Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 9 HUGVEKJA BÆNIN eftir sr. JÓN RAGNARSSON Ég hef augii mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna; vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Israels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn er skuggi þinn, þér til hægri handar; um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína; Drottinn mun varðveita útgang þinn og inngang héðanífráogaðeilífu. (S: 121) Það eru margskonar ástæður, sem knýja fólk til bænar, og bænarefn- in helgast af þeim — einnig orð og athöfn við bænina. Sú bæn, sem fólgin er í orðum 121. Davíðssálms hér á undan, er trúarbæn. Hún er borin fram í vissu um tilvist og nálægð al- valda skapara, sem veitir örugga forsjón í öllum mannlegum þraut- um. Forsjón, sem ekki sviptir manninn skyldu sinni tii að hugsa og taka afstöðu og axla ábyrgð í lífi sínu. Forsjón, sem ekki leikur að manninum eins og strengja- brúðu. — Heldur þá forsjón, sem er fylgd. Styrk hönd og hvatning og er okkur samferða gegnum blítt og strítt. Forsjón, sem er kær félagsskapur — innileg og heil vinátta. Forsjón er ekki hið sama og forlög. Forlög eru blind — vélgeng — þau hrekja manninn áfram og leika hann oft grátt. Rás þeirra fær hann ekki hamið með nokkru móti ef hann beygir sig undir vald þeirra og veit engan þann mátt, sem sköpum má renna. Sú forsjón, sem við leitum eftir í bæninni, er á valdi þess Guðs, sem skapar allt og getur rofið hvern vítahring. Leitt okkur úr grafgötum, sem neyða líf okkar í ófæru. Hann getur leitt okkur á nýjar brautir. Opnað sýn til ann- arra átta — og, umfram allt, fylgt okkur yfir hvert klif og gegnum hveija iðu. Bæn getur verið með mörgu móti — víst er það. Hún getur verið leit þess, sem saknar ein- hvers úr lífi sínu, án þess að gera sér grein fyrir hvað það er. Hún getur verið kvörtun angr- aðs manns, sem fínnst hann afskiptur um gæsku Guðs og ver- aldar. Hún getur verið sjálfshól, líkt og bæn faríseans í dæmisögunni, eða listilega samsett þula, flutt af leikrænni tjáningarkúnst. Hún getur verið neyðaróp — Bæn Esra líkt og bæn tollheimtumannsins. Hún getur verið einhvers konar pöntun — ásamt meðfylgjandi hótun um, að viðskiptum verði hætt, ef afgreiðslan dregst, eða rangt er afgreitt. Hún getur verið hluti af form- legu ritúali, og í þeim mæli, að formið þyki skipta meira máli en innihald orðanna, eða hvötin sem að baki býr — hugarfarið, sem bar fram bænina. Bænin er einnig krafa — hún er krafa um líf — um samfélag við Drottin. Krafa þess sem veit, að ef Drottinn yfirgefur hann, þá staðnar allt hans líf. Það rofnar úr tengslum við uppsprettuna. Visnar og hnígur. Missir reisn sína og þrótt og ber engan ávöxt. Þess vegna er bænin nauðsyn- leg trúnni. Hún er takið, sem við höfum á skikkjufaldi Drottins. Hún er einbeiting innsta eðlis okkar að þeim vegvísum, sem Drottinn markar. Bænin er vissu- lega sefjun. Hún er seQun til kærleika. En er hún þá leikur einn? Streymir allt yndi lífsins í fang biðjandi manni? Nei — þannig bæn væri orðin galdur, en ekki lífsstrengur trúar. Bæn er vani — það er rétt — en hún er ekki bara gamall vani, tamur og þarfnast engrar hugsun- ar. Hún þarf meira en lestur géðra versa í belg og biðu — með snöggu Faðirvori aftanvið. Það hjálpar öllum að læra bæn- ir utanað. Það hjálpar til að móta trúarlífið og beina athyglinni að því, sem biðja ber. Bæn þína aldrei byggðu fast/ á bijóstviti náttúru þinnar. I Guðs orði skal hún grundvall- ast/ Það gefur styrk trúarinnar. Vér vitum ei hvers biðja ber/ blindleikinn holds því veldur/ Orð Guðs sýnir þann sannleik þér/ sæll er sá þar við heldur. Óll vitneskja okkar um dýrð, vald og kærleika Guðs er fengin úr því, sem skráð er í Heilagri Ritn- ingu um vilja hans og tilgang með sköpun manns og heims. Kærleika hans og löngun til að vera okkur forsjón og félagi. Hann hefur ekki gefist upp á þeim félagsskap. Það erum við, sem höfum þolinmæðina og einurðina, til að leggja fram okkar pund í þeim tengslum. Frumkvæðið er Guðs. Hann hefur ítrekað það í eitt skipti fyr- ir öll — með Kristi og í Kristi. Við þurfum að svara. Taka í höndina, sem okkur er rétt og gefa okkur að samfylgdinni. Þar finnum við gjarnan til vanmáttar. Samt getum við tekið undir eftirfarandi: Lát mína bæn vera flutta fram fyrir þig sem reykelsi og upplyft- ing minna handa sem kvöldfórn. Gengi 22. maí 1987: Kjarabréf 2,069 - Tekjubréf 1,159 - Markbréf 1,015 - Fjölþjóðabréf 1,030 „Pér er óhætt að treysta ráðgjöfum Fjárfestingafélagsins ryrir peningunum þínum.Pað er fólk sem kann sitt fag!" Að undanförnu hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur vegna ávqxtunar á sparifé. Flestir hafa vitnað í dæmið um hana Margréti Borgarsdóttur og hvernig Fjárfestingarfélaginu tókst að skapa henni lífeyri, - fastar tekjur af peningaeign sinni. HVAÐ ER BEST? Pað hafa allir heyrt um Kjarabréfin, sem hafa sérstaklega góða vexti, færri vita um Tekjubréfin, og ennþá færri gera mun á Bankabréfum, Ríkisskuldabréfum og öðr- um verðbréfum. Spurningin er bara hvert þeirra hæfi þér best. NAUÐSYNLEG AÐSTOÐ Dæmi Margrétar, og í reynd margra annarra, hefur sýnt og sannað, að ráðgjöf Fjárfestingarfélagsins er nauðsynleg fyrir venjulegt launafólk. Fólk eins og Margréti. Fólk eins og þig! FJÁRFESrÍNGÁRFÉlAGIÐ -----------------------------------Hafnarstræti 7_ 101 Reykjavík O (91) 28566 VERÐMÆT ÞJÓNUSTA Við hjá Fjárfestingarfélaginu bjóðum ennfremur: 1. Fjármálareikningur: - fyrir þá sem eiga peninga og vilja ávaxta þá með verðbréfaviðskiptum. 2. Sparnaðar- og ávöxtunarreikning: - fyrir þá sem eiga ekki handbæra peninga, en geta lagt fyrir ákveðna upphæð reglulega. Upplýsingar um gengi Kjarabréfa og Tekju- bréfa eru gefnar í símsvara allan sólarhringinn, í síma 28506. VjS/VSQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.