Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 pHnrgw Útgefandi nMiifeife Árvakur, Reykjavík Framkvæm^pstjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. íslenska í grunnskólum Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku; bókmenntum, mál- fræði og stafsetningu, í 9. bekk grunnskóla í vor hafa vakið mikla athygli og deilur. Samkvæmt at- hugun skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins var meðaleinkunn nemenda að þessu sinni 4,8 en lágmarkseinkunn til að standast prófíð er 5,0. Til sam- anburðar er þess að geta, að meðaleinkunn í fyrra var 5,5 og 5,2 árið á undan. Segja má því, að lágar einkunnir fari lækkandi. Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri i menntamálaráðuneytinu, segir í Morgunblaðinu á föstudag, að íslenskuprófið hafi að þessu sinni verið í þyngra lagi. Það hafi einkum verið miðað við próf í öðr- um samræmdum fögum, sem sennilega hafi verið í léttara lagi nú. í fréttinni kemur fram, að Hrólfur telur að aðrar ástæður gætu verið fyrir frammistöðu nem- enda en þær að prófíð hafi verið of þungt eða reglur um fyrirgjöf of strangar. Annars vegar gæti íslenskukunnáttu nemenda verið að hraka og mætti líta á aukna fjölmiðlun erlends efnis sem mögu- legan orsakaþátt. Hins vegar gæti hér verið um að ræða áhrif frá verkfalli kennara. Hér í blaðinu á föstudag var jafnframt haft eftir Þórunni Mós- esdóttur, íslenskukennara, að prófið í ár hefði verið of þungt. Það væri samið af framhaldsskóla- kennurum, sem þekktu ekki þroska grunnskólanemenda og getu. Þá er haft eftir henni að svo geti farið, að þessi niðurstaða leiddi til þess að nemendur misstu áhuga á íslensku. Jafnframt upp- lýsir hún að áform séu uppi um að kæra prófið þar sem það hafi verið of þungt. Hrólfur Kjartans- son í menntamálaráðuneytinu telur hins vegar, að niðurstöðurnar réttlæti ekki að einkunnir nem- enda verði hækkaðar upp. Um það ætti ekki að þurfa að vera ágreiningur, að meðalein- kunnin 4,8 í íslensku er alltof lág. íslenska er mikilvægasta náms- grein grunnskólanna og til að leiðbeina um hana þurfa að veljast hæfustu kennarar, sem skólamir hafa völ á. Til þess liggja þær ástæður að framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar veltur á því, hvort okkur tekst að varðveita og rækta tunguna. í því efni hafa skólamir jafn mikilvægu hlutverki að gegna og heimilin. Oneitanlega vaknar sú spum- ing, hvort slakað hafi verið á kröfum á undanfömum árum eða kennarar misst áhugann á efninu? Það þarf auðvitað ekki að taka fram, að sé áhugi kennara ekki til staðar vaknar ekki áhugi hjá nemendum. Ogí framhaldi af hinni hörðu ádrepu Siglaugs Brynleifs- sonar hér í blaðinu á föstudaginn má spyija, hvort beinlínis sé við ákveðna stefnu í skólamálum að sakast. Að sönnu er hér um við- kvæmt efni að ræða sem ekki hefur reynst auðvelt að ræða í fjöl- miðlum, en er það ekki löngu orðið tímabært? í umræðum af slíku tagi ættu menn að varast stóryrði og hleypidóma og láta ekki við- tekin sannindi í einhverjum hópum fjötra sig. Það verður að vera leyfi- legt að spyija allra spurninga í þessu efni, jafnvel þótt þær kunni að þykja óþægilegar eða komi ein- hveijum i uppnám. Sú frétt Morgunblaðsins að meðaleinkunn nemenda í Tjarnar- skóla á samræmda prófínu í ísiensku sé rúmlega heilum hærri en almennt í skólum landsins hlýt- ur að gefa tilefni til þeirrar spumingar, hvort breyta þurfi vinnubrögðum í skólunum. Getur t.d. verið að yfirburðir Tjamar- skóla stafi beinlínis af því, að hann er rekinn af einstaklingum en ekki ríkinu? Svo þarf ekki að vera, en þetta er spurning sem spyija verð- ur og fá svar við, ef það er hægt. Það má vera, að hin bága niður- staða íslenskuprófsins í 9. bekk eigi sér að einhveiju leyti skýringu í stóraukinni fjölmiðlun erlends efnis. En þá verða skólamir að bregðast við með stóraukinni íslenskukennslu, því ekki verður fjölmiðlunin stöðvuð. Svo kann líka að vera að íslenskuprófið hafí verið of þungt eða verkfall kenn- ara sett strik í reikninginn. En þá er á það að líta að meðaleinkunn- in undanfarin tvö ár hefur heldur ekki verið til þess hreykja sér af. Allt ber því að þeim bmnni að brotalöm sé í undirstöðuþætti skólakerfísins. Hér þarf að verða á róttæk breyting til batnaðar. Nýr heims- meistari Hannes Hlífar Stefánsson vann í gær heimsmeistaramót unglinga í skák. Af 11 skákum vann hann níu, gerði eitt jafntefli og tapaði einni skák. Þessi frá- bæri árangur Hannesar Hlífars er enn ein staðfestingin á því, hve traustum rótum skáklistin hefur skotið í landinu. Fyrir réttum tíu ámm vann Jón L. Amason þennan sama titil. Morgunblaðið óskar Hannesi Hlífari Stefánssyni og okkur öllum til hamningju með þennan glæsi- lega skákárangur. essa dagana bíður þjóðin þess með nokkurri eftirvæntingu hvort Sjálfstæðisflokki, Al- þýðuflokki og Kvennalista tekst að ná saman um myndun nýrr- ar ríkisstjómar. íslendingar em nánast óðapólitískir, ef svo má að orði komast. Stjórnmálabaráttan og stjómmálamenn em eitthvert vinsælasta umræðuefni fólks. Með nokkmm hætti táknar ný ríkisstjóm alltaf nýja byijun — en stundum kemur í ljós, að ný ríkisstjórn er ekki endilega til- hlökkunarefni, a.m.k. ekki fyrir skattgreið- endur! Ýmislegt bendir til þess, að ný ríkis- stjóm, hver sem hún verður, telji sig knúna til að grípa til aðgerða, sem muni koma við pyngju almennings. Stjórnmálamenn hugsa gjaman á þann veg, að hyggilegast sé að grípa til óvinsælla ráðstafana í upp- hafi kjörtímabils, þá sé von um að þær hafi gleymzt eða skilað einhveijum ár- angri, þegar næst verði gengið að kjör- borðinu. Síðustu vikur hafa talsmenn flokkanna rætt töluvert mikið um hallann á ríkissjóði og þá ekki sízt talsmenn og málgagn Al- þýðuflokksins. Því er haldið frarff, að hallinn á ríkissjóði verði að öðm óbreyttu mun meiri en fráfarandi fjármálaráðherra hefur viljað viðurkenna. Talsmenn Al- þýðuflokksins hafa ekki farið leynt með þá skoðun sína, að nauðsynlegt verði að ráða bót á þessum hallarekstri m.a. með skattahækkunum. Innan Sjálfstæðis- flokksins hafa áhrifamenn um nokkurt skeið deilt um það, hvort hættulegt væri að reka ríkissjóð með halla. Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, alþingismaður, hefur verið fremsti talsmaður þeirra, sem telja, að óhætt sé að reka ríkissjóð með halla, svo fremi sem sá halli sé jafnaður með innlend- um lántökum. Hins vegar má telja, að hann sé í minnihluta í þingflokki sjálfstæð- ismanna með þessa skoðun, og að þar muni margir taka undir það sjónarmið Alþýðuflokksins, að óhjákvæmilegt sé að jafna ríkissjóðshallann að hluta til með einhvers konar skattahækkunum. Þá er á það að líta, að til þess að Kvennalistinn telji sig eiga erindi í ríkis- stjóm þarf áreiðanlega að semja um ýmislegt, sem mun kosta ríkissjóð pen- inga, og þess vegna er ekki ósennilegt, að þeir samningar muni enn ýta undir þá skoðun, að óhjákvæmilegt verði að hækka skatta að einhveiju marki. Sú var tíðin, að sjálfstæðismenn lögðust hart gegn skattahækkunum. í kosninga- baráttunni haustið 1979 lögðu talsmenn þeirra ríka áherzlu á nauðsyn þess að ráða bót á vanda ríkissjóðs með niðurskurði á ríkisútgjöldum. Slíkur niðurskurður var veigamikill þáttur í hinni frægu og um- deildu leiftursóknarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn deildu einnig hart á vinstri stjómina, sem sat 1978-1979, fyrir að ganga ekki rösklega fram í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við fjármála- ráðuneytinu 1983 bjuggust margir fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins við því, að efndir mundu fylgja orðum. Vafalaust hafa bæði Albert Guðmundsson og Þor- steinn Pálsson gert sitt til að skera niður ríkisútgjöld eða halda þeim í skefjum. En báðir hafa orðið að horfast í augu við þá staðreynd, að það er hægar um að tala en í að komast. Þess vegna er ósennilegt, að sjálfstæðismenn muni tala mikið um að leysa hallarekstur ríkissjóðs nú með víðtækum niðurskurði á ríkisútgjöldum. Það verða kannski fremur alþýðuflokks- menn, sem boða þá stefnu að einhveiju marki og ekki ólíklegt, að Sjálfstæðismenn mundu hafa lúmskt gaman af að fylgjast með viðureign Alþýðuflokksmanna við ríkisútgjöldin! En er þá engin önnur leið en skattahækkun til þess að ráða bót á hallarekstri ríkissjóðs, ef menn á annað borð vilja ekki fallast á kenningar Eyjóifs Konráðs um, að óhætt sé að reka ríkissjóð með halla að uppfylltum áðumefndum skilyrðum? Ríkið á að selja eignir Þriðja leiðin er til, sem ástæða er til að taka með í umræðum um hallarekstur ríkissjóðs, en hún er sú, að ríkið geri það sama og einstaklingTir getur gert, ef hann hefur lifað um efni fram, þ.e. að selja eign- ir. Það er alkunna, að sala á fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur mjög tíðkast í nálæg- um löndum seinni árin. Slík sala ríkis- fyrirtækja hefur heppnast mjög vel í Bretlandi og Frakklandi. Sala ríkisfyrir- tækja er eitt vinsælasta kosningamál Ihaldsflokksins í kosningunum sem fram fara í Bretlandi eftir liðlega tvær vikur. Sala eigna ríkisins hefur einnig náð mikl- um vinsældum í Frakklandi. Hér á Islandi hefur minna verið rætt um sölu ríkisfyrirtækja en skyldi. Það hefur að sjálfsögðu verið eitt af stefnumál- um Sjálfstæðisflokksins frá upphafí, að atvinnurekstur eigi að vera í höndum ein- staklinga. Þrátt fyrir það hefur Sjálfstæð- isflokkurinn hvað eftir annað staðið að stofnun atvinnufyrirtækja í eigu ríkisins. Það var hins vegar ekki fyrr en Albert Guðmundsson, sem þá var nýorðinn fjár- málaráðherra, hreyfði þessu máli sumarið 1983, að umræður komust af stað að ein- hveiju ráði um sölu ríkisfyrirtækja. Svo undarlega vildi hins vegar til, að það var annar ráðherra, Sverrir Hermannsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem hrinti þessu í framkvæmd. Hann beitti sér m.a. fyrir sölu Landsmiðjunnar og hlutabréfa ríkisins í Iðnaðarbankanum. Albert Guð- mundsson fylgdi svo í kjölfarið og seldi hlutabréf ríkisins í Eimskipafélagi Islands og Flugleiðum. Síðan hefur ekkert gerzt í sölu ríkis- fyrirtækja. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fylgt þessu frekar eftir og er þó ljóst, að þessi eignasala ríkisins mælt- ist vel fyrir. Ýmis fyrirtæki koma til greina.. Þar má nefna Landsvirkjun, sem er auð- ugt og öflugt fyrirtæki. Ríkið á að vísu ekki allt fyrirtækið en gæti gengið á und- an með góðu fordæmi og selt sinn hlut. Óhætt er að fullyrða, að ef rétt er staðið að sölu eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun mundi verða mikil eftirspum eftir þeim hlutabréfum. í annan stað má nefna Sem- entsverksmiðju ríkisins. Á sínum tíma voru ákveðin rök fyrir því, að ríkið setti upp sementsverksmiðju. Þau eru ekki lengur fyrir hendi. Nú eru í landinu öflug bygging- arfyrirtæki, steypustöðvar og aðrir, sem áreiðanlega mundu hafa áhuga á að kaupa sementsverksmiðjuna, ef ekki allur al- menningur. Ef það kæmi hins vegar í ljós við gagnrýna skoðun á rekstri Sements- verksmiðjunnar, að rekstur hennar sé óhagkvæmur og hægt sé að flytja sement ódýrar inn erlendis frá, hlyti að koma til álita að hætta rekstri hennar. Byggingar- kostnaður er meiri en svo á Islandi að ástæða sé til að auka á hann með óhag- kvæmri sementsframleiðslu. Me_ð sama hætti væri full ástæða til að selja Áburðar- verksmiðju ríkisins. Ef í ljós kæmi við sams konar gagnrýna athugun á rekstri hennar, að ekki væri eftirsóknarvert fyrir almenning að kaupa Áburðarverksmiðj- una, væru það um leið rök fyrir því að hætta starfsemi hennar og flytja áburðinn inn erlendis frá. Neytendur borga svo mikla peninga fyrir búvörur, að ekki er ástæða til að auka á það með óhag- kvæmum rekstri Áburðarverksmiðju í landinu. Þótt hér sé fyrst og fremst fjallað um hugsanlega eignasölu íslenzka ríkisins er ekki úr vegi að benda á í þessu sam- bandi, að sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa haft við orð að selja al- menningi hlut borgarinnar í Granda hf. Sameining BÚR og ísbjarnarins hefur gengið ótrúlega vel, Grandi hf. er orðinn öflugt fyrirtæki og á þeim uppgangstím- um, sem nú eru í sjávarútvegi er áreiðan- lega ekki erfitt að selja eignarhlut Reykjavíkurborgar í því fyrirtæki. Loks má nefna að íslenzka ríkið á mikl- ar eignir í bönkum, a.m.k. Landsbanka og Búnaðarbanka. í kjölfar þeirra vanda- mála, sem upp hafa komið í rekstri Útvegsbankans, hafa komið upp töluverð- ar umræður þess efnis, að eðlilegt væri að gera þessa ríkisbanka að hlutafélaga- bönkum og selja síðan almenningi hlut í þeim. Bæði Landsbankinn og Búnaðar- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. maí Morgunblaðiö/Bjami bankinn eru fyrirtæki, sem hafa hin síðari 4r skilað miklum arði og eiga miklar eign- ir. Loks má minna á hið öfluga ríkisfyrir- tæki Póst og síma. Þess vegna má gera ráð fyrir, að íslenzka ríkið gæti náð inn miklum fjármunum með sölu þessara eigna. Hlutabr éf amarkaður Forsenda þess, að ríkið geti selt þessi fyrirtæki til ajmennings er hins vegar sú, að fullkomið jafnræði verði skattalega á milli þess sparnaðar, sem fram fer í formi kaupa á hlutabréfum í atvinnufyrirtækj- um, og þess sparnaðar, sem verður með öðrum hætti. Það á ekki að vera mikið vandamál fyrir þá flokka, sem hafa lög- gjafarvaldið í sínum höndum. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að und- irbúa sölu þessara ríkisfyrirtækja mjög vel. Það dugar ekki að standa að sölu þeirra á þann veg, sem gert var fyrir nokkrum vikum, þegar auglýst voru til sölu hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka ís- lands hf. Þau vinnubrögð voru skólabókar- dæmi um það, hvemig ekki á að undirbúa sölu ríkisfyrirtækja og voru raunar þess eðlis, að ætla mátti, að þeir sem að þeim undirbúningi stóðu hafi alls ekki viljað selja Útvegsbankann! Þegar búið er að leggja grunninn að sölu ríkisfyrirtækja með því að gera kaup á hlutabréfum jafn hagstæð í skattalegu tilliti eins og önnur spamaðarform, þarf að sjálfsögðu að kynna almenningi mjög rækilega eignir og afkomu þessara fyrir- tækja. Við getum margt af Bretum lært í þeim efnum, en þeir leggja fram ótrúlega ítarlega upplýsingar um eignir og stöðu fyrirtækja, sem á að selja, svo og um framtíðarhorfur þeirra. Jafnframt er eðlilegt að ríkið feli ein- hveiju þeirra verðbréfafyrirtækja, sem hér starfa og hafa áunnið sér traust, að standa að undirbúningi slíkrar sölu. Sérmenntað fólk á þessu sviði er óneitanlega betur hæft til þessara verka en ríkisstarfsmenn, sem hafa hlotið þjálfun og reynslu á allt öðru sviði. Vaxtarbroddur Sú breyting, sem orðið hefu'r á íslenzk- um fjármagnsmarkaði á örfáum ámm, er nánast byltingarkennd. Á skömmum tíma hefur orðið til alvöru verðbréfamarkaður, sem atvinnufyrirtæki sækja út á í æ ríkara mæli til þess að afla fjár til uppbyggingar og annarrar starfsemi. Hér hafa verið stofnaðir verðbréfasjóðir, sem bjóða fólki upp á mismunandi mikla ávöxtun, og um leið mismunandi mikla áhættu. Bersýnilegt er að landsmenn hafa fjárfest töluvert á annan milljarð króna, ef ekki meira, á þessum verðbréfamarkaði. Þegar tekið er mið af því hvað þessum nýjungum hefur verið tekið vel af öllum almenningi er rík ástæða til að ætla, að hið sama mundi verða um hlutabréfavið- skipti, ef þau kæmust á skrið. Raunar eru íslendingar svo opnir fyrir nýjungum, að búast mætti við því, að viðskipti með hluta- bréf yrðu mikill vaxtarbroddur í fjármála- lífi okkar á næstu árum. Því má nefnilega ekki gleyma, að þessi starfsemi öll er að verða ný atvinnugrein, sem veitir nokkrum §'ölda fólks atvinnu nú þegar og umsvif þessarar atvinnugreinar eiga eftir að auk- ast mjög. Virkur hlutabréfamarkaður, sem yrði til á þennan hátt fyrir frumkvæði ríkisins og með sölu ríkisfyrirtækja . í verulegum mæli á næstu árum, mundi jafnframt opna atvinnufyrirtækjum í einkaeign nýja leið til uppbyggingar. Það er t.d. alkunna, að Flugleiðir þurfa á miklu fjármagni að halda til þess að Qármagna endurnýjun flugflota síns. Gera má ráð fyrir, að margir af hin- um yngri forystumönnum Flugleiða horfi til þess að ijármagna þessa endumýjun með veralegri aukningu á hlutafé í fyrir- tækinu og sölu á því á almennum markaði. Þannig mundi ríkið með frumkvæði af þessu tagi gefa atvinnulífinu nýja vítamínsprautu. Á undanfömum áram hafa orðið svo miklar og merkar breytingar í fjármálalífi okkar, að hér má ekki láta staðar numið. Stíga verður skrefið til fulls með því að skapa skilyrði fyrir eðlilegum viðskiptum með hlutabréf. Pólitískar aðstæður Hér er auðvitað spuming um, hvort pólitískar aðstæður era fyrir hendi til þess að hrinda slíkum hugmyndum í fram- kvæmd. í þeim efnum er rétt að hafa í huga, að skilningur á umbótum af þessu tagi er mun almennari og ríkari en hann var fyrir aldarfjórðungi þegar miklar um- ræður fóra fram m.a. hér í Morgunblaðinu um almenningshlutafélög. Jarðvegurinn er því fyrir hendi í dag. í annan stað er auðvitað nauðsynlegt fyrir nýja ríkisstjórn að hafa einhveijar nýjungar fram að færa. Fólk mundi ekki taka því vel, ef ný ríkis- stjóm hefði lítið annað fram að færa um fjárhagsvanda ríkissjóðs en gamlar skatta- lummur. Telja verður að innan Sjálfstæðisflokks- ins sé veralegur stuðningur við sölu ríkis- fyrirtækja, þótt það veki að vísu undrun, hversu aðgerðarlitlir ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins vora þrátt fyrir allt á þessu sviði á síðasta kjörtímabili. Talsmenn Alþýðuflokksins hafa hreyft hugmyndum um sölu ríkisfyrirtækja og fyrirfram verða menn að ætla, að þeir verði opnir fyrir tekjuöflun af þessu tagi til þess að draga úr ballarekstri ríkissjóðs. Kvennalistinn er hins vegar meira spurn- ingamerki og skal ekkert fullyrt hér um viðbrögð þeirra. Hvernig sem á þetta mál er litið virðast rökin fyrir því, að ríkið taki myndarlega til hendi við að selja eignir til þess að draga úr hallarekstri ríkissjóðs augljós. Vonandi leiða samningamenn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvennalista hugann að þessu máli við samningaborðið næstu dagana. „Nú er spurning, hvort ný ríkis- stjórn á ekki að grípa til þess ráðs, til þess að ráða að einhverju leyti bót á fjár- hagsvanda ríkis- sjóðs og til þess að komast hjá því að grípa til gam- aldags og óvin- sælla ráðstafana með því að hækka skatta, að selja eitthvað af fyrir- tækjum í eigu ríkisins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.