Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 f slenskur vísindamað- ur fær fremstu verð- laun vatnalíffræðinga Forseti alþjóðasambands vatnalíffræðinga, prófessor Heinz Löffler, afhendir Pétri M. Jónassyni heiðursverðlaun vatnalíffræðinga, Nau- mann-Thienemann-verðlaunin, á Nýja Sjálandi. Jónshúsi, Kaupmannahöfn. DR. PÉTUR M. Jónasson pró- fessor var sæmdur Naumann- Thienemann-vísindaverðlaunun- um á alþjóðaþingi vatnalíffræð- inga á Nýja Sjálandi á dögunum. Verðlaunin eru æðsti heiður sem vatnalíffræðingi getur hlotnazt og er þeim úthlutað á þinginu til þriggja vísindamanna, en þingin eru haldin þriðja hvert ár. Nefnd vísindamanna frá 6 þjóð- um greiðir atkvæði um verðlauna- veitinguna og áttu nú Austurríki, V-Þýskaland, Bandaríkin, Fólland, Svíþjóð og Frakkland hvert sinn fulltrúa í dómnefndinni. Félagar í alþjóðasamtökum vatnalíffræðinga eru 5.000 talsins og voru verðlauna- hafamir valdir úr 50 manna hópi og má því geta nærri, að ekki koma aðrir en þekktir og alþjóðlega hugs- andi vísindamenn tií greina við verðlaunaveitinguna. Hinir tveir voru Svisslendingurinn Richard Vollenwaider og Dietrich Uhlmann frá A-Þýzkalandi, en þeir voru báð- ir fjarverandi, er afhendingin fór fram. Dr. Pétur fékk verðlaunin fyrir' fjölþættar rannsóknir sínar á Es- rumsö á Norður-Sjálandi og íslenzku vötnunum, sem hafa vakið athygli víða um heim. Hann hefur sérstöðu meðal kollega sinna, því að flestir þeirra verða að vinna ein- göngu við rannsóknir á óhreinum og menguðum vötnum, en Pétur Jónasson stjómar yfirgripsmiklum rannsóknum á líffræði hinna fersku stórvatna, Mývatns og Þingvalla- vatns. Alþjóðaráðstefnan var nú haldin í fyrsta sinn á suðurhveli jarðar og komu um 1.000 manns til funda- haldanna. Næst verður komið saman í Miinchen eftir 3 ár og er þá búist við a.m.k. 1.500 fundar- gestum. { sambandi við ráðstefnuna fór dr. Pétur í fótspor Jörundar hunda- dagakonungs til Tasmaníu, en þar stofnaði hinn nafnkunni íslands- kóngur höfuðborgina Hobart. Ekki fann dr. Pétur þó styttu af Jör- undi, sem hann hafði vænzt að sjá, en á litskyggnu í nýju safni er mynd af málverki því, sem Eck- ersberg málaði forðum af Jörgen Jörgensen. Margir þekkja nafn Jör- undar þarna enn í dag og er hann eins konar þjóðhetja í Tasmaníu. Vatnalíffræðideild Hafnarhá- skóla, sem Pétur M. Jónasson veitir forstöðu, er staðsett í Hilleröd eins og kunnugt er. Deildin var stofnuð við Furesö fyrir 90 ámm og heldur þessa dagana merkisafmæli sitt hátíðlegt, en síðan 1930 hefur hún verið til húsa í nágrenni Frederiks- borgslotssö. Dr. Pétur er 4. prófess- orinn, sem stjómar stofnuninni, en hún hefur 85 starfsmönnum á að skipa, þar af em 50 nemendur, 17 vísindamenn og 18 tæknimenn. Stofnunin setur markið hátt og byggir á samstarfi virkra vísinda- manna á alþjóðlegan mælikvarða og er virt vel um allan heim. Er danska vatnalíffræðideildin mest alhliða deildanna á Norðurlöndum og fékk nýlega bezta faglegt mat, sem nokkur deild Hafnarháskóla hefur fengið. Ástæðan fyrir vel- gengni okkar er, að við vinnum og birtum niðurstöður okkar á alþjóð- legum vettvangi, segir dr. Pétur. En helzti árangur rannsókna hans er kominn í þær kennslubækur í vatnalíffræði sem máli skipta. Dr. Pétur Jónasson er nú á fömm heim til Fróns eins og hann kemst að orði. Heima vinnur hann að hinu mikla vísindariti um Þingvallavatn, líkt og bókinni Lake Mývatn fyrir 8 ámm. Fjölmargir Islendingar vinna að rannsóknarverkefninu við Þingvallavatn með honum, en alls hafa 33 vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum haft þar samstarf. — G.L.Ásg. NVI MR Sumarið er í kjallara Nýjabæjar í kjallara Nýjabæjar er núna nýopnaður sumarvörumarkaður. Þar færð þú allt sem tengist sumri og sól; grill og grillvörur, garðvörur, tjöld, létt húsgögn og margt, margt fleira. Til hátíðarbrigða munum við grilla ýmis konar góðgæti fyrir við- skiptavini okkar hvenær sem færi gefst. IVýr opnimartími í sumar verður opið alla virka daga til kl. 19, nema á föstudögum, en þá verður opið til kl. 22. Á iaugardögum verður opið frá kl. 9-13. Lokað verður á sunnudögum. Gildir frá 1. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.