Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 59 raöauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar - útboö | Hafnarfjörður — gangstéttir Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagningu steyptra gangstétta sumarið 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. júní kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Utboð Knattspyrnufélagið Valur við Hlíðarenda óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: a) Hita-, vatns- og frárennslislagnir. b) Loftræstikerfi fyrir íþrótta- og vallarhús. Útboðsgögn verða afgreidd á skrifstofu fé- lagsins Hlíðarenda og Teiknistofunni Arko, Laugavegi 41, frá miðvikudeginum 20. þ.m. gegn 5000.- kr skilatryggingu. fundir — mannfagnaöir ísfirðingar í Reykjavík og nágrenni! ísfirðingafélagið efnir til síðdegiskaffis á Hótel Sögu — Átthagasal — sunnudaginn 24. maí kl. 14.30. M.a. verða sýndar gamlar myndirfrá ísafirði og tekið lagið að sjálfsögðu. Notið tækifærið og hittið gamla kunningja í góðu yfirlæti. Isfirðingafélagið. Snæfellingar — Suðurnesjum Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtu- daginn 28. maí 1987 kl. 14.00 í Iðnsveinahúsi Suðurnesja, Tjarnargötu 7, Keflavík. Mætið vel. Stjórnin. Aðalfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn í Dómkirkjunni mánudaginn 25. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. Byggingameistari — verktaki Þarftu sterka stoð? Vorum að fá stillanlegar loftastoðir. Eigum í pöntun verkpalla. Getum útvegað allskonar undirslátt. Ath. verð og gæði. Tæknisalan, Ármúla 21, sími 39900. Tilkynning til prófasta, sóknarpresta og saf nað- arstjóra Prófastar, sóknarprestar og safnaðarstjórar eru minntir á að samkvæmt lögum um Þjóð- skjalasafn íslands nr. 66/1985, 6. grein, skal afhenda safninu skilaskyld skjöl að jafnaði eigi síðar en þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Minnt er á 3. grein laga nr. 3/1945, þar sem segir, að kirkjubækur sóknarpresta skulu sendar Þjóðskjalasafninu til varðveislu áður en 50 ár eru liðin frá löggildingu þeirra, og má aldrei halda þeim lengur en 15 ár frá því að þær eru fullritaðar. Þá eru allir sem hafa undir höndum eða vita um embættisbækur og skjöl prófasta, presta og kirkna, er engin skil hafa verið gerð á, eindregið beðnir að gera Þjóðskjalasafni ís- lands aðvart. Reykjavík 22. maí 1987, Þjóðskjalavörður. Ath! Erum fluttir Réttingaverkstæði B. Sigmars Sigurðssonar, Vagnhöfða 9. Erum fluttir í Kænuvog 36. Sími 686037. kennsla l&nskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1987-1988 Innritun fer fram dagana 1 .-4. júní að báðum dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamn- ingur fylgi umsókn nýnema). 2. Grunndeild bókiðna. 3. Grunndeild fataiðna. 4. Grunndeild háriðna. 5. Grunndeild málmiðna. 6. Grunndeild rafiðna. 7. Grunndeild tréiðna. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókagerð. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla- virkjun. 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 17. Almennt nám. 18. Fornám. 19. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn). 20. Rafsuðu. 21. Tæknibraut. 22. Tækniteiknun. 23. Tölvubraut. 24. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 25. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina. Iðnskólinn í Reykjavík. Lærið vélritun Sumamámskeið hefjast 1. júní. Engin heima- vinna. Innritun í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15, sími28040. VÉLSKÓU fSLANDS Réttindanám vélstjóra Námskeið fyrir vélstjóra er starfað hafa á undanþágu verður haldið í Vélskóla íslands í Reykjavík á haustönn 1987 og hefst 1. sept., ef næg þátttaka fæst. Umsóknum skal fylgja vottorð um minnst 24 mánaða siglingatíma, sem aflað hefur verið fyrir áramót 1985-86. Umsóknareyðublöð og námsupplýsingar á skrifstofu Vélskólans. Umsóknir ásamt vottorði um siglingatíma verða að hafa borist skólanum fyrir 20. júní 1987. Frá Fósturskóla íslands Innritun fyrir næsta skólaár lýkur 1. júní. Skólastjóri. Nám — kennarar Héraðsskólinn á Reykjanesi við ísafjarðar- djúp býður uppá nám í 7., 8. og 9. bekk skólaárið 1987-1988. Mjög góð aðstaða til náms ef áhugi er. Umsóknir berist fyrir 30. júní. Vestfirðingar ganga fyrir. Einnig vantar tvo áhugasama bóknámskennara með jákvæðu hugarfari. Mjög góð vinnuaðstaða og gott, ódýrt hús- næði. Upplýsingar veitir Skarphéðinn Ólafsson skólastjóri í símum 94-4841 og 94-4840. Héráðsskólinn á Reykjanesi. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaárið 1987-88 verða sem hér segir: Tónmenntakennaradeild, mánudag 25. maí kl. 13.00. Blásaradeild, mánudag 25. maí kl. 14.00. Söngdeild, þriðjudag 26. maí kl. 11.00. Prófin fara fram í skólanum í Skipholti 33. Umsóknir í aðrar deildir skólans skulu hafa borist fyrir 1. júní nk. Skólastjóri. VÉLSKÓLI ISLANDS Innritun á haustönn 1987 Innritun nýrra nemenda á haustönn 1987 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 6. júní nk., pósthólf 5134, 125 Reykjavík. Kennsla ferfram eftiráfangakerfi. Nemendur sem hafa stundað nám við aðra skóla fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskólanum. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnsólaprófi með tilskyldum árangri eða hlotið hliðstæða menntun. Vélavörður. Samkvæmt nýjum lögum um vélstjórnar- nám býður skólinn upp á vélavarðarnám er tekur eina námsönn (4 mánuði) og veitir vélavarðarréttindi samkvæmt ísl. lögum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans f Sjómannaskóla- húsinu kl. 08.00-16.00 alla virka daga. Sími 19755. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.