Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 Föstudagskvöldið 5. júní verða allar stúlkurnar kynntar í veitingahúsinu Broadway. Við það tœkifœri velja Ijósmyndarar Ljósmyndafyrirsœtu ársins 1987 ogstúlkurnar tíu velja verða valdar og krýndar viÖ hátíÖlega athöfn mánudagskvöldiö 8. júní, þ.e. annan dag hvítasunnu, á Galakvöldi í Broadway. HVER ÞEIRRA VERÐUR FYRIR VALINU? UOSMYNDIR: ÁRNI SÆBERG, EMILÍA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR OG RAGNAR AXELSSON. íris Guðmundsdóttír Íris Guðmundsdóttir er nítján ára Akureyrarmær, fædd 9. júní 1968. íris stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri á málabraut og er hálfnuð í stúdentsprófíð. Hún hugsar sér að fara í Háskpla íslands að loknu prófí og leggja stund á íslenskunám og bókmenntir. íris segist hafa mikinn áhuga á tungumálum og ferðalögum og hefur meðal annars ferðast um allt land í starfí sínu sem línumaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins. í því starfí segist hún hafa verið að grafa fyrir nýjum línum og lagfæra eftir aðra línumenn, en minna gert af því að klifra upp í staura. Foreldrar hennar eru Guðmundur Ó. Guðmundsson og Dröfn Friðfinnsdóttir. íris er 170 cmáhæð. Kristín Jóna Hilmarsdóttir Kristín Jóna Hilmarsdóttir er 23 ára Keflvíkingur, fædd 25. janúar 1964. Hún var kjörin ungfrú Suðurnes og er því fulltrúi Suðurnesjamanna í keppninni. Kristín er Verslunarskólanemi á fyrsta ári, en var áður búin að sitjatvö ár á málabraut í fjölbrautaskóla Suðurnesja. í millitíðinni fór hún til Bandaríkjanna og starfaði þar í eitt ár sem au-pair stúlka í Ohio. Hún segist stefna á verslunarpróf en langar síðan til að fara út til Englands og læra almenna andlitsförðun. Kristín er einnig mikil íþróttakona, æfði körfuknattleik og handbolta og er nú í líkamsrækt. Þar fyrir utan tekur skólinn allan hennar tíma. Foreldrar Kristínar eru Hilmar B. Svavarsson og Björg B. Jónsdóttir. Kristín er 172 cm á hæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.