Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 24.05.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 63 og ég verð að komast að einhveiju um þessa eyju. Og ég fæ svolitlar upplýsingar um staðinn: Hér er aðeins eitt þorp og þar búa aðeins 200 manns. Hér er ekkert vatn, verið er að reyna að byggja upp túrisma, kosningar eru í nánd, hér eru 8 pensjónöð, eitt lúxushótel, flugvöllur, læknir, lögregla, bankastjóri, bakan', diskó- tek, 2 barir, þjóðminjasafn og milli 10 og 20 veitingastaðir. En þar með er ekki öll sagan sögð og ég renni ekki í grun, hvað Castelorizo á sér smart örlagasögu. Hér er ekkert bíó, en það gerir ekkert til, segir Yorgo, annar af Lazarakis-bræðrunum, við höfum vídeó. Það er ekkert leikhús, en hér er leikhús götunnar. Það er svo margt sem gerist bara í götunni. Þessari einu götu. Túristamir koma í maí og hér er fullbókað sumarið. A vetuma lifum við á því sem kom inn yfír sumarið. Lesum, spilum, skreppum til Aþenu eða Rhodos og sinnum fjölskyldunni. Að taka ákvörðun eða ákvörðim sem tekur þig Ég þykist ætla að stoppa aðeins í 2-3 daga og koma svo aftur seinna. Næst. Því ég er á leiðinni til Dia- fani. En það teygist úr tímanum. Það er eins og það sé ekki hægt að fara. En þannig er komið fyrir fleirum. Fólk á erfitt með að fara. Sumir fresta ferðinni í lengstu lög. Og þegar fólk er spurt, eftir hvetju það sækist, veit það ekki endilega þrisvar á ári segir að 70% túrist- anna stoppi stutt, en hin 30% koma aftur og aftur. En þetta gat verið svolítið fárán- legt. Ég var búin að ákveða að fara með næsta skipi, þó ég gæti alveg hugsað mér að vera lengur. En það var svo auðvelt að slá ferðinni á frest, um þijá daga, þar til báturinn kom aftur. Ég er líka að skrifa þetta leikrit. Það er ekki hægt að flækjast um með leikrit, hugsa ég. En ef þetta er nú ekkert leikrit, hugsa ég aftur. Svo hitti ég fólk á kaffihúsi, snemma morguns. Ég hafði teflt tavli við þau daginn áður og ein- hver rejmdi að kenna mér skrið- sund. Þau ætluðu að fara í dag. Ég spyr tíðinda. Þau stara út í loft- ið, þrungin stóískri ró og ansa: Við erum að bíða eftir ákvörðun- inni. Ég hvái. Jamm, segja þau eins og ekkert sé. Hvort við eigum að fara eða vera. Upp úr hádeginu gerði ákvörðunin vart við sig og þau urðu lengur. Þetta var ekki einleikið. Allir vildu vera lengur. En fannst þeir líka verða að fara. Kannski vegna þess að þama var svo lítið um að vera. Nema vera. Vera. Svo skipti ég um pensjónað, fæ herbergi á pensjon Appollon, sem er elsta sinnar tegundar í bænum. Það stendur uppi í þorpinu. Ég set ritvélina í gang og ákveð að vera. Þetta er undarlegt þorp Mörg hús í þorpinu standa auð og yfírgefin, sum eru gluggalaus Textl og myndln Elísabet Jökulsdóttlr Er kötturinn að telja augu fiskanna? hveiju svara skal. Sjórinn, segir fólk. En er ekki sjórinn alls staðar eins. Hér er hann vissulega tær og hlýr, og mikið blár. Hér verður ekki þetta eyjarok, sem gerir vart við sig á flestum öðrum grískum eyjum á kvöldin. Hér er kannski heitara en á öðrum eyjum. Ungur Þjóðveiji sem er að koma hingað í fimmta sinn og nú með konuna með sér segir: You got hooked on this island. Þar með finnst honum málið útrætt. Barbara sem býr á Rhodos og kemur hingað og hurðalaus. En önnur búin ramm- gerðum og útskornum, harðlæstum dyrum. Það er eins og húsin hafi verið yfirgefín í skyndingu. Stund- um vantar heila hlið á húsin og þau líta út eins og dúkkuhúsið, sem ég átti einu sinni. Þetta er undarlegt þorp. Einu sinni voru Zeus og Appollon dýrkaðir hér og í fjallsdal eru leifar af hringleikahúsi. Castelorizo var einsog aðrar grískar eyjar undir stjórn tyrkneska keisaradæmisins í 400 ár. Tyrkir hafa enn augastað á eyjunum og finnst þeir hafa verið Gríska eyjan CASTELORIZO sviknir um feitan bita. Þó er enn lengra síðan Makekdónía, sem var hluti Grikklands á blómaskeiði þess, var vesturströnd Tyrklands. Castel- orizo er hins vegar útvörður Grikklands. Það stendur á veglegu skilti f miðju þorpinu: Europe starts here. Landhelgin hlyti að minnka allmikið ef Tyrkir næðu eyjunni. Sumir eru hræddir við það og þess vegna eru hér 30 hermenn, miklu fleiri á íbúa en annars staðar. A mánudögum flýgur herlögregl- an yfír á fullkomnustu þotunum sínum. Þá eiga Tyrkir að fara nærri um hver ræður. Én Tyrkland er hér rétt upp við landsteina og vel hægt að sjá ljósin f bænum á kvöldin, enda ekki nema 1 og hálf míla á milli. Þegar ég spyr Yorgo, hvort hann óttist að Tyrkir ásælist eyjuna, svarar hann: Horfðu bara í kringum þig. Hvað ætti þá að langa í hér. Hann er samt einn af þeim, sem er staðráðinn að gera eyjuna eftir- sóknarverða. Bretar sprengja þorpið Frakkar réðu eyjunni árin 1912—1921. Þegar þeir vildu hana ekki lengur, buðu þeir hana Grikkj- um, sem hins vegar höfðu ekki meiri áhuga en svo að þeir gáfu hana ítölum. ítalir þáðu eyjuna og frá þeim tíma eru hin svokölluðu rauðu hús, sem ítalir hafa reist víðar, t.d. á Rhodos. En þanig var Castelorizo undir ítölskum yfirráð- um, uns 7. október 1943, þegar Englendingar voru teknir við að færa úr kvíamar í seinni heimsstyij- öldinni. Þeir gerðu árás á eyjuna og hertóku undir því yfirskyni, að annars mundu Þjóðveijar gera það. Áður en þeir sprengdu þorpið í loft upp, vöruðu þeir íbúana við og fluttu flesta þeirra burtu, ýmist til Kýpur, Egyptalands eða Palestínu. Þá munu 36 manns hafa látist. Áður en þessi ósköp dundu yfír bjuggu 15 þúsund manns á eyj- unni. En sem fyrr segir lifa þar nú aðeins 200 hræður. Það voru vel- stæðir íbúar sem áttu gull í kistum. Þeir lifðu á verslun og ferðuðust um Miðjarðarhafið í 6 mánuði, en „hvíldu" sig í hina sex. Þeir sigldu til Tyrklands, þar sem þeir keyptu Fimmtán þúsund manns á þessari litlu eyju. Það hlýtur að hafa verið fjör. Hundruðir hvítra húsa, sem þyrp- ast eftir hlíðunum og standa svo þétt að undrun sætir. í höfninni liggja stór kolaskip. Dýrar skonn- ortur liggja við ankeri og bjóða heim útþrá og ævintýrum. Þar búa örlögin líka. Svo fluttu bara allir til Ástralíu. Hið glæsibúna líf lagðist af eins og hendi væri veifað. Að fylgjast með skipakomum í fjóra mánuði En sumir sneru aftur og fólk er enn að koma aftur frá Ástralíu. Afkomendur hinna ríku Castel- orizo-búa koma og setjast að í húsum afa og ömmu. Það getur orðið mál, því oft hafa einhveijir sest að í yfirgefnum húsum og eytt stórfé í að gera þau upp, en verða svo að víkja fyrir Ástralíugrikkja sem snýr aftur heim. Virðingin fyr- ir fortíðinni og átthagafjötrunum er slík. Svo eru aðrir sem koma yfír sumartímann. Velstæðir Grikk- ir sem eiga fyrirtæki í Ástralíu og Kaffihúsablús við einu götuna. ávexti og grænmeti fyrir sig, og svo hinsvegar kol og timbur, sem siglt var með til Egyptalands og þar selt fyrir hveiti og sykur. Einnig stunduðu þeir viðskipti við Grikkland og Ítalíu. Á stríðstímum voru aðeins 8—900 manns á staðnum, sem reyndu eftir megni að hreinsa staðinn eftir hina hræðilegu loftárás. Og gera við húsin. Þá var skömmtun og engin vinna. Blómaskeið Castelorizo var á enda. Mestur hluti íbúanna snéri aldrei aftur en flutti til Ástralíu. Það var ríkasta fólkið sem flutti burtu. Hús þess urðu verst úti. Fátæka fólkið varð eftir. Og það voru mun færri. Glæsibúið mannlif Þama var komin skýringin á öll- um þessum auðu húsum. Yfirgefin af öllu nema tíma. Og örlögum. Auðvitað var reimt í mörgum þeirra. Stundum sáust ljós í glugga og heyrðust hurðaskellir. Brak og brestir. Það var upplagt umræðu- efni á kvöldin eftir að dimmdi. Að segja draugasögu. Grískar drauga- sögur. Flest húsanna eru alveg horfín og varla greinanleg lengur. Bara stórar múrsteinahrúgur, hlið við hlið, og þröngar götur á milli. Ofan á öllu vaxa tré. Þymirósagróð- ur er að færa allt í kaf. Það þarf að beita ímyndunarafl- inu til að sjá hina horfnu tíma fyrir sér. Reisuleg og hvítskúmð hús og þvottur á snúm. Konur í þjóðbún- ingum með gullskart, en þjóðbún- ingur er og var mjög íburðarmikill, karlar að spila tavli og ræða gjald- eyrismál. Lítil böm sem klifra í skútum og kafa eftir fiskum í höfninni. geta leyft sér þann munað að spila tavli og fylgjast með skipakomum í §óra mánuði. Þar sem örlögin ráða " Castelorizo er bara lítil eyja út við sjóndeildarhringinn. Þegar þú ert komin þangað, ertu út við sjón- deildarhringinn. Þannig riðlast allar víddir. Ef til vill er það þessi ringulreið sem er svona heillandi. Þér finnst þú ekki geta farið. Þér fínnst þú ekki vera komin. Þú ert í einhveiju allsheijar tómarúmi. Því allar víddir hafa riðlast. Og hvers vegna skyldu ekki víddir hugans geta verið á einhvem hátt sambærilegar þeim víddum sem hægt er að sanna stærðfræði- lega. Ef til vill em það hinir mörgu tímar sem eyjan býr yfir. Hver og einn tími skilur sjálfan sig eftir, þegar hann líður. Þannig geta straumar gamla tímans sett mót sitt á daglegt líf. Kannski er það hér sem hægt er að sjá hina raun- vemlegu „grísku tragidíu" í hnot- skum. Þar sem örlögin ráða öllu. Af því að staðurinn er svo lítill. Og enginn veit hvar hann er. Ég er að spekúlera í hvort það sé ég sjálf sem framkalla þessi áhrif, eða hvort það er staðurinr: Eyjan. Og þó þú vitir að ferðalög séu örvandi; þegar þú ferð út fyrir rammann og upplifir sjálfan þig, hvort tveggja, utan þíns ramma og í öðmm ramma, þá veistu jafnframt að það ert ekki aðeins þú. Eða ferðalög í sjálfu sér. Það er líka þessi eyja. Það er næstum ekki einleikið. 0 20 km I__________1 TYRKLAND RHODOS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.