Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987
45
og barðist við dauðann var foreldr-
um hans og systrum þungbær.
Við ættingjar og vinir stóðum
álengdar og fundum fyrir hvað
maðurinn er vanmáttugur. Við
höfðum óskað þess heitast að eiga
til þau orð sem gætu huggað, en
þau eru fátækleg á svona stundu.
Guð einn getur hjálpað, og ég
vona að hann gefi þeim styrk til
að standast þessa þungu raun.
Krissa míns verður sárt saknað
um ókomin ár og með sorg í hjarta
kveð ég elsku litla frænda minn.
Erla
Á mánudag verður borinn til
grafar frá Hafnarfjarðarkirkju
Kristján Jóhann Kristjánsson, 15
ára gamall nemandi í Víðistaðaskól-
anum í Hafnarfirði. Hann lést í
Borgarspítalanum 16. maí sl. Hann
hafði veikst 2 vikum áður.
Það er erfitt að sætta sig við að
ungur, vel gefinn, myndarlegur og
röskur drengur hverfi úr þessum
heimi svo fyrirvaralaust. Hann
hafði verið frískur og hraustur alla
tíð fram að þessu. Hann bjó um
10 ára skeið í húsinu hinum megin
við götuna á móti mér. Þess vegna
fylgdist ég vel með því hvernig
hann óx frá því að vera ungt bam
og til þess að vera unglingur. Hann
heilsaði alltaf mjög hressilega,
hvort sem hann brunaði framhjá á
skellinöðru eða var á gangi. Bæði
ég hann um eitthvert viðvik, hvort
sem um var að ræða lán á skrúf-
járni eða annað slíkt, hljóp hann
strax til. Ég gerði mér fljótt grein
fyrir því, að hann var ekki latur
heldur sérstaklega greiðvikinn.
Nú er þessu lokið, Krissi eins og
hann var kallaður er horfinn yflr
móðuna miklu.
Kristján Jóhann fæddist vestur í
Kaliforníu í Bandaríkjunum 13. jan-
úar 1972, en foreldrar hans vom
þá búsett þar. Kristján var íjögurra
mánaða þegar fjölskyldan flutti til
baka til Hafnarfjarðar.
Að Krissa stóðu sterkir hafn-
fírskir stofnar. Hann var sonur
hjónanna Kristjáns Jóhanns Ás-
geirssonar, sem starfar á Keflavík-
urflugvelli, og Önnu Erlendsdóttur.
Kristján eldri er sonur hjónanna
Maríu Ólafsdóttur og Ásgeirs
Kristjánssonar sjómanns, sem bæði
eru látin, en þau bjuggu í Hafnar-
firði. Anna er dóttir hjónanna
Vilhelmínu Amgrímsdóttur og Er-
lendar Indriðasonar, fisksala hér í
bæ. Þau lifa bæði við háan aldur.
Lífshlaup fimmtán ára unglings
er ekki langt. Hann byijar í grunn-
skóla, fyrstu árin á sumrin eru
notuð til leikja og sendast fyrir for-
eldra, fjölskyldan mjög samhent og
leitað er mjög á vit náttúmnnar í
tjaldferðum og útiveru. Þegar kem-
ur að fermingu bytja skyldurnar
að aukast, unglingavinnan tekur
við á sumrin. Hann var orðinn 15
ára og bjóst við að geta tekið meiri
þátt í atvinnulíflnu. Framtíðin blas-
ir björt við, stefnt er að áfram-
haldandi skólavist. Þá kemur kallið,
sem enginn getur breytt. Sorgin
leggst yfir aðstandendur og vini.
Þeir spyija, hvaða réttlæti er að
taka drenginn frá okkur einmitt nú,
þegar framtíðin blasir svo björt við.
Þetta getur ekki verið tilgangur
lífsins. Tilgangur og markmið
lífsins hljóta að vera gjörólík þessu.
— Þetta em þær spurningar sem
fólk hefur velt fyrir sér frá upp-
hafi. — Kristin trú kennir okkur
að við dauða hér á jörð sé ekki allt
búið. Lífið á jörðinni sé áfangi og
ástvinir muni síðar hittast hið efra.
Það er mjög gott að hafa trú á fram-
haldslíf og hlýtur það að styrkja
og hjálpa aðstandendum að takast
á við þær breytingar sem átt hafa
sér stað.
Krissi spilar ekki lengur á
trommurnar í bílskúrnum á Mið-
vangi 31 en við trúum því að hann
spili á önnur hljóðfæri á þeim stað,
þar sem lífið heldur áfram.
Ég og fjölskylda mín sendum
þeim Önnu og Kristjáni og dætmn-
um, Karenu og Kristínu Vilhelmínu,
og öðmm aðstandendum okkar
fyllstu samúðarkveðjur um leið og
við minnumst góðs drengs sem við
kveðjum nú í dag._
Hrafnkell Ásgeirsson
NÆR EN NOKKRU SINNIFYRR
Viltu sveifla þér með fyrir kr. 20.840* til þessarar
stórfenglegu borgar á bökkum Michiganvatns?
Chicago - borg heimsmetanna
státar m.a. af hæstu byggingu heims, Sears
Tower, 110 hæða háhýsi með ógleymanlegu útsýnissvæði
efst, þaðan sem sjá má til þriggja fýlkja Bandaríkjanna,
John G. Shedd Aquarium, stærsta sædýrasafni heims, með
yfir 7500 tegundum sjávardýra. Þar er einnig stærsta
göngugata veraldar, verslunargatan State Street.
Chicago - borg listviðburðanna
Á sviði menningar og lista er sannarlega hægt að
fmna eitthvað fýrir alla. Sem dæmi má nefna að í Chicago
starfa yfir 50 atvinnuleikhús auk fjölda hljómleikahalla,
óperuhúsa og balletta að ógleymdum jazzuppákomunum en
segja má að Chicago sé enn sem fyrr miðstöð jazzins
í Ameríku.
Chicago - borg safna og sögulegra minja
Undur Chicago eru meiri en svo að hægt sé að
gera þeim skil í einni auglýsingu. Þess vegna ættirðu að líta
inn á söluskrifstofur okkar og afla þér nánari upplýsinga
um Chicago.
Hafi þig einhvern tíma dreymt um að sveifla þér til
Ameríku þá er tækifærið núna. Bein flug til BOSTON, NEW
YORK, ORLANDO og WASHINGTON auk CHICAGO.
Þú ættir að panta þér far áður en dollarinn hækkar.
FLUGLEIDIR
* APEX-fargjald frá 1. apríl - 14. júní. Flogið allt að 5 sinnum í viku.
FLUGLEIDIR
-fyrir þig-
Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100