Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 DAGANA 6—13 júní næstkomandi verður mikil tónlistarhátíð haldin í Hallgrímskirkju í tilefni af vígsluári kirkjunnar. Hátíðin verður opnuð með „Jesúspassíunni“ eftir Oskar Gottlieb Blarr. Flyljendur passíunnar verða Sinfóníuhljómsveit Islands, ásamt kór Neanderkirkjunnar í D“usseldorf og skólakór Kársnesskóla í Kópavogi. Sex einsöngvarar taka þátt í flutningnum, fjórir frá Þýskalandi, tveir sópranar, ein altrödd og einn tenór, og tveir söngvarar frá íslandi. Það eru þeir Viðar Gunnarsson, bassasöngvari, sem fer með hlutverk Jesús í passíunni og Magnús Baldvinsson, sem einnig er bassasöngvari. Stjórnandi tónleikanna er höfundurinn, Oskar Gottlieb Blarr. Hann hefur nú um tíma dvalið hér á íslandi og æft verkið með Sinfóníuhljómsveit íslands. Ég hitti hann á æfingu og spurði hann um efni passíunnar og “PPbyggingu. Sinfóníuhljómsveit íslands að æfingu á Jesúspassíu undir stjórn Oskars Gottlieb Blarr Jesúspassía á tónlistarhátíð Hallgrímskirkju: Ég fékk ást á Kristi með móðurmjólkinni -segir höfundurinn Oskar Gottlieb Blarr „Við eigum mjög fallegar passíur, Matt- heusarpassíuna og Johannesarpassíuna eftir Bach,“ sagði Blarr. „Þær eru nefndar eftir postulum Nýja—testamentisins. Þessa passíu nefni ég hinsvegar „Jesúspassíuna," því hún fjallar um atburði í lífi Krists og er ekki unnin upp úr neinu einu guðspjalli. Ég bjó í Jerúsalem í eitt ár, frá 1981—1982. Þegar ég fór þangað var það von mín að ég myndi fínna upprunalega gyðingatónlist frá tímum Krists. Ég hafði mikinn áhuga á sagnfræðilegri tilveru hans og þeim félagslegu og pólitísku aðstæðum sem hann bjó við. Og ég var mjög heppinn, því ég fann ekki einungis 2000 ára gamla tónlist, heldur fann ég líka texta frá því áður en öðru musteri gyðinga var eytt, en það gerðist árið 70 eftir Krist og markaði djúp spor í sögu gyðinga. i öðrum hluta óratoríu minnar nota ég marga söngva frá tímum Krists. Tungumál hans var Aramenska en ekki hebreska. Hebreskan var aðeins það tungumál sem notað_ var við helgiathafnir, eða hið helga mál. Ég var mjög stoltur af að hafa fundið þetta „element," svo ég notaði það í verki mínu. Öll óratorían er á hebresku eða aramensku Nýja—testamentið, sem er mikil- væg heimild fyrir verk mitt og ekki hægt að skrifa um Krist án þess, er varðveitt á grísku. En ásamt með fomleifafræðingi og tungumálasérfræðingi, hef ég komist á þá skoðun að upphaflega útgáfan af Nýja— testamentinu hafi verið á hebresku eða aramensku. Þessvegna endurskrifaði ég setningar þær sem em úr Nýja—testament- inu yfír á aramensku. Að vísu eru þrjár undantekningar frá þessu. í niðurlagi fyrsta hluta getur þú heyrt venjulegan sálm. Hann er á þýsku, en ég myndi gjaman vilja hafa hann á íslensku á þessum tónleikum. Mér finnst hann eiga að flytjast á tungumáli þess lands sem tónleikamir eru fluttir í. Niðurlagið í sálminum er þannig að bæði kristnir menn og gyðingar ættu að geta flutt hann sam- an. Það er afar sjaldgæft, því trúarbrögðin eru nokkuð ólík. Hinsvegar eru kristnir og gyðingar nú til dags, famir að reyna að ná saman á þessu sviði, sérstaklega í Þýska- landi sem á ljóta sögu, hvað varðar gyðinga. Þessi sálmur er saminn á 17. öld og það að niðurlagið skuli vera fyrir bæði trúar- brögðin sýnir löngun eftir sáttum milli kristinna manna og gyðinga. Enn þann dag í dag em bæði kristnir og gyðingar að bíða eftir að sættir verði. í þriðja hluta verksins er nútímaljóð eftir þýskan mann, gyðing, sem lifði útrýminga- búðimar af. Það er mjög athyglisvert, því ljóðið er til minningar um Jesús. í býijun þessa þáttar er „libretto" sem er líka nýtt. Það er ljóð sem heitir Snjór og er skrifað af hebreskum manni sem býr í ísrael. Það stórkostlega er að hann gerði ljóðaflokk um Jesús. Hann er auðvitað ekki kristinn og í rauninni ekki trúaður. En fyrir honum er Jesús það eina sem hann getur tekið alvar- lega. Ég heimsótti hann til að biðja um að fá að nota ljóðið og spurði hann þá hvers vegna hann semdi ljóð um Krist og hann sagði, „Ekkert í heiminum er einlægt nema Kristur." í ljóðinu lýsir hann göngu Krists til Golgata, með krossinn á bakinu. Aðeins konumar fylgja honum og rómantíska „ele- mentið í þessu ljóði er að öll leiðin er þakin snjó. Snjór er mjög eðlilegur hér og í Þýska- landi, en í Jerúsalem þýðir snjór hreinlega hrun heimsins. Snjórinn er tákn fyrir eyð- ingu og dauða. í þessu verki dreg ég fram guðfræðilegt samræmi og gagnrýni á sögutúlkun. Sjáðu til, í mörgum löndum heims eru gyðingar hreinlega réttdræpir, enn þann dag í dag, vegna þess að þeir drápu Krist. Þetta er sagnfræðileg lygi. Ef þú hlustar á Mattheus- arpassíuna eftir Bach, heyriru að á einum stað segir, „Blóð hans mun koma yfír okkur öll.“ Þetta er hræðilegt og ég get aldrei spilað þennan hluta. Þetta er auðvitað skrif- að afþví menn hafa talið sig hafa rétta söguskoðun og að það hafí verið gyðingar sem drápu Krist og refsingin muni koma yfír þá alla. Ég gerði miklar rannsóknir áður en ég byijaði á þessari passíu, meðal annars sagn- fræðilegar. Og hver drap Krist? Hver hafði rétt til þess? Hver hafði yfirleitt réttinn til að taka menn af lífí? Það vom Rómveijar. Þeir réðu Jerúsalem á þessum tíma. Þetta eru pólitískar, guðfræðilegEir og sagnfræði- legar vangaveltur mínar í verkinu. Þetta er j)ó ekki tilraun til að endurskrifa Biblíuna. Astæðan fyrir passíunni er ást mín á Kristi. Sá hluti Þýskalands sem ég er alinn upp í var áður Prússland. Þar er mjög stór söfnuðuður píetista og mikill áhugi á Kristi. Þessu kynntist ég I uppeldi. Móðir mín var mjög trúuð og það má segja að ég hafí fengið ást á Kristi með móður- mjólkinni. Hvað tónlistina varðar, þá er hún mjög óvenjuleg. Ég hef samið mikið af nútímatón- list og unnið mikið við hana. En í þessu verki hef ég áhuga á allt öðru efni og það „element" sótti ég í gamla gyðingatónlist. Hún gaf mér nýjar hugmyndir uml „ryth- ma“ og skala. í Vestur—Evrópu endurtekur tónstiginn sig eftir hveija áttund, en í þess- ari fomu tónlist þekkja þeir ekki skalana. Áður en ég fór til Jerúsalem gat ég ekki ímyndað mér tónlist sem ekki takmarkaðist af áttundum. Ég fann upp tónstiga, sem ekki voru háðir þessum takmörkunum. Ég hafði mestan áhuga á því hvemig tónlistin var flutt á dögum Krists og það er einkennilegt en satt að enn í dag er til hópur gyðinga, Jermenítar, sem hafa varð- veitt þessa tónlist. Þetta þjóðarbrot hafði verið hemumið í kringum 500 fyrir Krist og flutt á Arabiska skagann, þar sem þeir höfðu einangrast. Á þessum eyjum dvöldu þau þangað til ísraelsríki var stofnað. Þau héldu vel saman og varðveittu sína menn- ingu og þegar þau komu aftur til ísrael fluttu þau arfleifð sína og menningu með sér. Þessi tónlist er mjög sérkennileg að því leyti að þegar hún er sungin, syngur hver Tónskáldið og stjóraandinn Oskar Blarr leiðbeinir Viðari Gunnarssyni bassasöngv- ara, sem syngur hlutverk Jesús í Jesúspassíunni sína tónhæð. Það fylgja allir sama „rythm- anum,“ en hver syngur með sínu nefí. Ef ég segði við hljómsveit eða kór, „þið eigið öll að leika eftir sama rythma en hafíð tón- hæðina eins og þið viljið," yrði hlegið að mér. En þetta gefur tónlist þeirra óneitan- lega geysilega vídd og litbrigðin em ótelj- andi. í sólóhlutverkunum í óratoríu minni er mikið um þessa skala sem ég bjó til eft- ir þessum fornu aðferðum til að vera laus við áttundaendurtekningar. Til dæmis er aðalsópranhlutverkið alveg feykilega erfítt, vegna þess að söngkonan syngur meir og minna fyrir ofan háa C. Enn einn hlutur í sambandi við óratoríu mína eru litbrigðin, bæði í samsetningu hljóðfæra og radda. Ég er með margar skrýtnar samsetningar og nota gjarnan samsetningar sem erfítt er að fínna. Verkið hefst á fímm flautum og neðsta flautan er bassaflauta. Hér spilar enginn á bassaflautu og auðvitað má ég ekki flytja inn bassa- flautuleikara. En einn flautuleikarinn í Sinfóníuhljómsveitinni er enskur og hefur pantað svona flautu frá Englandi og við ætlum að sjá hvemig til tekst. Ég nota líka kontrabassaklarinett, sem er tveimur áttundum lægra en venjulegt klarinett. Hér leikur heldur enginn á kontra- bassaklarinett, en ég er að vona að ég fái leyfi til að fá gestaspilara frá Þýskalandi til þess. Harpan gegnir mjög mikilvægu hlutverki í Davíðssálmum og ég nota hana líka. Til dæmis þegar Kristur er að deyja, er leikið á hörpu. Enn einn litur er homið. I þessari fornu tónlist voru notuð mjög frumstæð hljóð- færi. Hom var til dæmis venjulegt hom af dýri og var kallað „Shofar." I dag er þetta hom eingöngu notað við helgiathafnir og tilheyrir helgisiðum gyðinga og ég er ekk- ert viss um að þeir yrðu hrifnir ef maður færi að nota það til tónlistarflutnings ai- mennt. En til að ná rétta litnum notaði ég það sem við köllum „Fluegelhom. Það kemst næst því að ná þeim tónum sem eru úr „Shofar" hominu. Verkið lýsir þremur atburðum. í fyrsta þætti lýsi ég innreið Krists í Jerúsalem. í Nýja—testamentinu segir frá þessu og fólk- ið hrópar „hósanna." En æðstipresturinn kemur og segir „stopp, enga uppreisn hér.“ í þessum þætti nota ég bamakór því Krist- ur svarar æðstaprestinum og segir, „ef bömin syngja ekki, þá syngja steinamir." Annar þáttur gerist í Getsemanegarðin- um. En það kvöld tel ég hafa verið mjög mikilvægt í lífi Jesús. Hann er að bíða eftir að Guð komi og færi fólkinu betri og réttlát- ari heim. En Guð kom ekki. Að lokum, eftir langa bið, gerir Kristur sér ljóst, að hann sjálfur eigi að deyja, svo mennimir fái lifað. Þriðji þáttur er ganga Krists með kross- inn til Golgatahæðarinnar, eins og ég sagði áður, og krossfestingin sjálf. í þessum hluta er farið í texta Nýja—testamentisins um þjáningu mannanna og í honum mælir Krist- ur sín síðustu orð, „Guð er einn.“ Eftir þetta eru bömin mjög vonsvikin og syngja, „Við vonuðum að hann kæmi með nýjan heim og frið og nú er hann dáinn.“ Á eftir þessu koma páskasöngvar. Páskarn- ir boða upprisu og von. Þremur dögum eftir dauðann stöndum við frammi fyrir Honum og öðlumst nýtt líf og óratorían endar á þessari von um betri heim og betra líf.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.