Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 27

Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 27
r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 27 „Fatafelluatriðið" í Gildu frá 1946. Hayworthárið 1978. „Hvers vegna ætti mér ekki að standa á sama,“ sagði hún. „Ég kann vel við að láta taka myndir af mér.“ Kvikmyndin Gilda varð henni mjög til framdráttar en kvik- myndaeftirlitið var ekki alveg sátt við áðumefnt „fatafelluatriði". Hayworth, sem skilið hafði við sinn fyrsta eiginmann, giftist Orson Welles árið 1943 og þau eignuðust dótturina Rebeccu. Á meðan Welles leikstýrði henni í einni af hennar bestu myndum, The Lady From Shanghai árið 1949, sótti hún um skilnað. Hún hafði kynnst og orðið ástfangin af prinsinum Aly Khan og þar sem hvomgt þeirra var frá- skilið þá stundina ollu ferðalög þeirra saman um Evrópu nokkurri hneykslan. Þegar þau giftust seinna á árinu var Hayworth orðin ólétt. Hún skildi við prinsinn tveimur árum seinna og giftist og skildi við söngvarann Dick Haymes og svo kvikmvndaframleiðandann James Hill. Hún hafði gefið kvikmyndaleik- inn upp á bátinn til að giftast Aly Khan og þegar hún sneri aftur náði hún aldrei sömu frægð. Hún lék á móti Robert Mitchum í Fire Down Below, með Frank Sinatra í Pal Joey og í mynd Terence Rattigan, Separate Tables, með Burt Lancast- er, David Niven og Deborah Kerr. En það sem eftir lifði kvikmynda- ferilsins, sem lauk með myndinni The Wrath of God árið 1972, lék hún ómerkileg hlutverk í annars flokks myndum. Hún reyndi fyrir sér á sviði árið 1971 en gat ekki munað setningamar. Alzheimer- sjúkdómurinn tók að segja til sín og árið 1981 úrskurðaði réttur í Los Angeles að hún væri óhæf að sjá um sig sjálfa og hún var sett í umsjá dóttur sinnar Yasmin. Sex ámm seinna lést hún. Samantekt: -ai. Kammertónlist í Fríkirkjunni Tónlist Jón Asgeirsson Það hefur oft hent að erlendir tónlistarmenn, sem átt hafa hér leið um á ferðum sínum, hafa fengið þá hugmynd að halda tónleika og er þá gjaman leitað til ýmissa aðila hér heima um aðstoð. Oftar en ekki era slíkir tónleikar haldnir á óheppilegum tíma og auk þess nær því án undantekninga mjög illa aug- lýstir, þannig að áheyrendur láta sig venjulega vanta. Einir slíkir tónleikar vora haldnir í Fríkirkj- unni um síðustu helgi og áttu þar hlut að tónlistarmenn frá Ameríku, auk þess sem séra Gunnar Björnsson tók þátt í tveimur samleiksatriðum og lék Es dúr einsleikssvítuna eftir Bach. Amerísku tónlistarmennimir vora Stella Amar er lék á enskt horn og óbó og Andrew Cordle á fagott. Á efnisskránni voru barokkverk og nútímaverk eftir Hovaness, Britten, Persichetti og Gordon Jacob. Barokkverkin voru fallega leikin, en skemmti- legustu verkin vora Metamorp- hoses, fyrir óbó, eftir Britten, sem Stella Amar lék á köflum ágætlega og Parable eftir Vinc- ent Persichetti, er Andrew Cordle lék prýðilega. Hér voru á ferðinni ágætir hljóðfæraleik- arar, en eftir því sem tilkynnt var í upphafi tónleikanna hafði önnur efnisskrá verið fyrir- huguð, sem breyta varð þar sem einn hljóðfæraleikaranna hafði forfallast á síðustu stundu. Hér mun séra Gunnar hafa hlaupið undir bagga og lék með fagott- leikaranum tvö dúó verk eftir Boismortier. Fyrsta og síðasta verkið á tónleikunum bæði eftir Tele- mann, sónötur í C- og B-dúr, sem voru fallega leiknar, auk þess sem tónlist þessa snillings er ávallt skemmtileg áheyrnar. Það sem skyggði á þessa tón- leika var slæm aðsókn og er í því sambandi rétt að benda þeim á er hyggjast aðstoða tónlistar- menn er eiga hér leið um, að tónleikahald þarf að vera vel undirbúið og auglýst auk þess sem mjög mikið er um tónleika- hald, svo að tónleikagestir verða að velja og hafna. Þá er hætta á að óvissa um það, sem í vænd- um kann að vera, valdi miklu um val tónleikagesta og hafa því ágætir tónlistarmenn lent í því að leika fyrir nærri tómu húsi, listamenn sem að öllu jöfnu hefðu átt að vera aufúsugestir. ROM FYRIR AÐEINS GETUR ÞAÐ VERIÐ? JÚ, ÞAÐ ER HÁRRÉTT NAPOLI PORTICI^ ERCOLANO ANACAPRI META PIANO Dl SORRENTO SORRENTO £ MASSALUBRENSE CAPRI FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL býður þér upp á beint flug til í Sorrento er götulíf- ið hvergi meira og þar er kvöldlífið eins gg það gerist best á Ítalíu. Síðan getur þú valið að auki: - 19 dagar í Sorrento 8 dagar í Sorrento - Til Rómar um Luxem 5 dagar í Róm 3 dagar í Róm Heim um Luxembourg bourg 5. ágúst 8 dagar í Sorrento 5 dagar í Róm Eða bara bílaleigubfl allan tímann Fararstjóri allan tímann verður Úrvalsfararstjórinn Friðrik Rafnsson. Boðið verður upp á fjöldan allan af skoðunarferðum s.s. til Caprí, Pompei, Vesuvíus, Napolí og Caserta Cassino. Um Sorrento hefur oft verið sagt að hvergi sé fegurð Ítalíu meiri, hvergi sé hægt að komast nær sögufrægri menningu Rómaveldis og í snertingu við einhverjar ægilegustu náttúruhamfarir sögunnar. ■■ KOMDU MEÐ TIL ROMAR OG SORRENTO. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL V AUSTURVÖLL, PÓSTHÚSSTRÆTI 9, 101 REYKJAVÍK Umboðsmenn Úrvals um land allt: SIMI 26900 Akranes: Ólafur B. Ólafsson, Skólabraut 2, s. 1985 Akureyri: Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, s. 25000 Bolungarvík: Margrét Kristjánsdóttir, Traðarstig 11, s. 7158 Borgarnes: Þóra Björgvinsdóttir, Sæunnargötu 2, s. 7485 Dalvík: Sólveig Antonsdóttir, Goðabraut 3, s. 61320 Egilsstaðir: Feröamiðstöö Austurlands, Kaupvangi 6, S. 1499 Flateyri: Jónína Ásbjarnardóttir, Eyrarvegi 12, s. 7674 Grindavík: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Norðurvör, s. 8060 Grundartjörður: Dóra Haraldsdóttir, Grundargötu 50, s. 8655 Hafnarfjörður: Jóhann Petersen, Strandgötu 25, s. 51500 Hella: Aðalheiður Högnadóttir, v/Suðurlandsveg, s. 5165 Húsavík: Björn Hólmgeirsson, Háageröi 10, s. 41749 Höfn: Hornagaröur hf., Hrisbraut 12, s. 81001 ísafjörður: Ferðaskrifstofa Vestfjaröa, Hafnarstræti 4, s. 3557 Keflavík: Nesgaröur hf, Faxabraut 2, s. 3677 Ólafsvík: Valdis Haraldsdóttir, Brautarholti 3, s. 6225/6565 Patreksfjörður: Flugleiöir hf., Aðalstræti 6, s. 1133 Rif: Auður Alexandersdóttir, Háarifi 33, s. 6644 Sauðárkrókur: Árni Blöndal, Viðihlið 2, s. 5630 Selfoss: Suöurgarður hf., Austurvegi 22, s. 1666 Seyöisfjöröur: Adolf Guðmundsson, Túngötu 16, s. 233S Siglufjörður: Birgir Steindórsson, Aöalgötu 26, s. 71301 Skágaströnd: Ingibjörg Kristinsdóttir, Hólabraut 4, s. 4790 Stykkishólmur: Hrafnkell Alexandersson, versl. Húsiö, s. 8333 Vestmannaeyjar: Úrvalsumboöiö, Tryggingahúsinu, s. 1862 Vopnafjörður: Bragi Dýrfjörð, Kolbeinsgötu 15, s. 3145 Þingeyri: Katrin Gunnarsdóttir, Aöalstræti 39, s> 8117

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.