Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 42

Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 t Faðir minn, ÞÓRÐURSTURLAUGSSON, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Sturla. t Útför bróður míns, SIGURBERGS E. GUÐJÓNSSONAR, Hátúni 12, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiður Guðjónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN JÓNSSON, Gnoðarvogi 28, verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaöarins miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Kirkju óháða safnaöarins. Guðrún Kristín Sigurjónsdóttir, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Jón Þórir Jóhannesson, Valdimar Þórarinsson, Elísabet G. Þórarinsdóttir, Jóhann Rúnar Kjærbo, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, FRANZ BENEDIKTSSON, Biönduhlfð 21, lést í Borgarspítalanum 16. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda. Ægir Franzson. t Sonur okkar, bróðir, mágur og dóttursonur, kristjAn jóhann KRISTJÁNSSON, Miðvangi 31, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Björn Arnar, Kristfna V. Kristjánsdóttir, Vilhelmína Arngrfmsdóttir, Erlendur Indriðason. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. maí kl. 15.00. Gfsli G. Geírsson, Gurli Geirsson, Svala Geirsdóttir, Vilhjálmur Hafberg, Hanna Margrét Geirsdóttir, Brynja Geirsdóttir, Sigurður Viðarsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAÍK h.f. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Jóhanna G. Guð- laugsdóttir — Minning Fædd 19. ágúst 1924 Dáin 16. maí 1987 Tengdamóðir mín Jóhanna Guð- björg Guðlaugsdóttir er látin. Það kom eins og reiðarslag yfír mig því hún var svo full af lífsgleði þegar ég dvaldi hjá henni um páskana. Þá ræddi hún um framtíðina sem hún horfði svo björtum augum til. Þegar ég kynntist Jóhönnu þá opn- aði hún heimili sitt fyrir mér og tók mig að sér og var ég eins og eitt af hennar bömum. Á heimili henn- ar, sem var mannmargt, ríkti ævinlega glaðværð og var hún mik- il húsmóðir sem alltaf var tilbúin að liðsinna öllum. Það vom því mikil viðbrigði þegar við hjónin fluttum erlendis en þá höfðum við sumarfríin til að hlakka til, annað- hvort hér eða í Danmörku. Það var henni mikil gleði þegar við fluttum aftur heim og fjölskyldan var öll saman aftur. En lífíð er ekki aðeins dans á rósum. Hún þurfti að ganga í gegn- um meiri erfiðleika en margur annar, en alltaf var brosað í gegn- um tárin. Síðustu mánuðina bjó hún á Akureyri, bæ sem hún var tengd sterkum böndum. En vegir Guðs em órannsakanlegir. Þar lést hún á sínu kæra heimili, Fjólugötu 9. Guð blessi minningu hennar. Gurli Geirsson Elsku Hanna amma er dáin. Við vomm búin að hlakka mikið til að fá að heimsækja hana í nýja húsið á Akureyri í sumar. Hún skrifaði okkur bréf þar sem hún sagði okk- ur frá garðinum sínum og öllum skemmtilegu hlutunum sem við ætluðum að gera saman. Það var alltaf gaman að vera með Hönnu ömmu. Hún var svo kát og glöð og til í að leika og spila. En nú er hún farin til Guðs og þar líður henni vel. Bless Hanna amma. Vertu mér yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Geir Már, Ragnar Már Pétur Fannar, Harpa Júlía og Elín Ósk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (C.V.Briem). Mig setti hljóða þegar mér barst andlátsfregn systur minnar og ég átti bágt með að trúa því að mín ástkæra systir væri horfín bak við móðuna miklu. Degi áður en þessi harmafregn barst var ég hjá henni eins og svo oft áður síðan Jóhanna og hennar maður fluttust til Akureyrar. Hún var þá svo hress og glöð á sínu nýja heimili og vann kappsamlega í garðinum við heimilið sitt og hann var að verða ljómandi fallegur og blómin voru farin að springa út. Jóhanna Guðbjörg var fædd 19. ágúst 1924 á Ánabrekku í Mýra- sýslu, dóttir Elínar Margrétar Jónsdóttur og Guðlaugs Jónssonar bónda, þau áttu saman 5 böm. Jó- hanna var næst yngst, hin öll lifa systur sína, Ágúst og Lilja búsett á Akureyri og Jón og Jóhann í Reykjavík. Jóhanna var í foreldrahúsum fram jfír fermingu. Var í vinnu í Borgarnesi einn vetur en um vorið og sumarið í kaupavinnu á Höfða í Þverárhlíð, eftir það fór hún á Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur og vann hún þar við saumaskap enda var hún myndar- leg í höndunum, það kom sér vel þegar hún eignaðist börnin. Arið 1953 giftist Jóhanna fyrri manni sínum, Geir R. Gíslasyni í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur elskuleg böm, Gísla, Svölu, Mar- gréti og Brynju sem öll eru búsett í Reykjavík. Eg og fjölskylda mín erum búin að eiga margar sólskins stundirnar á heimili hennar. Síðastliðið sumar giftist hún seinni manni sínum, Friðgeir Ax- fjörð og þau fluttu til Akureyrar um haustið. Heimilið þeirra var í Fjölugötu 9, Akureyri. Hlutverki sínu hér á jörðu skilaði hún með miklum sóma. Blessuð sé minning hennar. Guð styrki ykkur og styðji á þessari stundu sem og alla aðra. Samúðarkveðjur. Systir Minning: Franz Benedikts son sjómaður Fæddur 19. febrúar 1896 Dáinn 16.maí 1987 Þeim fækkar óðum af þeirri kyn- slóð, sem fædd er fyrir síðustu aldamót. Franz Benediktsson var einn þeirra, en hann lést 16. maí 91 árs að aldri. Hann var fæddur á Dönustöðum, Laxárdal, Dala- sýslu, einn af níu bömum hjónanna Sigríðar Helgadóttur og Benedikts Halldórssonar. Upp úr aldamótum flytja foreldrar hans til Bolung- arvíkur en Franz verður eftir, fyrst í Dalasýslu, en um 9 ára fer hann til vandalausra inn í ísafjarðardjúp og dvelur þar við misjafnan kost fram yfír fermingu. Frá þessum ámm sagði hann oft og minnist með þakklæti konu, sem lánaði honum föt til að fermast í. 14 ára gamall byijar hann að stunda sjó, fyrst á bátum fyrir vest- an en síðar á skipum frá Norður- landi. Einnig sigldi hann á sænskum og dönskum skipum um tíma í lok fyrri heimsstyijaldarinnar. Þá er hann mörg ár á togurum frá Reykjavík. 1929 kvænist hann fyrri konu sinni Guðrúnu Matthíasdóttur, veit- ingakonu, og bjuggu þau um 18 ára skeið, þar til Guðrún lést. Á þeim árum stundaði hann ýmis störf í landi, um tíma meðal annars bú- skap á Skrauthólum á Kjalarnesi. Eftir að hann hættir búskap fer hann á togarann Venus frá Hafnar- fírði og síðan á Röðul með sama skipstjóra, Vilhjálmi Ámasyni, þeim mæta manni, sem hann mat mikið. 1955 kvænist hann síðari konu sinni, Ellen Hallgrímsson, mikilli sæmdarkonu. Þau bjuggu lengst af sínum búskap í Blönduhlíð 21. Ellen lést síðastliðið haust. Franz var myndarlegur maður á velli, þrekvaxinn og bar sig vel alla tíð þrátt fyrir háan aldur. Það var gaman að heyra hann segja frá sjó- mannsferli sínum, frásögn hans var svo greinargóð og lifandi. I sínu einkalífi var hann gæfu- maður, var sjómaður í báðum heimsstyijöldunum án þess að verða fyrir alvarlegum skakkaföllum. Hann eignaðist einn son, Ægi, fisk- eftirlitsmann hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Er hann kvænt- ur Sigríði Steinólfsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sjómannsferill hans spannar yfir 60 ára tímabil. 74 ára fór hann í land. Eftir það vann hann í landi í nokkur ár. Með þessum línum vil ég og fjöl- skylda mín þakka Ellen og Franz sambýlið í Blönduhlíð 21 og það veit ég að Valdís og Jón og börn þeirra gera einnig. Minningin um gott sambýlisfólk lifir. Guð blessi þau. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON frá Efra-Lóni á Langanesi, síðar búsettur á Lokastíg 4 f Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 15. maí sl. Jarðarförin ferfram frá Hallgrímskirkju 26. maí nk. klukkan 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Ólafsdóttir, Sigrfður Sigurðardóttir, Skjöldur Vatnar, Þóra G. Sigurðardóttir, Gunnar H. Jóhannesson, Jónfna S. Sigurðardóttir, Rúnar F. Sigurðsson, Unnur Sigurðardóttir, Bernhard Svavarsson, Anna Björk Sigurðardóttir, Erlingur Sigtryggsson og barnabörn. Narfi Hjartarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.