Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 34

Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 34
ííl VROJt t/M t° íITIOAíTUVtVITTfi (TIGAJÍIWJOHOW 34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 Séra Svavar A. Jónsson Ofbeldi gegn börnum Hjónin, séra Amfríður Guðmundsdóttir og Gunnar Rúnar Matthíasson guðfræð- ingur, skrifuðu ritgerð um fjölskylduofbeldi sem verk- efni í siðfræði í námi sínu i guðfræðideildinni. Ritgerðin var skrifuð á vorönn 1985 undir handleiðslu dr. Björns Björnssonar prófessors. Við fengum leyfi til að birta kafla úr ritgerðinni og sendum ykk- ur í dag úr fyrri hluta hennar, sem fjallar um ofbeldi gegn börnum. Fyrirsagnir kafla eru okkar. hafí verð óvelkomið bam. Hún hafði verið fædd í lausaleik, en svo tók móðir hennar saman við mann og ólst hún upp hjá þeim. Hún sætti ofbeldi af beggja hálfu en hann barði einnig sín eigin böm og konu. Sögumaður lýsir þessu svo að það hafi verið sama hvað var, þau hafi bara verið lamin. Hún nefnir eitt dæmi þar sem verið var að hegna henni fyrir að btjóta rúðu og óhlyðnast. Þá notaði hann belti, sem hann gerði oftast, og lék hana mjög hart. Á meðan kom mamma hennar sér fyrir uppi á kommóðu og hló. Móðirin beitti hana einn- ig ofbeldi meðan hún hafði enn líkamlega yfirburði til. Hún kleip hana og kaffærði í ísköldu vatni svo að í hvert skipti hélt sögu- maður að hún myndi drekkja sér. Páll Eiríksson geðlæknir sagði á námskeiði fyrir ung hjón og pör, hjá Garðasókn í Garðabæ 2. mars sl., eftirfarandi eftir ein- um skjólstæðingi sínum: „Pabbi nauðgaði okkur systmnum öll- um og mamma vissi það því hún heyrði í okkur hljóðin en gerði þó ekkert." Gunnar Rúnar Matthíasson gnðfræðingnr og séra Arnfríður Guð- mundsdóttir. Ábyrgð safnaðarins Hvert það bam sem borið er til skímar í kirkju okkar er lagt í hendur safnaðarins alls til umönnunar og vemdar. Þetta er gert með því að prestur áminnir söfnuð sinn með eftir- farandi orðum: „Góð systkin. Þér eruð vottar þess, að þetta bam er nú skírt í nafni föður, sonar og heilags anda. Með því er sú ábyrgð lögð á yður, ást- vini þess, að ala það upp í ljósi fyrirheits skírnarinnar, kenna því að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakra- menti og þjóna náunganum í kærleika. Guð veiti yður til þess náð sína. Amen.“ Harmsögur, ótrúlegar en sannar Þrátt fyrir þetta þekkjast dæmi eins og eftirfarandi sem lesa má í Morgunblaðinu 3. ágúst 1984 (bls. 44—5). Þetta er frásögn 38 ára konu þar sem hún lýsir æsku sinni á þann veg að hún hafí alltaf fundið að hún Rækir hamingjusamasta þjóð í heimi ekki þær skyldur gagnvart bömum, sem kirkjan leggur henni á herðar? Óhamingja hamingju- sömustu þjóðar í heimi Mikill meirihluti þjóðar okkar er skírður og meira en 9/10 hlut- ar hennar tilheyra þjóðkirkjunni. Engu að síður em þau tvö hrottalegu dæmi, sem hér hefur verið lýst, sönn og það sem meira er, þau eru ekki eins- dæmi. Þegnar hamingjusömustu þjóðar í heimi virðast ekki rækja þær skyldur og gæta þeirrar ábyrgðar sem kristin kirkja leggur á þegna sína varðandi hvert það bam sem skírt er til samfélagsins í Kristi Jesú. Hér á það vel við sem segir í dægur- lagatextanum: „en hamingjan er ei öllum gefín fremur en skíra gull...“ Skyldan til að grípa inn í annarra fjölskyldu Dæmi sem þessi em sem bet- ur fer ekki mjög algeng en það dregur þó ekki úr alvöru máls- ins. Hér er um að ræða mál sem varðar við landslög og það sem meira en landslög kveða á um að hver sá sem þekkir til eða veit af slíku er skyldur til að láta viðkomandi barnaverndar- nefnd vita af því. Hulda Guðmundsdóttir yfirfé- lagsráðgjafi á bamageðdeildinni við Dalbraut segir: „Að mínum dómi er ein ástæðan fyrir illri meðferð og jafnvel misþyrming- um á bömum sú að börn em ekki hátt skrifuð í þjóðfélaginu. Það er nokkuð viðtekin skoðun að börn séu eign foreldranna og uppeldi og atlæti þeirra sé einka- mál íjölskyldu." (Mbl. 3. ágúst ’84 bls. 45). Og Hulda segir aft- ur að óhætt sé að segja að það sé fólk úr öllum stéttum sem beiti börn sín ofbeldi en algeng- ast sé að það sé fólk sem er undir miklu andlegu álagi og fólk sem á við veruleg félagsleg vandamál að stríða. Hulda held- ur svo áfram og segir hlutverk þeirra sem hjálpa sé ekki að sanna einhverja sök heldur að fá fólk til að tjá sig án þess að um yfirheyrslu sé að ræða. Orð að utan í vikuriti Lúterska heims- sambandsins, sem sent er til þýzkumælandi kirkna frá aðal- stöðvunum í Genf, segir í apríl: Þjóðkirkjan stundi trúboð Jóhannes Hanselmann biskup í Bæjaralandi hvetur presta sína og söfnuði til að nýta hina ijöl- mörgu möguleika þjóðkirkjunn- ar til trúboðs. Vissulega er þjóðkirkjan aðþrengd með því að skírðir menn hennar yfírgefa hana og með því að trúarbragða- blanda og heiðindómur heija á. Þó er erfítt að draga hring um hina „sönnu kirkju", draga skil á milli hinna trúuðu og vantrú- uðu. Kirkjan þarf bæði að annast þau, sem annast kirkjustarfið, °g teygja sig til þeirra, sem ekki sinna því. Kirkjufólk ætti að hlynna vel að hinum ýmsu hópum, sem starfa innan safnað- anna og kirkjunnar í heild og sjá til þess að þeir hafi samband sín á milli. Það ætti líka að átta sig æ betur á því nýja samfé- lagi, sem mótast af nýrri tækni og viðhorfum og hyggja að hin- um mannlega þætti þess. Páfinn kemur til íslands Jóhannes Páll II páfi hefur ákveðið að koma til Norðurland- anna árið 1989. Ekki hefur verið ákveðið hvað páfi muni ræða í þessari íyrstu heimsókn sinni til þessara landa en líklega ræðir hann m.a. um samstarf kirkju- deijda. I blaðinu Women, Konur, sem sent er út frá Kvennavett- vangi Lúterska heimssambands- ins í Genf segir í febrúarheftinu: Amerískar kirkjur andmæla fjöl- skylduofbeldi Þing amerísku lútersku kirkn- anna, ALC, sem koma saman í Minneapolis í september, álykt- aði að kirkjan ætti að leggja sitt af mörkum til að stöðva ofbeldi i fjölskyldum. Lagt var til að komið yrði á fót starfsemi innan safnaðanna, sem áréttaði hvern- ig fyrirmyndar fjölskyldulíf ætti að vera, hafin yrði innan safnað- anna umræða um ofbeldi á heimilum, hvatt til stofnunar „griðastaða" innan safnaðanna fyrír fórnarlömb ofbeldis og unn- ið yrði að því að fjölmiðlar hættu að birta lýsingar á ofbeldi. I yfirlýsingunni sagði að ofbeldi á heimilum bitnaði oftast á börn- um og konum. Kirkjukonur í Taiwan sameinast I desember sl. var haldin ráð- stefna í Taiwan, sem fjallaði um breytta stöðu kvenna í þjóðfé- laginu og þar með breytta afstöðu þeirra til vinnu. Yfir- skrift ráðstefnunnar var: Samstaða kvenna til sameining- ar Asíukvenna í baráttu fyrir fæðu, réttlæti og frelsi. 70 kon- ur tóku þátt í ráðstefnunni, kaþólskar, lúterskar, baptistar, meþódistar og frá öldungakirkj- unni. Kirkjan I Brasilíu ræðir um stjórnmál I október héldu lútersku kirkj- urnar í Brasilíu kirkjuþing sitt Sunnudagur: Post. 1.6—11. Mánudagur: Post. 2.1—13. Þriðjudagur: Post. 2.36—42. Miðvikudagur: Post. 2.43—37. Fimmtudagur: Post. 3.1—10. Föstudagur: Post. 3.11—16. Laugardagur: Post. 3.17—21. Við höfum valið fyrstu þijá kafla Postulasögunnar sem les- efni vikunnar. Postulasagan er frásagan af því hvernig fólk Jesú, konur og karlar, uppfyllti boð hans um að fara út um allan heiminn og boða fagnaðarerind- ið. Jesús er risinn upp frá og kölluðu hina 1.453 söfnuði til aukinnar þátttöku í stjórn- málum. Þær brýndu fyrir fólki sínu að kjósa þingmenn til þjóð- þingsins með mikilli gát svo að lúterska kirkjan gæti haft sem mest áhrif á þjóðfélagsbreyting- ar í Brasilíu og stutt hina landlausu, heimilislausu, indí- ána, blökkumenn, konur, verka- menn og smábændur. I fyrsta skipti voru konur kosnar í hina sjö manna stjórn lútersku kirkn- anna í Brasilíu, þijár óvígðar konur. dauðum. Á því byggist allt starf- ið, öll prédikunin er grundvölluð á þeim miklu og undursamlegu tíðindum. Hann, sem var hjá fólki sínu í 40 daga eftir uppris- una, er nú farinn til himins, en hann mun koma aftur á sama hátt og hann fór. Og hann efnir fyrirheitið um að senda þeim annan huggara, annan hjálpara, andann heilaga. Boðskapurinn er upprisa Jesú og sá miklu kraftur og kærleikur, sem upp- risan gefur til að þoka heiminum til betri vegar og frelsa hann alveg að lokum. Biblíulestur vikunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.