem fjalla um þetta mál. „Þetta er afskaplega flókið mál og ég þori ekkert að spá um lyktir þess,“ sagði Haukur Ól- afsson sendiráðsritari. Lausn í sjónmáli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.